Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Síða 10
k GARÐAR k...GRAS f er gott með öðru. Víðast er það sú lausn, sem fólk á við að búa og þá er eins gott að sláttuvélin sé í lagi Lesbókin kynnir nokkrar garðsláttuvélar, sem nú eru á markaðnum Flymo-professional Flymo-Electric Flymo Samband fslenskra samvinnufélaga flytur inn garðsláttuvélar af Flymo- gerð. Þetta eru loft-púða sláttuvélar ýmist með motor eða þær ganga fyrir rafmagni Þær lyftast frá jörðu með loftþrýstingi svo á þeim eru engin hjól. Af Flymo-vélunum eru til tvær gerðir: Flymo-Electric sem kostar 35.100.00 krónur og gengur sú fyrir rafmagni. Hin gerðin er Flymo- professional. Hún kostar 38.826.00 og gengur fyrir svokölluðum tvígengis- mótor, þar sem bensfni og olíu er blandað saman á tankinn. Það gerir það að verkum að hæglega má slá með þessum vélum f töluverðum halla. Ginge Þyrluvél Hjá Sölufélagi garðyrkjumanna eru venjulega til sölu margar gerðir sláttuvéla, bæði svokallaðar þyrluvélar með einum hníf, sem snýst lágrétt með miklum hraða, og „sylinder"-vélar, þar sem hnffar snúast eins og á kefli. Ginge-vélarnar eru danskar mótorvélar og kosta frá kr. 38.260.00 og upp í kr. 67.000.00 eftir stærð. Ginge þyrluvélarnar hafa þann kost til að bera að hjólin standa innar en hnffurinn nær, þannig að vélin getur auðveldlega slegið kanta. Á þeim eru öryggishlffar svo tærnar á sláttumanni eru í engri hættu. Hjá Sölufélaginu gaf einnig að Ifta handknúna sláttuvél af Gingegerð með 16 tommu „sylinder" eða kefli og kostar sú 12.030.00 krónur. Jacobsen Jacobsen-sláttuvélarnar eru amerfskar mótorvél- ar, ýmist þyrluvélar eða með hnffakefli. Flestar eru þær með 3!/2 hestafla mótor. Þyrluvélin frá Jacobsen kostar 52.065.00 krónur en „sylinder"- vélarnar kr. 79.000.00—84.500.00 og er verð- munurinn m.a. fólginn í breidd hnffakeflisins. Af öðrum gerðum mætti nefna Husqvarna- sláttuvélar með 16 tommu hnífakefli sem kosta 14.900.00 krónur og Luxus-vélar, líka með 16 tommu kefli. Þær kosta kr. 1 6.400.00. Hægt er að fá heyskúffu með öllum vélunum, svo rakstur verður óþarfur. Þær kosta frá kr. 3.125.00—10—15.000.00. Sylinder-vél Norlett Hjá Globus h/f eru til sölu sláttu- vélar af Norlett-gerð og eru þær norskar. Þær ganga fyrir bensín- mótor og til eru tvær gerðir. Sú minni kostar 40.000.- krónur og er með Aspera-mótor. Verð á þeirri stærri er kr. 58.000.-. Hún gengur fyrir Briggs og Stratton mótor og á henni er myndarleg heykarfa. ■ Black & G. Þorsteinsson og Johnson selja Black og Decker-sláttuvélar. Teg- undirnar eru tvær og ganga báðar fyrir rafmagni. Sú minni kostar 14.1 60.- krónur og er einkar hentug fyrir litla túnbletti, 2—300 ferm. og hún þolir vel halla. Á henni er út- Decker sláttarrofi, sem reyndar er á öllum garðsláttuvélum þar eð rafmagnseft- irlit ríkisins gerir það að skilyrði. Sú stærri er með heysafnara. Hús kost- ar kr. 29.160.-. Snúrur sem vélunum fylgja eru 16 m langar. Báðar vélarn- ar hafa stillanlega sláttuhæð. Þættir úr ís- lenzkri skáksögu eftir Jón Þ. Þór I ÞÆTTI hér fyrir skömmu var skýrt frá þeim deilum á milli helztu taflfélaga landsins, sem leiddu til og hlutust af stofnun Skáksambands íslands. Þessar deilur stöfuðu fyrst og fremst af því, að Taflfélag Reykjavíkur tald' sig hafa hefðbundinn rétt á þvi að sjá um framkvæmd Skák- þings íslands, en önnur skák- félög, einkum þau norðlenzku, töldu rétt sinn fyrir borð borinn, ef þeirra félagar þyrftu ætíð að sækja íslandsþing til höfuðstaðar- ins. Á aukaaðalfundi skáksam- bandsins 11. júni 1926 var lögum þess breytt og inn i þau skotið klausu, þar sem tekið var fram, að tvö af hverjum þrem skákþingum skyldi halda í Reykjavík. Þá gekk T.R. i sambandið og sættir tókust. Fyrsta íslandsþingið, sem háð var utan Reykjavíkur, fór fram á Akureyri 1927 og var teflt i þrem flokkum. Sigurvegari í I. fiokki og þar með skákmeistari Islands 1927 varð Eggert Gilfer, hlaut 9 v. af 10 möguiegum. I 2. sæti varð Ari Guðmundsson með 8 v., 3. Sigurður Jónsson 6,5 v., 4. Stefán Ólafsson 6 v. og 5. Sveinn Þorvaldsson 5,5 v. I II. flokki sigr- aði Sveinn Hjartarson frá Siglu- firði með yfirburðum, hlaut 10,5 v. af 11 mögulegum. I 2. — 3. sæti urðu Gústav Á. Ágústsson (Akureyri) og Þráinn Sigurðsson (Sigluf.) með ,5 v. Þráinn er enn í fullu fjöri sem skákmaður, én hann var aðeins 14 ára er þetta mót fór fram og vakti mikla at- hygli.’Og nú kemur úrslitaskák mótsins. Hvitt: Ari Guðmundsson Svart: Eggert Gilfer Skozkur leikur l.e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — exd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rxc6 — bxc6, 6. Bd3 — d5, 7. De2 — Be7, 8. 0—0 — 0—0, 9. e5 — Rd7, 10. Dh5 — g6, 11. De2 — Rc5, 12. Bh6 — Hfe8, 13. f4 — f5, 14. Rd2 — a6, 15. Khl — Be6, 16. Rf3 — Bf8, 17. Bg5 — Dc8, 18. Rd4 — Bd7, 19. Hacl — Hab8, 20. Rb3 — Hb6, 21. Rxc5 — Bxc5, 22. c3 — Be7, 23. Bh6 — c5, 24. b3 — a5, 25. Hfel — a4, 26. Bc2 — a3, 27. Hcbl — Bh4, 28. Hedl — Be6, 29. De3 — Be7, 30. Hd2 — Da6, 31. Bdl — d4,31. exd4 — Dfl, 32. cxd4 — Dfl, 33. Dgl Dxgl, 34. Kxgl — cxd4, 35. Be2 Bb4, 36. IIdc2 — Bc3, 37. Bg5 — Ha8, 38. Be7 — Hxb3, 39. axb3 — a2, 40. Hxa2 — Hxa2, 41. Kfl — Bd2, 42. g3 — Be3, 43. Bb4 — g5, 44. fxg5 — f4, 45. gxf4 — d3!!, 46. Bxd3,— Bh3 + , 47. Kel — Bf2 + , 48. Kdl — Bg4+ og hvítur gaf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.