Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 7
— En er þaö ekki gangur lifsins? — Þú meinar að allir hinir geri það, eða flestir, sumir verða rónar og fara í hundana, ég veit ekki hver hefur farið réttari leið. En nú skulum við koma og kaupa okkur dálitla rómantík, það er nóg af skemmtilegum litlum stöðum hérna I hverfinu, góður söngur, dans og lítið ljós. Þú þarft að sjá það, þú gætir farið þangað seinna, ef þú nærð þér í ríkan mann og þið farið i brúðkaupsferð til Parísar. Hún hlær stuttlega við. Knæpan er lítil, reykjarmökkur i loftinu, við lítil borð situr ungt fólk, mest pör og talar lágt saman. Á smásviði stendur Suður-Amerikumaður með gítar, hjá honum sit- ur ung stúlka, klædd í þjóðbúning einhvers suður- amerisks rikis. Snögglega slær gítarleikarinn fastar, stúlkan byrjar að syngja, aðrar raddir hljóðna, elskendurnir horfast í augu eða inn í logana á kertunum, sem standa á borðunum. Anna litur á Jóhann og sér dauft bros leika um munnvik hans, hann horfir á fólkið i kringum sig eins og af stalli. Hann er áhorfandi. Hún hugsar um það sem hann var að segja, litur svo á hann aftur, svipur hans er orðinn dapur, hann horfir á glasið, drekkur án þess að líta á hana. Það herpist eitthvað saman I hálsinum á henni: skyldi hann vera að óska henni burt? Leiðist honum að hafa hana hjá sér? Er hann bara kurteis? Hvað á hún að gera til að brjóta Isinn? Hvernig á hún að nálgast hann? Við borðið andspænis sitja tvær ungar manneskjur, stúlkan hefur lagt hönd sina I kjöltu piltsins, hann strýkur arm hennar. Úr andliti þeirra skin gleði, gleði yfirað vera saman, sitja á þessum stað, við kertaljós og hlusta á tregafulla tóna frá fjarlægu landi. Þau skilja ekki orðin, en þau skilja samt sönginn. Þauþurfa ekká viti sinu að halda til að skilja hann.tilfinningarnar, sem söngurinn túlkar, fá eamsvörun i sálum þeirra, þau eru hamingjusöm. Gætihún lagt höndsína í kjöltu tans, gæti hún tekið hönd hans og læst lófum sfnum um hana og hallað höfði sinu að öxl hans? Brosti hann ekki aðeins og drægi hana til baka? Hún veit það ekki og hann gerir ekkert til að hjálpa henni. Til hvers fór hann þá með hana hingað? Til að sýna henni stað, sem hún gæti farið á I brúðkaupsför með manninum, sínum tilvonandi, rfkum manni. — Langar þig kannski meir f konfak heldur en þennar bjór, ég sé þú drekkuÞ hann ekki? spyrhann hlutlausri röddu. — Nei, ég býst ekki við að það hjálpi mikið til að hressa upp á okkur. — Jæja, heldurðu ekki vina mfn, segir hann og strýkur kollinn á henni niður hnakkann, fallegtmjúkt hár — en hann segir ekki meira en lftur óákveðinn áhana. Hún þolir ekki lengur við, það verðureitthvað að gerast. — Eigum við ekki að koma? — Jú, segir hann, ég held aðþaðsé bezt. — Þau ganga þegjandinokkurn spöl. Hún stanzar allt I einu. — Til hvers fórstu með mig út i kvöld? Stuttaralegt svarhans hæfði í mark. Lfkami hennar bregzt við þvf fyrr en skynsemi hennar. Henni verð- urþungt um :ndardráttínn, hún finnur til sárinda i augunum um leið ogtárin brjótast fram, en henni tekst að hraka af sér og fara ekki að gráta. Hún þurrkar sér ekki um augun en gengur róleg áfram viðhlið hans. Þau kveðjast með handabandiað evrópskum sið við gistihúsdyrnar. Hún horfir á eftir honum viður rue Delambre og sér hann beygja fyrir hornió hjá Dóme. XXX Það liða nokkrir dagar við safnaskoðanir og bíóferðir og heimsóknir til hjóna í nýlendunni.Jóhannverður ekki á vegi hennar. Hún spyrekki um hann og það minn- istvarla nokkur á hann. Hún er hér um bil farin að venjast þeirri tilhugsun, að hann væri þarna ekki lengur og það væri óralangt siðan þau höfðu hitzt. XXX Eitt kvöld koma þær vinkonurnar seint á Seleet, það er hátíðisdagur daginn eftir og kaffihúsið fullt af tiltölulega velklæddu fólki. Þær ganga öruggar inn að innsta borð- inu: enginn Islendingur. Disa spyr einn þjóninn, hvort enginn hafi sézt í kvöld, jú, heill hópur, svarar hann, þeir séu fyrir stuttu allir farnir. — Þá verður ekki erfitt að finna þá, segir Disa við Önnu, þeir eru annaðhvort á Chaplain eða Adrian. Um leið og þær koma inn úr dyrunum hjá Adrían skellur á eyrum þeirra hávaði, sem þær kannast vel við, án þess að átta sig á honum strax. Þegar þær korna nær heyra þær og sjá meginhluta nýlendunnar sameinaðan við að syngja Tondeleyo. Strax og hópurinn sér þær er rekið upp heljarmikið öskur. Slaghörpuleikarinn ská- •skýtur augunum á hópinn. Hann þekkir sitt heimafólk, laglinan tynist i öskri, orðaskiptum og köllum, sem við pru höfð um leið og verið er að koma þeim niður við borðið. Slaghörpuleikarinn slær nokkra hljóma i óákveðn um takti, leysir þá upp og nálgast hægt ekki of vinsælan franskan slagara, sem hljómar hlutlaust undir drykkju- rausinu í salnum. Þegar allir eru búnir að heilsa stúlkun- u'm af miklum krafti og raddþoli er Tondeleyo gleymt og stutt samtöl hefjast við næsta mann eða konu. Sumir hafa ekki séð Önnu áður og spyrja hvernig á henni standi og hvort hún hyggist til langdvalar hér á Signubökkum. I óróanum, sem varð þegar þær komu, hafði hún fyrst sem i leiftri séð, að Jóhann var þarna líka. Hún litur ekki á hann aftur fyrr en hún tekur í hönd hans, hann verður að teygja sig til hennar því hann situr langt frá henni. Hönd hans er köld og þvöl, hann er sýnilega alldrukkinn. Þau horfast ekki i augu nema brot úr augnabliki. Þegar flestir eru orðnir þreyttir á samtölunum, sem hvort sem er hafa lítinn tilgang eins og ástatt er fyrir hópnum, hefst söngurinn aftur. Vinsælir franskir slagar- ar, sem enda með sameiginlegu gleðihrópi og skál, glös- um er lyft, glös eru tæmd og síðan pantaður meiri bjór. Söngurinn sameinar hópinn, arm i arm syngja ,,manden gik ud efter öl“. Allir eru brosandi og „gleðin skin af vonarhýrri brá“. Lífið er fylling. Hraust æska nýtur lifsins. Díonýsos hefur hjálpað henni til að kasta hversdagsklæðunum. Hann hefur svæft rödd spyrj- andans óg nokkur augnablik komast þessar auðnulausu nútímamanneskjur á stig samstæðisins, þær renna saman i heild og njóta þess, það er létt af þeim fargi. Anna og Jóhann horfast í augu á meðan á söngnum stendur, þau eru bæði giöð, hann hlær við henni, gleði hennar eykst um allan helming, Hún drekkur hratt tfl að ná hinum. Sessunautur Jóhanns þarf að standa upp og fara fram og hún notar tækifærið og sezt hjá honum. Næsta lag heldur hann um axlirnar á henni og þau rugga saman taktinn. Tíminn líður hratt, fólk fer að týnast í burtu, hjón að fara heim. Jóhann og Anna sitja saman og enginn truflar þau. Hún stingur upp á því við hann að þau fari annað, hana langi til að dansa. Hann leiðir hana út og inn á stað rétt hjá þessum, þar sem dansað er eftir trylltum jass I næstum myrkri. Þau setjast niður við hliðina á ljóshærðri stúlku i faðmlögum við þeldökkan mann. Varla eru þau sezt þegar Jóhann tekur utan um önnu og kyssir hana. Kossinn varir lengi og verður alltaf þéttari og þéttari. Næsta lag, sem leikið er, er hægara, þau rjúfa kossinn, risa á fætur og-dansa. Líkamir þeirra ljúkast þétt saman. — Ö, Jóhann, af hverju komstu ekki fyrr? hvislár hún í eyra honum. — Uss, við skulum ekki tala um það, segir hann og kyssir hana, komdu. Þau taka bíl fyrir utan. Líkamir þeirra renna aftur saman í faðmlagi, sem ekki rofnar fyrr en bifreiðin stanzar. Hólmfríður Bjartmarsdóttir idgdi - £ DÍNAMIT rrmict * starir mólitur hamarinn kyrrlátum sjónum undan mosagrænum brúnum yfir litbrigSi rökkursins seitlar bunulækur um stórgrýtið eins og tíminn mót sólinni upp úr grundunum líður grasið eins og ævi mín seyðandi tign hamarsins rýfur ekkert nema dínamít vegagerðarmannanna. ÖFRESKJAN XXX Hún vaknar á undan honum um morguninn. Föl sólin skin inn um dyrgluggann. Höfuð hennar er þungt og henni liður illa í öllum likamanum. Hún lítur á Jóhann, svefn hans er þungur og andlitið heldur veikindalegt. Hún man skyndilega eftir þvi, aö hún er boðin í mat með Dísu hjá einum starfsmanni sendiráðsins. Það er því ekki annað fyrir hana að gera en að flýta sér á fætur til að geta að minnsta kosti farið í bað áður. Hún rís hægt upp úr rúminu til þess að rúska ekki óþyrmilega við Jóhanni, sem rumskar samt. — Ertu að fara, er klukkan orðin margt? — Já, ég er boðin í mat hjá frænda Helgu. — Jæja, höfuðið á mér er klofið i tvennt, djöfulleg líðan, opnaðu gluggann, en láttu tjöldin vera fyrir, ég þoli ekki birtuna. IVleð það snýr hann sér upp að vegg. Hún litast um í herberginu og týnir saman fötin sin, sem liggja á við og dreif um það. Þegar hún tekur upp blússuna sina, sér hún hvar undir henni liggur opin bók dagbók, þvi hún sér efst á slðunni i gegnum blaðið innar. Hún les það sem hún sér: „miklu auðveldara þegar öllu var ætlaður staður og allir trúðu á fyrirkomulagið. I dag þarf hann að geta byggt á mjög sterkum gagnkvæmum tilfinningum, eða þvi sem kallað er ást. Hvort hún getur átt sér stað í tóminu, þegar allt hitt er farið, veit ég ekki. Ég get að minnsta kosti ekki imyndað mér það.“ Hann er snúinn til veggjar, en hann sefur samt ekki, hún heyrir hann muldra, að hann finni ilm af henni á koddanum. Hún þorir ekki að fletta við siðunni. Þegar hún hefur ( lokið við að klæða sig, sezt hún á rúmið og strýkur höfuð hans létt. — Sjáumst við ekki á Select í kvöld elskan? — Já, ætli það ekki. — Blessaður vinur, segir hún og kyssir hann á vang- ann. — Bless, segir hann án þess að líta á hana. XXX Þegar hún kont á Select um kvöldið, frétti hún að hann hefði farið siðla sama dag til Blois að hitta kunningja sinn og ætlaði að vera þar í viku. Sjálf átti hún eftir þrjá daga. Daginfi eftir fór hún til baka — yfir f jöllin. Á barmi á bláu vatni er bærinn minn heima hvítur, á fögrum morgni í friði fólkið mitt drauma nýtur. Og áin flýtur í fjörðinn fram með iðgrænum bökkum, hvar blóm og berjalyng vaxa í blágrænum hlíðarslökkum. Á firðinum fiskimaður í fornlegum báti á sjó, raulandi forna rímu um rekk sem týndist og dó. Hvers minning um aldur og ævi yljaði mönnum í frosti, hvert sinn er hann komst á kjölinn kvað hann við raust og brosti. Meðfram hyldjúpu hafi við háa fjallshlíð og bratta, stíga upp stórir reykir úr stálgráum verksmiðjuskratta. 2000 tonnum af steypu 20 milljarða virði, hafa þeir hlaðið á grjótið hjá hljóðum og tignum firði. Á fjöruna fiska rekur flekk meðfram öllu landi, ungar með eitur í blóði örmagna berjast i sandi. Rykugargötur ganga gallaðir menn i röð, hún er að vakna og vinna verksmiðjuófreskjan glöð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.