Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Qupperneq 9
Sami garður og á myndinni til vinstri. Flestir hefðu haft grasflöt þarna, en hér eru sæbarðir hnullungar i bland við blóm. Hluti af garði við Smáraflöt í Garðabæ. Lóðinni er skipt i reiti; sumt er hellulagt. sumt steypt, runnar í sumum reitunum og hraungrjót og melablóm i reitnum meðfram gangstéttinni. lagning orðið fallegur hluti í stærri heild. Ekki má gleyma því að út um hvippinn og hvappinn má finna fallegar hcllur og búa til stétt samkvæmt gamalli Is- ienzkri venju. Náttúruhellur má leggja f sand og kemur það þá í veg fyrir, um stundarsakir að minnsta kosti, að gras fari að spretta milli hellnanna. Kannski finnst einhverjum frá- leitt að nefna timbur f þessu sam- bandi. Það er þó ekki eins mikil fjarstæða og halda mætti. Þá þarf helzt að vera steyptur flötur und- ir, til dæmis verönd framan við húsið. Ólfkt er geðslegra að vera á timburgólfi en steininum berum. Fyrir utan pall, sem nota má þeg- ar borðað og drukkið er úti, þegar veður leyfir, er fallegt að þekja með timbri lfkt og sést á með- fylgjandi myndum. Þá er timbur- flöturinn gjarnan rofinn og f göt- in er sett möl, sæbarðir hnullung- ar eða þá að þar eru útbúin blómabeð. Vel fer á því að hafa á veröndinni plöntur f kerjum eða tunnum, sem sagaðar hafa verið um miðjuna. Lfka þarf að koma fyrir uppistöðum til þess að geta á einfaldan hátt myndað skjól. Myndir gefa að sjálfsögðu betri hugmynd um þetta en lýsingar og skal þvf látið nægja að vfsa til þeirra. Smærri grasflatir er sjálf- sagt að hafa til tilbreytingar, en garður af þessu tagi hefur þann kost, að fbúar hússins hneppast síður í þrældóm um leið og vorar ár hvert. HellulagSur skjól- krókur og runnagróð- ur i kring. Hér hefur verið hellulagt með litlum steinsteyptum hellum. Hér er gert yfir krókinn með bit- um og plexigleri og trjágróðurinn teygir sig upp að bitunum. Hér er lögð áherzla á skjólmyndun, sem er mál út af fyrir sig. Rauður garður og grænn — en ekkert gras. Garðurinn við þetta danska einbýlishús hefur verið steyptur og að mestu leyti hellulagður með rauðum hellum. I steypta undirlaginu eru rásir eða rennur, sem hálffylltar eru með grófri möl og síðan vatni, en á einstaka stað eru glufur fyrir tré og runna. Næst á myndinni er steinsteypt blómaker, sem stendur á hellulagningunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.