Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1976, Blaðsíða 14
ana mannsins, sem fátt er um talað, vegna skilningsskorts eða misskilnings. Þríviddarheimur vor er mannleg tilgáta, alveg eins og tilgáturnar um áttir, rúm og tfma, sem ekki eiga sér neina stoð í alheims sköpuninni. Þrf- vfddin dregur nafn sitt áf hæð, lengd og breidd, þremur hug- tökum, sem hægt er að tákna með beinum Ifnum. En í al- heiminum eru engar beinar Ifnur, ekki einu sinni hér á jörðinni. Þetta getur hvert barnið séð, ef það lítur á jarð- Ifkan. Bein Ifna er hugarfóstur mannsins. Heimsmynd mannanna er mjög ófullkomin. Þess vegna er eðlilegt að þeir berist oft ósjálf- rátt út úr þrívíddarhreiðri sfnu, og fari þeim þá lfkt og sjófuglunum, sem viilast inn yfir land og tapa sér vegna þess að þeir hafa misst sjónar á haf- inu. Fölki hœttir til . . . . Framhald af bls. 3 sand, sem mikið var notaður utan á hús áður fyrr? — Hann hefur staðist vel — sérstaklega mulningur úr hrafn- tinnu og kvartsi, eins og t.d. á Þjóðleikhúsinu. En þetta er dýrt efni og verður aðeins unnið af iðnaðarmönnum, sem þarf auðvit- að að borga kaup. Húsbyggjandi sér leik á borði og málar frekar þvf það getur hann gert sjálfur. — Geturðu nokkuð sagt okkur um sprungumyndanir sem víða blasa við augum í útveggjum húsa hér? — Áður var vaninn að saga í sprungur og fylla þær síðan. Sú aðferð tilheyrir nú eiginlega lið- inni tíð. Nú er sprautað f vegginn með háþrýstitæki og sprungur fylltar þannig, en ekkert sagað. Þetta þykir gefa góða raun. — Ráða arkitektar frágangi á húsum utanhúss, sem þeir hafa teiknað? — Arkitektar eiga að ráða frá- gangi utanhúss f samráði við hús- byggjendur og yfirleitt er það þannig, að nýjungar í þeim efn- um koma frá arkitektum. En al- gengara er nú orðið að afskiptum arkitekta af húsum sem þeir hafa hannað, er lokið um leið og húsið er orðið fokhelt. I hjö- setunni Framhald af bls. 5 inn. Það var öllum hulin bók þá. Það eru þessir sfðustu tím- ar, sem hafa skýrt þá sögu og gefið okkur ljósa mynd. Hjásetutíminn var ógleymanlegur. Það var ekkert erfiði. Þurfti bara sterka að- gæzlu og vakandi hugsun. Þó ekki væri nema um 10 ær í kvíum, var það nógu margt til að týna því. Sumar ærnar höfðu svo sterka löngun til að fela sig í giljunum og láta birkið hylja sig. Við höfðum svartan borða um hálsinn og hornin á hvítu ánum og hvftan á þeim dökku. Alltaf var mað- ur að telja og sortera eftir litn- um. Telja golsóttar, bfldóttar og svartar, mórauðar og gráar. Ef ekki stóð heima, var farið að svipast um eftir þeim. Okkur þótti mjög hrífandi að sjá reykjarstróka frá liinum smölunum austan til við ána. Það leit út eins og fuðartákn f kyrrðinni, þegar reykjarsúlan teygði sig hátt í loftið f kyrrð- inni. Nú eru þetta aðeins tninn- ingar. Engin hjáseta lengur. Draumur, sem er að gleymast. Rign- ingin er ekki þaö versta . Eins og kunnugt er af fréttum riktu þrálátir þurrkar og miklir hitar i Evrópu fyrripartinn í sumar og kvað svo rammt að þessu i Bretlandi, að þar höfðu ekki komið aðrir eins þurrkar i 250 ár að því er talið var. Að visu fögnuðu vinyrkjubændur sólinni, en ástandið hjá kornræktarbændum var svipað og sést á efri myndinni: Ekki aðeins sviðin jörð, heldur einnig sprungin af tilfinnanlegu vatnsleysi. Jafnframt dó og skrælþornaði gróður og urðu viða eldar, sem erfitt var að ráða við og stundum í nánd við þéttbýli eins og sést á neðri myndinni. Þegar veðurfar hagar sér þannig í Evrópu, virðist mega ganga að þvi vísu, að lægðirnar stefni i halarófu á ísland með dumbungi og úrkomu á Suðurlandi en hlýju bjartviðri á IMorðurlandi. Þetta tíðarfar, sem heita má staðviðri, kemur þyngst niður á sunnlenzkum bændum. Þéttbýlisfólki er varla ástæða til að vorkenna, þótt minna verði um sólböð en ella. Aftur á móti er vert að hafa í huga, að dumbungurinn og vætan er liklega hátið hjá því að fá ekki dropa úr lofti fyrir utan þau lamandi áhrif, sem liðlega 30 stiga hiti hefur á fólk. Auka- skynj- anir Framhald af bls. 10 komist f svipað ástand og kon- an. 1 draumi, eða milli svefns og vöku, finnst þeim eitthvert ógurlegt farg leggjast á sig, svo að þeir geta ekki hrært legg né lið. Og þá fyrst verða þeir hræddir, og þá verður hræðslan afleiðing fyrirbærisins. Slfkt ástand er þá kallað mara eða martröð, og getur dreymandinn ekki gert sér neina grein fyrir, hvaðan hún er komin. En þegar hann vaknar, er hann mjög eft- ir sig af þessari skvnjan. Og nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að draumvitundin hrífur mann þráfaldlega og með ýrnsu móti, út úr þrívfddar heimi hans. Getur það því naumast talist fjarstæða, að svo liafi far- ið uin konuna, enda þótt hún væri glaðvakandi. Hér má einnig drepa á annað. Það mun mjög fátítt að farþega f stórum flugvélum sundli. hversu hátt sem flogið er, nema því aðeins að þeir þrástari út um glugga til jarðar og engin ský skyggi á jörðina. Ástæðan til þessa er sú, að í flugvél eru menn eins og innan fjögurra veggja. Þar með eru þcir f sínu rétta umhverfi, öruggir innan þeirra vébanda, sem eðlileg eru vorum þrívíddarheimi. Þó hefi eg heyrt marga segja. að þeir hafi feng’ð aðkenningu af sundli þegar flugvél var að lenda og rendi lágt yfir flug- hrautina. En einmitt á því augnabliki, virðist flugvélin vera kyr, en jörðin fljúga fram hjá með ofsahraða, og þá kem- ur sundlkenndin. Orsakir þeirra aukask.vnjana, sem hér hefir verið minnst á, eru allar sálræns eðlis. Og svo er um þúsundir annara skynj- Erlendur Sigmundsson Hugleiöing umvers úr Fjallrœöunni Við skulum á vordegi lita á vallarins örsmáu blóm, því konungsins skærasti skrúði hjá skartinu þeirra er hjóm. Samt unnu þau aldrei né spunnu. Þau annaðist drottinn hár. Þau döfnuðu í mustarðsins mætti og munu ei fella tár. Eg mæðist og spinn og mun spinna einn spunaþráð angurs og meins — og vinn unz hann velkist og slitnar og verður svo aldrei til neins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.