Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 2
Ólympíumaður er sá, sem trúir á hugsjónina um Ólympíuleikana, — og tekur þátt í þeim. Margir teija Jesse Owens mestan þeirra allra. Það mætti jafnvel halda því fram með nokkrum rétti, að hann væri fremsti íþróttamaður allra tíma. Owens tekur ekki undir þetta sjálfur. Og hann lifir ekki i endurminningunni. Það gera þó margir gamlir íþróttamenn. Owens kemur ekki heldur til hugar að bera afrek sín saman við afrek yngri manna til þess að sýna, að enginn hafi nokkurn tíma tekið sér fram, eins og al- gengt er um iþróttamenn. „Menn geta ekki farið aftur í tímann,“ segir hann. „Það er langt liðið frá því að ég var í fararbroddi. Það væri til lítils að bera árangur minn saman við árangur yngri manna. Slíkur samanburður er fánýtur.“ Owens heitir James Cleveland Owens fullu nafni og er sonur óbreytts baðmullartínslumanns frá Alabama. Nú eru bráðum 40 ár liðin frá þvi að hann gat sér heimsfrægð á Ólympiuleikunum í Berlin. Hann vann þar til fjög- urra gullverðlauna og gerði Hitler gramt í geði, svo ekki sé meira sagt. Það var sannarlega ekki ætlunin, að svertingi sigraði á þessum leikjum. Það áttu hinir kynhreinu, arisku íþróttamenn að gera. Owens hefur nú tvo um sextugt. Hann býr á búgarði skammt utan við Phoenix í Arizona og nýtur Sagan um Jesse Owens er klassísk olympísk saga, sem rifj- uð er upp fyrir hverja Olympíu- leiki; ekki vegna þess að met hans hafi staðið öll átök af sér, heldur vegna þess að Owens var greinilega óvelkominn á Olympíuleika Hitlers og hann vann sigur í f jórum greinum með glæsibrag sem jafnan er vitnað til. Hér til vinstri er Owens I stofu sinni, 62 ára gamall, umkringdur verðlaunagripum. Segja má, að hann hafi lifað á þeirri frægð, sem honum hlotnaðist í Berlfn 1936. Alan Hubbard ræðir hér við Owens. frægðarinnar. Húsið er glæsilegt. Þar eru veggir þaktir minjum um íþróttaferil eigandans, heiðurs- skjöl, Ijósmyndir og verðlauna- peningar. Owens bjó áður i Chicago, en fluttist til Arizona fyrir orð Jack Leonards, gamals vinar síns. Taldi Leonard, að þar væri hægara fyrir Owens að sinna störfum sínum. Ófáum frábærum iþróttamönn- um hefur lánazt að lifa á frægð- inni alla ævi og Owens er einn þeirra. Hann er á stanzlausum ferðalögum um þver og endilöng Bandaríkin. Það er starf hans að opna sýningar, halda ræður og erindi í alls kyns klúbbum og félögum og útbreiða yfirleitt Ólympíuhugsjónina sem víðast. Hefur hann af þessu dágóðar tekj- ur nú orðið. Hann hefur sérstaka skrifstofu til að skipuleggja þessa starfsemi, þvi að hún er bæði víð- tæk og tímafrek. Hefur Jack Leonard verið honum innan handar í því efni. „Ævinlega reyna einhverjir að misnota menn á borð við Jesse," segir Leonard. „Jesse er fullgóð- lyndur. Hann vill vingast við alla og er bölvanlega við það að neita þeim um greiða. Hann hefur sæmilegar tekjur nú orðið, en það veitir ekki af þeim. Frægðin kostar talsvert stundum. Jesse fer ekki svo á milli fylkja, að hann greiði ekki stórfé þjónum, burðar- mönnum og sendlum. Óbreytt fólk gæti gefið þessum mönnum hundrað krónur í þjórfé, en Jesse verður að gefa þúsund. Hann vill ekki, að það orð komist á sig, að hann sé nánös. Það mundi mælast illa fyrir.“ Owens 'er reglumaður. Þó þigg- ur hann í glas endrum og eins, en það er allt og sumt. Honum finnst hann verði að ganga á undan æskufólki með góðu fordæmi. Það er honum mikið áhugamál. Hann er líka trúhneigður maður, en „flaggar því ekki“, eins og Leonard segir. Það stóð þannig á, þegar ég ætlaði að hitta Owens, að hann var að koma af golfvellinum og átti fyrir höndum að fara til Phoenix að halda ræðu. En kona hans sagði mér að koma samt. „Honum þykir svo gaman að tala,“ sagði hún. Það er auðséð á Owens, að hann hefur ekki lifað óhófslífi um dag- ana. Hann er enn þráðbeinn í baki og litlu þreknari en forðum daga. Hann er rólyndislegur mað- ur og ljúfur í viðmóti. Hann er hreyknari af fjölskyldu sinni en íþróttaafrekum sínum. Hann er líka mjög hreykinn af því að vera Ólympíumaður. Hann boðar Olympiuhugsjón- ina hvar sem hann fer. Hann boðar hana í skólum ungmenna- félögum og klúbbum fullorðinna. Hann hefur boðað þessa hugsjón framar en nokkur annar maður i veröldinni. „Ég tala oftast um ástæður manna og markmið. Ég reyni að vera uppbyggilegur í málflutn- ingi. Ég held þvi fram, að öllum sé hollt að eiga sér drauma og óskir. Menn verða að vita, hvert þeir vilja stefna. Ég tala oft um sigurvilja, en legg áherzlu á það, að menn verði að kunna hvort tveggja að sigra og tapa. Ég reyni að sannfæra þá um það, að þeir geti orðið ánægðir, ef þeir leggi sig fram, hvort heldur það er í iþróttum, tónlist eða einhverju öðru. Sjálfur á ég Ólympíuleikun- um allt að þakka. Ólympiuhreyf- inguna tel ég mestu hreyfingu, sem orðið hefur. Hugsjónin um þessa leika er mér sérlega kær. Mér þykir gott til þess að vita, að 12 þúsund manns frá 150 þjóðlöndum skuli í raun og veru geta unað sér saman. Þetta er heillandi hópur, sem tekur þátt í Ólympíuleikun- um. Hvergi annars staðar getur að finna aðra eins ögun og þjálfun, jafnmarga menn ákveðna í þvi að leggja sig fram. Þúsundir ein- staklinga ganga fylktu liði inn á völlinn að morgni dags og koma heim í búðirnar að kvöldi. Þarna kynnast þeir annarra þjóða fólki og vingast við það. Hvergi koma jafnmargir menn af ólíku þjóð- erni saman og á Ölympíuleikjun- um. Fæstir eru mæltir á tungur margra hinna. En þeir una saman fyrir því. Samt er þjóðernishyggja rfk á leikjunum og ekki er hægt að láta hana sem vind um eyru þjóta. Fólk elskar land sitt og virðir þjóðfána þess og það verður mað- ur að skilja. Ég trúi á Ólympíuhugsjónina. Ef ekki væru Olympiuleikarnir sæti ég ekki hér og þú ekki heldur.“ Owens gerir fleira en tala máli Ólympíuleikanna. Hann hefur verið ötull að safna fé fyrir Ólympíumenn. En hann er ekki lengur í neinum beinum tengsl- um við íþróttamenn. „Ég er ánægður með minn hlut,“ segir hann. „Nú sit ég bara að tjaldabaki. Ég er fús að gefa ráð, sé þess óskað, en ég gef íþróttamönnunum sjálfum aldrei ráð. Ég ráðlegg frekar þjálfurum. íþróttamaöur má aðeins hlusta á einn í einu. Það er ekki gott, að margir séu að halda að honum ráðum. Það er eins um hlaup og golf. Menn geta lesið margar bækur og hlýtt á annarra ráð. En þegar til kemur verða þeir að taka ákvarð- anir sjálfir. Þeir verða að eignast hver sinn sérstaka stíl og aðrir geta ekki ákveðið hann fyrir þá. Ég var svo heppinn í æsku, að margir vildu mér vel og studdu mig til þroska. Ég hafði að vísu nokkra hæfileika, en þeir eru vandmeðfarnir og enginn vandi að spilla þeim. Einhver kunnáttu- maður verður að vera manni sífellt til halds og trausts, svo Owens á Olympfuleikunum 1936 ásamt þýzka langstökkvaranum Lutz Long. Þeir háðu eftirminnilegt einvfgi um gullið og Owens sigraði með 8,06 m stökki. Lutz féll í stríðinu á Sikiley fáum árum sfðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.