Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 9
nan sem sér fyrir Vigeland gips. Hún lærði að taka Ijósmyndir og tók óteljandi myndir af höggmyndun- um á öllum sköpunarstigum þeirra, frá þvl er grindin var gerð af járni og innsti leirinn lagður við og síðan eftir því, sem verkinu miðaði áfram dag frá degi, fyrst I miklum massa og svo þegar hreyfing og hrynjandi fóru að koma í Ijós og myndin öðlaðist æ voru erfið og annasöm fyrir Vigeland. En einnig gjöful. Þegar fyrir alda- mótin hafði hann tekið að sér verkefni við endurbyggingu dómkirkjunnar i Þrándheimi. Það bætti að vísu efna- haginn, en honum fannst hann vera of ófrjáls. En svo jókst honum sköp- unarmáttur, svo um munaði, á Ham- arsborg. Hann bjó þar skammt frá. Haugen var þá lítill og vinalegur bær með litlum timburhúsum og vatns- pósti. Vigeland varð hinn mikli maður á þeim slóðum, menn litu til hans með lotningu. Hann var frægur og það var skrifað um hann I blöðin. Klæðnaður hans, kúluhattur, stór slaufa og fötin gipsi ötuð, varalveg I samræmi við það, sem fólki fannst, að listamanni sómdi. Og svo reykti hann alltaf vindil. Hann gildnaði mjög með aldrinum. En Inga Syvertsen var há og grönn, og Vigeland sagði, að hún ynni á við þrjá. Hún var fyrirsætan að einu mynd- inni í torso, sem hann nokkru sinni gerði. Það er sérlega fallegt og hug- næmt verk, sem síðan var höggvið I marmara. Myndin var höggvin i marmara í mörgum útgáfum. Hin annarri verið. Og hún hafði reynt það, hversu hræðilega hann gat þotið upp, verið óbilgjarn og hamslaus af reiði. Hún las og lifði margt með Vigeland, naut útsýnis í lifinu, sem hún ella hefði farið á mis við. Hún dirfðist að líkja honum við kafteininn í „Dauðadansinum" eftir Strindberg, og hún gat yfirleitt sagt hluti við hann, sem enginn annar þorði. En þau höfðu einnig átt margar yndisleg- ar stundir saman. Þau ferðuðust um landið og einnig víða um Evrópu. Hans biðu síðar jafn ríkuleg sköpunarár, þegar hann vann að myndunum í Frogner garðinn, minnismerkið um hugmyndir hans, sköpunarmátt hans, sem er einstæð- ur í heimssögunni. Þar eru firn af mannsöfnuði i Einsteinungnum, gagnþétt fólk i kringum hann og á brúnni. En þannig var það ekki á timum Ingu Syvertsen. Þá var hann enn skáld í sínu efni og gerði sérfulla grein fyrir hinum feikilegu, skáldlegu hæfileikum sínum. ,,Ég er Guð, sem geri alla hluti rétt," hrópaði hann einu sinni. Skelfingu lostin svaraði hún, að þannig mætti hann ekki tala. Hann gat hann komið þannig fram! Það er skrítið að hugsa til þess, að nákvæm- lega hið sama gerði Picasso nokkrum árum síðar gagnvart vinkonu sinni Francoise Gilot, þegar hann rak hana á dyr. Þannig geta menn verið ósköp smáir og lúalegir sem menn þrátt fyrir alla snilligáfuna. Veslings Inga Syvertsen. Öll bréf þeirra á milli voru eyðilögð. Hún varð að láta sér nægja minningarnar einar. Hún sagði reyndar seinna, að Vige- land hefði heldur ekki getað gleymt henni. Fólk á hans vegum njósnaði um hana, og hann hringdi til hennar bara til að hlusta á hana, sagði hún. Það er nú ekki mjög trúlegt, en það kann að hafa verið einhver huggun fólgin í þvi. Það er erfitt að koma þvi heim og saman, að sá listamaður í Noregi, sem mest átti annrikt, skyldi vera svo upptekinn af að fylgjast með henni, sem hann hafði skilið við. En i meira en tuttugu ár var það hún, sem skapaði þessum erfiða og óþjála manni heimili og var honum ómiss- andi aðstoðarmaður i starfi. Nú voru miklir viðburðir í vændum. Óslóarborg ætlaði að byggja risastóra Þrjár myndir af Gustav Vigeland, teknar á ólíkum aldursskeiðum. Lengst til vinstri er Vigeland ungur maður og óráðinn, á mið- myndinni er hann i vinnu- stofu sinni árið 1903, byrj- aður lífsstarf sitt af fullum krafti og hér til hægri sést listamaðurinn á vinnustað sínum árið 1918. meira Iff. Vigeland vann geysihratt og fór mjög skipulega að við hin stóru verk — þau urðu einfaldlega stækk- anirá frumdrögunum. Hann vann mjög nákvæmlega að undirbúningn- um, frummyndunum. Þegar hann hafði tekið ákvörðun, gekk allt hratt. Og Inga Syvertsen aðstoðaði hann við allt. Hann var að vfsu 1 7 árum eldri en hún, en ungar konur verða oft ástfangnar af mönnum, sem eru þrjátíu eða fjörutiu árum eldri en þær. — Og því má ekki gleyma, að Gustav Vigeland birtist bæði á Ijós- myndum og í frásögnum sem hetja á mælikvarða Nietzsche. Hann gat ver- ið meðafbrigðum aðlaðandi og hreif konur með karlmannlegum krafti sín- um, andlegum og líkamlegum. Hann kvæntist um það leyti, sem hann kynntist Ingu Syvertsen, en það var samband, sem i rauninni var þegar í upplausn. Þegar Vigeland minntist á þetta hjónaband síðará ævinni, var hann bæði bitur og orðljótur. Það var Inga Syvertsen, sem átti eftir að setja svip sinn á list hans. Vaxtarlag hennarog andlitsdrætti má finna i fjölda höggmynda, þar sem viðfangsefnið er maður-kona. Og hún hafði einnig yndislegt hár. Það sagði meistarinn. Hún varð að láta það falla frjálst og sitja fyrir þannig. Þessi ár fegursta varð eftir í safninu, en eina fékk læknir hans og vinur, Valentin Fúrst. Myndin er sígild, óháð tíð og tíma. Fyrirsætan sat með fætur sund- ur í hvildarstöðu og studdi hand- leggjunum á grunninn. En högg- myndin varð i torso eða búkmynd, þ.e. handleggirnir voru sniðnir burt. Hið langa andlit i umgjörð skrýfðra lokka, hátt nefbak í sátt við ennið, heldlegur munnurinn, allt komst til skila, sem prýddi Ingu Syvertsen, þegar hún var í blóma lífsins. Og hún birtist einnig í fjölda ann- arra höggmynda. Að lokum þurfti listamaðurinn ekki að hafa hana stöðugt fyrir framan sig. Drættir hennar höfðu greypzt í huga hans fyrir fullt og allt. Þá má sjá í marmarastyttunni af unga manninum og konunni ungu — myndin er eins og ástarljóð. Sjálf sagði Inga Syvertsen, að Vigeland hefði oft beðið hennar. Hann teiknaði skartgripi, sem hann lét smíða handa henni, meðal annars gullhring — tvö bönd, sem fléttast saman. Bónorðunum svaraði hún þannig, að hún héldi ekki, að hjóna- bandið fengi staðizt. „En hvað þú ert þroskuð," sagði hann þá. Þá hafði hún um langt árabil verið honum eins nær og nokkur manneskja getur talaði umbúðalaust við hana. Og hann fann upp á hinum furðulegustu viðurnefnum til að gefa henni. En Belsebub hefði hann fremur sjálfur átt skilið. Hún lét aðeins af hendi, gaf af ást, vinnusemi sinni og ósérhlifni. Ekkert kunni hún, allt lærði hún. En eitt er víst, hún fékk litinn tima til að láta sér leiðast. Hann tók allan hennar tima. Þakklæti sitt sýndi hann með þvi að gefa henni nokkrar gipsmyndir og þrykk af öllum tréskurðarmynd- um, sem hann hafði gert. Það var talsvert safn. En Vigeland var kominn á erfiðan aldur — og öngþveiti og mörg und- arleg ævintýri spruttu út af þvi. Snemma var hann dáður sem snill- ingur og afburðamaður, og frægð er hættuleg, eiris og kunnugt er, og æsandi fyrir konur. Alla þá mannlegu hlýju, þá alúð, sem hún hafði sýnt honum, vinnustað hans og heimili lagði hún að veði. Hún brást við eins og hver önnur særð kona hefði gert, og það urðu snögg slit á sambúð þeirra. Skömmu áður en Gustav Vigeland kvæntist öðru sinni, fór hann upp i íbúðina ásamt tveimur mönnum, en sjálfur var hann þá fluttur á vinnustof- una, og tók aftur flest það, sem hann hafði gefið henni um árin. Hvernig vinnustofu handa honum, viðhafnar- bygginguna, sem síðan varð safn hans. Hann fékk beztu aðstoðar- menn, sem hægt var að fá fyrir peninga, sér til aðstoðar við byggingu Frognergarðsins. Allt var þetta með því sniði, sem var órafjarri því, sem Inga Syvertsen hafði stritað við. Það sem eftir var ævinnar lifði hún í rauninni i minningunum. Hún átti einnig erfitt uppdráttar. Hún, sem hafði verið hægri hönd snillingsins, varð að þvo fyrir fólk. Seinna naut hún aðstoðar Óslóarborgar. Ég man eftir myndhöggvara, sem hélt þvi fram, að um alla Óslóarborg væru mjólkurbúðir, þarsem fyrrverandi fyr- irsætur og vinkonur Vigelands ynnu við afgreiðslu. En það mun hafa verið mjög orðum aukið. En hún fékk mjólkurbúð. Það var enginn, sem jafnaðist á við Ingu Syvertsen. Hún varð öldruð kona, feit og mikil. En þó var enginn vandi að þekkja þá drætti, sem voru svo einkennandi fyrir hinar sviphreinu og fögru konur, sem Gustav Vigeland skapaði á árunum fyrirfyrri heimsstyrjöld. Hún lifði meistarann i fjöldamörg ár. Fyrir henni var hann lifandi. Hann hafði verið hennar líf og hélt áfram að vera það — í heimi minninganna. Sveinn Ásgeirsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.