Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Side 2
KOM ÞEIM I sölskini Nýja íslands Bjartmar Guðmundsson var á ferðinni í Islendinga- byggðum vestra ífyrrasumar og nfjar upp eitt og annað þaðan. „HVAÐAN HERÐAN?" Síðari hluti íslenzkir ferðalangar við bæ Klettafjalla- skáldsins. Nábúar í vetrarríki. ökumenn. Geiri á Geirastöðum , Jón í Hvammi, Siggi í Fagranesi, segir hald okkar og traust við stýrið. Þarna eru þeirra balar, bæir áður, Ijómandi nágrannar. Undarlegt hvað þessi nöfn geta sagt hér mikið. Það er nærri því eins og vinir mfnir, Jón í Ysta-Hvammi og Sigurður i Fagranesi, séu hingað komnir úr æðri heimi, dánir fyrir fáeinum árum heima f sveit okkar. Sumir balarnir eru á förum á hvarf inn í nýjaskóg. Hann rífur sig upp úr jörðinni, þar sem Þingeyingar, Eyfirðingar og Skagfirðingar ruddu áður til rjóðra á landnámsöld, um leið og nýr tími vill ekki lengur nota þeirra handaverk. Þar festu þeir nöfn á bæi. Sömu nöfnin og þeim voru kærust heima í dölum; Fljótsbakki, Espihóll, Víðivellir, Skriðuland, Nes, Ös, Brautarhóll, Möðruvellir og-----. Sums staðar eru komin ný hús á gömlumbala, annars staðar fær frumskógurinn aftur landið sitt. „Lifðu þeir ekki mikið á veiðum fyrstu árin?" spyr ég okkar fræðabók, Svein ökumann. Fyrstu árin eru komin svo á heila minn að ég er orðinn leiðinlegur. Það er víst af því að ég man pokkuð langt til umtals heima í Dal um flanið til Nýja-Islands. Þótt öld sé liðin síðan lifði umtalið heima allt að því helminginn af henni. Jú, á rabítum lifðu þeir mikið og fiski. Afi Sveins sagði að rabítakjötið bætti heilsuna og lengdi lífið. Það var allt morandi af þeim í skógunum og afinn varð 102 ára, minnir mig. Rabítur er sama og kanína. Annars var kunnátta þeirra til veiða svo naum að fákunnáttan var rétt að segja búin að ríða þeim að fullu áður en Indíánar kenndu þeim til verka. Á meðan þeir voru að læra gerðu þeir gaman að sjálfum sér. Það er gott meðal. Ein sagan er svona; I landnemahópnum var selaskytta frá Eyjafirði eða Skjálfanda, hittin vel og með hólk. Einu sinni þóttust menn sjá selshaus koma upp úti á Winnipegvatni. Skyttan kom og skaut. A eftir sáu menn að Þingeyingurinn hafði skotið á tunglið, sem einhvern veginn var að koma þar í ljós, dálítið skrítilega. Auðvitað gat leiðsögumaður okkar ekki sagt mikið af fyrsta vetrinum. Hann var liðinn í aldanna skaut, nærri hálfri öld áður en Sveinn komst til vits og ára. Þótt ég segði að landnemarnir hafi enga nágranna átt í byrjun og staðið einir manna uppi I heiminum með © óbyggð til allra átta kringum sig, er hins að geta um leið, að fullt var af nábúum kringum þá, sem enginn taldi þó sérstakt fagnaðarefni. Þar voru birnir, úlfar, refir og Rauðskinnar, reikunarmenn skóganna, sem margar sögur hafa verið sagðar af og ekki allar hressandi I hugum barna og kvenna, taldir með vörgunum. Þar á ofan voru svo góðar dýrategundir, ætilegar og sumar með dýrmætum feldum. Enn betri veiðidýr en selir og rjúpur á íslandi. Einn Vestur-íslendingur sagði við mig að skógarnir hefðu verið fullir af kjöti og elgurinn með hornin sín hefði verið kallaður kjötfjall. En þar sem Indiánarnir voru innflytjendum flestra landa óttalegir í augum, reyndist íslendingum allt annað. Kannski hafa þeir lifað af veturinn alræmda vegna hjálpar Indíána í raun? Einn þeirra er sérstaklega nafngreindur, Ramasy. Þennan vitnisburð fær hann hjá Guttormi J. Guttormssyni, sem kynntist honum ungur öldruðum eða miðaldra; „Hann var ekki einasta sá fallegasti Indíáni, sem ég hef séð, heldur einn af íturvöxnustu og fegurstu mönnum, sem ég hef séð.“ Hann var lika listamaður i höndum og til veiða. Höfðingi i lund og hjálpsamur íslendingum, alltaf glaður og reifur, góður og gjöfull á báðar hendur mat, einkum kjöt. Hann bar harm sinn, er hann missti konu og börn úr bólunni, með þvílíkri stillingu að öðrum gekk betur en ella að gera slíkt hið sama. Ramasy þurfti ekki annað en líta á sitt fólk, er tilburði sýndi að áreita innflytjendurna. Úr þeim varð þá ekkert. Hann var þeirra höfðingi. Ekki nema von að sumir þeirra litu tslendinga óhýru auga. Yfir það var Ramasy hafinn. Þess vegna varð íslendingum og Indíánum vel til vina. Reyndar veit ég ekki alveg hvort kynni íslendinga við Ramasy hafa strax hafist fyrri veturinn ógleymanlega. Þó er það liklegt, því í Nýja-Islandi missir Ramsay konuna og börn sín úr bólunni 1876-1877. Einhvers staðar nærri hafa þau því verið veturinn 1875—1876. Alltaf hefur mér fundist fjarska raunalegt við landnámið í Nýja-Islandi að það skyldi hefjast á hausti en ekki vori. Sú ráðstöfun Kanadastjórnar og trúnaðarmanna vesturfaranng er svo furðuleg að engu tali tekur. Annars verður ekki annað séð en landið hafi verið ver valið og býsna vel við hæfi þeirra sem dreymdi um bújarðir með heyskap og bithaga og hlunnindum á borð við það sem þeir þekktu best í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Þarna voru þeir við sjó og vötn því Winnipegvatn er eins og innhaf. Og vordýrð er auðsjáanlega stórkostleg, og hefur þó verið enn meiri áður meðan allt moraði i fugli og krökkt var af fiski. Það má allsstaðar lesa út úr landslagi og linum. Þegar við flækingar tókum upp dollaraveskin til að borga Sveini aftók hann með öllu að taka við nema svo sem vel hálfu gjaldi. Þetta er nóg fyrir ykkur að borga, sagði hann og gaf til baka kaldur og ákveðinn. Ekki finnst mér að hann hafi sannað það að Ameríkumaðurinn sé alltaf að féfletta aðra i viðskiptum þegar hann getur. Og af því ég er ágjarn og vil heldur ábatast á öðrum en láta þá ábatast á mér, mun ég biðja Svein Þórðarson atvinnuökumann á Gimli að aka mér næst þegar ég kem vestur, ella bið ég engan. Eftir á aðhyggja Guttormur J. Guttormsson, bóndi í Nýja-Islandi, hrósaði St. G. St. fyrir kvæði i bréfi og sagði: „Mikið hnoð er þetta, ekki af bulli, heldur gulli. Hvar hefurðu lært málið maður?“ Svona er hægt að koma manni skemmtilega á óvart með tveim orðum á eftir fjórum um hnoð. Þegar ég hélt frá Gimli áleiðis suður til landnámsstöðva Sigriðar ömmu minnar, gat ég ekki að því gert að hugsa um Nýja-Island og leit fyrstu landnemanna þar að hamingju^ meira en um nokkurn annan stað á jörðu og á himni — að undanteknu Thomhill, heimahögum og Paradís i upphæðum. Merkilegt land, Nýja-ísland, af sögunni og sjálfu sér. Ögn skýrara en áður hefur það runnið upp I huganum að engin Paradisarganga varð vesturförin 1874—1875 nábúum mínum frá íslandi, ef svo mætti að orði komast um þá sem á undan fara spottakorn í tíma og rúmi. Annað er að vita af hlutunum úti í þoku fjarlægðarinnar handan hafs, jafnlengi og minnið hefur etjst, heldur en standa í sporum manna og sama og sjá musteri vona þeirra hrynja i rúst. En svo ég spyrji svipað og Guttormur, og þó um ögn annað: Hvaðan kom þeim herðan? Hvaðan manndómurinn sem þeir fluttu vestur og færðu fósturlandinu og aldrei verður heimtur til baka? Mikið hefur þar saman safnast af ísiensku atgervi frá Fjallkonunni komið beggja megin aldamóta. Svo sýnist gróskan þar hafa verið mikil, að varla sæist högg á vatni, þó þriðjungur færi úr sumum byggðarlögum og þar með talsvert af mestu görpum sveitanna og efnið I marga aðra Vesíur-tslendinga, sem gert hafa garðana fræga. Ef svara ætti svo því hvaðan aldamótaliðinu kom herðan, yrði að segja söguna frá Gamla-Sáttmála til frostavetrarins ‘81 og mislingasum^rsins ‘82, róta upp I leiðum stórubólu og svartadauða, rýna inn í Skaftárelda og Móðu, ganga til fjárhúsa skurðarvorið ‘49 og bíta á jaxlinn með beitarhúsamönnum í 1000 stórhríðum á ísavetrum. Ennfremur að reyna að fara i föt og spor bændakvenna í bjargarlausum búrum vetur eftir vetur, og stíga á fley með Skúla fógeta og bregða sér með honum til Hafnar í 14. ferð að tala við kónginn. Einar sagði Benediktsson: „Kuldinn er handlæknir Norðurlanda" og „allt sem krankt er og hímir á höm hann hreinsa úr vegi og blæs í það dauðans anda“. Mikið er til í þvi þó sá harkalegi læknir væri aldrei einn um það á Garðarshólma að „grisja meira en nóg“. Helst er haldið nú að sjaldan hafi íslendingar komist teljandi upp yfir 50—60 þúsund öldum saman vegna skorts á bjargræði. Af þeirri ástæðu fyrst og fremst fylltu svo margir flokk Ameríkufaranna 1873—1883, sem raun varð á, og næstu árin. Þótt ekki væri í byrjun, er það nú viðurkennt og rómað þar í landi, að þjóðablöndunni miklu hafi orðið búbót fremur en hitt af tilkomu þessara eylendinga og er öllum fagnaðarefni. Einhvers staðar talar Guttormur um athafnamenn í byggðarlagi sínu, harla umsvikamikla, fimm blöð og rithöfunda marga, svo sem Jóhann M. Bjarnason, Torfhildi Hólm og Gunnstein Eyjólfsson o.fl. Bætir svo við: „Hér eru líka fáeinir asnar, enda væri ekki líft annars.“ Þótt við færum nokkuð um þetta fallega byggðarlag, fór mannlífið að mestu framhjá okkur, því rniður. Til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.