Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 4
Ég hafði dvalist í Bandarikj- unum í nokkra mánuði, farið víða og fræðst um margt í þessu víðienda og margslungna rfki. En nú var dvöl mín á enda og komið að ferðinni heim. Ég sat og beið í flugstöðvarhúsinu á Kennedyvellinum alkunna eft- ir þvf að kaliið kæmi. Þarna var mikili ys og þys og fjöldi fóiks á ferðinni. Sífellt kváðu við til- kynningar frá hinum ýmsu flugfélögum um að véiar þeirra væru að koma eða fara, og þá brást það ekki á hópar farþega stormuðu ýmist inn eða út. Heimspekilegar hugrenningar leiíuðu á mig, þar sem ég sat þarna harla einmanna, og ég fór að velta því fyrir mér, hvað þetta allt saman væri svipað sjálfu mannlffinu, þar sem aldrei er nein kyrrstaða, heldur allt á ferð og flugi ýmist inn í veröldina eða út úr henni aftur. Já, stöðvarhús á alþjóðlegum flugvelli er sannarlega sem smækkuð mynd af veröldinni og fbúum hennar. Én nú varð mér litið út um glugga f áttina til vallarins. Þá sá ég nokkuð, sem ég hafði beð- ið eftir. Silfurgljáandi flugvél með fslensku fánalitina málaða á stélið rann eftir einni flug- brautinni í áttina að stöðvar- húsinu og stansaði skammt þar frá. Nú hlaut biðin brátt að verða á enda og það kom á daginn, þvf að ekki leið á löngu, ;-nr til hrópað var upp f kall- kerfinu að f:’rþegar til Reykja- vfkur skyldu ganga út um tilteknar dyr og hefja flug inn- skamms. Ég beið ekki boðanna, þreifaði á brottfararkortinu í frakkavasanum og gekk að út- ganginum. Fólk tfndist að úr ýmsum áttum, svo að á leiðinni eftir ganginum út var þarna kominn álitlegur hópur karla, kvenna og barna. Ég fór að heyra fslensku á ný, svo að ekki var um að villast að nokkur hluti tilvonandi samferðafólks • míns var af sama bergi brotinn og ég. Það var notalegt að heyra ástkæra, ylhýra málið aftur, eftir þetta langan tfma, og mér hlýnaði um hjartaræturnar. Þetta var orðinn stærðar hóp- ur, sem von bráðar þrammaði út að flugvélinni, upp tröpp- urnar og inn. Ég hraðaði mér fram eftir ganginum, þar til ég kom auga á laust sæti við glugga, þvf að mér líður alltaf betur á flugferðum, ef ég get séð sæmilega út. Það leit svo út uin stund sem enginn ætlaði að setjast hjá mér, enda var vélin ekki fullskipuð. tJm síðir kom þó stór og sterklegur náungi, sem auðsjáanlega hafði orðið seinn fyrir, og skellti sér þar niður. Brátt var okkur ekkert að vanbúnaði. Hreyflarnir voru ræstir, vélin tók að renna á rólegri ferð eitthvað út á völl- inn og fyrirmæli kváðu við til farþeganna um að spenna öryggisbeltin og revkja ekki. © HVIT LYGI Smðsaga eftir Jön R. Hjðlmars- son Nú stansaði vélin, en hreyflarn- ir hömuðust enn meira en áður, svo að þessi stóri skrokkur nötraði og skalf. Andartaki sfð- ar fór hún aftur af stað og jók þá sífellt hraðann, þar til hún sleppti allri snertingu við jörð og rann skáhalt upp f blámóðu himinsins. Flugið heim var haf- ið og ég naut þess að sitja við gluggann og horfa á sitthvað, sem fyrir augu bar. Vélin leit- aði sffellt hærra og hærra og brátt lá heimsborgin mikla, New York, fyrir fótum okkar. Stórhýsin sýndust ekki svo yfir- þyrmandi há lengur og bílarn- ir, sem runnu eftir götum og hraðbrautum, voru næstum sem leikföng á að lfta. Allt var þetta sem f svip að sjá og brátt var það lfka að baki, þvf að við stefndum frá landi út yfir ægi- vfdd hafsins. Ég hætti að stara út um gluggann og þá fyrst tók ég eitthvað að marki eftir mannin- un, en hafði sest við hlið mér. „Ertu fslenskur", spurði hann, og ég játaði þvf. Þannig hófust kynni okkar, sem entust vel leiðina heim, þvf að ég hef varla haft skemmtilegri ferða- félaga af ókunnugum manni að vera. „Hefurðu verið lengi fyr- ir vestan“, spurði ég. „Nei, ekki f þetta skiptið, því að ég fór aðeins snöggferð f viðskiptaer- indum. Geri það alltaf öðru hverju“. Það kom á daginn að sessunautur minn rak verslun- arfyrirtæki f Reykjavík og fór mjög oft vestur um haf, þar sem hann átti marga viðskipta- vini og kunningja. Sagði hann mér ýmsar skemmtilegar sögur af ferðum sfnum og fólki, sem hann hafði átt samskipti við. Við röbbuðum saman, snædd- um saman góðan flugvélamat af pappadiskum og drukkum kaffi á eftir úr pappabollum. Ekkert var lengur að sjá, nema himin og haf, en tíminn leið fljótt við skemmtilegar sam- ræður og fjörlegar frásagnir þessa hressa og glaðværa manns. Það var hieint ótrúlegt, hvað hann sagði mér margt á ekki lengri tíma en þetta flug þó tekur nú orðið. Ég hef nú gleymt því mesta, sem hann sagði mér, en þó er alltaf ein af sögum hans, er kemur upp f hugann öðru hverju. Það er sagan um Bill Davis, þann mikla heiðurs- mann og góða heimilisföður, sem hélt að fslendingar væru manna gáfaðastir. Én nú gefum við samferðamanninum orðið um stund. „Ég leit við hjá honum Bill vini mfnum f þessari ferð. Geri það stundum, þegar ég kem til New York, enda hefur hann látið mig lofa þvf hátíðlega að koma við hjá sér, ef ég geti. En hann þykist eiga mér meira að þakka en flestum öðrum og lft- ur á mig sem sérstakan vel- gjörðarmann sinn og slns fólks. Það er alltaf gaman að sjá, hvað Bill hugsar vel um heimilið og lætur sér annt um börnin. Þau eru nú öll að verða uppkomin og vfst eru þau myndarleg og mannvænleg, börnin þau, þótt þau séu talsvert sitt með hverju móti. Þau hjónin eru líka mjög ólfk, þvf að Bill er dökkur á brún og brá, en konan hans er ljóshærð og bláeyg, mesta myndarkona. Börnin lfkjast svo sitt f hvora áttina, svo að ekki er að furða, þótt þau séu harla ólfk hverju öðru af systkinum að vera. En hvað sem því Ifður, þá lætur Bill sér jafnannt um þau öll og er konu sinni sam- taka f að búa vel að þeim og gera heimilið hlýlegt og aðlað- andi. Það er alltaf jafngaman að heimsækja þessa fjölskyldu og þar er bókstaflega dekrað við mig. Bill þreytist aldrei á að lýsa þvf fyrir konu sinni og börnum, hvflfkur afbragðsmað- ur ég sé og staðhæfir að hann standi í ævarandi þakkarskuld við mig. Ég fer næstum því hjá, mér við að heyra þessa lofgerð- arrollu, en sem betur fer nefnir hann aldrei, hvað það var, sem hann þykist eiga mér að þakka. Ég get varla minnst á það kinn- roðalaust, en að þessum góða og vandaða manni laug ég meira en að nokkrum öðrum. En það er best að byrja á byrjuninni og segja þér, hvernig þetta kom til allt saman. Kunningskapur okkar byrj- aði fyrir mörgum árum. Ég var þá ungur og Iffsglaður maður og vann á vellinum við Kefla- vík eins og margir fslendingar á þeim árum. Með okkur unnu þá fjölmargir útlendingar og voru þar á meðal alls konar heimshornamenn. 1 þessum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.