Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 13
Bærinn NySri Björgo í Norður Aurdal i Valdres, æskuheimili Trygve Björgo. Menntaskólinn í Valdres — skólinn þar sem Trygve Björgo er rektor. Trygve tvö ár við gagnfræðaskól- ann í Aurdal, þar eftir settist hann í Grimilandmenntaskólann í Ósló til þess að búa sig undir stúdentspróf í máladeild. Hann hélt áfram að nota bókmálið sem aðalmál, en hér varð hann að skila aukaritgerð á nýnorsku, og fyrsta ritgerðin, sem hann skrifaói hét „Fjallferð". Fjallferðin, sem hann skrifaði um á nýnorsku, varð honum eins konar endur- lausn. Hann fékk hæstu einkunn fyrir ritgerðina og kennarinn las hana upp i deildinni. Hér hafði Trygve að lokum fundið sitt eigið tungutak. Og nú byrjaði hann að fást við ljóðagerð. Það fyrsta sem hann orti var kvæði um Valdres. Það varð hinn fagri átthagaóður: „Valdres, þú Noregs dýrlegi dalur.“ Tónskáld- ið Sigurd Islandsmoen, sem sjálf- ur var frá Valdres, samdi lag við ljóðið, og hið unga ljóðskáld var töluvert stolt af að svo frægt tón- skáld skyldi meta ljóðið hans svo mikils að gefa því vængi söngsins til að fljúga á. Þessi Valdressöng- ur er stórbrotinn óður til átthag- anna, myndrikur og málið hljóm- fagurt. Á námsárunum færðist Trygve i aukana við skáldskapinn, og svo gerðist einn dag dálítið, sem hafði • mikla þýðingu fyrir hann: Hann sat i einum lestrasal háskólans og þá gengur fyrirvaralaust til hans að borðinu stór og karlmannlegur náungi og heilsar honum. Þetta var ívar Orgland. Hann var fædd- .ur og alinn upp í ósló, en móðir hans var frá Vikurbyggð á Suður- Hörðalandi. Ástæðan fyrir því að Orgland heilsaði þarna upp á Trygve var sú, að hann hafði ver- ið nemandi við sama menntaskóla og einn af kunningjum Trygve. Orgland bauð Trygve heim til sín og fyrr en varði voru þeir orðnir góðir vinir. Orgland lagði stund á söngnám um það leyti, en hann hafði einnig ort mörg kvæði, bæði á bókmáli og nýnorsku. Það fór svo, að hann tók skáldskapinn fram yfir sönginn. „Og með hlið- sjón af því sem hann hefur ort og ekki síður hinu, hvað hann hefur verið stórvirkur þýðandi is- lenzkra ljóða á norsku, verður maður að álykta að hann hafi val- ið rétt,“ segir Trygve. Vegna kunningsskaparins við Orgland, komst Trygve i mjög ákjósanlegan félagsskap. Kunn- ingjahópurinn safnaðist oft sam- an og sleit stundum ekki sam- fundum fyrr en komið var fram undir morgun. Einn af félögunum var pianistinn Jens Hasselberg Nilsen, annar fiðluleikarinn Örri- ulf Boye Hansen. Þessir ungu menn iðkuðu söng og hljómlist þegar þeir hittust, og ljóð lásu þeir hver fyrir annan. „Mesti kosturinn við að lesa ljóð sín i slíkum félagsskap var sá, að áheyrendurnir voru sjálfir ýmist skapandi eða túlkandi lista- menn, sem hlustuðu i alvöru á kvæðin, sem við lásum upp, og þeir voru bæði kröfuharðir og opnir fyrir því, sem einhvers virði var,“ segir Trygve. Skáldið Jan-Magnus Bruheim var einnig með i þessum hópi nokkrum sinnum meðan hann var í Ósló, og íslenzka skáldið Davíó Stefár.sson frá Fagraskógi bland- aði sér einu sinni i hópinn. Varðandi valið á máli til að yrkja á, hefur Trygve þetta að segja: „Frá minni hálfu hefur það aldrei verið vafabundiö aó nota nokkurt annað mál en nýnorsku eftir að ég fór að yrkja í fullri alvöru. Ég samlagaðist nýnorsk- unni baráttulaust vegna þess hún var mér fullkomlega eðlileg, — það var ekki einu sinni svo, að ég þyrfti að velja og hafna. Þegar ég settist við að skrifa ljóð, þá varð það til á nýnorsku án þess ég veitti því athygli. Annars stuðlaði norskunám mitt að þvi að gera mig eindregnari fylgismann ný- norskunnar. Þá varð mér fyllilega ljóst hversu nýnorskan féll alger- lega að málskyni mínu, og þá skildi ég loksins, hvers vegna mér hafði fundizt svo fráleitt að fást við stílagerð, þegar ég stundaði nám á lýðháskólanum forðum. Þar áttum við að skrifa stílana á bókmáli, en málið sem við töluð- um var nálega hrein nýnorska. Stilsefnin voru sött til átthag- anna, en málið sem við áttum að nota til aó lýsa þeim, átti uppruna sinn á flatlendi." Trygve Björgo tók filólógískt embættispróf eða mál- sagnfræðilegt embættispróf um jólaleytið 1947 og kennarapróf í uppeldisfræði vorið 1948. Valfög hans i háskólanum voru enska, sagnfræði og norska, það síðast talda aðalfag hans. Þegar hann hafði lokið námi, varð hann fyrst kennari við Grimilandskólann i Ósló, skólaárió 1948—49, og eftir það var hann settur sem lektor við menntaskólann á Vinstra í Guðbrandsdal frá 1. ágúst 1949. En frá 1964 hefur hann, svo sem fyrr er sagt, verið rektor mennta- skólans i Valdres. Trygve Björgo hefur til þessa dags gefió út eftirtalin ljóðasöfn: „I minneskogen" (I minninga- skógi) 1952, „Mörker og morgon" (Myrkur og morgunn) 1954, „Vokstergrunn" (Jarðvegur) 1961, „Frö í vind“ (Frá í vindi) 1968, og „Kvit hest under hegg“ (Hvitur hestur undir hegg) 1972. (Áður en hann gaf út fyrstu bók sína, átti hann hlut að efni ljóða- safnsins „Studentlyrikk" (Stúdentaljóðum). Skáldskapur Trygve nær oft dýpt og spannar viðáttur, en lág- stilltur strengjatónn frá skógi, fjalli, bóndabæ og nágrönnum í Valdres, fer sem bliður þytur um bækur hans. Trygve hefur flutt Valdres inn i norska lyrik á þann hátt sem bezt eflir heiður hans sjálfs og átthaganna. En þótt ræt- ur hans standi svo djúpt og traust- lega í jarðvegi átthaganna, er hann aldrei heimaalningslegur (provinsial), kvæði hans eru oft- ast óháð tíma og rúmi, en tala jafnt til allra, hvar sem þeir búa. Svo sem fyrr er getið hafa bæk- ur lians fengið góðar viðtökur, og látum okkur nú renna augum yf- ir það, sem gagnrýnendurnir hafa sagt um skáldskap hans. Einn þekktasti ritdómari i Noregi er Odd Solumsmoen, sem skrifar i „Arbeiderbladet“. Um fyrstu bók Trygve skrifar hann þetta. „Byrjandinn veldur forminu af undraverðri snilld. Náðargáfa hans er beinlínis áþreifanleg." — Um sömu bók skrifaði Arthur Törá i „Vort land“: „Sjaldan hef ég fyrr heyrt svo hlýjan og fágað- an tón í kvæðabók. Björgo sýnir fyrst og fremst að hann hefur góðgjarna og viðkvæma skapgerð, og þess vegna finna ljóðin greiða leið beint til hjarta lesandans." Þegar Trygve Björgo gaf út ljóðasafnið „Mörker og morgon“ 1954, skrifaði Ragnvald Skrede, sem sjálfur er eitt af snjöllustu skáldum Noregs, þetta í „Dag- bladet“: „Björgo sverfur setning- arnar þangaó til þær eru orðnar þéttar og tærar eins og kristall, hingað þarf enginn að koma og hvartaundan óskiljanlegri lýrik." Urn ljóðasafnið „Vokster- grunn" (Jarðveg), sem kom út 1961, skrifaði Egil Rasmussen í „Aftenposten": „Verðmætur vextarauki í þróun nýnorskrar ljóðagerðar, gegn alþjóðlegum menningarsamruna." Um ljóðasafnið „Frö i vind“ (Fræ í vindi) skrifaði Hans Börli, sem auk þess er eitt af fremstu skáldum Noregs um þessar mund- ir, umsögn í blaðið Valdres, þar sem hann sagði þetta meðal ann- ars: „Ljóðlinurnar eru slípaðar af miklum sjálfsaga og samvizku- semi. Hér finnst ekkert skáldlegt mas, engin yfirborðsskreyting. Kvæðin orka á mann með sinu eigin risi og nöktu fegurð, eins og fjallhaginn, sem þau eru sprottin úr.“ Lög hafa verið samin við mörg af ljóóum Trygve Björgo. í júli 1955 fór Trygve Björgo til íslands, með ferðastyrk frá Rit- höfundasambandi Noregs. Kona lians fór meó honum. Þau voru á íslandi einn mánuð, og þau bjuggu hjá ivari Orgland, sem þá var sendikennari við Háskóla is- lands í Reykjavík. Þau fóru í bil um Reykholt til Akureyrar, og þar hitti Trygve á ný skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Davið var stórlega gestrisinn, seg- ir Trygve, og hann bauð norsku gestunum að búa hjá sér. Þau bjuggu hjá honum nokkra daga. Trygve segir að Davíð hafi lesið mörg af ljöðum sínum fyrir þau hjónin, og nótt eina þegar þau vöktu öll og skröfuðu saman, hrutu Davíð svo mörg spakmæli af vörum, að Trygve harmar að hann skyldi ekki skrifa hjá sér flest af því sem skáldið sagði þá. „Bezt hefói verið að geta náð þvi á segulband,“ segir Trygve. Eitt af þvi sem Davíð sagði var þetta: „Þyggðu aldrei hrós af annarra vör.“ Um dvölina hjá Davíð segir Trygve þetta að auki: „Það var seiðþrungið afl í upplestri Daviðs og hann var maður barmafullur af visdómi. Hann var hámenntað- ur og átti stórkostlegt bókasafn. Meðal annars var hann margfróð- ur um norskar bókmenntir. Hann var okkur ákaflega vinsamlegur og tók okkur að sér í öllum grein- um. Meðan viö dvöldum hjá Davið, fórum við i kynnisferð að Goðafossi, í Dimmuborgir, kring- um Mývatn og að Námaskarði, þar sem yfirborð jarðar sauð og vall á stórum svæðum, og var það furðu- legasta fyrirbærið, sem ég leit augum á Islandi. Dettifoss hafði einnig djúp áhrif á okkur." 1 Hveragerði hitti Trygve Krist- mann Guðmundsson. og auk þess gafst honum tækifæri til að hitta Guömund G. Hagalin. Einnig heilsaði hann upp á Tórnas Guð- mundsson, Halldór Laxness, Hannes Pétursson og Matthias Johannessen. Þakka má ívari Orgland og nor- rænunáminu það, hvað Trygve var vel undir íslandsferðina bú- inn og hversu ferðin varó honum árangursrik, bæði hvað varðaði málið og bókmenntirnar. Trygve Björgo er mikill vinur islands. Hann lítur á Island sem sitt annað föðurland, og það er ekki sizt vegna tungumálsins og bókmenntanna á islandi. í félög- um og skólum hefur hann flutt óteljandi rabbþætti með lit- skuggamyndaskýringum um ís- land. i bókunum hans rná einnig finna merki um tengsl hans við landið. Ljóðið „Jökulkvæði", sem prentað er i bókinni „Fræ i vindi" (B'rö i vind) er fyrirmyndin ís- lenzk. Og i ljóðasafninu „Vokster- grunn“ (Jarðvegur) er eitt kvæði, sem hann hefur þýtt á norsku úr íslenzku eftir skáldið Þorgeir Sveinbjarnarson. Á norsku nefn- ist kvæðið „islandsk sumar- kveld", en islenzki titillinn er „Kvöld i dalnum". Og þetta ljóð hefur verið tekið með í hið stóra safnrit: „Framandi dikt frá fire tusin ár“, sem „Det Norske Sam- laget“ gaf út 1968. í safninu „Kvit hest under hegg" (Hvítur hestur undir hegg) er eitt kvæði um Surtsey. Meðal þeirra, sent Trygve Björgo komst í kynni við í Is- landsferðinni var einnig skáldið Guðmundur Frimann frá Akur- eyri. Guðmundur þýddi eitt kvæði eftir Trygve og tók það með i bók, sem kom út 1958. Titill bókarinn- ar er „Undir bergmálsfjöllum". 1 ferðinni til íslands kom Trygve einnig við i Færeyjum. Það er sönn gleói fyrir náinn vin Trygve Björgo að fá tækifæri til að kynna hann islenzkum les- endum með grein í Lesbók Morg- unblaðsins. Hann er einn þeirra manna, sem fullkomlega verð- skuldar að verða þekktur einnig utan Noregs. Og þeim, sent sjálfur fæst við skáldskap, er Trygve Björgo sá bezti ráðgjafi og hjálp- arhella, sem hægt er að hugsa sér.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.