Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 13
vegna voru þær fluttar til Brasi- lfu. Var ætlunin að auka hunangs- framleiðslu evrðpsku flugnanna með k.vnbótum. Voru 35 afrfskar býflugnadrottningar teknar til rannsðknar og hafðar í býflugna- nýlendu í Sao Paulo. Erfðafræð- ingur, Estevam Kerr að nafni, stjðrnaði rannsðknunum. Segist hann ve! hafa vitað, að flugurnar væru grimmar, enda hafi þeirra verið vel gætt. Búr þeirra voru þannig, að engir komust út nema þernurnar. Drottningin og karl- dýrin komust hins vegar ekki út og þess vegna var engin hætta á þvf, að flugurnar stofnuðu bú annars staðar og dreifðust. Var full þörf á þessu, þvf afrfsku flug- urnar dreifast afar hratt og eru á sffelldu flakki að leita nýrra bústaða. Nú vildi svo slysalega til, að býflugnaræktarmaður nokkur komst að búrunum. Langaði hann að skoða flugurnar og tðk lok af búri. Skipti engum togum að 26 drottningar svifu út um gluggann og söfnuður þeirra á eftir þeim, og stefndu til skógar. Varð þeirra fljðtlega vart eftir þetta, er lögð- ust á dýr og menn og fðru „ráns- höndum" um bú evrðpskra flugna eða drápu þær og settust að f búunum. Stafaði fðlki brátt mikil ðgn af flugunum. Menn fðru að finnast dauðir hér og hvar, al- stungnir býflugnabroddum. Einn mann hitti ég, sem sagði mér af vini sfnum, er hafði orðið fyrir býflugum. Hann fannst látinn og hafði skotið sig síðast, er hann sá ekkert ráð til bjargar sér. Annan hitti ég, sem var í útreiðartúr, er flugur réðust á hann. Hesturinn fældist, fleygði manninum af sér og svo lánlega vildi til, að flug- urnar eltu hestinn en létu mann- inn vera. Þær réðu svo niðurlög- um hestsins. I löndunum norðan og austan við Brasilfu voru fáar eða engar býflugur fyrr en afrfsku flugurn- ar komu. En nú eru þær komnar austur að Andesfjöllum og norð- ur að Amazonfljðti og margir liggja eftir f valnum. Eru þá ðtaldar skepnur, sem orðið hafa þeim að bráð og hljðta að skipta mörgum þúsundum. Ekki er auð- gert að vinna á flugunum. Mér var sagt frá konu, sem varð fyrir einni flugu. Flugan stakk kon- una, en hún brá við og kramdi fluguna. Flugan gaf þá strax frá sér fnyk, sem dýr þessi nota ef hættu ber að. Varð ekki bið á því, að ættflugur hennar kæmu til hjálpar og fóru þær þúsundum saman. Konan tók til fðtanna, en hrasaði og datt og steyptust flug- urnar yfir hana. Menn voru nær- staddir og reyndu að ausa flug- urnar vatni, en urðu að leggja á flðtta. Þá komu slökkviliðsmenn og sprautuðu vatni á flugurnar en urðu brátt að flýja. Þeir sneru þð aftur og voru nú með reykblys. Sefuðust flugurnar þá nokkuð, og náðu menn konunni. En hún var þá komin að dauða. Það er helzta ráðið gegn býflug- unum að úða á þær römmum reyk. Sjá slökkviliðsmenn um það og eru þeir vfða á ferðinni. Verð- ur engu um það spáð, hvar flug- urnar beri næst niður. Þó er þeirra einkum að vænta þar sem hávaði og titringur er mikill. Hænast þær mjög að skrúðgöng- um og fjölmennum fagnaði á al- mannafæri og sækja t.d. ðsjaldan fótboltamðt. Þá er sveitamönnum mikil hætta búin, einkum þeim sem nota vélar. Er reynt að fá þá til að ganga f býflugnabrynjum, en þær eru ekki þægilegur kiæðn- aður f hitanum þarna suður frá og hafa þó nokkrir borgað fyrir sval- M Warwick E. Kerr, erfðafræðing- ur, sem flutti afrísku býflugurnar til Brasilfu í þvf skyni að kynbæta þær evrópsku, sem fyrir voru. Þannig var gengið frá búrum fyrstu, afrfsku flugnanna, að drottningarnar og karldýrin kæmust ekki út um opin og flug- urnar gætu þvf ekki stofnað bú annars staðar. Svo slysalega vildi til, að maður nokkur, er vildi skoða flugurnar, tók lokið af einu búrinu... ann með lffi sfnu, er þeir fðru úr brynjunum. Afrfsku flugurnar eru svo ðþægar viðskiptis, að býflugna- ræktarmönnum veitist erfitt að tjónka við þær. En þær gefa af sér mikið hunang eins og fyrr var sagt. Svfður mörgum, að það skuli fara til ðnýtis og hafa sumir gefið sig að þvf að safna villihunangi. Eru þeir nefndir meleiros f Brasi- ffu og hittum við einn slfkan. Hunangsvertfðin stendur f fjðra mánuði. Hunangssafnararnir fæla býflugurnar brott með reyk og flýta sér svo að hirða hunang- ið. En þetta er áhættusöm atvinna og eru safnararnir oft stungnir. Þeir reyna að verjast með því að fá sér brennivín á morgnana áður en þeir halda til starfa, þeir trúa þvf að vfnið sé móteitur við bý- flugnavessanum. Ekki er mikið upp úr hunangssöfnuninni að hafa og búa safnararnir við mestu örbirgð. En þetta er gott dæmi um það, sem menn verða að leggja fyrir sig f löndum, þar sem fátækt er mikil. Það varð Brasilfumönnum til happs að býflugurnar dreifðust yfir löndin f kring. Er nú orðið fátftt að menn bfði bana af flugnastungum f Brasilfu. Flest býflugnabú eru nú líka fjærri mannabyggðum. Þá hefur og lán- azt að uppræta villiflugur vfða. Ennfremur blandast evrðpsku og afrfsku flugurnar æ meira og blendingurinn verður heldur stilltari en þær afrfsku. Og þegar norðar dregur og kemur f kaldara loft slær á flugurnar og þær verða þar ekki jafn ðlmar og suður f hitabeltinu. Það kann svo að fara, að flugurnar verði til góðs áður lýkur. Býflugnarækt er sums staðar mikill atvinnuvegur, og væri mikið happ ef tækist að bæta lunderni afrfsku blendinganna, þar eð þeir gefa af sér meira hunang en aðrar býflugur. Þ6 munu menn alltaf verða að um- gangast þær með varúð. 1 frönsku Guiönu hittum við bandarfskan vfsindamann, sem fræddi okkur um landvinninga býflugnanna. Hann kvað þær nú komnar til Súrfnam. Væru það mestan part hreinræktaðar afrískar flugur. Þær færu hægar yfir á þessum slóðum en sunnar í álfunni og stæðu skðgar og rign- ingar þeim nokkuð fyrir þrifum. En þær eru þrautseigar og búast menn við þvf, að þær komi til Venezúela áður en tvö ár eru lið- in, en til Panama innan sjö ára og þaðan til Mexfkð. Gætu þær þá komizt til Bandarfkjanna upp úr 1990. Ýmislegt kann að seinka för þeirra, en fáir efa að þær muni komast það sem þær ætla. Þá verður og að gera ráð fyrir þvf, að ófyrirleitnir býflugnaræktar- menn smygli flugum milli landa. Bandarfkjamenn vona að flug- urnar muni láta sefast dálftið f Mexfkó. Þar er mikill hunangs- iðnaður. Eru býflugur í Mexíkó af evrðpskum stofni og ætti kyn- blöndun að verða til bðta. Ein- hverjum datt f hug, að sleppa fjölda geðprýðisflugna hjá Panamaskurðinum, ef það mætti verða til þess, að hinar afrfsku legðu lag sitt við þær. En óvíst er, að Panamamenn leyfðu þetta og svo er lfka óvfst hversu til tækist, ef tilraunin yrði gerð. En það er ljóst, að mestar vonirnar eru bundnar við kynblöndun, þvf að enn vita menn ekki hver áhrif loftslag og hiti hefur á flugurnar. Það er rétt að taka fram, að hunangsflugur eða býflugur dre’pa yfirleitt ekki menn nema þær þykist eiga lff sitt að verja. Þvf mundi tæplega stafa almenn ógn af þeim, þðtt þær bærust norður á bðginn. En slys yrðu vafalaust mörg. Um þessar mund- ir verða tvöfalt fleiri Bandarfkja- menn flugum að bráð en eitur- slöngum, og mundi fórnarlömb- um eflaust fjölga að mun, ef afrfsku blendingarnir kæmu til sögunnar. Það er kaldhæðnislegt, að Bandarfkjamenn treysta sér ekki til þess að verjast afrfsku flugun- um með skordýraeitri, þegar til kemur. Hunangsflugur eru ekki þýðingarlausar skepnur. Þær frjðvga sum blóm, eins og kunn- ugt er og margir rækta býflugur og ferðast með þær milli ræktar- landa. Þær frjóvga (þ.e.a.s. flytja frjóduft á milli) m.a. jurtir, sem kýr og sauðfé lifir á og eru þvf mikilvægar f landbúnaði. Þess vegna er harðbannað að vega að þeim með skordýraeitri. Það kann þvf svo að fara að menn f syðstu fylkjum Bandarfkjanna verði að taka afrfsku blendingun- um eins og liverju öðru hunds- biti. Menn f norðurrfkjunum ættu hins vegar að geta sofið rólega; flugurnar þola tæpast harða vet- ur, hvað sem öðru líður. Suður- ríkjamenn verða Ifklega að setja traust sitt á það, að flugnakynið verði orðið blandað til bóta þegar það kemur til Bandarfkjanna. Bjarni Andrésson VARPLAND Vorilmi andar verið varplönd seiða um stund. Lognaldan leikur við skerið leiðir menn á sinn fund. Laugað i tíbrá lyngið, laufblað og gróðurnál. Vorfuglar saman syngið söngur er lífsins mál. Bliki við hreiður bíður, bjargföst skylda við önd. Lifið sinn farveg líður, leiðir það örugg hönd. Kollan i vorsins veldi vakir og býður hljóð. Óma af ástareldi unaðsleg hagaljóð. Fellur i landið litur liggur sem steinninn trú. Þolinmóð þannig situr þegjandi kolla nú. Stoltur við hreiður stendur steggur og heldur vörð. Djarfur með dökkar rendur djásn á vorklæddri jörð. Friðsæll er fugla kliður fögnuð vekur i sál. Útfallsins aldni niður eyjanna þögla mál. Landið á sjóinn sækir sægróður þráir hjörð. Leika um fjörur lækir leirinn er frjósöm jörð. Jónas Friðrik HVÍTAR RÓSIR Hendur þinar og orð þín höfðu gróðursett hvítar rósir í skógi hjarta mins — og þegar geislar hláturs þins léku i trjánum opnuðu rósirnar krónublöðin og brostu í haust féll laufiðaf trjám þagnarinnar yfir rödd þina — siðan snjóaði kveðjuorðum i skóginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.