Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 8
Að ofan: Konan var Vigeland hug- stætt yrkisefni og hér er ein af fjöl- mörgum konu- myndum hans. Fyrirsætan var engin önnur en Inga Syvertsen, sem hér er sagt frá. Til hægri: Þetta portret gerði Vigeland af Ingu Syvertsen, meðan á sambúð þeirra stóð. AmeDurban Ko Þegar litið er á hinn mikla fjölda af brjóstmyndum, sem Gustav Vigeland gerði, er það athyglisvert, hve fáar þeirra eru af konum. Og hann var svo sannarlega enginn kvenhatari. En hann sóttist eftir frægu fólki. Og þá voru þær sárafáar, sem komu til greina. Stytta hans af Jóhönnu Dybwad, leikkonu, sem þá varenn ung, vareiginlega hin eina sinnar tegundarfrá þessum tima. En nálægt röð frægra brjóstmynda eða öllu heldur stytta af frægu fólki í safni Vigelands er mynd af konu. And litsdrættirnir eru skýrir, ennið hátt og hvelft, augun björt undir háu nefbaki, sem fellur vel inn í ennið, langt andlitið í umgjörð skrýfðra lokka, munúðarlegur munnur yfir skarpri höku. Það er ekkert óverulegt við þetta andlit. Á plötunni stendur ,,lnga Syvertsen". Margirganga þarna framhjá og spyrja sjálfa sig: Inga Syvertsen? Hvar kemur hún inn i norskt menningarlif? — Ónei, þar hefur hún engan sess fengið, þó að hún væri óvenjulega atorkusöm og vel gefin kona. Hún fékk aldrei tæki- færi til að gera neitt sjálf. Hún var aðstoðin og hjálpin árum saman, hún var konan, sem gerði allt fyrir Gustav Vigeland, hún sat fyrir, lagaði gips, tók Ijósmyndir, annaðist smíðar, sá um bókhaldið, vann húsmóðurstörfin — og var ástkona. Vigeland, um hann snerist allt hennar líf og löngu eftir að henni hafði verið vísað á dyr á ruddalegan hátt. En hún gegndi einnig veigamiklu hlutverki í list hans. Hún var sextán ára, þegar hún hitti Vigeland fyrst. Hún var aðstoðarstúlka á skrifstofu i Örvarstræti og var eitt sinn beðin að koma skilaboðum til mynd- höggvarans á fjórðu hæð. Ein af hefðarkonum höfuðstaðarins hafði hringt og vildi bjóða listamanninum til kvöldverðará veitingahúsi daginn eftir. Vigeland bað hana að segja, að hann væri ekki heima. Þaðfannst henni undarlegt, úr þvi að hann væri förnaði i Gustav sanparlega heima! Hann gaf henni tvær krónur, og það var stór peningur í þá daga. Hún fékk fimm krónur í laun á viku. Hún var af fátæku fólki komin. Svo hitti hún Vigeland á götu aftur, og hann spurði hana, hvort hún vildi sitja fyrir hjá sér. Hann langaði til að gera andlitsmynd af henni. Þetta varð brosandi gríma. Það var ekki fyrr en sex árum síðar, sem hann gerði brjóstmyndina, sem er í safninu. Á þeim árum, sem liðið höfðu, hafði margt gerzt. Vigeland varð henni allt, og hún varð meistaranum ómissandi. Þó að hún þekkti ekki franska heitið á frægum listamanni, „le Maitre", var hann einmitt meistar- inn í augum hennar. Hún tók að sér hvað, sem var. Þegar þau fluttu i vinnustofuna í Hamarsborg, sem í rauninni var útihús á landareigninni „Laus-við-sorg", sem bæjaryfirvöldin í Kristianíu höfðu látið honum í té, var húsið í mikil.li niðurníðslu. En hún afl- aði sér upplýsinga hjá iðnaðarmönn- um og hófst handa. Þegarátti að þétta þakið, var það hún, sem skreið um það með tjörupappa og bikfötu. En sá, sem stóð fyrir neðan og hélt í stigann, var Gustav Vigeland. Hún lærði að steypa gips. Það hlýtur henni að hafa tekizt til fulln- ustu, því að Vigeland var sjúklega viðkvæmurá taugum og kröfuharður til hins itrasta, hvað snerti handbragð á verkum sínum. Allt minnismerkið um Nordraak steypti Inga Syvertsen i Vinna myndhöggvarans er erfiðisvinna af verstu tegund. Hér er Vigeland að vinna við eitt af meiri háttar verkum hans. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.