Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 7
fljót að vaxa og þá breytist hlut- verk móðurinnar. Svanbjört er Austfirðingur, fædd á Seyðisfirði en uppalin I Breiðdal til tvítugsaldurs. Þá lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún lærði ljósmóðurfræði. Það nám tók eitt ár. Eftir það fór hún til Flateyrar og stundaði þar ljós- móðurstörf og veitti einnig for- stöðu sjúkraskýlinu á staðnum. Þar var engin önnur hjúkrunar- kona. — En þetta var áður en tilfinn- anlegur læknaskortur varð úti á landsbyggðinni og læknar, sem þar störfuðu, voru mjög færir í sínu starfi, segir hún. Þetta hefur verið fjölbreytt starf og góð reynsla? — Já, verkefnin voru margvís- leg. Þetta var sjúkrahús. Fólk fékk þar læknishjálp og dvaldist á meðan það þurfti á sjúkravist að halda. Meðal annars var mikið um að gamalt fólk kom þangað og var um tíma sér til heilsubótar og hressingar. Einnig voru fram- kvæmdar aðgerðir eftir slys og annað sem með þurfti. Þarna hefur verið allt f senn, sjúkrahús, hressingarhæli og slysavarðstofa. Nokkuð eftir- minnilegt frá þessu starfi? — Nei, ekkert eitt öðru fremur. Ég var svo heppin að þetta gekk allt vel og átakalaust. Á Flateyri kynntist Svanbjört eiginmanni sinum. Hann var þar heimamaður. Þegar hún hafði starfað tvö ár við sjúkraskýlið, fluttust þau til Reykjavikur og stofnuðu þar heimili. Hann hóf störf hjá Gunnari Ásgeirssyni h.f., þar sem hann starfar enn; en hún fór ti) starfa við Fæðingar- deild Landspítalans. Þvi starfi hélt hún áfram þar til annað barn þeirra hjóna fæddist. Urðu það þér vonbrigði að segja skilið við ljósmóðurstarfið? — Nei, alls ekki. Ég var orðin það fullorðin og þroskuð þá, að ég vissi alveg hvað ég vildi, segir Svanbjört. Mig langaði til að eign- ast börn og sjá hvað úr þeim gæti orðið. Ég lít á það sem mitt stærsta hlutverk. En þú sagðir áðan að heimilið yrði ekki alltaf nægilegt verkefni. Mundir þú þá vilja taka aftur til við þitt fyrra starf? Og þyrftir þú ekki til þess einhverja endurhæf- ingu? — Það kæmi vel til greina að fara aftur I ljósmóðurstarfið, mér hefur alltaf fallið vel að vinna hjúkrunarstörf. Til þess yrði ég auðvitað að fá einhverja upprifj- un eftir svo langt hlé. Það er svo með hvaða starf sem er. Ég býst ekki við að neitt yrði því til fyrir- stöðu. En ég hef bara áhuga á ýmsu öðru, þegar þar að kemur. Hverju helst? — Líklega færi ég helst i smíð- ar. Ég hef alltaf haft gaman af að tálga tré. Gerði það þegar ég var ung, en varð að hætta þvi þegar ég byrjaði á ljósmóðurfræðinni. Stungnar og hrjúfar hendur fara illa saman við það starf. Nú er ég hins vegar með hug- ann við hönnun og smíði hús- gagna og þá helst húsgögn við barna hæfi. Ég hef smíðað hús- gögn fyrir mín börn og þau duga vel. Mér finnst of lítið lagt upp úr því að þörfum og smekk barna sé sinnt að þessu leyti. Ilugsarðu alvarlega um nám í þeirri grein? — Já, því ekki það. Það er mik- ið eftir af ævinni þegar börnin eru vaxin úr grasi. En ég yrði að fá góða áðstoð til þess. Stærsti draumurinn væri að fara í Öld- ungadeildina og síðan í verk- fræði. Hvaða álit mundi eiginmaður- inn hafa á þeim ráðagerðum? Mundi hann styðja þig að þvi marki? — Það tel ég alveg víst. Og það mundu börnin min gera líka. Þeim þykir hálfskritið að ég skuli ekkert fara út af heimilinu að vinna. Sá hugsunarháttur er orð- inn svo almennur. Börn þekkja varla annað en að foreldrar þeirra séu bæði á sifelldum hlaupum til og frá vinnu. Ég segi börnunum mínum að þau skuli reyna að njóta þess að hafa mig við hönd- ina á meðan ég er heima hjá þeim. Telur þú möguleika á því fyrir þig að hefja nám í náinni fram- tíð? — Eins og er má segja að yngsta dóttir mín bindi mig enn um sinn heima við. Hin böinin eru orðin sjálfbjarga. Þau geta séð um sig heima. Hún yrði aftur á móti að fara I gæslu, sem ekki er svo auðvelt að fá nema helst á einka- heimilum. En hvort sem ég færi að vinna úti eða i nám, mundi ég fara fram á það að maðurinn minn reyndi að stytta sinn vinnu- tíma til þess að fjölskyldulífið biði ekki of mikið tjón af fjarveru okkar beggja. Hvert er þitt álit á jafnréttis- baráttu kvenna á slðustu árum? — Aldarandinn er kannski of kröfuharður i þeim efnum, segir Svanbjört. Það er ekki hægt að búast við að hefðbundin sjónar- mið gjörbreytist á fáum áratug- um. Þó hefur staða kvenna breyst mjög mikið, t.d. hvað menntunar- möguleika snertir, á þeim rúml. hálfum öðrum áratug síðan ég kom fyrst til Reykjavíkur. Þá var ekki úr mörgu að velja fyrir stúlk- ur, sem ekki höfðu aðra undir- stöðu en barnaskólanám. En nú sýnist mér að samfélagið vilji greiða fyrir konum til mennt- unar og starfa enda ætti það að vera gagnkvæmur hagnaður. Kon- ur eru mjög góðir starfskraftar ekki síður en karlar. En þær eru nú einu sinni háðar því að ala börn. Það breytir starfsmöguleik- um þeirra enn sem komið er. En fæðingarstyrkur ætti að koma í veg fyrir það í framtlðinni. Einn- ig mætti koma á námsstyrkjum fyrir þær konur, sem þurfa á starfsmenntun eða upprifjun að halda þegar þær fara aftur út á vinnumarkað. Telur þú að eðlismunur sé á hlutverki karls og konu í fjöl- skyldulifi? — Það virðist oft vera svo. En líka getur verið að þróunin frá ævafornri hefð hafi gert konuna hæfari til að annast heimili og ala upp börn. Þó er mjög mismikið karl- og kveneðli í hverjum ein- staklingi. Sumum konum er það lifsnauðsyn að fá að sinna hús- móður- og móðurhlutverki en það er svo aftur andstætt eðlishvöt sumra kvenna. Sama er að segja um karlmenn; sumir þeirra eru betur fallnir til barnauppeldis og f jölskyldulífs en margar konur. Svanbjört segist venja börn sin á samvinnu í heimilisstörfum. Strákarnir ryksuga og taka til, jafnvel óumbeðið. Einnig segir hún að börnunum finnist ekkert sjálfsagðara en að biðja hana að gera við hjólið sitt, ef hægt er annars að gera það heima. — Ég vil ekki að börnin mfn venjist á verkaskiptingu. Ég tel það mitt hlutverk að kenna þeim að vera sjálfstæð og sjá um sig sjálf, hvert sem hlutskipti þeirra verður í lífinu, segir hún. Ein spurning enn: Vildir þú að dætur þínar hefðu önnur skilyrði í lífinu en þú og þær konur, sem eru í sömu aðstöðu? — Framfarir eru stórstigar, allt byggist á skóla. Ég vil og vona að ég geti stutt þær til einhvers sér- náms. En ekki frekar dæturnar en synina, segir Svanbjört að lok- um. ÞÆTTIR UR ÍSLENZKRI SKÁKSÖGU EFTIR að kemur fram um 1920 og I skólum landsins. Má í því eru til dágóðar heimildir um skákiðkun í Reykjavík og á Akureyri, en hins vegar eru heimildir um skáklif á öðrum stöðum á landinu nokkuð af skornum skammti og verður þar að ráða nokkuð af líkum. Ohætt mun þó að fullyrða að á þessum árum hafi skáklíf stað- ið með allmiklum blóma viða um land og til þess benda einn- ig þær heimildir, sem fyrir liggja. 1 tímaritinu „tslenzkt skákblað", 2. tölublaði 2 ár- Eftir Jón Þ. Þór gangs birtist grein, undirrituð „Þór þögli", þar sem rætt er um skáklíf á Islandi um þær mund- ir. Þar segir, að síðustu tvö til þrjú ár hafi skákáhugi glæðzt mjög víða um land. Fjölmörg ný taflfélög hafi verið stofnuð og önnur eldri endurvakin eftir að hafa legið niðri um árabil. Á meðal staða, þar sem stofnuð voru taflfélög á þessum árum, má nefna Siglufjörð, Húsavik, Hvammstanga og Fáskrúðs- fjörð. Auk þessa störfuðu mörg taflfélög innan vébanda ung- mennafélagshreyfingarinnar viðfangi nefna, að á þessum tima stóð skáklif með miklum blóma í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og þaðan komu fjöl- margir mjög öflugir meistarar. Símskákir voru ríkur þáttur i skáklífinu á þessum árum, enda erfitt og kostnaðarsamt að heyja keppnir á milli félaga á annan hátt. Simskákakeppni á milli Akureyringa og Reykvík- inga var árlegur viðburður og í slikri keppni var eftirfarandi | skák tefld aðfararnótt 3. janúar 1926. Hvítt: Stefán Ólafsson (Akur- eyri) Svart: Eggert Gilfer (Reykja- vik) Réti byrjun 1. Rf3 — d5, 2. c4 — d4, 3. b4 , —c5, 4. bxc5 — Rc6, 5. Bb2 — e5, 6. d3 — Bxc5, 7. g3 — Da5+, 8. Rfd2 — Dc7, 9. Bg2 — Rge7, 10. 0—0 — Rg6, 11. Rb3 — Be7, 12. Rbd2 — 0—0, 13. e3 — dxe3, 14. fxe3 — a5, 15. a3? — a4, 16. Rcl — Db6, 17. Bc3 — Dxe3+, 18. Khl — Dh6, 19. Re4 — f5, 20. Bd2 — f4, 21. Re2 — Bh3, 22.' Hf2 — Bxg2 + , 23. Kxg2 — Dh5, 24. Dfl — Dg4, 25. Khl — fxg3, 26. Rxg3 — Hxf2, 27. Rxf2 — Df3+, 28. Dg2 — Dxg2, 29. Kxg2 — Rd4, 30. Ha2 — b5, 31. Bb4 — bxc4, 32. Bxe7?? — Rf4!, 33. Kfl — c3, 34. Bb4 — c2, 35. Bd2 — Hab8, 36. Bxf4 — exf4 og hvitur gafst upp. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.