Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 10
L GARDAR ... GR AS f er gott með öðru. Víðast er það sú lausn, sem fólk á við að búa og þá er eins gott að sláttuvélin sé í lagi Lesbókin kynnir nokkrar garðsláttuvélar, sem nú eru á markaðnum Flymo professional Flymo-Electric Flymo Samband fslenskra samvinnufélaga flytur inn garðsláttuvélar af Flymo- gerð. Þetta eru loft-púða sláttuvélar ýmist með motor eða þær ganga fyrir rafmagni. Þær lyftast frá jörðu meðloftþrýstingi svo á þeim eru engin hjól. Af Flymo-vélunum eru til tvær gerðir: Flymo-Electric sem kostar 35.100.00 krónur og gengur sú fyrir rafmagni. Hin gerðin er Flymo- professional. Hún kostar 38.826.00 og gengur fyrir svokölluðum tvígengis- mótor. þar sem bensini og oliu er blandað saman á tankinn. Það gerir það að verkum að hæglega má slá með þessum vélum i töluverðum halla. Ginge Þyrluvél Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna eru venjulega til sölu margar gerðir sláttuvéla, bæði svokallaðar þyrluvélar með einum hníf, sem snýst lágrétt með miklum hraða, og „sylinder"-vélar, þar sem hnífar snúast eins og á kefli. Ginge-vélarnar eru danskar mótorvélar og kosta frá kr. 38,260.00 og upp í kr. 67.000.00 eftir stærð. Ginge-þyrluvélarnar hafa þann kost til að bera að hjólin standa innar en hnffurinn nær, þannig að vélin getur auðveldlega slegið kanta. Á þeim eru öryggishllfar svo tærnar á sláttumanni eru i engri hættu. Hjá Sölufélaginu gaf einnig að lita handknúna sláttuvél af Gingegerð með 16 tommu „sylinder" eða kefli og kostar sú 12.030.00 krónur. Jacobsen Jacobsen-sláttuvélarnar eru amerískar mótorvél- ar, ýmist þyrluvélar eða með hnífakefli. Flestar eru þær með 3'/2 hestafla mótor. Þyrluvélin frá Jacobsen kostar 52.065.00 krónur en „sylinder"- vélarnar kr. 79.000.00—84.500.00 og er verð- munurinn m.a. fólginn i breidd hnffakeflisins. Af öðrum gerðum mætti nefna Husqvarna- sláttuvélar með 16 tommu hnffakefli sem kosta 14.900.00 krónur og Luxus vélar, líka með 16 tommu kefli. Þærkosta kr. 16.400.00. Hægt er aSfá heyskúffu með öllum vélunum, svo rakstur verður óþarfur. Þær kosta frá kr. 3.125.00—10—15.000.00. Sylinder-vél Norlett Hjá Globus h/f eru til sölu sláttu- vélar af Norlett-gerð og eru þær norskar. Þær ganga fyrir benstn- mótor og til eru tvær gerðir. Sú minni kostar 40.000.- krónur og er með Aspera-mótor. Verð á þeirri stærri er kr. 58.000.-. Hún gengur fyrir Briggs og Stratton mótor og á henni er myndarleg heykarfa. Black & Decker G. Þorsteinsson og Johnson selja Black og Decker-sláttuvélar. Teg- undirnar eru tvær og ganga báðar fyrir rafmagni. Sú minni kostar 14.160.- krónur og er einkar hentug fyrir litla túnbletti, 2—300 ferm. og hún þolir vel halla. Á henni er út Þættir úr ís« lenzkri skáksögu eftir Jón Þ. Þór í ÞÆTTI hér fyrir skömmu var skýrt frá þeim deilum á milli helztu taflfélaga landsins, sem leiddu til og hlutust af stofnun Skáksambands íslahds. Þessar deilur stöfuðu fyrst og fremst af því, að Taflfélag Reykjavtkur tald< sig hafa hefðbundinn rétt á því að sjá um framkvæmd Skák- þings Islands, en önnur skák- félög, einkum þau norðlenzku, töldu rétt sinn fyrir borð borinn, ef þeirra félagar þyrftu ætíð að sækja Islandsþing til höfuðstaðar- ins. Á aukaaðalfundi skáksam- bandsins 11. júní 1926 var lögum þess breytt og inn í þau skotió klausu, þar sem tekið var fram, að tvö af hverjum þrem skákþingum skyldi halda i Reykjavík. Þá gekk T.R. í sambandið og sættir tókust. Fyrsta íslandsþingið, sem háð var utan Reykjavíkur, fór fram á Akureyri 1927 og var tcflt i þrem flokkum. Sigurvegari í I. flokki og þar með skákmeistari íslands 1927 varð Eggert Gilfer, hlaut 9 v. af 10 mögulegum. í 2. sæti varð Ari Guðmundsson með 8 v., 3. Sigurður Jónsson 6,5 v., 4. Stefán Ólafsson 6 v. og 5. Sveinn Þorvaldsson 5,5 v. í II. flokki sigr- aði Sveinn Hjartarson frá Siglu- firði með yfirburðum, hlaut 10,5 v. af 11 mögulegum. I 2. — 3. sæti urðu Gústav Á. Ágústsson (Akureyri) og Þráinn Sigurðsson (Sigluf.) með ,5 v. Þráinn er enn í fullu fjöri sem skákmaður, en hann var aðeins 14 ára er þetta mót fór fram og vakti mikla at- hygli.'Og nú kemur úrslitaskák mótsins. Hvítt: Ari Guðmundsson Svart: Eggert Gilfer Skozkurleikur l.e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — exd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rxc6 — bxc6, 6. Bd3 — d5, 7. De2 — Be7, 8. 0—0 — 0—0, 9. e5 — Rd7, 10. Dh5 — g6, 11. De2 — Rc5, 12. Bh6 — Hfe8, 13. f4 — f5, 14. Rd2 — a6, 15. Khl — Be6, 16. Rf3 — Bf8, 17. Bg5 — Dc8, 18. Rd4 — Bd7, 19. Hacl — Hab8, 20. Rb3 — Hb6, 21. Rxc5 — Bxc5, 22. c3 — Be7, 23. Bh6 — c5, 24. b3 — a5, 25. Hfel — a4, 26. Bc2 — a3, 27. Hcbl — Bh4, 28. Hedl — Be6, 29. De3 — Be7, 30. Hd2 — Da6, 31. Bdl — d4,31. cxd4 — Dfl, 32. cxd4 — Dfl, 33. Dgl Dxgl, 34. Kxgl — cxd4, 35. Be2 Bb4, 36. Hdc2 — Bc3, 37. Bg5 — Ha8, 38. Be7 — Hxb3, 39. axb3 — a2, 40. Hxa2 — Hxa2, 41. Kfl — Bd2, 42. g3 — Be3, 43. Bb4 — g5, 44. fxgð — f4, 45. gxf4 — d3!!, 46. Bxd3,— Bh3+, 47. Kel — Bf2 + , 48. Kdl — Bg4+ og hvítur gaf. ® sláttarrofi, sem reyndar er á öllum garðsláttuvélum par eð rafmagnseft- irlit ríkisins gerir það að skilyrði. Sú stærri er með heysafnara. Hús kost- ar kr. 29.160.-. Snúrur sem vélunum fylgja eru 16 m langar. Báðarvélarn- ar hafa stillanlega sláttuhæð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.