Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Síða 8
Annar „grjótgarður við Norðurbrún: Takið eftir einskonar borði, sem hér heiur verið búið til úr myndarlegri hellu. Steinar, fjölærar jurtir og heilulagning i garði Grétu og Jóns Björnssonar við Norðurbrún. Hér hefur flötin framan við húsið svo að segja verið klædd með timbri, sem kemur í fallegu framhaldi af timbrinu í húsinu sjálfu. Á einstaka stað eru skildir eftir fletir, sem fylltir eru með grófri möl og þar er plantað trjám, Þesskonar timburgólf i garði verður eftirlætis leiksvæði barna auk þess sem það hefur þann kost. að vinna er engin við þennan garð. Að sjálfsögðu verður að fúaverja timbrið vel og vandlega. Garöar Gras er ekki eina lausnin Þegar húsið er fullbyggt og bú- ið að jafna úr moldarhaugunum á lóðinni, láta flestir verða sitt fyrsta verk að panta þökur, eða sá í blettinn og koma sér upp grænni grasflöt. Viðbrigðin verða mikil og flötin sýnist óendanlega falleg f samanburði við haugana og draslið. Kannski er með tfmanum sett niður eitt og eitt tré eða runn- ar utanmeð og svo kemur að þvf að sláttur hefjist. Fyrst verður slátturinn skemmtileg tilbreyting en þegar fram Ifða stundir kemur f Ijós, að það er aldrei friður. Nú þarf líka að klippa kantana, sem aJltaf verða umfangsmeiri eftir þvf sem meira er sett niður af trjáplöntum. Og grasflötin gefur ekki grið; trassaskapur og leti koma bara niður á manni sjálf- um, Þá verður svo erfitt að slá, að það er hreinasta nfð. Auk þess er grasflötin ekki verulega falleg nema hún sé nýslegin. Sé vætu- samt og sprettutíð góð, þarf helzt að slá tvisvar í viku og það er hreint ekki svo Iftið verk, sé um stóra flöt að ræða. Grasflöt er einfaldasta lausnin f byr jun og raunar hlýtur einhver grasflöt eða flatir að vera sjálf- sagður þáttur í skipulagi lóðar. En ekki er þar með sagt að allt þurfi að vera grasi vaxið. Vmis- legt fleira kemur til greina fyrir þá, sem síður vilja eyða sumrinu f endalausan garðslátt. Til dæmis má minnka grasflötina til muna með því að taka af henni reiti undir tré og runna. I vaxandi mæli virðast garðræktarmenn hér á iandi hafa komið auga á þá fegurð, sem býr f grjóti. Nú er nokkuð algengt að sjá stóran stein einhvers staðar f lóðinni; stein, sem gæti hafa komið uppúr húsgrunninum og er nú látinn standa eins og skúlptúr í garðin- um í stað þess að flytja hann burt með erfiðismunum. Aðrir búa til allstóran hól úr hnullungum eða hraungrjóti og koma þar fyrir mclablómum. Þess konar hóll get- ur auðveldlega tekið yfir 10—15 fermetra og að sama skapi minnk- ar sá flötur, sem þarf að slá. En fleira kemur vissulega til greina og verður allt til að auka á f jölbreytnina. Til eru ýmsar gerð- ir af steyptum hellum, sumar lit- aðar og getur þess konar hellu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.