Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 13
Lancia Gamma Lancia hefur að kalla má verið Iftt kunnur bíll á lslandi, en í Evrópu hefur lengi staðið inikill ljómi af þessu nafni. Lancia hefur líkt og Citroen haldið sig við framhjóladrif, en að öðru leyti hafa spilin verið stokkuð upp og alveg nýjar gerðir komið á markað- inn. Þar má nefna Lancia Bcta, sem er kraftmikill og góður milliklassabíll og hafa honum verið gerð skil í Les- bók. Fiatumboðið, sem einnig hefur umboð fyrir Lancia, hef- ur selt eitthvað af Lancia Beta. Nú hefur Lancia hleypt af stokkunum flaggskipi verk- smiðjanna, Lancia Gamma. Það er lúxusbíll með sportlegu sniði og mætti einna helzt Hkja honum við stærri gerð- irnar af BMV. Lancia Gamma er búinn öflugasta fjögurra strokka mótor, sem völ er á: 140 hestafla vatnskældum. Drifið er enn á framhjólunum, hámarkshraðinn 195 km á klst. og viðbragðið úr kyrrstöðu í 100 km hraða eru 10 sek. slétt- ar. Verðið í Þýzkalandi er það sama og á Benz 230, BMV 2500 og Volvo 164E. Þrátt fyrir þrumuvinnslu er Lancia Gamma neyzlugrannur og eyðir til dæmis aðeins 11,9 Iftrum á hundrað km miðað við að honum sé ekið allan tímann á 140 km hraða. Meist- arinn Pininfarina á heiðurinn af útlitinu, sem er að fullu og öllu samkvæmt ftalska skólan- um og virðist hafa tekist vel. BÍLAR Jeppi frö Sviss Monteverdi er eina bílaverk- smiðjan í Sviss og aðeins 9 ára gömul. Það er f.vrrverandi kappakstursmaður, Peter Monteverdi, sem fyrir henni stendur og hefur hann til þessa einungis framleitt eina tegund sportbfls, sem keppir t við gæðinga eins og Jaguar og Ferrari. Nú er Monteverdi genginn í jeppafélagið og fvrsti Monteverdijeppinn hefur ver- ið sýndur. Hann er búinn 8 strokka Chrysler-vél og að sjálfsögðu með drif á öllum hjólum. Það telst helzt til nýjunga, að hægt er með rafmagnsbúnaði að setja fjögurra hjóla drifið af og á og er það gert með venjulegum rofa. Jeppinn heitir annars Safari og ku vera handsmíðað- ur eins og sportbfllinn frá Monteverdi og verðið er eftir því. í stórum dráttum má segja, að Monteverdi Safari sé talsvert svipaður Range Rover, en hvort hann hefur eitthvað framyfir annað en verðið er ennþá óreynt. Benz frö tæki, gat það stungið alla af. Ekki alls fyrir löngu var far- ið að framleiða í Bandarfkjun- um nákvæma eftirlfkingu af Benzinum frá þessum árunt og heitir hann nú Excaiibur. Framleiðslan er mjög tak- mörkuð, um 100 bílar á ári og óhætt er að segja, að verðið er yfirgengilega hátt, eða næst- um tvöfalt hærra en á Cadillac Seville, sem þykir þó ekkert slor. Excalibur er knúinn 400 hestafla 8 strokka vél og gfrkassi og drif eru úr Chevrolet Corvette. Excalibur-einsog Hitlerstímanunn talinn meðal þess allra bezta, sem framleitt var hjá bflaverk- smiðjum heimsins — og svo er raunar enn. A þessum árum var fátt sem jafnaðist á við biæjubílinn frá Benz. Y^lar- lokið var feykilega langt, vara- dekkið var utan á hliðinni og sverir barkar frá útblásturs- greinunum, stóðu út úr hliðun- um. Framan við vatnskassa- hlffina frægu voru fjórir lúðr- ar og þegar gefið var f á þessu Þegar Hitler var að brjótast til valda f Þýzkalandi á fjórða áratugnum var Mercedes Benz Þœttir úr íslenzkri skðksögu eftir JÓN Þ. ÞÓR í þáttum þessum hefur ein grein íslenzkrar skáksögu orðið útundan, ef svo má að orði kveða, og er það þátttaka íslendinga í alþjóðlegum keppnum. Skal nú reynt að gera hér nokkra bragarbót á, og verður í næstu fimm þáttum skýrt frá þátttöku íslendinga f Ólympíu- keppnum fram til 1940. Fyrsta Ólympiumótið, sem íslendingar tóku þátt i, fór fram i Hamborg sumarið 1 930. Átján þjóðir sendu sveitir til keppninnar og urðu úrslitin þau að Pólverjar með Rubinstein i broddi fylkingar sigruðu örugglega, hlutu 48.5 v. I öðru sæti urðu Ungverjar með 47 v., og Þjóðverjar urðu þriðju með 44.5. íslendingar urðu i 15. sæti með 22 v., Spánverjar urðu 16. með 21.5 v., Finnar i 1 7. sæti með 18 v. og Norðmenn ráku lestina með 1 6 v. í íslenzku sveitinni voru þessir menn: Eggert Gilfer, Ásmundur Ásgeirsson, Einar Þorvaldsson og Jón Guð- mundsson. Þeir tefldu allir 17 skákir. og hlutu allir dágóða útkomu. Gilfer fékk 6 v., Ásmundur 3.5 v., Einar 7.5 og Jón 5. Þetta var góð byrjun og sýndi, að þótt íslendingar væru ef til vill ekki í hóþi sterkustu skák- þjóða, voru þeir þó vel gjaldgengir. Eins og fram kom af upptalningunni hér að framan stóð Eggert sig bezt íslendinganna í mótinu. Hér á eftir fer ein skáka hans, en þar á hann i höggi við Indverjann Sultan Kahn, sem er ein mesta ráðgáta skáksögunnar. Hvítt: Eggert Gilfer Svart: MirSultan Kahn (England) Drottningar indversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. e3 — Bb7, 5. Bd3 — Re4, 6. 0-0 — f5, 7. Re5 — Ref6, 8. f4 — Be7, 9. Rc3 — 0-0, 10. Dc2 — d6, 11. Rf3 — c5, 12. Rg5 — Bc8, 13. d5 — g6, 14. dxe6 — h6, 15. Rf7 — De8, 16. Rxh6 — Kg7, 17. Rf7 — Bxe6, 18. Rg5 — Bd7, 19. b3 — Rc6, 20. a3 — Rg4, 21. Rf3 — Bf6, 22. Hel — Re7, 23. h3 — Rh6, 24. Bb2 — Bc6, 25. e4 — Kg8, 26. e5 — dxe5, 27. Rxe5 — Dd8, 28. Khl — Dc7, 29. Rxc6 — Dxc6, 30. Rd5 — Rxd5, 31. cxd5 — Dd7, 32. Bxf6 — Hxf6, 33. He6 — Hxe6, 34. dxe6 — Dd4, 35. Hael — Rg4, 36. hxg4 — Kg7, 37. Kh2 — Hh8, 38. Kg3 — g5, 39. Dd2 — Hh4, 40. gxf5 — Hxf4, 41. He4 — Hxe4, 42. Dxg5 — Kf8, 43. Bxe4 — Dxe4, 44. Df6 — Kg8. 45. e7 — De3, 46. Kh2 — Df4, 47. Kh3 — gefið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.