Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 14
Dogvistunorstofnanir i Reykjavík: Lokað vegna sumarleyfa Vinnandi lýður þessa lands er nú sem óðast að fara i sumarleyfi og verður þess vart á mörgum sviðum þjóðlífsins. Dagheimili og leikskólar leggja niður starf- semi sina i júlí og ágúst. Hvert dagheimili verður lokað i fjórar vikur, en leikskólar verða lokaðir i þrjár vikur, þannig að stofnanir þessar verða ekki allar lokaðar i einu. Eitthvað mun um það, að börn séu flutt á milli stofnana, þegar svo stendur á, að forráðamenn þeirra geta af einhverjum ástæðum ekki tekið sér sumarleyfi á þeim tíma, sem viðkomandi stofn- un er lokuð. Það gefur auga leið, að mikið óhagræði er að þvi þegar svo mikilvægar þjónustustofnanir sem hér um ræðir leggja niður starfsemi sína. Að sjálfsögðu þarf starfslið þessara stofnana að komast i leyfi ekki síður en aðrar stéttir þjóð- félagsins, en þó verður ekki séð að það sé nægilega gild ástæða til að loka heimilunum. Hjá flestum fyrirtækjum og stofnunum fer fólk í frí, án þess að starfsemin leggist niður á meðan, enda yrði fljótlega um öngþveiti að ræða, nema þannig væri haldið á málum. Hörgull á mannafla getur varla valdið því að dagvistunarstofnanir verða að ioka vegna sumarleyfa. Færri fá vinnu en vilja yfir sumar- tfmann, og gætu hinar lærðu og þjálfuðu fóstr- ur skipzt á um að fara í frf, er ekki að efa, að þeim takist vel að stjórna afleysingafólki, þótt þar væri um að ræða viðvaninga í umönnun barna. í þessu sambandi má minna á, aðekki er nema hluti þeirra, sem eru við störf á umrædd- um vinnustöðum, sérmenntaðfólk. Fyrir nokkrum árum vissi ég til þess að kennslukona ein fór þess á leit við forstöðu- konu dagheimilis hér í Reykjavík að fá að taka barn sitt af heimilinu yfir sumarið. Taldi hún gott fyrir barnið að njóta daglangra samvista við móður sína, auk þess sem hún vildi hressa upp á fjárhaginn með því að spara sér dag- vistunargjaldið. Þá þótti henni einsýnt, að margir yrðu fegnir að fá gæzlu fyrir börn sín, þar sem þúsundir væru á hinum margumtöluðu biðlistum, enda þótt aðeins yrði um tíma- bundna lausn að ræða. En þetta var ekki hægt. Ástæðan? Þetta kostaði aukasnúninga og for- stöðukonan treysti sér heldur ekki til að gera forráðamönnum nýja barnsins grein fyrir því, að það gæti ekki verið á heimilinu til fram- búðar. Forstöðukonan benti móðurinni á þá leið að taka barnið af heimilinu, en dag- vistunargjaldið yrði hún að greiða eigi að sfður, og varð það úr. Dagvisturnarstofnanir eru, eins og gefur að skilja, þjónustustofnanir, sem fyrst og fremst hljóta að miðast við þarfir þeirra, sem þjónust- unnar njóta, þ.e. barnanna sjálfra og forráða- manna þeirra. Lokun vegna sumarleyfa bitnar fyrst og fremst á þessum aðilum, en einnig i mörgum tilvikum vinnufélögum þeirra sem verða að taka sér frí þegar dagvistunarstofnanir loka. Sú lausn að hola börnunum niður á öðrum stofnunum þennan tíma er neyðarúr- ræði, þar sem það tekur lítil börn alllangan tíma að venjast nýju umhverfi, og rask af þessu tagi er engan veginn í samræmi við þarfir þeirra. Barnavinafélagið Sumargjöf rekur dagvistun- arstofnanir í samvinnu við Reykjavfkurborg. Sumargjöf hefur unnið sannkallað braut- ryðjendastarf á þessu sviði og hefur almenn ánægja verið með starfsemi félagsins. En lokun dagvistunarstofnananna er til baga fyrir þá, sem þjónustu þeirra njóta, og er úrbóta sannar- lega þörf. Ekki verður séð að breytingar á þessari tilhögun ættu að valda teljandi um- stangi og er vonandi, að núverandi skipan verði tekin til endurskoðunar sem fyrst. — Áslaug Ragnars. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu ífí ánn íft ■ cv*' ,<f' ’.HUÍ' A.. 'C 'i s K 'o M A í A K A M A N N tlli 'F I v 2 jjjtl L 'A s -foTu U T A N F E f? T A y F l R a B F l H V T A K 4 j) A s> A A Níi" i A R \ 3 A £ ticKK- uR L B Mu • p R u N 4 % á s R A A •aC VlA '1 L A R A u K 0 s T u R. p $ .‘li M N N A R T A t> \ 3 M N VA«£> u M ‘A F A M 4 1 Smfit R U á. 4 * : 1 ÍBÚP- R T ö á> A fc A ..y r ha MffU« R A 4 A E UM V b S K U M M "'a F 5 0ýit R a ITof 0 im : 7\ ic fc 5 Yi/ais bf ir. R '0 L '0 A Xrip 'A N A k 1 R Vc 7 u T & Ö •P P u N u M 1 ‘o'JK' M á R A '0 M A /-? <x Á l R s 1 'o R A 4 U R bRrtwt R A u N 1 R *.«r HtJ T N <!r tr //v V n ''(A)'* » / ‘i 1 i- ( . .5 7 - 1 (7 N Li L\- HLUT 1 þg - O N* 'Á " LA R. n-t í . . ■ ' • 1 VoIr ISK.sr mai í • 1 ýTsf'-v-r • t 1 Vt c ÍMfl Mf- IÍL- uí L.C< . vl' /-/fRAST LfiO.1 ÉÍfTk 5N- - / A'fy u f9 U (Z ÍOMHl7 . Ffl U- LF6um M N - UÐUi? ST/fUlt ÓT'fff HE-ITI SMK- /MMI VCTíRK'- FÆ iR í H flaAJ- A&IST 5<£ F/9 fuGl ■ 1 N 2£/w s 'A i./1/uu ifA'P/ML H ÁUÍ - KLvVr- A ft- m SKA?- 1/öAlPl? l\T- í.lNU(ft. i>ý(? IN ÍAg&fl T^- 1 (v'ÚiA- AF F ÍTcÍLKf! L'/ KflMS HLUTl H'fíV- fiii>1 ■ m Hím /Cl K f KK l Skel ' vjP' MflWUS- 2 Í.A)NC> SK'dí.í 6ÆLIV- RAÐfl FUCil--

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.