Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 16
Önnur útgáfa af vísu Páls í Lesbók 20. júní var getið um vísu eftir Pál Ólafsson, en komið hefur í Ijós, að hún er til í fleiri útgáfum. Segir sagan, að Páll Ólafsson hafi komið að Böðvars- dal og beðizt gistingar hjá Friðrik bónda þar, sem var vel efnaður. Friðrik tók því dauflega að hýsa Pál. Annar bóndi bjó þar á sömu jörð, Jón að nafni, talinn fátækur. Hjá honum baðst Páll gistingar og var því vel tekið. Um morgun- inn, þegar Páll bjóst til brott- ferðar, hitti hann þá bændur báða á hlaðinu og kastaði þá fram vís- unni: Bóndann Jón í Böðvarsdal bezta mann óg halda skal og alla hans. En nábúi hans Friðrik fer fyrr en varir, trúðu mér til andskotans. og mönnum, sem hrópuðu af kæti. Fólk gekk látlaust frá einu húsi til annars og alls staðar þar sem það hafði nokkra viðdvöl var þvf boðið upp á glas af einhverju og matarbita, ef hann var þá til. Gestgjafi minn ákvað líka að ganga um bæinn og kom hann heim aftur reikull f spori og dauðadrukkinn og þá fyrst, er sól var um það bil að ganga til viðar. Hann var nærri oltinn um koll í hliðinu og þegar mér hafði tekizt að tosa honum upp f forstofu- tröppurnar sagði hann sisvona við mig: „Þú þarna — á ég að segja þér hver þú ert? Þú ert lúsugur Júði'. Þið eruð allir bölvaðir Júð- ar og hóruungar og bindindis- garmar!“ Einhverju bætti hann við þetta og vil ég ekki hafa það eftir. Ég kom honum svo inn í húsið. Töluvert var um áflog undir kvöld og ópin f konunum og brot- hljóð í glösum bárust um allan bæ. ,‘,Þeir hafa drepið Sevka,“ hrópaði Anna Jefimovna og kom í hcndingskasti inn um dyrnar. Sevka var dráttarvélarstjóri f bænum. „Drepið" var nú full- sterkt til orða tekið. Það þýddi ekki annað en það, að Sevka hefði lent í einhverri þrætu og verið sleginn. Svo hafði einhver klykkt út með því að stinga hann gler- broti f annan handlegginn. Ef til vill hafði hann gert það sjálfur. Aflogahundarnir voru skildir sundur og menn gerðu lítið úr athurðinum og eyddu þessu revndar. Það var bundið um sár Sevka og enginn tók í mál, að kallað yrði á lögregluna. GALLVASKII í útlendingahersveitinni ^seturalltT X/njóRÐUR formaúur EINU'AOKKUR j FISKV£IÐISJÓÐS!ÞE)k kKUSSIA/N! y ERU P'A UM BORWÉG ER —j VISSUH ÞAf>,HVAf)$EM / , / / ÞEta GETA VERHJAÐ GERA / 1 / ÍHÉR/ÞAÐ erútj um UMÚT.'A SEINTl OKJCUR skommu OOr'AFRAM ÆÐIR. G ALEWA E/NSOCrHUU ÞYK/ST VERA AKRANESFERJA Nf 5 ÍÐAR , 00 ÞAR > JSITURJERI- KOADMALA v OKKUR*. 'ÞEIRERU OÐIR. ÞEIRERUALVEG BANÞÓfHR/ y / BIBIUS KAF- TE/NN, ÞÚ ÞARFT, EKKT . KAÞLYSAÞVy EFTIR NOKKURRAPASA ÓÞOLANP/ ÚTHALP' K HER LITIÐ ÞIÐAUGUM, SVÖKTU ÁLFUNA, EN HUN ER Þ'O EKK/ SVARTARt EN , ÞESSIR PA&AR FYR/R / W^HEYRIÐMIG/LOFIÐ ^ T MéR NUAP MINNSTAKOSTI AÐ STÝRA AKRABÚR&/NAJ/ UPP A£> B/LABRYGOJUNN/, vo É& FA/ EITTHVAf) AÐjy, LOKS STÍ&UR PIP|' \yviÐ. 06 E6 BUA A10ERLE6A 'A TAUGUM EFÞESSIPYRA MÍÐAPÚJa SEá/P AUKA - TEKNA MYND UMM/Cr!! y/ VIÐ HR0&UM\ y fero oghöldupt ' ÞEGAR T/L HERBUDA JULLA SESARS. SEM ERU FYRIR UTAN , TAPPABORbf a 1 Hátfðahöldin höfðu farið Ijóm- andi vcl fram. Menn ræddu um þau heima og í vinnunni í heila viku á eftir. Sögur voru sagðar af hvftasunnuhelginni og voru þær margar uppspuni, en allar f gam- ansömum tóni. A kvöldin röktu menn enn sögurnar og drógu nú af þeim ýmiss konar lærdóma. Af nógu var að taka. Fólkið í Danilovskoje hiýddi á og veltist um af hlátri. Gamansögurnar voru flestar allruddalegar, en fólki líkaði þær og þegar það heyrði þær gleymdi það í svipinn sffelldu stritinu og stöðugri þreytunni og gleðivana hvers- dagslífinu. Beizkja manna hvarf um stund. Draumar og veruleiki Allt frá þvf, að brást árdegis- draumur byltingarinnar, sem færði bændum von um betri tíð, hefur dapurlegur veruleikinn á samyrkjubúunum þrúgað rúss- neska sveitamenn. Það er næsta fátt, sem örvar rússneska bænd- ur, enda kemur það aftur fram i litlum afköstum í landbúnaði. Til skamms tíma fengu bændur þá fyrst laun fyrir erfiði sitt, þegar ráðamenn höfðu séð fyrir öðrum þörfum í landbúnaðinum. Það voru lán, skattar, rekstrarkostn- aður og annað því uni líkt. Fengu bændur oft alls ekkert fyrir sinn snúð; þegar upp var staðið var enginn afgangur handa þeim. Sumir voru svo heppnir, að sam- yrkjubúin, sem þeir unnu við, voru vcl rekin. A slíkuin búum gátu bændur notið dálftillar vinnugleði. Einhver hvati var að minnsta kosti fyrir hendi. Eftir að Brésncf aðalritari og Kosygin forsætisráðherra komu til valda, varð breyting á. Til þess að hressa upp á vinnugleðina hjá bændum yfirleitt og auka svo framleiðsluna var þeim öllum heitið launum. Einnig voru tölur f áætluninni um afköst landbún- aðar lækkaðar dálltið, og þær færðar ofurlftið nær því, sem ver- ið licfur raunin f sovézkum land- búnaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.