Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Qupperneq 13
hjónum í Bungoma í Kenya Menn ganga frekar léttklæddir í Bung- oma. Hér er Hauk- ur að ræða við einn innfæddan. Lyfin eru dýr i Austur-Afriku. Ing- unn og aðstoðar- konan hennar telja töflur i litla poka. Hér er fjölskyldan á góðri stund: Þau Ingunn og Haukur eiga tvö böm, sem þama eru með þeim: Haukur Jóhann er tæplega tveggja ára og fæddur i Kenya, og dóttirin Katrin er þriggja ára. Hér eru þau Katrin og Haukur með afrisku konunni, sem gætir þeirra. Hér hefur verið leitað til Ingunnar með ungan dreng, sem er heldur en ekki dökkleitur. unum, en þessi sfarfsemi er þátt- ur í alþjóðlegu hjálparstarfi við þróunarlöndin. Haukur er cinatt á ferðalögum og erillinn er honum að skapi — enda ættaður frá Heimaey, þar sem kyrrðin er sízt ríkjandi. Hann ferðast á milli staða í litlum Kenaultbfl en í frístundum klffur hann fjöll. „Ég hef komizt á tind Kilimanjaro. En þú?“ Þetta stendur skrifað á stóru vegg- spjaldi sem hangir yfir skrifborð- inu hans og blasir við hverjum, sem inn kemur. Ingunn átti kost á rólegu heimalífi í stóra húsinu, sem fjöl- skyldunni var fengið til fbúðar. Og ekki skorti þjónustufólkið, hvorki barnfóstru, eldastúlku eða garðyrkjumann. En aðgerðarleysi er ekki sam- kvæmt kokkabókum Ingunnar. Og sfzt í Bungoma þar sem óleyst verkefni blasa við á hverju strái. Náttúrufcgurð er mikil í vest- urhluta Kenya. Viktoríuvatnið er skammt undan og landamæri Ug- anda. Þar eru gömul eldfjöll, jarðvegur rauðleitur og húskofa- krflin byggð úr leirblöndu. En félagslegu vandamálin eru gffurleg. A þessu svæði er iðnað- ur vart nokkur svo teijandi sé, og landbúnaðurinn gefur lftið af sér. Við hvec kynslóðaskipti liefur jarðnæðið skipzt á fleiri hendur, svo fjölskyldur geta tæpast dreg- ið fram lffið á afrakstrinum. Þörf- in á aukagetu er því mikil og oft verður það úr, að fjölskyldufaðir- inn eða fjölskyldan öll hverfur til borgarinnar í atvinnuleit. Þetta hérað er einmitt orðlagt fyrir það hve algengt er að fyrir- vinnan yfirgefur konu og börn og kýs frcmur borgarlífið í Mombasa eða Nairobi. Konurnar sitja eftir í þorpunum með 8—10 börn og er ætlað að framfleyta Iffinu á af- rakstri jarðarskikans. Fyrst eftir komuna til Afríku vann Ingunn á sjúkrahúsinu í Bungoma. Þar eru 200 sjúkrarúm en þangað leita allt að 900 sjúkl- ingar dag hvcrn, þar af allt að helmingurinn börn. Ingunn sagði okkur að algcngt væri að fólk leitaði fyrst til sjúkrahússins vegna kvilla, en síðan til lækna sem reka sjálfstæðar læknastof- ur. A sjúkrahúsinu fær fólk ókeypis iæknismeðferð og oft er hún handahófskennd, en læknis- hjálpina á einkastofum verður að borga. Ingunn rekur sína læknastofu við aðalgötuna f Bungoma eins og áður sagði og gefst því betra færi á að fylgjast með hverjum ein- stökum sem til hennar leitar en þegar hún vann við sjúkrahúsið. Gjaldinu reynir hún að stilla f hóf eins og hægt er, svo að sem flestir eigi kost á að sækja til hennar, en lyf eru dýr. Oft veitir hún gjald- frest þegar þörf er á. Sjúklingar hennar eru aðallega konur og börn. Algengt er að börnin séu með njálg og þjáist auk þess af ýmsum kvillum sem stafa af því hve mataræðið er einhæft. Það veikir mótstöðu þeirra gegn ýmsum barnasjúk- dómum þannig að mislingafarald- ur getur t.d. orðið mörgum börn- um að aldurtila. „Dauðinn er yfirleitt miklu nærtækari þáttur f lífi fölks hér en við eigum að venjast," sagði Ingunn. „Ég hef t.d. hitt konu sem hafði fætt 30 börn. Þau voru öll dáin.“ Streita herjar líka töluvert á börn og unglinga í Kenya og er skólagangan þar ein orsökin. Ing- unn segist hafa furðað sig mjög á hve mörg börn höfðu ýms tauga- veiklunareinkenni, magasár og stöðugan höfuðverk. Skólakerfið þarna byggist á brezkri fyrir- mynd, þar sem börnin eru stöðugt látin þreyta hin erfiðustu próf. Þótt foreldrar eigi því láni að fagna að geta kostað barnið í skóla, er ekki víst að fjárráðin dugi til lengdar ef barnið eða unglingurinn tefst við námið. Kröfurnar á prófunum eru sagðar miklar. Að minnsta kosti falla inargir. Ibúar Kenýa eru 13 milljónir og langflcstir búa við mjög kröpp kjör. Skólaganga barna er því mörgum vandkvæðum hundin. Að vfsu á að heita svo að fyrstu 4 skólaárin séu foreldrum að kostn- aðarlausu, en þarsem útvega þarf fé til kaupa á sérstökum skóla- búningi og greiðslu í ýmsa sjóði, verður kostnaðurinn mörgum of- vaxinn. Skólabúningur kostar um 30 Kenya-shillinga, ófaglærður verkamaður fær um 250 shillinga á mánuði. Kennslukona sem við hittum fyrir sunnan Bungoma fékk 50 shillinga fyrir hálfs dags vinnu. Það er því augljóst að skólakostnaður er mikill saman- borið við tekjur fólks. Eftir sjö ár í barnaskóla tekur við framhalds- stig en þá er skólagjaldið 1200 shillingar á ári. Skyldi nokkurn undra þótt af þessu hljótist höf- uðverkur? Vændi er mikið stundað í Kenya. Þótt það sé bannað með lögum, er það látið viðgangast. Margir þeirra sem til Ingunnar leita eru haldnir kynsjúkdómum enda eru þeir algengir. Ileimsókn á krá er fastur liður daglegs lífs f Kenya. Kvöldunum eyðir afriski maðurinn á kránni við dr.vkkju og kvennafar. Ein kráin við aðalgötuna f Bungoma heitir „Þinghúsið“ og þeir sem hana sækja kalla sig „þingmenn”. „Þjóðfélagsvandamálum hér má f mörgu Ifkja við þau sem við er að strfða f Grænlandi," segir Ingunn. „Atvinnulcysi er mikið, jarðnæðið er lítið og rýrt og fólk- ið flýr til borganna. Þar tekst því ekki að sjá sér farborða og reynir að drekkja sorgum sínum og von- brigðum í áfenginu." Ingunn las félagsfræði og sálar- fra'ði í Boston í Bandaríkjunum en læknismenntun sína hlaut hún á Islandi. Framhald á bls. 10 Lilli Palmer segir frö Framhald af bls. 7 galla. Ilann sá nærrt.ekert með öðru auga og þess vegna gekk hann með einglyrni. En síðar tókst honum að komast í landlið flughersins. Um það leyti fékk hann skilnað frá konu sinni. Við gengum í hjónaband í janúar árið 1943 og settumst að rétt fyrir utan London, skammt frá herbækistöð Rex. Ég varð ófrisk i maí þetta ár. Barnið fæddist i febrúar árið eftir. Það var drengur. Hann kom í heiminn í miðri loftárás. Mér leizt ekki á pilt, þegar ég fékk hann í hendur. Augun voru harðlokuð og hann opnaði munninn og lokaði honum í sífellu. Hann minnti á fisk. Mér var kunnugt að nýfædd börn voru flest ófrýn, en þessu hafði ég ekki búizt við! Rex kom inn og settist á stokkinn hjá mér. Hann leit á son sinn og sagði: „Við eigum hann ástin mín og okkur mun þykja vænt um hann Við skulum bara ekki sýna neinum hann!“ Ég fékk fyrsta gestinn klukkan sex morguninn eftir. Það var kona frá manntalsskrifstofunni. Hún vildi vita nafn barnsins. Ég var varla vöknuð og sagði syfju- lega, að drengurinn væri óskírður enn. „Þú faerð tíu mínútur til að skíra hann,“ sagði hún hvöss. „Það getur orðið loftárás hvenær, sem er, og það er óvist, að þér gefist annað tækifæri." Svo rauk hún út og skellti á eftir sér. Eg gat eki af mér fengið að láta vekja Rex. Hann hafði gengið um gólf frammi allan tímann meðan stóð á fæðingunni og loftárásinni. Ég tók mér því alræðisvald og skírði barnið Rex Carey Alfred. Alfred var nafn föður míns, en Carey ættarnafn Rex. Það voru ekki liðnir marir mánuðir frá stríðslokum, þegar við fluttum til Hollywood. Twentieth Century Fox var að láta gera kvikmynd, sem hét „Anna og Síamsköngur“. Rex átti að leika konunginn. Hann fékk mikið lof fyrir leik sinn i mynd- inni. Við bjuggumst við þvi að verða áfram í Hollywood og tókum hús á leigu i Bel Air. Mér þótti ævintýri líkast að vera komin til Hollywood. Nú var aðeins eitt.sem ég þráði. og það var að kynnast Gary Cooper. Eg hafði haft það fyrir sið í æsku að hripa niður eitthvað um allar kvikmyndir, sem ég sá. En mig brast alltaf orð að lýsa myndum Coopers. Þær lýsingar urðu ekki annað en upphrópunarmerki. Þegar ég kom til Hollywood hugsaði ég með mér, að nú gæti ekki liðið á löngu þar til ég rækist á Cooper. Fyrstu vikurnar sem við vorum þarna, komum við víða og alltaf var ég að skima eftir Gary Cooper. En hann sást aldrei. Svo var það einn daginn, að hringt var frá Warner Brothers og ég beðin að koma til prófmyndatöku. Ég spurði hvert hlutverkið og myndin væri. Það var annað aðalhlutverkið í „Cloak and Dagger“. Leikstjórinn var Fritz Lang. Aðalkarlleikarinn var Gary Cooper. Mér til mikilla vonbrigða var þessi fyrsta myndataka aðeins til Sjá nœstu 1 síðu /^gj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.