Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 7
Smá- saga eftir Sigurd Strangen Nú var orðið mjög langt um sfðan þeir voru drengir, og þeir vissu ekki lengur, hvað það var. Þeir vissu ekki, hvernig dýrið hafði komist þangað inn, og eft- irá skildu þeir ekki, af hverju þeir höfðu gert það. Jens Erik skildi það ekki, en honum fannst sem þungt álag hefði hvflt á sér, eins og hann hefði hvorki hugsað né aðhafst neitt, heldur aðeins tekið, viljalaus og sljðr, þátt í leiknum. Það var hreyfingin sjálf, sem dró að sér athygli þeirra, hvernig dýrið hegðaði sér, sú hræðsla sem þar birtist, skynjunarleysið, stökk- in og flóttinn. Skyndilega lang- aði báða drengina til að veiða dýrið, héra einn, sem á ein- hvern hátt hafði komist innfyr- ir girðinguna. Túnið var ekki ýkja stórt, rúm dagslátta og ætluð kindun- um, þegar þær höfðu borið. Það var vegna þess að sólin skein, vegna þess að móðir Jens Eriks hafði sagt að á svona mildum vordegi, ætti að setja kindurn- ar út á tún. Og vegna þess að þeir höfðu ekkert fyrir stafni, engar áætlanir um að leika sér, hlupu þeir þangað niðureftir, tóku sér stöðu uppi í brekkunni og horfðu út á hafið. Þeir fylgdust af athygli og með full- orðinsaugum með skipi, sem sigldi úteftir. Ekki var þetta gufuskip, heldur skonnorta fyr- ir hvítum segium. Hún rann hægt og stöðugt áfram. Fjar- lægðin úr brekkunni út að sjó var nokkrir kílómetrar, en samt sást dökk röndin eftir kjölinn greinilega, blika á segl- in, útlínur og liti, grátt og hvítt á bláum grunni. Rétt I því er Pétur sagði: „Þetta er Lfsa frá Álaborg á leið til Antwerpen," skaut héranum upp. Jens Erik stóð og glápti. „Hver skollinn var þetta?“ Hafið hvarf þeim sýn og skipið varð að depli lengst í fjarska, að einhverju hversdagslegu og ómerkilegli, sem gerðist á hverjum degi, hreyfing sem maður þekkti út f ystu æsar, en dýrið rétti sig upp til hálfs og setti framfæturna á jörðina, en eyrun stóðu beint uppí loftið, hlustandi og þefandi. Á allar hliðar var fínriðið stálnet, en handan við girðing- una í vestri voru þyrnirunnar og í þeim miðjum voru leifarn- ar af gömlum steingarði, og lá efsta brún hans jafnhátt og efsti hluti stálvfrsins. Á þess- um stað höfðu þyrnarnir verið klipptir burtu, svo sæist út á hafið, og hugsanlegt var, að hérinn hefði komið á harða- stökki þaðan inn yfir girðing- una. „En hann kemst ekki út," sagði Pétur. „Ef þú ferð til vinstri og ég til hægri, getum við hlaupið hann þrevttan. Ef við æpum og öskrum, getum við gert hann hræddan, svo hann hlaupi að girðingunni, og festi sig. Komdu, við skulum veiða hann!“ En reyndar var það ekki ein- ungis hreyfing dýrsins, sem kom drengjunum af stað. Það var löngunin til að eiga þetta dýr, loka það inni, veiðieðlið sem maðurinn hefur geymt í sér gegnum marga ættliði, eitt- hvað f innstu hugskotum sem lá langt aftur í tímann, blóð for- feðra í fingrum drengjanna, þráin eftir að grípa. Einhver löngun kviknaði f Jens Erik eftir að eiga, verða alvaldur yfir hreyfingum þessa dýrs, loka það inni f búri og öðlast þannig aðild að sjálfri náttúr- unni, vald yfir einhverju lif- andi, gleði við tilhugsunina um, að þessi héri, stiikkvarinn með uppsperrtu e.vrun, gæti orðið hans eign —. „Pétur!" Jens Erik fann heita bylgju stíga frá fótunum og upp eftir líkamanum. Hann stóð, og horfði á það sem gerðist. Hér- inn hljóp á harðaspretti að girðingunni fyrir framan runn- ana, og þegar hann rakst f stál- vírinn, var eins og hann hefði stokkið aftur á bak og ylti um koli, en sfðan stökk hann með rykkjum út á lilið, og — aftur rakst hann á þessa hálf ósýni- legu hindrun. Hann stökk! Tvisvar sinnum stökk hann á girðinguna og stökk aftur, en í þetta skiptið til hliðar, og eins og blindur væri, hljóp hann skáhallt yfir túnið, frainhjá drengjunum, sem fylgdu í humátt á eftir. En hann vissi þó vel af þeim. Þegar Jens Erik hrópaði: „Pétur!“ var það sem merki um varúð, þvf allir menn, jafnvel minnsta barn, geta flutt dauðann f hendi sér. Skelfing, flótti! Aftur stökk hann, og hann hijóp eins og fætur toguðu út í horn túnsins og rakst þar á vírinn. Pétur byrjaði að hrópa. Hann hrópaði eins og vinnumennirn- ir, þegar þeir hrópa á hest, sem er staður, með öllu innihalds- laus áhersluorð og blótsyrði. „Jens Erik, fíflið þitt. Farðu og stattu þarna! Við eltuin hann frá báðum hliðum, re.vndu að hrekja hann út í horn, hlauptu á móti honum ofan úr brekk- unni. Við köstum okkur á hann, þegar við höfum króað hann af út í horni!" Eltingaleikurinn stóð næst- um hálfa klukkustund. Þrisvar voru þeir komnir alveg að hér- anum, en f hvert skipti tókst honum að smjúga frá þeim. Jens Erik fannst, sem allt væri komið úr skorðum í iðrum hans. Hann hafði hlaupasting í sfðunni, hann blés og stundi um leið og hann hljóp. Hann var sjóðandi heitur í kinnun- um, liann var kófsveittur svo fötin Ifmdust við hann og hárið var rennvott. Hann hrasaði, stóð upp á ný og hrasaði enn. Hvers vegna gerði hann þetta? Hann hugsaði að vísu ekkert, en skvndilega, var eins og hann og félagi hans fyndu til haturs gagnvart dýrinu. „Þessi djöfull — þessi fjandi!" Og í hvert skipti sem aumingja dýr- inu tókst að komast undan þeim, varð þessi ástrfða heitari. Nú var ekki lengur um leik að ræða. Nú skyldi honum náð, og Guð veri honum miskunnsam- ur, þegar hin harða hönd Pét- urs hins sterka hefði náð taki á hnakka hans. Hann hefði getað látið ná sér strax, en áfram stökk hann i örvæntingu, skelf- ingu lostinn endanna milli á túninu. Pétur var blóði stokk- inn um munninn, því hann hafði einnig dottið í grasinu og rekið hökuna f stein, svo blæddi úr tönnunum. „Er það nú — djöfull!" Af hverju sparkaðirðu ekki f hann, asninn þinn? Hann stökk beint inn á milli fótanna á þér!" Og áfram hélt eltingaleikur- inn, fram og aftur, út og inn, og girðingin virtist dragast saman utan um bráðina. Vírnetið virt- ist vaxa upp á við og grasið varð flatt og slfmugt, og skyndilega var eins og stórum, rauðum, grænum og gulum hringjum rigndi af himni ofan. Loftið var svo tært, og þyrnirinn breyttist f voldugan frumskóg með háu, hyljandi grasi undir greina- flækjunni, felustað sem opið land levndist á bak við, grænan akur þar sem hveitið var þegar orðið svo hátt, að það gat leynt dýri, héra á flótta —. En hérinn hafði samt ekki komist undir girðinguna. Birt- an hafði aðeins blindað þá augnabiik. Dýrið var orðið þreytt. Hann lá þétt upp við stálvfrinn, og hann hljóp ekki, þegar þeir nálguðust, en leit út eins og einn stór æðasláttur, allt frá fótunum, sem titruöu krampakennt. Þeir gátu séð hjartaö slá undir feldinum, að- eins svörtu eyrun með hvítu röndunum lágu hreyfingarlaus, teygð afturávið. Hann sýndi engin merki um flótta, hann var orðinn þreyttur og gaf sig drengjunum á vald. Jens Erik lokaði augunum og fann til flökurleikatilfinningar þegar hann sá Pétur kreista báðar hendurnar fast utan um háls dýrsins. Allt í einu var dýrið gjörbreytt. Slöppum Iff- lausum Ifkama þess var kastað í grasið og þar lá hérinn með Ijósan kvióinn upp, kyrktur, dauður og einskis virði. Jens Erik baróist við grátinn. Hann fann ekki til neinnar gleði, það var ekkert við þetta, engin gleði yfir neinu afreki, en skvndilega fann hann til ákafs ieiða og einlægs haturs á sjálfum sér og félaga sfnum, og hann lokaði augunum, því hann sá btóðdropa íla f gegnum munn dýrsins. Pétur stóð andartak og horfði á Jens Erik, og það var eitthvað fullorðinslegt við augnaráð hans, eitthvað sem mat hann, eitthvað fyrirlitlegt. „Þú ert ekki almennilegur strákur, veikgeðja, — asni," sögðu aug- un, og upphátt sagði hann: „Þú mátt eiga hann. Við veiddum hann á akrinum hans pabb- þfns, og ég nenni ekki aö standa í þessu lengur." — O;: svo gekk hann sína leiö blfstrandi, meðan Jens Erik lá í grasinu og velti því fvrir sér, hvernig hann gæti grafið dýrii , án þess að fulloróna fólkið sa i til lians. „Hver fjárinn — ó, hver fjár- inn! Var þetta eitthvaö verra en eitthvað af öllu hinu? Var þetta eitthvað verra heldur en að slátra grís? Nei, svo sannarlega ekki!" Hann bögglaðist saman, þeg- ar hann henti honum ofan í holuna, sem hann hafði grafið inni í runnunum. Hann hafði rifið upp nokkra keisara- kórónulauka, þegar hann stakk skóflunni í moldina. Nú jafn- aði hann moldina út og gróður- setti laukana, þrýsti þeim fast saman, og sá til þess, að gul- grænar spírurnar hvidust Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.