Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1976, Blaðsíða 16
Magnús múrari Framhald af bls. 11 staðið og gengizt, er það Ásbjörn Ólafsson, Njarðvík." Snemma í júlí 1886 var kirkjan að fullu smíðuð og vígð sunnudag- inn 18. júli. Kostnaður við grjótverkið að meðtöldu framlagi sóknarmanna var kr. 770,29. Tillag Ásbjarnar Ólafssonar, kirkjubónda og safn- aðarfulltrúa, var kr. 1.575,60 og tillag frá Ara Eiríkssyni bónda i Stapakoti kr. 60.00. Lán til kirkju- byggingarinnar voru frá H.P. Duusverzlun í Keflavík kr. 2.178,59, Briem í Hafnarfirði kr. 329,00, Bertels í Keflavík kr. 300,00, Þórður Thoroddsen læknir í Hákoti kr. 55,00 Klemensi Þórðarsyni bónda í Stapakoti kr. 100,00, Þorsteini Egilsen í Hafnarfirði kr. 83,00, Ólafi Þorleifssyni gestgjafa í Keflavik kr. 40,00. Nú hafði Ásbjörn í Njarðvik, fyrstur manna á Suðurnesjum, látið byggja steinkirkju og vildu þá fleiri fara að hans dæmi. Meðal þeirra var Ketill Ketilsson stór- bóndi í Kotvogi sem þá var kominn yfir sextugt og u.þ.b. ára- tug eldri maður en Ásbjörn. Lét hann hefja byggingu nýrrar stein- kirkju á Hvalsnesi sumarið 1886. Var Magnús múrari fenginn til að hlaða hana, en orsaka vegna varð hann að hætta við verkiö þá um haustið, áður en veggir urðu fullbúnir. Átti hann ekki við það verk meira, en annar kom seinna og lauk því, og var Hvalsneskirkja vígð á jóladaginn 1887 og var þá að mestu leyti fullbyggð. Ekki átti þaö fyrir Magnúsi múrara að liggja að vera við vígsluathöfnina á Hvalsnes- kirkju. Þegar liðin voru rösk 10 ár frá því að Þuríður Jónsdóttir kona Magnúsar dó, giftist hann í annað sinn 19. desember 1885, 22 ára -gamalli stúlku, Þuríði Sæmunds- dóttur, er komið hafði áður frá Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, vinnukona að Litlabæ í Garði. Þuríður var fædd 11. ágúst 1863 í Fjósakoti í Langholtssókn í Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru Sæmundur Eirfks- son og Anna Sveinsdöttir. Magnús sem þá var orðinn 45 ára fór að búa með hinni ungu konu sinni í Garðsvika í Garði og virtist sam- búð þeirra vera með ást og ánægju. 18. ágúst 1886 eignuðust þau dreng. Hann var látinn heita Ástfinnur Frímann. En ekki var það nú lengi sem þeirra hamingjudagar máttu standa, aðeins í rétta 15 mánuði frá því að þau giftust. Eins og fyrr segir varð Magnús að gera fleira en að byggja fallegar steinkirkjur. Hann varð að róa á vetrarvertíð- um til að sækja sér og sínum björg í bú. Hann var formaður á fleytu sinni og sótti ýmist fisk í Garðsjóinn eða þá varning í kaup- staðina. Það var í síðustu viku Góu um vorjafndægrin eða 20. marz 1887 að Magnús var að koma heim til sín sjóveg úr Reykjavík l’lKpfaníii: II f Anakur. Kr>kja\fk kramki.sf j ' Ilaraldur S\«*insson Kifsfjórar: Malthias Johanm'sscn S|> rmír (•unnarsson Rilslj.flfr.: (iísli SÍKiirðsson \u«lysin«ar. Árni (iar/Jar Krislinsson Kilsljórn; Aflalslradi U. Simi 10100 y VIOSTAÐArj ER MJÓ0 FLÓKINOG AL VAR-> 'LEO-!HBR STEND /ó- / ÚLFAKREPPU OO CrETEKKl ANNAÐ. T/L NORONRSSKJPJÓ , ,NEÐ M0RÐ MANNAFLA. T/L SUEURS / JjUBA KONUNOURAFNCjMÍÐÍU / '/háAEPAN/USSJ/KAN/............... L, t / /k ALVARAERITJALDI JÚ/ÍUSAR SESAPS: HÉR. STEND EOSEM^f/ETL/ pETTA SÉ TÍVÓ/Í?, X SAGT ÍMESTA KLANDRA E/6NM V/D A€> KOMA /NN / ) ENMÉR DETTUR. ÞÓ I TJALN/D 00 OA HV0RT V/D SJÁ -A NOKKHÐ 1HUO OO UM ÞAR N0KKRA TRUDA / yjnnt <LO _ _____________ HVER. ERTÞÚ ? 00 HVERN/O D/RF/STU AÐ VADA /NN / TJALD SESARSR -sf 'HVA9 VARÐAF, ÞÉR PTENNÍSIS HVABER\JA... HER...JAJAJU. MADUR/NN HANN VAR NÚBARA AÐSE0JA JM SPYRJA, HVORT Z ? jypÚ VÆRIR F0RSTÓDU- MgiS/; ( MADUR / ÞESSUM SUM ARBÚDUM PJÓDKIRKJ /UNNAR? - Y, AFSAK/D KÆRLEOA. X EO SÉ, AD SÝN/N0 EREKK! BYRJUD. Þ/D ERUÐBARA , . AD UND/RBÚA YKKUR /i k^MANGE TAKÍ L/m BURT/SVÚHJA- IPinÉRJÚPPl! mfíkur GALLVASKI! í útlendingahersveitinni SE0JA, ÓRLAOARÍK Y E/NS ÓOEO VARAÐ : _ . ASTA AUONABUK / JOOSTRE/TU OKKAR s/OMPA MERDATT/NUOAúKASTA TEN- /NOUM /HÆ'.ER , &UNNRIKUR I ÞESSUSTÓRA , TJALP!?. HVADA DÉSKÓTANÍ TÚRISTARUSL ER ALLTAFAD TRUFLA líklega á stóru fjögurra manna fari, með þunga hleðslu af varningi. Þegar þeir nálguðust land í Varaósi, þar sem þeir ætluðu að lenda afbar bátur þeirra ekki sjóganginn og fórst þar nokkrar bátslengdir frá landi og drukknuðu allir þeir sem í honum voru, þrir að tölu. Þeir sem drukknuðu með Magnúsi voru: Jón Sæmundsson, 20 ára gamall sonur hjónanna Sæmundar Einarssonar og Þór- unnar Guðmundsdóttur í Vatna- garði. Jón var bróðir Benedikts Sæmundssonar, föður hins vel- þekkta athafnamanns Njáls Bene- diktssonar á Bergþórshvoli í Garði. Hinn hásetinn hét Guðmundur Guðmundsson 26 ára gamall vinnumaður hjá Sveini i Gerðum, bróður Magnúsar og konu hans, Eyvarar Snorradóttur. Guðmundur hafði komið til þeirra vinnuntaður árið áður frá Hró- bjartsstöðum í Kolbeinsstaða- hreppi á Mýrum. Séra Sigurður segir í kirkjubók Útskálakirkju um Magnús múr- ara að hann hafi verið sniðugur formaður en ofurhugi. Þeir Jón og Guðmundur voru jarðaðir að Útskálum 27. marz en Magnús viku síðar, 3. apríl. Svona svipleg urðu ævilok þessa merka steinsmiðs og báts- formanns, og hinna ungu sjómanna, skipsfélaga hans. Minnisvarðarnir, kirkjurnar í Innri-Njarðvík og á Hvalsnesi sem margir skoða og dást að, bera steinsmiðnum, hleðslumeistara sínum Magnúsi Magnússyni^, vitni meðan þær standa. Nú á þessu sumri eru 90 ár liðin síðan Magnús lagði síðustu hönd að byggingu kirkjunnar í Innri- Njarðvík. Blessuð sé minning hans og þeirra, sem með honum unnu að þeirri byggingu. Þuríður Sæmundsdóttir ekkja Magnúsar, giftist i annað sinn 6. júlí 1890 Þórði Guðmundssyni ættuðum úr Saurbæjarsókn á Hvalfjarðarstönd i Suðuramti. Hann var á sama aldri og Þuríður. Þau fóru að búa í Gerðaskála í tíarði. Þar eignuðust þau einn son 21. nóv. 1890. Hann var látinn heita Magnús Vilmundur. Hjóna- band þeirra Þurióar og Þórðar varð ekki langt. Hún var orðin ekkja í annað sinn árið 1902, er hún kom til Reykjavikur. Á síðustu árum var hún húsmóðir á Blönduósi, og lézt 14. maí 1948. Skráð [júní 1976.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.