Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 5
Steinubrauð 4 bollar heilhveiti, nýmalaö 1 bolli hveitikím 1 bolli haframjöl, mulið í hendi 1 bolli byggmjöl 2 matskeiðar púðursykur, kúfaðar 1 teskeið salt 1 teskeið sodapúlver 2 teskeiðar ger. Allt hrært saman og vætt með mjólk (ekki í hrærivél). Deigið á að vera það blautt, að ekki sé hægt að hnoða það. Bakað við meðalhita. i hunangsbrauðunum hjá Náttúrulækningafélaginu eru eftirfarandi efni: Heilhveiti. púðursykur, hunang. smjörlfki, salt. pressuger og svolitið hveitiklið. Ef einhver hefði áhuga á því að spreyta sig á brauðbakstri heima, þá látum við til gamans fylgja hér brauðuppskrift. Upp- skriftin er fengin frá frú Steinunni Magn- úsdóttur, en hún hefur lengi haft áhuga á því að kynna fólki heilsusamlegt mataræði. menn neyta miðað við næringar- og hitagildi. Þessi brauð eru bökuð úr möl- uðum rúgi eða möluðu hveiti- korni, stundum að cinhverju leyti blönduðu saman. Þótt mér skiljist að helzt sé óskað cftir áliti minu á hvítu hveiti og brauðum úr því, þá get ég ekki annað en minnst á rúg-« mjöl og brauð úr því og hvernig sölu á þeim brauðum er háttað. 100% rúgmjöl er það kallað, þegar rúgurinn eftir eðlilega hreinsun, er malaður mcð hýð- inu. 80% mjöl er það, þegar 20% eru sigtuð frá. Það nefnist hálf- sigtimjöl. 70% mjöl er sigtimjöl, þegar 30% eru sigtuð frá við möl- unina. 100%) mjöl hefur alla þá kosti óskerta, sem f korninu voru, en hinar tegúndirnar eru með möl- uninni sviptar nokkru af þess gæðum. Hin vinsælu og velþekktu rúgbrauð, bæði seydd og óseydd og maltbrauð, eru úr 100% rúg- mjöli. Úr hinum mjöltegundun- um eru lika bökuð ýms afbrigði af brauðum, sem njóta engra vin- sælda á við grófu brauðin. Þessu er alveg öfugt farið með hveitibrauðin. Brauð úr hvftu hvciti, sem vanalegast er 80% mölun eru miklu cftirsóttari en brauð úr 100% hvciti, sem dag- lega ganga undir nafninu heil- hveitibrauð eða Grahamsbrauð eftir þekktum læknl, sem lét sig matarvenjur manna miklu varða. Slík brauð eru mjög fullkomin fæða. Ennþá betri en rúgbrauð. Þó er ekki þar með sagt að franskbrauð séu ekki góð og gild fæða ... Fleira matur en feitt kjöt Til að sýna samanburð á hvítu hveiti og heilmöluðu tek ég hér Framhald á bls. 14 Svefn- herbergi úr brauði handa Salvador Dali Sagt frá merkum bakara í Frakklandi, sem tók sér fyrir hendur að baka skárri franskbrauð enáður höíðu tíðkast. Franski bakarinn Pierre Poilane. Hann er til hægri á myndinni, og þarna er verið að handf jatla þessi frægu brauð hans. Pierra Poilane er merkur ma8- ur. Hann er sonur bónda í Nor- mandie, og þegar hann var fjór- tán ára, var hann settur i læri hjá bakara. Hann hætti eftir sex mán- uði, þar sem hann vildi ekki taka þátt I að baka brauð, sem honum þótti léleg og hóf störf i matvöru- verzlun. Þar varð hann ekki miklu lengur, en sneri aftur til brauð- gerðarhússins og einsetti sér að baka bæði hollt og gott brauð. Siðan eru liðin 50 ár. Hann hafði aðeins gengið i barnaskóla og fann það fljótt, að honum var það brýn nauðsyn að vita meira, miklu meira. áður en hann gæti tekið til við ævistarf sitt. Siðan tók hann að lesa lif- fræði, sögu og efnafræði unz hann var orðinn sjálfmenntaður maður með furðumikla þekkingu í þessum greinum. í mannkynssögunni veitti hann þeim upplýsingum athygli, að hermenn Napoleons hefðu lifað á vatni og brauði. Þeir fengu átta hundruð grömm af brauði á dag, og það var bakað I hleifum með götum i. svo að þeir gátu bundið þá með snæri við hermannatösk- una. Vatn drukku þeir úr lækjunum, og á þessum kosti börðust þeir og marséruðu þvert og endilangt um Evrópu. Egyptaland og Rússtand. Það kom aðeins einstaka sinnum fyrir, að þeir stælu sér hænu eða flösku af vini. Poilane vissi þá þegar vel, að það var ekki hægt að lifa á verk- smiðjubrauði og vatni, svo að hann fór til skjalasafns franska hersins og leitaði þar uppi gömlu uppskriftina. Og siðan tók hann til við að baka hina gömlu hleifa franska hersins, en náði þó alls ekki þeim árangri, sem hann hafði vænzt. Um þetta leyti hafði hann komizt svo langt að vera búinn að koma sér upp sínu eigin brauðgerðar- húsi við Rue du Cherche — Midi í Paris, og þar er hann ennþá, og i kjallaranum er gamall steinofn frá átjándu öld. sem er kynntur með viði. Hann vissi, að hann fór ná- kvæmlega eins að og gömlu her- bakararnir, og eini munurinn. sem á brauði þeirra gat verið að hans áliti, hlaut að byggjast á mjölinu. Þeir fengu sitt mjöl frá gömlum steinkvörnum, og þar var kornið tætt og mulið milli risastórra myllusteina. en á vor- um timum er það malað mjúklega og gætilega milli stálvalsa, svo að hvorki spírur né hýði — sem sagt ekkert klið — komist með. En Poilane furðaði sig á þvi. að á sama tima gat hann farið i næstu lyfjabúð og keypt yfir átta- tiu vörutegundir, sem byggðust á hveitikliði. Það voru dýrar vörur. Honum varð einnig hugsað til þess, að I náttúrunni eru til tvær lífverur eða lifsheildir, sem eru sjálfum sér nægar — eggið og sáðkornið. Hýðið, skurnin hlutu að gegna mikilvægu hlutverki i tilveru og þróun þessara lifvera. Siðan kveikti hann áhuga kunningja sins á þvi að koma upp gamalli steinkvörn, og allt i einu var hann kominn með brauð, sem sannarlega uppfyllti óskir hans. Það var auðgeymt og notadrjúgt og alveg Ijómandi gott. Smám saman varð honum Ijóst, að eggjaupplausnin, sem hann var vanur að bera á brauðið til að fá hart og fallegt yfirborð, endurkastaði i rauninni hitanum i ofninum þannig, að brauðið bak- aðist ójafnt. varð sums staðar klesst, en þurrt annars staðar. Svo að i staðinn stráði hann mjöli á deigið, svo að brauðið tók alveg jafnt við hitanum. En þá var hann löngu hættur að nota ger og hafði súrdeig i staðinn. Dag nokkurn kom svo maður i heimsókn til hans og spurði, hvort hann vissi, hvað hann væri eiginlega að gera. Ókunni maðurinn kvaðst heita Blanchon og vera prófessor og starfa við Pasteurstofnunina, þar sem menn hefðu um langt skeið gert tilraunir til að búa til betra og næringarríkara brauð. Hann hefði átt leið framhjá bakarii Poi- lanes fyrir tveimur kvöldum og veitt þá athygli tveggja kilóa hleifum i glugganum, snarazt inn og keypt einn slikan, farið með hann heim og bragðað á honum. Siðan hefði hann farið með af- ganginn til stofnunarinnar, þar sem brauðið hefði verið sundur- greint og menn hefðu fundið það, sem þá hefði aldrei dreymt um. Og þar með hófst margra ára samvinna milli læknisins og bak- arans og þeir urðu miklir vinir og áður en leið á löngu meðeigendur að fyrirtæki, sem framleiddi seonaze. Hið viðfrægasta hinna mörgu brauða Poilanes er sem sagt bak- að úr mjöli frá steinkvörn, salti. vatni og súrdeigi, og það eru tveggja kílóa hleifar. Það heldur sér alveg i þrjár vikur á borðinu. Sjálfum finnst Poilane, að það eigi helzt ekki að borða það fyrr en eftir fjóra eða fimm daga. Þannig er það bezt. í fyrravor fullyrtu amerískir vis- indamenn, að það, sem við þörfn- uðumst mest, væru TREFJAEFNI, sérstaklega i brauði, og að slik trefjaefni myndu hafa stórkost- lega heillavænleg áhrif gegn alls konar sjúkdómim og þar á meðal krabbameini. Og þetta er sem sagt tuttugu árum eftir að Poi- lane og Blanchon höfðu komizt að sömu niðurstöðu. Poilane ástundar einnig mynd- list, aðallega tréskurð. en honum fannst það að sjálfsögðu eðlilegt, að hinar listrænu tilhneigingar fengju að ná til brauðsins. Og I sýningarglugga hans i húsinu númer 8 við Rue du Cherche — Midi á vinstri bakka Signu, standa stórir brauðhleifar með fallegum útskornum skorpum. sem sýna bændur leggja hönd á plóginn, kornöxin blakta og tré og runna. Og yngsti sonurinn, Lionel, sem nú er smám saman að taka við rekstrinum, er einnig mynd- listarmaður, og hann hefur ný- lega fengið allmerkilega pöntun: Að búa til heilt svefnherbergi úr brauði með veggjum, húsgögnum og stóru, tvíbreiðu rúmi, her- bergi. sem á að búa, sofa og elskast i. Sá, sem þessa pöntun gerði. er gamail og góður vinur Lionels og er vel þekktur fyrir kynlegar hug- myndir: Salvador Dali. — svá —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.