Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 11
Aldamótakynslóðin er nú að syngja sitt seinasta vers. Þjóðhættir 19. aldar hafa þegar verið lagðir fyrir róða að miklu leyti, og margt af því, sem þá bar við f daglegu lífi, þykir nú bæði svo fáránlegt og ótrúlegt, að nútfminn telur það einberan hégðma, sem ekki sé neitt mark á takandi og þess vegna bezt komið f glatkistunni. Þar á meðal er sú fyrsta fræðsla sem börn fengu þá í lffsins skóla. En þeir, sem miklast af breyttri menn- ingu, mættu þó muna, að á þeim árum var grundvöll- urinn að henni lagður. Ég á hér ekki við verklega menningu, heldur hina andlegu menningu, sem þá var ráðandi f uppeldi barna og reyndi að gera þeim skiljanlegt hvar þau væri á vegi stödd og hvers lífið myndi krefjast af þeim. Þá voru engir barnaskólar í sveitum landsins. Fræðsluna urðu börnin að fá hjá hcimiiisfólkinu, sem engrar menntunar hafði heldur notið, en hafði orðið að læra allt f skóla Iffsins. Menning fólksins stóð að iniklu leyti á gömlum merg, arfgengri þjóðtrú. Menn verða að gæta þess, að þjóðtrúin er ekki tómar hégiljur. Hún er samsafn af reynslu kynslóðanna um aldir. Hún geymir jafnt hin dýpstu sannindi sem fmyndanir og hugarflug. Hún er samsafn af skáldskap og hyggindum, sem f hag koma. Og sem námsgrcin fyrir nýja kynslóð varð hún f munni þeirra, sem með kunnu að fara, bæði þekking og siðalærdómur. Rétti- lega túlkuð kenndi hún aga, varúðir og hvöt til manndóms. Hér skal nú reynt að draga upp einhliða mynd af því, hvernig þjóðtrúnni var beitt til þess að vitka börn á ofanverðri 19. öld. Þar bar mikið á varúðum: „Þú mátt ekki ...“ kvað sffellt við í eyrum barnanna, en svo var það einnig útskýrt, hvers vegna þetta mætti ekki, og þar kom fræðslan og þekkingin, sem innræta skyldi æskulýðnum. Eg ætla að byrja á siðfræðinni, þvf að kjarninn í siðspeki aldarinnar var þessi: „Eins og þú sáir, svo muntu upp skera.“ Hver breytni mannsins varð hon- um afdrifarfk, þvf að alla ævi var hann að uppskera laun hcnnar, góð eða ill, eftir þvf sem til var stofnað. Mannúðarleysi leiddi t.d. til ævilangrar ógæfu, og til þess að brýna það fyrir börnunum var sagt við þau: — Þú mátt aldrei misþyrma neinni lifandi veru. Þú mátt aldrei steypa undan smáfuglum, grátittl- ingum, steinklöppum, maríuerlum, sólskrfkjum, mús- arrindlum eða sundhönum, og aldrei máttu sundra hreiðrum þeirra. Þú mátt aldrei elta uppi mýs f haga og deyða þær, og þú mátt ekki hrófla við holum þeirra þar sem þær geyma vetrarforða sinn. Og þú mátt aldrei slfta niður dordingulsvef né kóngulóarvef. Ef þú gerir eitthvað af þessu, þá mun ógæfan elta þig ævilangt. Þessi kenning hafði áreiðanlega mikil áhrif. Ég minnist miðaldra bónda, sem aldrci liafði tekið mó- fuglsegg á ævi sinni. En f vorgöngum rakst hann á lóuhreiður fram í heiði. t því voru fjögur egg. Hann tók þau af einhverri rælni og hnýtti vasaklúti sfnum V___________________________________________________ utan um þau. Þegar heim kom lagði hann eggin á réttarvegg, en er hann ætlaði að taka þau nokkru seinna, voru þau mölbrotin. Einhver kind hafði stokk- ið upp á réttarvegginn og traðkað á þeim. Bónda hnykkti mjög við og hann hóf upp raunatölu: „Mikill dæmalaus ógæfugepill get ég verið. Ég ræni lóuna og veld henni sárustu hjartasorg sem til er. Og hvað hefi ég upp úr þvf? Hér liggja eggin f einni kássu sem talandi tákn um, að mér skuli hefnast fyrir þetta." Börn voru hrædd á ýmsum dularfullum verum, svo sem huldufólki, karlinum undir klöppinni, Grýlu og Leppalúða, Þorgeirsbola, tröllum, útilegumönnum, urðarköttum, skofffni, skuggabaldri, finngálkni, nykrum, galdraflugum, skeljaskrfmslum o.fl. Þetta hyski var alls staðar og sat um að ná í óþekk börn og leiðinleg. En það gat aldrei náð í góð börn. Þess vegna var um að gera fyrir börnin að vanda ráð sitt svo, að illþýðið næði ekki í þau. Sögur um þetta voru prentað- ar f bókum og stundum lesnar til áréttingar, svo að börnin tryði betur. Fólkið leit á þetta sem dæmisögur til eftirbreytni, og þess vegna voru allar furðuverur þjóðtrúarinnar notaðar til þess að brýna fyrir börnum gott siðferði. Hér var ekki verið að hræða börnin að ófyrirsynju, heldur var þetta liður f þeim heimilisaga, sem miðaði að því að ala upp siðprúð börn. Þann tilgang hafði þetta einnig, að fæla börn frá þvf að fara langt frá bæ, því að illþýðið hafðist einkum við utan garða. Öll börn þrá að verða stór. En ef svo átti að fara, urðu þau sjálf að gæta margs konar varúðar. Full- orðna fólkið sagði: — Þú mátt aldrei éta krít, því að þá stækkar þú ekki meira. Eins fer ef þú klippir brauðið þitt með skær- um. Ekki máttu heldur kveða yfir mat þfnum eða syngja, þá stöðvast vöxturinn. Aldrei máttu skríða út um glugga, nema þú komir þegar inn um hann aftur; ef þú skríður út um glugga og kemur svo inn um bæjardyr, þá stækkar þú ekki framar. (Þetta er sýni- lega sagt til þess að venja börn af þeim óvana að fara út um glugga, þvf að það gat verið hættulegt). Tmsar aðrar lífsreglur voru börnum lagðar, og ef börnin hlýddu þeim ekki, vakti yfir þeim hefndin „hyggjuköld og langrækin“: Þú mátt aldrei kasta grjóti né sveifla priki kringunt þig, því vel má vera að álfar eða álfabörn veröi fyrir, því að enginn veit hvað f loftinu býr. Og álfar fyrir- gefa aldrei mótgjörðir. Þú mátt aldrei brjóta sauðarlegg, því að þá verðurðu óheppinn með allar þfnar kindur. Þú mátt aldrei slfta húsheigul (gras, sem vex inn um glugga), þvf að þá deyr einhver þér náskyldur. Þú mátt aldrei ganga aftur á bak, því að þá gcng- urðu móðir þfna niður f jörðina. (Margir krakkar höföu þann ávana að ganga aftur á bak, en það gat orðið hættulegur leikur, þau gátu hrapað í gjár, eða gengið fram af háum klettum og vatnsbökkum). Þú mátt aldrei blóta eða skrökva, þvf að þá kemur svartur blettur á tunguna og hann fer aldrci af. Þú mátt aldrei skrumskæla þig frammi fyrir spegli, þvf að þá verður andlitið skrumskælt alla ævi. Þú mátt aldrei éta neitt, sem hundur hefir komizt í, og ekki éta úr íláti, sem hundur hefir sleikt. Ef þú gerir það, færðu náristil. Hann byrjar með krefðu á kvfðarholinu og svo verða úr þvf þéttar, vessandi bólur og þetta teygist út til beggja Jiliða og leitast við að ná ná saman á bakinu. Takist þeim það, deyrðu samstundis. Þú mátt aldrei kvelja ljós með þvf að smáslökkva það, þvf að þá færðu erfiðan dauðdaga. Ekki máttu heldur veifa logandi kvisti eða spýtu, þvf að þá pissarðu undir. (Þetta hefir verið varúð gegn elds- voða). Þegar þú missir barnstennurnar máttu ekki fleygja þeim, hcldur áttu að stinga þeim í veggjarholu, þvf að annars tekurðu aldrei fullorðinstennur. (Líklega hef- ir þessi varúð verið komin frá trúarbrögðunum, sem segja að allt af manninum eigi að hverfa aftur til moldarinnar, og Hallgrfmur Pétursson segir að guð vill ei að týnist bein né brotni. En vegna þessa siðar hefir eflaust verið aragrúi af barnstönnum f göngum allra gömlu torfbæjanna). Ein varúð var þessi: Þú mátt aldrei sitja á bæjar- þröskuldi, þvf að þá hænir þú að þér drauga og illa anda. Fyrsta sjálfsbjargarviðleitni hvers barns er að koma öllu f munninn. Undir eins og það hcfir fengið nokkra handastjórn, þá treður það upp í sig öllu, er það nær til. Þetta gat vcrið hættulegt, því að ekki er allt matur sem f magann kemur. Vegna þessarar ástríðu gátu börn farið sér að voða, bæði úti og inni. í ríki náttúrunnar er margt, sem ekki er hollt fyrir börn. Girnileg blóm og fagrar jurtir geta geymt í sér eitur, og svo er bit margra skorkvikinda baneitrað. Fjögurra ára barn vandist á að éta sand. Móðir þess var hrædd við þetta og var mikið um það talað. Þá heyrði ég gamlan karl segja af kaldri glettni: „Hvað ætli það geri krökkum til þótt þau éti sand. Gæsirnar éta sand og ekki verður þeim bumbult af þvf.“ Þá sagði faðir barnsins: „Já, en sandurinn er morandi af ormum og pöddum.“ Þetta heyrði barnið og það varð því nóg lækning, vegna þess að það óttaðist orma og pöddur. Lítill kútur sofnaði f hlaðbrekku og hafði sóleyja- beð undir höfðinu. Hann vaknaði við mikinn sviða í kinninni, sóleyjarnar höfðu brennt hann. „Nú er slæmt að eiga ekki hráar kartöflur til að leggja við brunann." sagði mamma hans. Hún tók það ráð að bera fótafeiti á kinnina og strá hreinni viðarösku vfir og batt sfðan strút yfir höfuðið. Með strútinn varð drengur að dúsa nokkra daga og líkaði ekki vel. en það var notað öðrum börnum til viðvörunar. A þessum slóðum spratt mikið af allskonar svepp- um. Börnum var bannað að snerta þá, vegna þess að þeir væru eitraðir. Gorkúlur voru út um alla móa og þær voru taldar banvænar. Á haustin höfðu þær misst sinn skjannahvíta lit og voru orðnar að brúnum belgjum og kölluðust þá ffsisveppir (annars staðar kerlingareldur). Þessir belgir voru fullir af þornuð- um grókornum og væri þeir sprnegdir, þá kom stórefl- is rykgusa úr þeim. Ef þetta lenti í augu barnanna. var sagt að þau yrðu blind. (Ekki veit ég hyort þetta er rétt, en það var sagt til þess að börn væri ekki að leika sér að því að sprengja þessa belgi). Þá voru og skordýrin viðsjál, einkum randaflugan (hunangsflugan), sem sat um að stinga fólk með eitruðum broddi. Börn voru yfirleitt logandi hrædd við þær. (Eitt haust fann ég hunangsfluguhreiður í þúfuholu. Það var stór og kyrfileg dyngja úr mosa, á borð við spörfuglshreiður. 1 þvf miðju var kleggi af vaxhylkjum, sem flugurnar höfðu hnoðað og lfmt saman. Á sumum voru göt og sá ég að hunang var í þeim, en önnur voru lokuð. Ég tók kleggjann og fór með hann heim og fékk miklar ávítur fyrir að ræna flugurnar búi sfnu og vetrarforða, sem þær hefði safnað með miklum dugnaði. Hvernig mundi mér þykja ef einhver rændi heimili okkar? Vinnukona heima fór til grasa á hverju sumri meðan björt var nótt. Einu sinni fékk ég að fara með hcnni, 7—8 ára gantall, og það var ntikil fræðsluför fyrir mig. Fyrst fræddi hún ntig um fjallagrösin, þessa bless- uðu blaðlausu jurt, sent hafði haldið lffi f fólkiuu þegar hallæri voru verst. Hún sagði að þýðingarlaust væri fyrir okkur að leggja á stað fyrr en um miðnætti, ekkert vit væri í þvf að grasa fyrr en uppslátturinn væri kominn. Uppsláttur þýddi f munni hennar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.