Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 3
dæmis kom ég hvergi auga á asna Guttorms og geta þeir þó varla verið útdauðir með öllu. Verra var annað. Hvergi hittum við Þingeying og var það þó okkar heitasta ósk, því þetta er svo ríkt I blóðinu. Þó gátu þeir vel verið 100 lítið áberandi. Yfir það sem er lágvaxið og lúpulegt sést manni gjarnan. Einkum þegar menn ferðast eins og flær á skinni. Vonandi eru minir menn þarna þó enn til, fáeinir eins og asnarnir hjá Guttormi. Haft höfðum við spurnir af einum heljarkarlisemorðrómurinn taldi ieinhverjum tengslum við þingeysku. Af honum fór rausnarorð mikið, bæði af búskap hans fyrr á árum og einstökum handarvikum. Meðal annars hafði hann orðið fyrir þvf að illur boli rak hann í gegn með hornum sínum. Og skömmu seinna, er hann var gróinn sára sinna, skaddaðist hann hroðalega er bifreiðar tvær rákust saman á vegum úti, brotnaði og skarst. En ekkert bugar eða beygir Valda bónda, segir orðrómurinn. Af tilviljun komumst við heim á hlað hjá honum og taldist heppni. Valdi sýndist sextugur en var sagður liðlega áratug yngri en landnámið 100 ára. Gaman hefði verið að hjala við dreng I hálfan mánuð um byggðarlagið. En því var nú ekki alveg að heilsa vegna annríkis okkar en ekki hans. Þessa bévaða ímyndunarrfkis, sem allt hakkar I sig. Lengstra orða bað hann okkur að fara ekki úr Nýja-íslandi án þess að líta inn á tveim eða þrem bóndabæjum, sem hann tiltók. Þar væri hægt að sjá búskap, sem um munaði, þó ekki væri það á sinum bæ. Var hann kannski einn af Oss? Ja, ekki var það nú alveg. Hann reyndist Skagfirðingur í allar ættir fram, frá Djúpadal. Hins vegar átti hann frændum að fagna á Húsavík, sem einu sinni var í Þingeyjarsýslu, Þór og Stefáni Péturssonum útgerðarmönnum þar. Sá ég ekki betur en að dætur hans tvær, fallegar hjúkrunarkonur, sem þarna voru gestkomandi, væru mjög líkar þeim bræðrum. Nema allan kvenlegan yndisþokka höfðu þær auðvitað umfram þá. Svona geta málefnin blandast. Kempumennið Valdimar Stefánsson er sem sagt enginn Þingeyingur. Borgarhólsbræður eru aftur á móti Skagfirðingar að hálfu. Vér Þingeyingar getum því ekki montað af Valda, né hjúkrunarkonunum. Hins vegar gætu Skagfirðingar ver- ið upp með sér af Húsvíkingnum. Hálft um hálft lofaði ég Valda því að koma á bóndabæina tvo, en sveik allt saman og iðrast ég þess eins og hver annar sakamaður. Sagt er að mesta Islendingabyggð í Amoríku að tiltölu sé enn í Nýja-íslandi, og að Göllum hafi fjölgaö þar mest um leið og Islendingum fækkaði: Ut úr blöndun þeirra og íslendinga koma fallegar stúlkur, sýndist mér. Eftir piltunum tók ég ekkert. Það sakar heldur ei. Hitt var verra að þurfa að fara úr þessu hugstæða héraði án þess að sjá svo sem nokkuð nema yfirborðið. Ég segi það alveg satt að mér var að verða byggðarlagið svo hugleikið að ég kvaddi það með söknuði. Eftir að við vorum þaðan farin fór ég að kynnast merkilegum nöfnum, sem ég hafði ekki hugmynd um áður. Til dæmis að taka vil ég nefna Arnasonar ættina, og lífskraft hennar og léttlyndi. Guðbjartur Gunnarsson myndaði hana allt um kring 31. ágúst í Lesbókinni, og fylgdi grein, * óvenjulega skemmtilegt skrif. Ættbogi sá, um 200 manns, er komin útaf eyfirskum hjónum, sem vestur fluttu fyrir 92 árum, frá Villingadal. Og lifa allir þeirra afkomendur nema 3. Guðbjartur lýsir þar kræfum körlum og unglegum kvenskörungum, er engan tíma hafa til að eldast, komnar þó fast að níræðu. Segist hann þó ekki ná að hálfu utan um kjarnann allan: Stórathafnamenn, háskólamenn, embættismenn og leiðtoga af mörgum gerðum, skörunga og kvenna-fegurð. Engin von heldur að einn maður geti verið svo víðf eðmur. Annars fæ ég lítið um þetta sagt frá eigin brjósti. Ég apa bara eftir Guðbjarti og trúi honum eins og nýju neti með fleira sem ég hef um þetta fólk heyrt. Það er meira en gaman að kræfum körlum eins og Guðjóni á Espihóli. Það er að þeim gagn svo mikið að byggðarlögin verða að engu hverf i þeir úr sögu. Við prestinn sinn sagði hann að sögn, er var að hálfhæla hinum fyrir hirðingu á urtagerði, svo segjandi: „Hér áttu fallegan garð með Guði, Guðjón minn, þó ekki sé hann alveg án illgresis." „Hann er ekki sem verstur," svaraði bóndi, „en þú hefðir átt að sjá hann i fyrra þegar Guð var einn með hann." Að húmornum er heilsubót. Þá fer ekki þessi athugasemd úr viðræðu þeirra Guðbiarts f ramhjá marki: „Það er enginn vandi að ala upp 10 börn. Þau læra að skipta sér, gefa og taka. En það hlýtur að vera vandi að alaupp eítt barn." Loks er það svo heilræðið, sem að vísu er ekki alveg nýtt f heimi hér fremur en annað: „Breytið við aðra eins og þið viljið að aðrir breyti við ykkur." Ef mannveran vildi og gæti orðið svo góð að hafa þessi einföldu orð að „lampa fóta sinna", væri ekki amalegt að lifa. Ég bið fyrirgefningar á hnuplinu. „Egvar barinn. Mér var hrint" Nokkur föng Halldörs Laxness í upphaf Ljósvíkingsins. Eiríkur Jönsson tök saman. Þegar Halldór Laxness festi söguna „um hinn sorglega skáldsnillíng og fegurðardýrkara Ólaf Kárason Ljósvíkíng" á bækur, notfærði hann sér dagbækur og ævisögubrot „skálds nokkurs er lifði og dó án þess flestir menn yrðu varir við á árunum 1880 til 1916 á afskektum stöðum á Vestfjörðum". (Halldór Laxness: Gjörníngabók, Reykjavík 1959, bls. 42—43. Úr: Bókin um skáldsnillíng- inn.) Þetta skáld var Magnús (Hjaltason) Magnússon (6. ág. 1873 — 30. des. 1916.) Dagbækur hans (með ævisögu) eru varðveittar í Landsbóka- safni íslands. (Lbs. 2216 — 2238, 4 to). Ævisögubrotið nefnist: „Æfisaga Magnúsar Hjaltasonar. Rituð af sjálfum honum. Byrjuð á Suðureyri í Súg- andafirði, 12. Janúar 1914." Þegar heildarútgáf a bók- anna um Ljósvíkinginn kom út árið 1955 gaf skáldið verkinu nafnið Heimsljós. Vera má að Halldór Laxness hafi tekið þetta heiti úr eftirfarandi Ijóðlinu kvæðisins Söknuð- ur eftir Jónas Hallgríms- son: „Hnigið er heims- ljós." Hér á eftir verða sýnd nokkur dæmi um tengsl á milli upphafs bókarinnar Ljós heimsins (í heildarút- gáfunni nefnist sá hluti verksins: Kraftbirtíngar- hljómur guðdómsins), og ævisögubrotsins (Lbs. 2238, 4to). Tilvitnanir í ævisögubrotið verða merktar M.H.M., en til- vitnanir í Ljós heimsins eru í 2. útgáfu 1938 og merktar L. h. „Til dæmis má geta þess um "fólsku Jóhannesar, að hann henti fullum aski af heitum graut, ofan yfir móður sína, þegar hún var að ganga ofan stigann, þótti honum grauturinn of heitur." (M.H.M., bls. 15—16.) „Til dæmis kastaði eldri bróðir- inn Nasi, fjáreigandi og útgerðar- maður, fullri skál yfir móður sína, Kamarillu húsfreyju, þegar hún var að gánga niður stigann eitt kvöld;." (L.h., bls. 6) II. „Opt lék Jóhannes sér að því að taka mig upp á eyrunum svo og að klípa mig í eyrnasneplana. Einusinni er hann var að því, sagði fóstra mín við hann. „Vertu ekki að því." Jóh. svaraði: „Nú fyrir hverju? Það er gaman að vita hvaö hann þolir." (M.H.M., bls. 17.). „En þegar yngri bróðirinn Júst, sem sömuleiðis var fjáreigandi og útgerðarmaður, lék sér að þvi að taka hann upp á eyrunum, af því það var svo gaman að vita hvað elsku vinurinn þyldi, þá kom honum það við, því miður." (L.h., bls. 6) III. „Töluvert af silungi gekk í Hestá. Synir fóstru minnar fengu dálítið, á þann hátt að þeir skáru holur i fljótsbakkana og seildust svo í silunginn. Net voru engin til. Það var eitt sem þeir bræður hræddu mig með: að þeir köstuðu á mig silung, hálf-lifandi eða dauðum, og sögðu að hann biti mig, en ég varð dauðhræddur og þorði ekki að snerta hann. Svo lugu þeir að mér að þeir ötluðu að láta silung í tréfötugarm, sem var á baðstofugólfinu, svo hann gæti stokkið á mig í myrkrinu og bitið mig. Því var það þegar fóstra mín var að skammta í búrinu kvöld- matinn og ég ætlaði ofan til he'nnar, að ég var sem milli heims og helju er dimmt var orðið. Þegar ég var kominn ofan í stig- ann, gullu óþokkarnir við: „Passaðu þig nú, nú kemur silungurinn úr spöndunni og bítur þig — varaðu þig nú er hann að sprikla." Ég hrökk saman í kuðung og hljóp aftur upp á lopt. Kristín Vigfúsdóttir ansaði þá stundum til og sagði: „Þeir eru að skrökva að þér, þér er óhætt að fara." Ég vissi ekki hverjum ég átti að trúa." (M.H.M., bls. 16—17.) „Þeir skáru holur i fljótsbakk- ann inni í dalnum að vori til, og seildust þar í silúng, köstuðu síð- an lif andi urriða á dreinginn, sem vappaði grandalaus í kríng, og sögðú: Hann bitur. Þá varð hann mjög hræddur. Þá þótti þeim mjög gaman. Um kvöldið létu þeir silúngsfjanda í tréfötugarm rétt hjá rúminu hans. Honum fanst djöfullinn vera f fötunni. Um kvöldið ætlaði hann að læðast nið- ur, í dauðans ángist, og flýa á náðir fóstru sinnar, þá sögðu þeir: Nú stökkur silúngurinn úr spönd- unni og bítur. Þeir eru að skrökva að þér, sagði húskonan Karitas, móðir Kristjönu vinnumeyar. Þá vissi dreingurinn ekki hverj- um hann átti að trúa." (L.h., bls. 6.) IV. „Kristín var skritin i lund, .. . þó hún stundum væri mérheldur hlý þegar enginn heyrði til, þá var hún á móti mér þegar aðrir heyrðu til, ... Og eins var Jónína dóttir hennar." (M.H.M., bls. 14.) „Þær voru aldrei mjög vondar við hann þegar einginn heyrði til." (L.h., bls. 8.) „Á vetrum var opt spað til nóns —." ,,í kvöldskatt var opt kássa (vatnsgrautur) og súr, og lunga- biti og þessháttar niðri í —." „Stundum á kvöldin var bara súr og mjólk." (M.H.M., bis. 49.) „Það var saltsoðning í nónmat, og á kvöldin kássa og súr og lúngabiti niðrf; stundum á kvöld- in var bara súr og mjólk." (L.h., bls. 8.) VI. „Kristjana dóttir fóstru minnar kenndi mér að stafa i Stafrófs- kveri ... en eigi veit ég höfund þess, enda titilblaðið rifið burt og kverið allt ræfilslegt." (M.H.M., bls. 19—20.) „Magnína heimasæta kendi honum að lesa, það voru til rytjur af starfrófskveri." (L.h., bls. 8.) VII. „Um þennan tíma voru til i Efrihúsum Þjóðsögur Jóns Arna- sonar og íslenzk æfintýri; gagnlas ég þær bækur og þótti afarvænt um þær. Felsenborgarsögur voru lika til___" (M.H.M., bls. 22.) „Hann las þjóðsögurnar átta ára gamall og smásögur Péturs, Framhald ábls. 14 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.