Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 11
Bréf til sýslumanns- hjónanna á Litla-Hrauni frá Árna Gudmundsen í Muskegon og Washington Harbor Höfundur bréfa þeirra, er hér fara á eftir, var Árni Guðmund- sen, sonur Þórðar Guðmundssonar lengstum sýslumanns f Ár- nesþingi og konu hans, Jóhönnu Lárusdóttur kaupmanns Knud- sens f Reykjavík. Þegar bréfin bárust að Litla Hrauni, voru þau jafnharðan skrifuð upp og sú uppskrift send Margréti Ándreu systur Árna og sr. Páli Sigurðssyni mági hans norður að Hjaltabakka í Húnaþingi. Hafa bréfin varðveitzt i þeim uppskriftum, sem nú eru geymdar f Landsbókasafni, þangað komnar úr fórum Arna Pálssonar bókavarðar og sfðar prófessors, sonar sr. Páls og Margrétar Ándreu. Árni Guðmundsen ritaði sfðar og birti í Almanaki Ölafs Thorgeirssonar f Winnipeg árið 1900 þátt um Landnám Íslendinga á Washington eyjunni. Arni heimsótti ísland 1919. Hann átti lengstum heima á Washingtoneyju, gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum og lézt í hárri elli. F.G. Muskegon, 31. júlí 1872 Elskulegu foreldrar mínir. Við höfum nú um tíma stað- næmzt hér, er þessi staður í fylk- inu Michigan; höfum við ráfað hér og þar um að leita að þeim stað, sem við gætum fengið gott erfiði og þykjum(st) nú hafa fundið hann viðunanlegan fyrir það fyrsta. Ég ætla þá að segja ykkur helztu atriði ferðasögu okk- ar frá því við komum i þann nýja heim. Við komum þann 15. til Quebeck og fórum þaðan samdæg- urs með járnbrautinni áleiðis; vorum við í 3 daga að ferðast með henni gegnum Canada, það gekk með seinna móti, því það var stað- ið svo vícja við á Stationum til að hafa vagnaskipti. Það er skemmti- legt að keyra með járnbraut i gegnum fallegt hérað, eins og Ameríka í sannleika er, en við vorum þó orðnir fullleiðir af þvi þar við ekki gátum sofið á nótt- unni fyrir látum og hristingi, með þvi við líka vorum á hinztasta vagninum, hvar maður má þakka fyrir að hvíla sig á trébekkjum eða þá liggja á beru gólfinu, og valdi ég hið seinasta. Að kvöldi hins 18. fórum við yfir á nokkra, sem aðskilur Can- ada frá Bandaríkjunum og renn- ur úr einu stöðuvatni i hitt; dvöld- um við um nóttina i Emigranthús- inu þar ásamt fjölda Norðmanna og Dana. Nú vorum við þá komnir inni okkar ríki; voru koffort okk- ar og pakkar hér skoðaðir af toll- urum eða Toldbetjente, þar við komum úr löndum Englendinga og skoðuðu þeir líka dót okkar í Liverpool, þegar við komum frá Islandi. Enginn okkar þurfti að borga toll nema Hans, hann varð 1872 af með 2 dollars, þar hann hafði ný stigvél og fleira, er hann hafði keypt í Liverpool. Daginn eftir fórum við aftur á stað með járn- braut, bar ekkert til tíðinda þenna dag, við keyrðum í gegnum staði, skóga, yfir ár, undir jörð- inni etc. Næsta dags morgun stað- næmdumst við á Station nokk- urri, sem nefnist Milwaukee- Junction, átum við þar og drukk- um, eins og víðar, því nóg var af veitingahúsum á leiðinni. Þegar við komum hér inn sáum við að skrifað stóð á veggnum með stór- um stöfum, að 200 manns gætu fengið hæga vinnu við að leggja járnbraut hér í grenndinni; var agentinn hér að segja okkur, að við ekki skyldum fara lengra fyrst um sinn, en reyna vinnu þessa, og þar við flestir vorum peningalitlir, slógum við til og staðnæmdumst hér 10, en Páll, Haraldur, kona, Hans og Guðrún héldu áfram til Milwaukee. Við gjörðúm okkur góðar vonir um, að við hér mundum græða peninga, og kærðum okkur hvergi. Daginn eftir byrjuðum við á vinnu þess- ari, og var hún erfiðari en við höfðum ímyndað okkur, en hið versta var, að við hittum á svo vondan yfirmann, að hann gjörði ekkert nema að skamma okkur út fyrir ónýtingsskap og sagði, að við ekki ynnum fyrir vatninu, sem við drykkjum; okkur þótti þetta hart, því að minnsta kosti voru sumir okkar fullduglegir. Ég, sem helzt gat talað við hann, bað hann vel að lifa og skammaði hann aft- ur svo mikið sem ég var fær um, og vorum við einugir um að fara frá þrælnum strax í stað, enda gjörðum við það líka; unnum við þar hálfan dag og fengum aðeins í staðinn einu sinni að éta. Við fórum þessa dags kvöld kl. 11 aftur á stað vestureftir með járnbrautinni, og vorum við á ferð alla nóttina; um morguninn námum við staðar i bæ nokkrum, sem heitir Grand Haven, heyrð- um við hér, að þeir félagar höfðu fyrst farið í nótt héðan til Mil- waukee, sem liggur vestan við vatnið Michigan, en Grand Haven að austan, svo við höfðum góða von um að ná i þá í Milwaukee, áður þeir færi út á eyna, sem þá var ásetningur þeirra, en heyrð- um síðar, að við yrðum að bíða eftir gufuskipinu hér til mánu- dagskvölds, og lögðum við þá á stað. Á skipinu hittum við dansk- an prest að nafni Wiese, og var hann að fara heim til sin úr emb- ættisferðum sínum. Hann var okkur mjög góður, spurði hann . mig mikið hvort enginn íslenzkur stúdent mundi vilja stunda guð- fræði hér, og mundi hann þá fá allt fritt þar til. Sagði ég honum frá Páli, sem á undan var kominn, og sagðist hann mundi tala við hann í Milwaukee, ef við hittum hann. Þetta varð líka, því þeir voru þar búnir að lofa sér í járn- brautarvinnu, en við, sem höfðum reynt hana, og presturinn, sem þekkti til hennar, réðum þeim frá að ganga að henni. Við höfðum heyrt í Grand Haven, að nóga vinnu væri að fá á þeim stað, sem við nú erum, við sögunarmillur, og ráðlagði presturinn okkur að taka hana fyrir það fyrsta, þótt við yrðum að snúa aftur; fórum við sama kvöld með gufuskipi til Grand Haven aftur og þaðan hing- að, sem er skammt frá. Kostaði þetta okkur 3VS dollars. Við feng- um strax vinnu hér, og eru launin 2 dollars á dag eða nálægt 22 mk. Erum við nú búnir að vera hér 6 daga, hefi ég unniö á nóttinni, því millur þessar ganga nótt og dag og gjöra þær mikið. Þær eru 28 hér i bænum, og eru margir skips- hlaðningar daglega sendir til Chi- cago. Erfiði þetta fellur okkur nokkuð þungt, sem von er, í fyrst- unni. Sumir stafla borðum, hvar á meðal ég, og verður hér allt að ganga með dampi; vinnutíminn er 10 tímar á næturnar, en 11 á daginn, er þægilegra að vinna á nóttinni, því hér er afar heitt, þó ekki svo, að við ekki höldum það út. Eg hefi nú unnið i 6 nætur, en hinir hafa aðeins unnið 4 og 5 daga, því_allir hafa verið hálflasn- ir við og við, en ég ekki, nema harðsperrum hefi ég nóg af, en þær hljóta að fara. Að við ekki fórum til eyjarinnar strax, kom til af því að við heyrðum, að þeir ekki mundu geta skaffað okkur góða vinnu þar, og vildum því ekki leggjast upp á þá allslausir. Ekki er afgjört, hvort Páll geng- ur að prestsins boði, en efst er það i honum, ef hann fær góða ölmusu eða styrk fyrir utan fría kennslu og uppihald, sem hann ekki enn- þá veit, hve mikil verður. Ekki veit ég, hvað lengi við verðum hér, en ljósast verður það fram- eftir sumrinu. Við erum allir i sama húsi, og borgum við 4'A doll ars um vikuna fyrir fæði og her- bergi; ef enginn dagur gengur úr hefðum við því um mánuðinn afgangs 30 d., sem samsvarar 54 rd. dönskum, er það allgott. Er þetta ágætur staður fyrir duglega vinnumenn, því nóg er að fá að vinna. Ef þið skrifið, er bezt að adressera bréfin hingað, þvi þó við verðum farnir héðan, biðjum við húsbónda okkar hér að senda okkur þau; hún er þannig: N.N. Esq. Muskegon Will Street Nr. 277, Michigan, U.S.A. Ég nenni nú ekki að skrifa lengra núna, því ég þarf að fara að sofa, þrír hrjóta í kringum mig piltarnir og trufla því heila minn. Kær kveðja til allra á heimil- inu, og verið þið sjálf kær- ast kvödd af ykkar elskandi syni Á. Guðmundsen. Washington Harbor, 22. ágúst 1872 Elskulegi pabbi minn. Ég fékk þitt góða bréf af 24. júlí í dag, hvar fyrir ég þakka þér. Þú getur imyndað þér, að við verðum fegnir að fá bréf að heiman, og einkanlega þegar við fréttum okk- arra vellíðan. Ekki hélt ég, þegar við kvöddum Brynjólf s^luga daginn sem við fórum, að hann ætti svo stutt ólifað. Það er nú að segja af okkur félögum, að við vorum á sögunar- millu í Muskegon, hvaðan ég skrifaði ykkur seinast, en þar við vorum hálflasnir, hitinn óþolandi og vinnan hin harðasta, tókum við það i okkur að halda hingað til eyjarinnar. Fóru þeir Páll, Har- aldur og kona, Hans, Bjarni og Ölafur Hannesson, eftir að við höfðum dvalið þar 2 vikur, en ég vildi reyna að þreyta lengur og varð eftir með Óiafi í Arnarbæli og Stefáni, en þar Olafur var æði- lasinn og við hinir lika lumpnir, svo viö ekki gátum unnið nerna dag og dag, ásettum við okkur að leggja í hinna kjölfar; höfðum við verið þarna i 3 vikur, ég vann þar fyrir 22$, en þetta fór allt og meira til í mat og ferðakostnaðinn hingað, kostaði dót okkar talsvert, þar við þurftum að kaupa keyrslu á því, þar sem við lentum á leið- inni og er það ógjörningur að hafa mikinn farangur með sér, þeg- ar maður hringlar úr einum stað i annan. Páll, Haraldur og María urðu eftir í Milwaukee, fengu þeir þar hæga vinnu, en lltilfjör- legt kaup, hefir samt Páll fengið loforð fyrir kennaraplássi eftir 1. september. Þeir Wickmann og Jón Gíslason tóku mjög vel á móti okkur, og búum við hér allir ennþá, höfum lítið aðhafzt þessa 6 daga sem við höfum dvalið hér; ég er samt kominn í accordsvinnu hjá dönsk- um bónda hér í næsta húsi að nafni Koyen, hefir hann verið Godsforvalter á Jótlandi: þar borða ég miðdegisverð, en kvölds og morguns hjá Wickmann. Vinna þessi er að afbarka Cedartré, sem hann selur stjórninni, og er þau brúkuð I Telegrafstötter; það er heldur létt verk, og fæ ég 5 cent fyrir hvert og hef dútlað við það 3 dagstundir; sé ég heilan dag, get ég að minnsta kosti fengið 1$ auk fæðis, er það fullgott að byrja með, er ég svo að hugsa að fara að fella tré, fæ ég 10 cent fyrir hvert, er það reyndar meira erfiði, en meira gefur það af sér. Hinir piltarnirj nefnilega Hans, Bjarni og Stefán, eru byrjaðir að saga og höggva brenni hjá Wickmann; gengur það náttúrlega stirt í byrjuninni, enda er ekki hert að þeim. Ólafur Hannesson liggur í Koldfeber, samt ekki þungt haldinn. Ólafur hinn er bæði hálf- veikur og dauður í leiðindum og Sjá nœstu I síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.