Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 4
Takkalaus næturstaður Aldrei trúði ég því alveg meðan ég var lítill að vínber spryttu ósáin út um alla bithaga í Vínlandi, en kannski á allra bestu blettum. Og rúsínur þá aðallega á rúsínufjöll- um ög fíkjur í gráfíkjuf jöllum. Hins vegar efaðist ég varla um að Jón Ólafsson færi með rétt mál í fyrirlestri, sem frægur varð á sínum tíma, er hann sagði að bitflugur Nýja-íslands færu svo illa með útlimi aðkomumanna að eigi þekktu þeir á sér handlegg- ina frá lærunum eftir næturdvöl þar í rúmi. Engan skal því undra að mér og mínum herbergisfé- laga hafi orðið bilt við aðkomuna á gististað Gimlis, er í ljós kom að þar var enginn takki til að kæla niður loft. Hins vegar var þar mikið um flugnasuð og sveim, eins og við mátti búast. Ekki var hann þó alveg eins þéttur og að Mývatni þegar þar er heitast, en flugurnar aftur á móti myndarlegri á vöxt og suðandi óíslenzkulega mállýsku, bölvaðar. Öðruvísi var þetta vestur á Strönd. Þar vorum við blessunarlega laus við allar heimsins flugur í hóteli inni og þurfti ekki annað en styðja á takka til að kæla niður loft að vild og halda frá sér flugum. Af heillar viku dvöl á þeim stað vorum við líka orðin að höfðingjum frá höfð- ingjahóteli fyrir tilstilli fararstjórans, Gísla Guðmunds- sonar. Þar sem ég nú er að fyllast hryllingi af völdum þessara fijúgandi kvikinda, heyri ég gegnum hurð kurr mikinn frammi á gangi, lágum og löngum og opnum í báða enda. Eru þar heyranlega einhverjir ferðafélagar að bera sam- an bækur sínar um flugur, hitavellu og takkaleysi, kona og karl, og vissi ég aldrei hvoru betur veittist. öll höfðum við átt sama dag í sömu ferð, 700 km langri í 37 stiga hita. Ekki segi ég að mér hafi liðið illa af vonbrigðum eins og þeim og hræðslu við nóttina, en ekki heldur vel. Hvað var um það að tala? Standa sig bara og sýna riddaralegt fordæmi ættjörðinni til sóma og öðrum til fyrirmyndar í raun. Hallaði ég mér því á eyra og byrgði inni allan bölmóð um bólgna leggi, sem lær að dugurð, og sofnaði furðu fljótt útúr öllu mannfélagi og kvenfélagi undir lakinu einföldu millum bjórs og bitvargs. Svo þegar upp var staðið með sólu, kom það merkilega f Ijós. Engin fluga hafði gert manni mein fremur en maður flugu. Er því öld orðin önnur í Nýja-Islandi að þessu leyti eins og á fleiri sviðum. Þessi eymingja litlu skinn eru orðin góðvildin sjálf eins og systur þeirra í allra manna húsum fyrir austan haf. Hins vegar hefur kurrinn frammi á ganginum llka vaknað með sólu og er síður en svo góðvildin sjálf. Emma frá skrifstofunni er komin að bjóða góðan dag og svara aðfinnslum höfðingjadjarfra gesta, sem ekki sætta sig við að sofa í takkalausum húsum. „Við eigum bara ekki nógu mörg góð,“ segir Emma. „Mér finnst þetta voða leiðinlegt. En við endurborgum ef einhverjir vilja far suður í Winnipeg." Svo bætir hún því við að Leifur sé boðinn og búinn að leiðbeina öllum í öllu. Þar með er hún horfin fram úr dyrum og sum af okkur hætt að vera höfðingleg í kröfum, altént ég. Framar finnst mér engu skipta um þessa takka. Það gerir sveita- mennskan. Henni fylgja þróttarstraumar og litillæti í ofanálag. Gáði ég svo næst út um glugga og sá Emmu úti á stétt með sól í hári á leið til annarra skála að tala við gesti sína þar. Ein þeirra kvenna, sem sætt getur karla við hvað sem er. Hitt veit ég aftur á móti ekki, hvort eins vel kunni hún konur að sætta við allt, hvernig sem það er. Hvers vegna landnám aö vetri til? „Ætlast var til að það landspláss yrði aðal óðalsstöð Islendinga í Vesturheimi." Einhvers staðar hafa þessi orð borið fyrir augu á blaði einhvern tíma, horfið svo og týnst. Líklega hefur það verið meðan Nýja-tsland var hinum megin við haf og ekkert fast í huga þess, sem heima sat. Nú eru þau komin í leitirnar og eru í bók Þorleifs Jóakimssonar um landnám tslendinga þar í heimi fyrir 100 árum. Hann er að segja frá vesturfararhópnum sem frá Akureyri fór sumarið 1874. 1 honum voru 365 manns. aðallega Norðlendingar, flestir úr Þingeyjarsýslu og Eyjafirði, nokkuð úr Skagafirði og Húnavatnssýslu og strjálingur annars staðar frá. © Winnipeg nútfmans er venjuieg vestræn borg með skýjakljúfum og bflamergð. Bjartmar Guðmimdsson á Sandi / I SÓLSKINI NÝJA- ÍSLANDS Ferðaminningar frá síðastliðnu sumri Þá dreymdi um sérstakt íslendingahérað í Ameríku, það víðlent að rúmað gæti allan hópinn og að auki þá er seinna kæmu og vildu stækka ríkið í ríkinu. Það er ekki hægt að segja að hamingjan hafi fylgt þeim á hest eða „haldið f tauminn gæfa“ á leiðinni vestur. Fyrst var nú það að allur hópurinn varð að bíða skips á Akureyri 6 vikur eftir að hafa slitið sig upp og brotið allar brýr að baki sér. í það fór besti parturinn af sumrinu. Komið var því haust er vesturfararnir loks náðu til fyrirheitna landsins. Þar biðu þeirra þrengingar og atvinnuleysi og mikil óvissa um búsetuland í heilt ár. Á því ári þynntist hópurinn svo eftir voru aðeins um 200. 24 höfðu flutt í betri heim og æðri með svipuðum hætti og oft áður hafðiíient í hallærum heima á Fróni. Á annað hundrað tvístraðist sitt á hvað. Hinir biðu og héldu hópinn nokkurn veginn meðan stjórnarvöld og fulltrúar þeirra þinguðu um framtíðarlandið. Þegar það var fund- ið, fengið og frátekið, var komið fram f spetember 1875. „Gerið svo vel að koma,“ sagði Kanadastjórn. „Gerið svo vel,“ sögðu fulltrúar tslendinganna. I bók Þorleifs er minnst á að sumum hafi fundist ofdirfskulegt að sinna þessu kalli svona seint á sumri, jafnvel að það hafi gengið vitfirringu næst að flytja inn í óbyggðir í miðri Amerfku undir vetur sjálfan. Það tók þá 5 vikur að komast alla leið vestur fyrir Winnipegvatn og flýttu þó allir sér sem mest þeir máttu. Stærsta von þeirra var að rætast. tslendingaland á næstu grösum og bújarðir á borð við Grund, Möðruvelli, Stóru- velli, fslenskt samfélag í góðu landi „um aldur og ævi“. En það var ekki á vori eins og allir höfðu vonað. Ekki var þess nein von að bráð-ókunnugt fólk vissi gjörla út í hvað það var að ganga. Enda er svo að sjá að því hafi ekki verið allt satt sagt um það efni. Furðulegri er bjartsýni Sigtryggs Jónassonar „er nýlenduna valdi" og félaga hans. Þeir áttu að vita hvað þeir voru að gera. I dag er enginn áætlunardagur til langferðalags. Eigin- lega erum við komin á leiðarenda, stödd á götubakka fyrstu landnemanna á þeirra leiðarendi inn f land von- anna. Þarna eru þeir, hér á vatnsbakkanum 200 eða þar um bil, komnir af hafi Winnipegvatns. Seinasti dagur sum- arsins er að kvöldi kominn. Fyrsta verk þeirra er að koma farangri sínum á land uppúr einhverjum þeim fátækleg- ustu fleytum sem til voru á þeim árum. Að sönnu er það fremur létt verk, því ekki fer mikið fyrir búslóðinni, nema 30 eldstóm, sem allir eiga að hafa hitann úr heilan vetur og elngur þó. Hvar eru fjósin og kýrnar? Þeim hafði verið sagt að þarna biðu þeirra kýr í fjósum og hey handa þeim. Það hefur brugðist. Ekki aðeins að það brygðist, heldur einnig það, að unnt reyndist að ná nokkurs staðar í mjólkurdropa handa börnunurn. ÖHum ber saman um að Gunnsteinn Eyjólfsson og fleiri Islendingar arið 1908 við þreskivél, sem vann á þann hátt, að hestar voru íatnir troða...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.