Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1976, Blaðsíða 15
UMHVERFISVERNDARSJÓNARMIÐA gætir í auknum mæli og er þaS vel. Nánasta umhverfi mannsins hefur bein áhrif á andlega og líkam- lega líðan hans, og snar þáttur í eSli hans er aS móta umhverfi sitt í samræmi viS þarfir sínar og smekk. I upphafi bjuggu menn í hellum. Fornminjar bera vitni um það, aS jafnvel á þessu frumstigi hýbýla hafa menn gert sér far um aS gera bústaSi sína hlýlega og skrautlega. Svo var fariS aS byggja hús. Þau voru í fyrstu fábrotin, og veiSimenn og hirSingjar tjölduSu oft til einnar nætur, þannig aS bústaSirnir voru ekki rammgerSir. Þeir voru gerSir úr því efni, sem hendi var næst og maSurinn kunni meS aS fara. enda hróflaSi þá hver upp sínu skýli fyrir veSri og vindum. En nú er öldin önnur. Nú eru hús gerS meS þaS fyrir augum, aS þau standi öldum saman, og byggingariSnaSur er umfangsmikil atvinnugrein. Undantekning er ef menn byggja sjálfir hús sín, a.m.k. í því þjóSfélagi, sem viS lifum í. MeSal þeirra, sem atvinnu hafa af húsbygg- ingum eru arkitektar. Þeir teikna húsin, og hafa þvi úrslitavald um útlit þeirra. ÁbyrgS þeirra er mikil, en hafa þeir reynzt vandanum vaxnir? SvariS getur ekki orSiS afdráttarlaust, eSli málsins samkvæmt, en ég er þeirrar skoS- unar, aS þegar á heildina er litiS, hafi misvitrir menn troSiS óheillastefnu upp á trúgjarnan almúgan í skjóli prófa sinna og skilrfkja. Arki- tektar telja sig vera listamenn, og þeim eru fengin í hendur milijónavérSmæti til aS svala sköpunarþrá sinni. í mörgum tilvikum er um aS ræSa aleigu þess, sem falast eftir þjónustu húsateiknarans, en húsbyggjandinn og fjöl- skylda hans eiga svo aS búa viS „listaverkið" þaSsem eftir er. Til eru hús, sem eru hreinustu listaverk, og í hópi arkitekta eru til listamenn, en mér er mjög til efs, aS þeir séu margir. Oft heyrist því haldiS fram, aS gömul hús hafi „sál", sem nýjar byggingar hafi ekki, og er þessu þá jafnan haldiS fram meS tregablandinni eftirsjá. Verndun gamalla húsa er orSin tizka, af því aS menn hafa nú orSiS skilning á því, aS þar sé um aS ræSa verSmæti, sem ekki megi fara forgörSum. En ef gömlu húsin eru svo miklu fallegri en húsin, sem nú rísa, hvers vegna hættum viS þá ekki aS byggja Ijót hús, og byggjum í staSinn falleg hús, sem likjast þeim gömlu? Þetta er gert út um allar jarSir, til dæmis í nágranna- löndum okkar. Sú skoSun heyrist vissulega, aS ekki megi hverfa aftur í tímann og bygging húsa i gömlum stíl geti aldrei orSiS í samræmi viS þá tíma, sem viS lifum, á, heldur yrSi þar einungis um aS ræSa stælingu á því, sem einu sinni var og aldrei kemur aftur. En þegar fjöldinn allur af fólki þráir aS fá aS búa í hlýlegum gamaldags húsum, geta kuldalegu sementskassarnir þá veriS spegilmynd tlSar- andans? Eru þeir þá ekki fremur minnismerki um þaS, sem hægt er aS troSa upp á ístöðulítið fólk, sem treystir sér ekki til að taka af skarið og ráðast gegn reglustikuveldi arkitektanna? Þegar ný íbúðarhúsahverfi hér á íslandi eru skoðuð blasir við furðuleg og yfirþyrmandi flatneskja. Hvert húsiS er öSru líkt, og engu er líkara en tilbreyting og hugmyndaflug sé bann- aS meS lögum. Kvistir og ris, bogalínur og skreytingar, tíSkast ekki, en hænsnakofaþök og flöt þök eru aSalsmerki þess byggingastíls, sem ráSandi er. í Reykjavík eru til mörg falleg hús, en þau eiga þaS flest sameiginlegt aS vera eldri en fimmtíu ára. En hvers vegna hverfum viS þá ekki svo sem hálfa öld aftur i tímann og tökum upp þann góSa og gamla siS að byggja falleg hús í stað hinna stöðluðu og kuldalegu kumbalda, sem þröngvað hefur verið upp á okkur? Nýlega las ég grein í norsku blaði þar sem rætt var um verndun gamals borgarhverfis í Osló. Mörg þeirra húsa, sem upphaflega höfðu verið í hverfinu, voru horfin, en þó var eftir smáþyrping húsa, sem flest voru úr timbri. Nú höfðu stórhuga framkvæmdamenn fengið augastað á staðnum og vildu leggja hann undir nýjar byggingar. Það átti að skipuleggja hverfið og reisa þar skýjakljúfa og önnur mannvirki. En þá vöknuðu húsaverndunarmenn upp við vondan draum og kröfðust þess að gömlu húsin fengju aS vera í friSi. A5 vísu var hverfiS í hálfgerSri niSurniSslu, en úr því mátti hæglega bæta. Verndarenglarnir tóku sig til og gerSu sér ferS í byggSasafn staSarins, þar sem geymdar voru myndir af allmörgum þeirra húsa, sem horfin voru. SíSan gerSu þeir uppdrátt aS hverfinu og bættu eftirlíkingum af gömlum horfnum húsum inn í skörSin, auk þess sem þeir teiknuSu ný hús í líkingu við þau, sem fyrir voru. Útkoman sýndi hvað hægt er aS gera, ef vilji er fyrir hendi. Svona mætti fara meS borgarhverfi hér í Reykjavik, og sýnist þetta heillavænlegri stefna en að koma upp húsakirkjugarði eins og gert hefur verið í Árbæ. Húsin, sem þar eru, hafa misst gildi sitt, enda þótt þau séu að vísu betur komin þaren í glatkistunni. Þeir, sem ákveða útlit húsa og heilla hverfa, ættu aS gera sér grein fyrir því, aS steinhúsin, sem nú rísa, eiga eftir að standa í aldir, og margar kynslóSir eiga eftir aS. búa í þeim. Ljótleikinn og hugmyndafátæktin munu hafa sín áhrif á mannfólkið, sem lifir og hrærist i þessu umhverfi. H.ættum að reisa þessi minnismerki ömur- leikans og byggjum i staðinn hús, sem svara eðliskröfum mannsins um fegurð og hlýleika. — Áslaug Ragnars. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu 'i f F *' UUfKl CKS- I r'i'ni n ' iK ''' 9 l ¦ V F A L L E c u R l\% F L £ i k 1 ¦ F T A L \ R 1. ir K (_ 'A 3> \ N N rus L b Nl u R w b R A ¦ J E N v: A r A R Ð : a r. f N 0 T A Ö (x A M 3> ttf.T* M n N ? R € N T A ¦¦ , D- tui 5 e c\ i 11 r££^ N ý P \ L T s. .'¦!:' 'A P.-.1W. A2 r i T r 1 R 6í --:¦-¦-- H U .•" >'¦'* EISJ A ú M «!>'' Cj R ; ¦ A f "' A R F A 9, V B 6, U R ,/>* L l T u A r. ,1 R 'A N ¦'"" E S> ¦ N\ i d IskE*' K F i s h A 4 4 A ¦»*¦¦ U L L A L L '-';.' K N E y F A E R L A <-> V Zt; £ u N S> F h T á M .¦•,.') A T títM. h R K A- R R 'l L A R. 3 'A R A Fn«'<; T h U (k A 9 l> R ';;;' R \ T A í> l R ™^^i eiN.s írr- a jf« HS> LM9 FoaíK. V—' V___1 K^> jnu ¦ tm,-i , ( nm ¦ . ,m.v \|IB»1 K*"" v** m m ^t UR UM X Hfjfí.4 Ht-flSS HÓTlft OLK.ÍIÞ >($ >KiUM Pv'/?<P mífst ^K-AP D-^R ÚUv oaecuf. í £Ffl 1 m gí?fKS- f-töl- wq fm ^ Kfiffl UR. ^ ^Woilfí KflUW-' WeiiW of D-irfL M/MfJ-IÐ 0> w VCv£M- tJtot)- He'MT-1 ^ 0. HtíUZ HRPP-) 1 uf áfpy-M? ^' \l7eti.. <m<k |STvÍ Tíi^n glLiM Aí> IflkoKS 7~övc HÖLOW ftftíW LKX\ w yifxtór; Fl^ti FÁMT,, huT. 6,UÐ "íp'HN |L> öR{? R — l + ^ ¦ ^é |úvft ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.