Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1976, Blaðsíða 16
furuskóginum hjá Minsk, þar sem hann og Georges Pompidou Frakklandsforseti áttu viðrædur, og gestaskála í finnskum stíl skammt frá Leníngrad. t hverri borg í Rússlandi eru sérstök aðsetur handa háttsettum, erlendum gestum, sem starfrækt- ir eru á vegum ríkisins. Krfitt er að koma auga á þau, fyrr en kom- ið er alveg að þeim, því að venju- legast eru þau kippkorn frá veginum eða þá að þau eru um- lukt girðingum eða trjágróðri. Eitt sinn var ég staddur í olíu- borginni Sargut í Vestur-Síberíu ásamt nokkrum bandarískum fréttamönnum. Við bjuggum í gestaskála, sem Kosygin forsætis- ráðherra hafði áður notað. Her- bergin voru þiljuð með furu, báru sveitaeinkenni, og voru í alla staði hin vistlegustu. Allt í kring voru tilbreytingarlausar, verk- smiðjuframleiddar íbúðarhlokkir verkamannafjölskyldna. Tvö rúm voru I hverju svefnherbergi, og þau voru rúmgöð og björt, rúmin þægileg og hægt var að stilla Ijós- in. Aö vísu lak pípulögnin. Nóg var af nýjum ávöxtum og græn- meti í matsalnum, en svona snemma vors fæst slíkt ekki í vcnjulegum verslunum. Við annað tækifæri rakst ég af tilviljun á dóttur Kosygins, Ludmillu og fjölskyldu hennar í lest á leiö til sumardvalarstaðar rfkisstjórnarinnar í Latvia. Með mér var fréttamaður Chicago Tri- bune, Mike McGuirc, og við lent- um á tali við eiginmann Lud- millu, D/.ermhen Gvishiani, sem er sérfræðingur í samskiptum milli austurs og vesturs. Við ræddum lítillega um það og sumarleyfisdvalarstaði f Sovét- ríkjunum. Gvishiani, er laglegur, velklæddur Georgíumaður, sem auðvelt væri að taka fyrir vest- rænan kaupsýslumann, enda kemur það iðulcga fyrir. Hann tjáði okkur, að fjölskylda hans kysi strendurnar og svalt veður- farið við Eystrasalt, því veður- farið er heitt við Svartahaf, og það færi illa með bakiö í honum. Þegar hér var komið, var fjöl- skyldunni borinn matur úr veitingavagninum, í trássi við sovéskar venjur. Við McGuire báðumst afsökunar, en okkur var komið í skilning um. að það heyrði meO forréttindum okkar sem erlendir fréttamenn, aö fá að horða í vagni okkar. Þetta væri sérstök þjónusta járnbrautanna. Auösýnilega var það þó nærvera Gvishianihjónanna, sem átti mesta þökk á þessu, því á heim- lciðinni reyndum við árangurs- laust aö fá matinn scndan í vagn- inn til okkar. íburður sá, sem lagður hefur verið í sumarsetur sumra fram- kvæmdaráðsmanna, er svo mikill, að sumum högværari enbættis- mönnum flokksins hefur þótt nóg um. Sem dæmi má nefna fyrrum flokksforingja frá Úkraínu, Pyotr Shelest. Krím heyrir undir Úkraínu, og því gat Shelcst valið sér verkamenn og efnivið eftir því sem honum þóknaðist. Hann lét verkamenn frá Úkrafnu reisa rúmgóða, fjögurra hæða höll á svæði, sem náði yfir hálfa mílu af strandlcngjunni nálægt Mikitsky- görðunum við Jöltu. Sandi var ekið sérstaklega á ströndina ásamt alls kyns húsgögnum fyrir heimili hans. Byggöir voru sjó- varnargarðar. Fólk, sem annað- hvort synti eða gekk of nálægt, var rekið burtu af öryggisvörðum. Hvernig sem öðrum Sovétleið- togum hefur nú líkaö eyðslusemi Shelests, missti hann ekki sveita- setur sitt f.vrr en hann hrökklaðist úr sæti sínu í fram- GALLVASKI! í útlendingahersveitinni cTrUS TAf ORUSW _ ' HEYRÐU, HÆ6f>UwF% W SVCLÍTIV'A FERÐINfJI.I f ÞEIR SNÚA ALUR TAM 06- , TRÝNf UPP, 7U STJARN- \ANNA pU VEKUR LÍNA v ‘ 1 / H5RBÚ-DUM sKtPÍás! ÞAVKALLA E6L/KA BESTU HERNAVARAVFERD ' EN V/t> 6ER- UM SAMT 'ahlaupía A MEVANl T/TRANPI TJAUN SESARS-.. ' J/EJA, SYÓ SRIPIO ÆTLAR AE> LE66JA J TJL ORUSTH. JÆJA. Þ'A EREkR/ UMANNAP APRÆPAEN... -k Jr., NASTAPN6- LE6A 7EN/N6UM, EINS 06 E6 ER , VAUURAPSSSJAfÍ r NEFN/PÞA LYR/lORPtÐ BÚfHR SKIPJOS. 'OPNKJ E/Ní 06 SROT! . ^Umskríl 'H/ERN/6 /ETT/ É6AÐ ÞÚ 6ETUR ERRt KOM/STSVONA /NN! ÞÚ GETUR ÞAPERRl SR/TT MEPÞAÐ/ MUNÆ SLÍRT'? E6 BRÞO EN6/NN TUN6UMALAMAO UR. NEI, ÞAP ERE/NS06 ^ÚLAT/NA FYR/RMÉR Jé MANSTUÞAÐ STELNRLFUR , OEKK/ fÞETTA RALLA E6 ' Í/RA RURTE/S- USTLJAÞFERO/NA ! VÞÚERTA/VE6 V/TLAli^k / R.ÓMVERJA. STE/N- R/Kt/R. J/EJA, NUEÆREU ^ÞO N06AFÞEÍM. r// VOPNA / /UO/STERÁ 8Ú0LRNAR. HVAÐ6ERAAL nnmvm- V RöM/BRJAR ALVE6 Þ0LANLB6IR. BN ELD- STEIRTIR VILLI6ELTIR L. Þú BETRI.. . kvæmdaráðinu og missti öll völd í Úkrafnu. Reglur flokksins sýna vanalegast enga miskunn í slík- um tilvikum: stööumissir þýðir að sveitasetur viðkomandi cr einnig tekið af honum. Shelest var mjög háttsettur, og fékk því annan nokkuð minni sumarbústað í sárahætur. En kcrfið vinnur líka öfugt. Meðan stóð á viðræðum Brésnevs og Nixons forseta í júni 1974, notaöi Andrei Gromyko utan- ríkisráðherra tækifærið og sýndi Henry Kissinger utanríkisráð- herra nýja sveitasetrið sitt á Krímskaga. Þótt Gromyko hafi gegnt embætti utanríkisráðherra í sextán ár, fékk hann ekki sveita- sctur af ffnustu gráðufyrr en hon- um var leyfð innganga í fram- kvæmdaráðið í apríl 1973. Ein frægasta undantekningin frá þessum viðtcknu reglum um forréttindi er Anastas Mikoyan, bragðarefurinn gamli frá Armeníu, sem hefur þraukað „Iljitsa á milli“ — frá Vladimir lljitsj lenín til Lconíd Il.iitsj Brésnevs — eða lengur en Ineði Stalfn og Krúsjof. Þótt hann hafi verið neyddur til að draga sig f hlé vegna stuðnings síns við Krúsjof, á Mikoyan engu aö síður fallegt einbýlishús nærri Gagra við Svartahaf, þar sem hann er sagður geta laugaö lúin bcin í tveimur sundlaugum, lögðum marmara. Auk þess á hann stórt óðalsetur fyrir utan Moskvu þar sem hann hefur þjóna á hverjum fingri. Sagt er aö fyrir byltinguna hafi auöugur kaupmaður frá Kákasus átt óðal þetta. Niðurlag f næsta blaði. t'lKffandi: H.f. Arvakur. Rpykjavfk Framkv.slj.: IlaraldurSu'lnsson Rilsljórar: Mallhfas Johanncssen S|> rmir (Itinnarsson Rilstj.fllr.: (ífsli SÍRurðsson AiikI> sittKar: Arni (iarðar Krislinsson Rilsljórn: Aðalslræli 6. Simi 10100

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.