Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 12
Bréf til Páís í / Arkvöm frá Lofti Jónssyni mormóna í Utah Loftur Jónsson var fæddur 24. júlí 1814, ættaður úr Landeyj- um. Ilann bjó á Þórlaugarstöðum f Vestmannaeyjum og gegndi um skeið ýmsum trúnaðarstörfum þar í eyjum, var m.a. kosinn til að sitja á þjóðfundinum 1851, en af þeirri þingsetu varð ekki vegna þátttöku hans í trúarhreyfingu mormóna, sem um það leyti var að hefjast f Vestmannaeyjum. Loftur var kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur, ekkju Jóns Oddssonar bónda f Vest- mannae.vjum. Hún átti tvö börn af fyrra hjónabandi, Jón og Guðrúnu, og fylgdust þau með móður sinni og stjúpa, er þau fluttust til Utah árið 1857. Loftur hafði látið skfrast til mormóna- trúar f Vestmannaeyjum og haft náið samband við Guðmund Guðmundsson gullsmið eftir komu hans til eyjanna og aðra, er höfðu sig mest f frammi við þetta nýja trúboð. Lofti mun hafa vegnað sæmilega í nýja landinu, þó að fyrstu árin hafi væntanlega verið erfið á ýmsa lund. Arið 1873 var hann sendur f trúboðsferð til lslands og varð vel ágengt. I þeirri ferð kvæntist hann ungri konu, Halldóru Árnadóttur frá llndir- hrauni f Meðallandi, sem þá átti heima f Vestmannaeyjum. En Guðrún kona Lofts, sem var allmiklu eldri en hann, hafði látizt árið 1869. Unga konan fylgdist með Lofti til Utah ásamt nokkr- um löndum, sem höfðu látið skfrast. Meðal þeirra var Guðrún Jónsdóttir, systir Lofts, en hún var gift Einari Bjarnasyni frá Hrffunesi, gildum bónda, og áttu þau nokkur börn. Hafði Guð- rún með sér vestur tvær dætur þeirra, Helgu og Þorgerði, ásamt fósturdóttur, er Gróa hét. Einar Bjarnason var mjög andvfgur mormónatrú og var þetta hátterni konu sinnar þvert um geð, en fékk ekki að gert. Það mun hafa verið árið 1874, sem Loftur hélt vestur með þessa nýju trúbræður sfna og konu. En um haustið sama ár fórst hann af slysförum, og var það þungt áfall fyrir konu hans og systur. óskar einskis nema að komast heim aftur; hann verður víst ekki vinnufær fyrir það fyrsta, að minnsta kosti ekki fær um harða vinnu; hann er slæmur fyrir brjóstinu og í bakinu, og hefir hann áður heima verið þjáður af þessum kvilla: hann lætur á borð f.vrir okkur og þvær upp í Mangel af kvenmanni, sem enginn er hér í húsinu, síðan dóttir Einars Bjarnasonar fór héðan. Ef Ólafi ekki batnar í vetur, verðum við að hafa einhver ráð til að koma honum heim í vor. Nok om det. Eg kann þó mikið vel við mig á eyjunni og er hinn frískasti, finn ekki til óyndis en hugsa mest um að ná i skildinginn. Eyja þessi er öll vaxin háum skógi, er ekki langt síðan hún fór að byggjast, svo allt er hér mikið ófullkomið ennþá, húsin heldur lítilfjörleg, vegir vondir etc., en lifvænlegt er hér, því nóga vinnu má fá við skógarhögg og fiskirí, en ekki segi ég, að betri staður ekki finnist fyrir okkur hér í Wisconsin, en það dugar ekki að vera á einlægu flakki, maður hefir ekki ráð til þess, og verðum við hér ljósast í vetur. I Chicago gengur mikið á með morð og þjófnað er enginn dagur, að ekki séu myrtir 1—4 menn, og hefir politíið ekki næðisamt, en getur þó litið eða ekkert aðgjört; gott að maður er ekki þar. Ég skrifa mömmu næst, og verður hún að fyrirgefa mér leti mína í þetta skipti. Mér þætt mjög vænt um, ef ég gæti fengið mynd af ykkur; ég heyri, að Vigfús ætli að ferðast austur, og vona ég þið notið tækifærið. Þú getur víst varla lesið þetta, því bæði er ég skjálfhentur, og svo er líka penninn vondur. Enda ég svo þetta hrip óskandi ykkur alls hins bezta. Þinn elskandi sonur A. Guðmundsen. Bjarni: Árna-Bjarni Sveinbjörns- son frá Reykjavík. — Ólafur í Arnarbæli: sonur sr. Guðmundar Johnsens í Arnarbæli. — Stefán: Stefán Ólafur Stephensen frá Reykjavík, — Wickmann: Willi- am Wickmann, danskur að ætt, hafði verið verzlunarþjónn á íslandi um tíu ára skeið, síðast á Eyrarbakka, en fór þaðan vestur um haf 1865 og settist að fyrst í Milwaukee, en seinna á Washing toneyju. Hann skrifaðist á við Guðmund Thorgrímsen kaupmanna á Eyrarbakka, fyrr- um húsbónda sinn, og mun þar kveikjan að vesturferðum þeim, er hér um ræðir. — Koyen: Edward William Koyen. — Godsforvalter: umboðsmaður jarðeigna. — Telegrafstötter: símastaurar. — Koldfeber: hitasótt. Washington Harbor, 4. október 1872. Elsk'ulega mamma. Þótt við ekki séum búnir að fá bréf að heiman ennþá, þorum við ekki að draga að skrifa, því ekki er víst, að við náum í seinasta dampskip frá Englandi, ef það dregst lengur að skrifa; samt sem áður vonumst við eftir bréfunum á morgun, en pósturinn fer líka á morgun héðan. Hefi ég nú satt að segja ekki margt að skrifa núna. Við höfum verið hér á eyjunni síðan ég skrifaði seinast; ég hefi verið I vinnu hjá þessum manni, er ég nefndi í bréfi til pabba, og er nú fluttur alveg þangað; líður mér uppá hið bezta. Ég hefi ekki grætt mikið eenþá, en samt meir Eg er snart þreyttur að skrifa mínum kunningjum og fá aldrei bréf aftur. Lofti þykja landar heima tregir að skrifa sér og biður Pól að ýta undir þá. Hann lýsir búskap slnum og uppskeru að nokkru, en notar taekifærið til að flytja stutt trúboðserindi I þeirri von, að fleiri en Páll sjái bréfið. Hann biður um fréttir frá alþingi og öðru markverðu, sem gerist heima. Spanish Fork, 27. apríl 1865. en félagar mínir, sem allir hafa verið hjá Wickmann að höggva skóg. Ég býst við, að ég verði hér í vetur, hvað sem hinir gjöra, því það er það vitlausasta, sem maður gjörir, að vera að hringla úr ein- um stað í annan, þótt maður gæti einhvers staðar fengið betri stað en maður hefir, en í vor fer ég ljósast eitthvað út í buskann. Ég hefi verið nokkurn veginn frísk- ur síðan ég kom hingað, enda hefi ég ekki lagt mikið á mig með vinnu, því ég hefi engan yfirmann (eða sem þeir kalla bas [e. boss']) til að reka á eftir mér, þar ég hefi haft accord- vinnu það er þægilegra fyrir alla, en einkanlega fyrir þá sem sjálfir hafa verið bas, eins og ég kvað hafa verið. Ekki hefir mér leiðzt miggildireinu hvarég er í veröldinni, ef ég hefi eitthvað að éta og nettmenni að umgangast — þeir finnast hér eins og annar- Elskulegi Páll Sigurðsson! Eftir mjög langa eftirvænting að fá svar uppá það bréf, sem eg skrifaði þér síðastliðið ár i febrú- armánuði, en þó forgefins, tek eg mér pennann í hönd aftur á ný að skrifa þér fáar línur, jafnvel þó eg þenki það verði ekki svo lang- ort sem eg skrifa þennan gang sem það var síðast. Eg vil ekki skrifa í þetta bréf hvað eg skrif- aði í það annað, því eg vonast til þú hafir fengið það, ef vorir landsmenn ekki hafa stungið því staðar —; ekki er maður fullur hér með degi hverjum, hér fæst lítið af drykkjuvörum, er þetta þvi sá bezti staður fyrir menn, sem vilja hætta að smakka sop- ann eða fyrir þá, sem ekki vilja læra það; bættur sá skaðinn, segi ég, og svo munt þú segja. Guðrún Ingvarsdóttir er min þjónusta, og leysir hún það prýðilega af hendi; fötin mín standa sig ennþá, samt er komið gat á mórauðan sokk, sem ég ekki man, hvaðan er ætt- aður; slíkir sokkar sem okkar finnast ekki í Ameríku. Bjarni Sveinbjörnsson missti alla sína á leiðinni ásamt mörgu öðru, skaði fyrir hann. Ég er viss um, að þú ekki saknaðir Strokkhóls, ef þú ættir hús hér á eyjunni og hefðir nóg Caffe og saltkjötssúpu, þvi hér er mjög hyggeligt. Piltarnir sumir eru nú farnir að hugsa um að taka sé land í vor, og verð ég þá ljósast með en samt líkast til ekki undir stól, hvað ég ekki get séð hafi verið stór fordeill fyrir þá, nema með svo móti það hefðu verið þeir sem áttu að svara pen- ingum stjúpbarna minna, þar það hlýddi fyrir einn deil uppá þá, og væntanlega hefur annað bréf ver- ið í fylgi með því til þeirra sjálfra, sem peningunum skyldu svara. Sem sagt, eg vil ekki skrifa meira þennan gang þessu viðvíkjandi, þar eg vona að þessi áðurnefndu bréf hafi komizt til míns kæra föðurlands, Islands. Nú vil eg skrifa þér nokkuð lítið um mína hagi og minna lands- manna, sem búa hér í Utah, svo ef það er nokkur af okkar ógleyman- legu löndum, sem hefur lyst að heyra hvernig okkar kringum- stæður eru, að þeir geti fengið að sjá og heyra nokkuð lítið þar um skrifað með minni eigin hendi. Það er þá fyrst, að við lifum hér allir tsiendararnir í þessum bæ með góðri heilsu og höfum það utmert gott í andlegum og líkam- legum efnum. Eg sagði allir utan G. Guðmundsson og Christín, þau eru i öðrum dölum, eg trúi hann er tvö til þrjúhundruð mílur hér frá, en hún máske eitt hundrað. — Hér frá þessum dölum eru engin sérleg nýheit utan hér hef- ur verið mikið harður vetur eftir því sem hér plægir að vera, og ennnú frýs hér á hverri nóttu. Þó hafa flestir fengið sina hveiti i jörðina hér i þessum bæ, og þó það hafi verið harður vetur, hafa nautkindur gengið úti hér i allan vetur i hundraðavísu og eru spik- feitar. Þó hef ég heyrt, að sum- staðar i öðrum býjum hafi dáið nokkrar, hvar veturinn hefur ver- ið ennnú harðari, þvi margir af hér innfæddum mönnum samla ekki miklu heyi á sumrin og hafa svo ekki neitt að gefa sinum skepnum á vetrin. Er heldur ekki mögulegt að afla svo mikið hey fyrir þá sem hafa frá 50 til 100 nautkindur og eftir því af sauðfé og hrossum. Þó er hér i almenni- legheitum minnst af hrossum. Þeir villtu Indíánar eru fremur venju nokkuð órólegir nú um stundir, sem hefur komið af því þeir hafa stolið nautkindum og var sótt eftir að ná þeim aftur frá þeim, en gekk ekki greitt, hvar út af flaut, að nokkrir menn af bæði hvítum og Indíönum voru drepn- ir. En þó þeir séu vondir, nefni- hér á eyjunni; það er samt alveg óvíst ennþá, hvort þetta verður næsta ár eða hvar. Ólafur Hannes- son liggur ennþá í Koldfeber, og hefi ég komið honum fyrir i sama húsi og ég er, og er þar vel hjúkr- að að honum; hann lá í 6 vikur hjá Guðmundi frá Mundakoti, en þar er svo mikill trekkur í húsinu, sem við héldum kannske mundi olla, að honum ekki batnaði, og tókum hann því þaðan. Ég verð nú að segja þér, hvað við helzt mötumst á hér er það: hveitibrauð, smjör, hveitigrautur, pönnukökur, caffi, kartöflur, — lítið um kjöt — óþrjótandi sýróp, kál og næpur, flesk og fiskur o.s.frv. Mér verður mikið vel af þessum mat, og hefi rífandi Appetit samt langar mig I svið, hangikjöt, spaðsúpu, beuf, lunda- bagga og síldarsalat, kjamma^ýsu, þorsk, rauðmaga, stokkandir og steik. lega Indianarnir, er aldrei að ótt- ast þá inn í bæjunum, því þar koma þeir mikið litið þegar illt er i þeim. Nú er sagt að það langa og blóð- uga stríð millum þeirra norðlægu og suðlægu staða sé á enda, í það minnsta um stund, því þeir suð- lægu hafa gefið sig upp. En litlum tíma eftir héldu þeir í norður- stöðvunum dans og komidíur, sem þeir kalla, hvar inni var i leikhús- inu presidentinn, sem þeir svo kalla, það er að segja sá æðsti líka sem kóngur yfir þeim norðlægu stöðum, og þá er leikurinn stóð sem hæst kom þar inn einn maður rétt inn til president Lynken, hvar hann sat á stóli, og skaut hann með pístólu rétt í höfuðið, og eftir hann hafði skotið hann, veifaði aðkomumaður upp hend- inni með stórum hníf i og hrópar hátt á gríska tungu: Þar liggur hann sá blóðhundur, eða hér um bil þvi líknandi, og eftir það gekk hann út, og rétt um sama bil var sá, sem honum stóð næstur, skot- inn, liggjandi veikur i sinni sæng, þó er sagt hann sé ekki dauður, lika einnig þrír vaktarar, sem stóðu utan fyrir hans húsdyr, og sonur hans. Þó er sagt að sonur hans heldur ekki sé dauður. Til þess að þú eða þeir, sem kunna að sjá þetta bréf, vil eg skrifa nokkur orð viðvíkjandi mínum kringumstæðum, þar flestir sögðu eg ekki gæti fengið það eins gott og því síður betra en eg hafði það heima. Eg hef ekki nema þrjá menn til að fæða og klæða og aflaði sfðasta haust 75 bussel hveiti, 20 bussel korn, 30 galon síróp og 20 bussel hafra. Eg hef 14 nautkindur, þar af eru 5 kýr mjólkandi, 18 sauðkindur með ungu og gömlu og meri með tryppi. Flestir hlutir eru hér dýr- ir, 1 bussel hveiti 5 dolla, hveiti- mjöl hefur verið í vetur frá 12 til 15 dolla 100 pund. Þar eg nú get komið þessu bréfi beinlinis til Kaupmannahafnar með manni, sem er sendur þangað frá þessum bæ til að prédika það sanna hreina og óumbreytta Vors Herra og Frelsara Jesú Christi Evangelium, vil eg bæta hér við fáum linum því viðvíkjandi: Mínir elskuðu og ógleymanlegu kæru landar, sem ég þekki til og bið fyrir dag og nótt í mínu hjarta, og trúa að eitt líf skal koma eftir þetta, mættu vakna upp og sjá að tíðin er nærri þá Þegar þú hugsar um að þú ekki færð neitt bréf rá mér fyrr en í marz eða apríl — því fyrsta gufu- skip kemur ekki fyrr til Islands — þá segi ég að þetta er æðiþunnt bréf, en ég veit þú tekur viljann fyrir verkið. Ég hlakka til að fá bréf að heiman, vona ég það verði bráðum, einnig vonast ég fastlega eftir mynd af ykkur, en þó helzt að heyra ykkar vellíðan. Þeim, sem ég ekki skrifa, bið ég þig bera kæra kveðju mína. Oft dreymir mig heim, þykist ég þá vera kom- inn úr Ameríku og vera stór uppá það, kannske slíkt rætist ein- hvern tíma en þá verður líka breyting orðin á mörgu, sem helzt mætti vera óbreytt. Heilsaðu paþba kærlega og drengjunum samt Nýju og Borgu. Að þú og þið öll megið ætið lifa sem bezt, þess óskar þinn elskandi sonur A. Guðmundsen.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.