Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 4
Birgir Harðarson við vinnu sina Lang algengasta brauðið á borðum íslendinga er hvíta heilhveitibrauðið og vel gæti svo verið að við könnun kæmi í ljós, að við ættum eitt Norðurlanda- metið þar. Meðal annars er okkur sagt að á sjúkra- húsum hérlendis sé varla boðið upp á annað brauð en það hvíta. Ekki eru þó allir sam~ mála um ágæti hvíta hveit- isins og því er ekki úr vegi að vekja fólk til umhugs- unar um brauðneyzluna. Þar sem brauð er sú fæðu- tegund, sem flestir ef ekki allir, leggja sér til munns daglega hlýtur það að skipta nokkru máli, hvers konar matur brauðið er. Tveir ágætir bakarar láta hér í ljós álit sitt þeir Birgir Harðarson, bakari hjá Náttúrulækningafé- lagi íslands og Gísli Ólafs- son, sem á nærri 60 ára starfsferil að baki í iðn- inni. Hann hefur undan- farin ár kennt bakaranem- um við Iðnskólann. Brauð tekin úr ofninum Vort daglega brauð Lesbókin fer á stúfana og athugar, hvernig brauð við borðum — hvort íslenzk brauðgerð sé vandanum vaxin og hvort ástæða sé til að við breytum brauðneyzluvenjum okkar. 20—30 efni numin brott Eins og kunnugt er berst Nátt- úrulækningafélag tslands harðri baráttu gegn hvíta hveitinu og f riti félagsins 3. hefti 1974 birtist grein sem heitir „Sannleikurinn um hvíta hveitið" eftir John Lear í þýðingu Eggerts V. Kristinsson- ar, en þar er dregin upp all skuggaleg mynd af þeirri með- höndlun, sem hvcitið fær, áður en það verður svona hvítt útlits eins og við þekkjum það helzt. Þar er sagt, að við „hreinsun- ina" séu numin á brott af þessum ágæta jarðargróðri, sem hveiti- kornið er, milli 20 og 30 efni, sem hvert um sig gegnir sínu ákyeðna hlutverki við að byggja upp og styrkja líkamsheilsu manna. Magnið, sem numið er á brott af þessum gagnlegu cfnum, er í flestum tilfellum frá 70—80% af hverju þeirra. i Hratið, þ.e.a.s. kímið og hýðið er síðan aðallega notað til skepnufóðurs erlendis, þar sem hreinsunin fer fram. En í hveitið hvíta, sem ætlað er til manneldis, er bætt 3—4 tegundum af víta- miniini (stundum og stundum ekki), sem sum eru unnin kem- ískt, svo þau koma Ifkamanum að litlu gagni. 1 greininni stendur að þcssar upplýsingar hafi komið fram á almenningsfundi, sem haldinn var í Washington, en sá fundur var haldinn á vegum undirnefnd- ar Bandaríkjaþings og fjallaði um orku og umhverfismál. Eingöngu bakað úr heilhveiti í bakaríi Náttúrulækningafé- lagsins við Holtaveg er eingöngu bakað úr heilhveiti, sem Náttúru- lækningafélagið flytur inn og það er malað á hverjum degi, 3—400 kg, sem er dagskammtur. Tegundirnar, sem þar eru á hoðstólum eru venjulegt heil- hveitibrauð, hunangsbrauð, kúmenbrauð og vínarbrauð. Auk þess eru bakaðar kringlur, tvíhök- ur og furstakökur, allt úr heil- hveiti. „Við seljum brauðin í 11 verzl- anir í Reykjavík," sagði Birgir Harðarson, „í náttúrulækningafc- lagsbúðirnar við Óðinstorg og Laugaveg og auðvitað á heilsu- hæli félagsins í Hveragerði. Auk þess seljum við nokkuð til Akur- eyrar og Akraness." „Hver tclur þú að sé ástæðan til þcss að brauð úr hvíta hveitinu eru svo miklu algengari á borðum tslendinga en hcilhveitibrauðin? Fólk gerir sér ef til vill ekki Ijóst hve hvíta hvcitið inniheldur litla næringu. Ein ástæðan gctur líka vcrið sú að hvíta hveitið geymist betur en heilhvcitið, vegna þess að skordýr sækja ekki f það. Sumir segja að þar sýni þau sína náttúrugrcind. Nú svo er líka meiri vandi að baka úr heilhveiti. Brauð úr heilhveiti lyftast ekki eins vel og hin og sumum finnst það atriði skipta máli. Hins vegar geymast brauðin sjálf eins vel, sem bökuð eru úr heilhveiti og sum brauðin frá okkur batna jafnvel við hæfilega geymslu. Hráefnið f brauðin okkar er dýrara en hjá þeim, sem ekki mala hveitið sjálfir en verðið á brauðum er háð verðlagsákvæð- um svo verðið cr það sama." „Hvaðan koma uppskriftirn- ar?" Bakarí Náttúrulækningafélags- ins hefur starfað frá því fyrir 1960 og uppskriftirnar hafa þróast hjá bökurunum, sem hér hafa starfað síðan — þær eru ekkert leyndarmál. „Og hvað hafa þessi brauð sér- staklega til síns ágætis?" „Fyrst og fremst það að þau eru bökuð úr nýmöluðu heilhveiti og eru því bragðmeiri og hafa meira næringargildi en önnur brauð — og þá sérstaklcga hunangsbrauð- in, enda vaxa vinsældir þcirra stöðugt. Brauð eru holl og næringarrík f æða Við spurðum Gísla Ólafsson bakara um afstöðu hans til hvíta hveitisins og fer svar hans hér á eftir: „Þegar leitað cr upplýsinga til min um brauð, þ.e.a.s. matbrauð, sem svo eru nefnd til aðgreining- ar frá t.d. kaffibrauði, þá segi ég strax umhúðalaust að brauð eru holl og næringarmikil fæða, þar að auki sú lang-ódýrasta, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.