Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 5
Rœkileg rannsökn er ö döfinni Rœtt viö Hökon Ölafsson hjó Rannsöknarstofnun byggingaiðnaöarins Hvað segir Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins um utan- hússmálningu á Islandi? Hákon Ólafsson varð fyrir svörum: — Spurningin kemur á mjög óhentugum tfma. Fram að þessu höfum við gert lftið annað en kanna málningarskemmdir utan- húss, en nú er ætlunin að afla sýna af öllum tegundum málning- ar, sem bornar eru á útveggi húsa. Sýnishornin veða síðan bor- in á staðlaðan múr og þeim komið fyrir utanhúss f haust. Eftir nokk- urn reynslutfma getum við svo farið að meta slitþol og gæði. — Getur þú gefið nokkra vís- bendingu um, hvers vegna máln- ing endist illa utanhúss? — Málning endist alls ekki allt- af illa, en þó má finna mýmörg dæmi um lélega endingu hennar. Orsakir fyrir lélegri endingu geta verið margvfslegar og geta þær verið fóignar f mismunandi gæð- um málningarinnar en þó er allt eins algengt, að gæði múrsins, sem málningin er borin á hafi meira að segja. Og auðvitað veðurfarið þegar málað er. Reynsla af haustmálningu er yfirleitt slæm en þvf veldur veðurfarið. Ef mikill raki er f steypunni, þegar niálað er, binzt málningin verr við múrinn auk þess sem r'akinn leitar út úr veggnum og veldur þá oft flögnun á málningunni. Ef múrihn sem málaður er, er .gljúpur, dregur hann auðveldleg- ar til sín raka f gegn um einstakar sprungur f málningunni og veld- ur smám saman flögnun á henni. 1 sumum tilfellum hafa verið bor- in á múrinn vatnsfráhrindandi cfni, eins og t.d. siliconc, en sumar tegundir silicone rýra oft- ast viðloðun á milli málningar og múrs. Gæta verður þess sérstaklega að yfirborð það sem mála á sé hreint og ómengað öðrum efnum, sem geta verið skaðleg. Varðandi slitþol hinna mis- munandi málningategunda sem notaðar eru á Islandi f dag, von- umst við til að vita meira, þegar rannsókn þeirri, sem minnst er á hér að framan er lokið, en við rnunum væntanlega eiga sam- vinnu við systurstofnun okkar, Rannsóknarstofnun iðnaðarins um framhald hennar. Jön Arnfinns son Sóleyjarhlíð var fagurt hjásetuland. Þar sat ég ærnar eftir fráfærur f þrjú sumur. Það var einmanalegt og til- breytingarlítið lff. En fegurð- in og töfrar náttúrunnar voru ólýsanlegir. Breytingin á for- sælublettunum f hlfðinni, sem mynduðust við gang sólarinn- ar, gáfu mér oft umhugsunar- efni. Hver hryggur, gil og barð hafði sinn skugga. Þessir skuggar lfktust oft mönnum, dýrum eða hlutum eftir þvf hvar við stóðum. Skuggarnir á heiðinni fyrir innan dalinn voru að vfsu töfrandi, en þeir vöktu meira ugg og hræðslu en töfra. Þaðan hugsaði maður að útilegumennirnir kæmu. En hvað voru þessir útilegu- menn? Það var þetta hulda, óþekkta, sem einveran geymdi f skauti sfnu. Ctilegumanna- sögurnar og draugatrúin hafði þróað þetta f vitund minni. Við sáum einu sinni mann koma úr vfðáttu heiðanna. Töldum strax að þetta væri úti- legumaður og skulfum af hræðslu. Þegar nær kom, sáum við að þetta var smalinn af næsta bæ. Breyttist þá strax óttavotturinn. Heima hjá mér voru fimm- tán inanns í heimili. Var þvf ekki að undra þótt ég sæi tvær hliðar á Iffinu. — Fjör og glens og kæti, — svo aftur kvfðinn, einveran og friðurinn inn á dalnum. Eg var þó ekki nógu þroskaður til að skilja þessar andstæður. En þegar ár- in liðu, varð það allt Ijósara. Nú finnst mér það eins og helgur hljómur frá gamalli óperu. Þetta var ósköp tilbreytinga- lftið Iff. Við áttum hjásetu- kofa, sem byggður var úr smá- hellum. Yfir honum var reftað birkihrfslum og þakið svo með torfusneplum, sem ristir voru í mýrinni fyrir neðan. Þetta var ágætt skjól f regni og vindi. Við innganginn var íhvolfur steinn, þar sem við hjö- setunni gáfum hundinum okkar mjólkursopa úr flöskunni okkar. Einnig höfðum yið steinbítsugga af harðfiskinum fyrir hann líka. Það var ekki mikið sem við notuðum hund í hjásetunni. Aðeins að láta hann gelta þegar farið var af stað heim á kvöldin. Mér þótti alltaf svo ævintýralegt þegar hundgeltið endurómaði. Berg- málið var svo áberandi í kyrrð- inni. \ Það tók rúman klukkutíma að fara frá kvfunum og inn á dalinn og annað eins á kvöld- in. Sóle.vjarhlíð var, eins og sagt hefur verið, kjarnbezta beitilandið í dalnum. Konurn- ar, sem fóru með mjólkina, sögðu að þegar setið væri í Sóleyjarhlíð, væri mun þvkk- ari rjómi ofan á trogunum en venjulega. Þá var mjólkin allt- af sett f trog á kvöldin. Á morgnana var svo undanrenn- unni hellt undan úr troginu og handarjaðar hægri handar settur þvert yfir troghornið. Varð þá rjóminn eftir. Var honum hellt f strokkinn eða rjómadallinn. Svo þykkur gat þessi rjómi veriö á troginu, að undirskál mátti setja á rjóma- skjöldinn. Það var alltaf svo þegar féð var setið f Sóleyjar- hlfð. Þar var mikill birkiskóg- ur, vfðir, — sérstaklega gulvíð- ir, — hvönn, blágresi, deplur, lokapungssjóður, blóðrót og burknar. ÖIl balabörð vorukaf loðin og ilmreyr. Þegar maður gekk um hjallana, var eins og maður væri f nýjum heimi. Lyktin var svo yndisleg. Þarna var oft tfndur reyr og hafður með hreinum fötum til að fá góða lykt f þau. Þegar kom fram f endaðan ágúst, var geysilega mikið af aðalblá- berjum. Greip smalinn oft nið- ur til að fá sér smekk þegar hann fór yfir hlfðina á eftir ánum. Jörðin var stór, sem fað- ir minn bjó á. Það var leigu- jörð og þurfti að gjalda af henni ár hvert 12 fjórðunga af smjöri og sex ær loðnar og lcmhdar. Við þurftum að vinna strax þegar við komumst á legg. Hjásetan var ekki erfið. Hún var helzt leiðinleg fyrir það, að það var svo lítið að gcra. Alltaf bið eftir tfmanum. Þarna f hlfðinni óx fjöldi af blómjurtum. Við vildum vita hvað þau hétu. Tókum við þá þau fallcgustu sem okkur þótti og geymdum þau f bók þar til við náðum f einhvern sem þékkti og gat sagt okkur heiti þeirra. Með þessu móti var ég mikið kominn inn f flóruna miðað við börn á mínum aldri. Þarna óx mikið af jurt sem heitir bjöllu-lilja. Gekk langur tfmi að finna það nafn. En þetta kom allt þegar margir voru spurðir. Þarna var mikið um smáfugla. Til dæmis var rnikið af þresti, músarindlum og steindeplum. Marfuerla verpti f gaflinum á smalahús- inu. Var hún að fara með ung- ana, þegar við byrjuðum að sitja hjá. Fann ég uni líkt leyti músarindilshreiður undir hellu í skriðufæti. Þetta dreifði huganum og veitti okkur mikla ánægju. Einu hafði ég mikinn áhuga á. Það var það hvernig stóð á þessum surtarbrandi, sem féll niður í ána rétt innan við hjásetustað- Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.