Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 6
KONUR OG JAFNRETTI „Ég gekk um bæinn í örvæntingu” Þuríður J. Árnadóttir ræðir við ERLU MAGNÚSDÓTTUR, einstæða móður í Reykjavík Flestir verda þess ein- hverntíma varir, að lífið er ekki allt dans á rósum. Sú staðreynd birtist í hinum margvíslegustu tilbrigð- um. Eitt af þessum tilbrigð- um kemur í ljós í eftirfar- andi samtali okkar Erlu Magnúsdóttur. Hún býr á- samt börnum sfnum tveim- ur, að Meistaravöllum 29. Þar í stofunni hennar sát- um við eina kvöldstund í sumar. Erindi mitt var að skyggnast ofurlítið inn í lífskjör þeirra kvenna, sem svipað eru settar og hún. Persónuleg vandamái ræðir hún af hlutleysi og æðrulaust, bregður upp svipmyndum frá liðnum lífsþáttum, sem að mínum dómi halda athyglinni ekk- ert sfður vakandi en fjöl- skylduvandamál vinsælla framhaldsþátta, sem stundum hafa birst á sjón- varpsskjánum. — Ég tek þaö fram, segir Erla, að ég er ekki illa sett núna, hef í rauninni yfir engu að kvarta. Siðan ég fékk þessa ibúð og fasta vinnu, hefur hagur okkar farið batnandi ár frá ári. En því miður veit ég um margar einstæðar mæður, sem ekki geta sagt það sama. Þú ert sem sagt ein þeirra heppnu? — Ég álít að mín reynsla hafi á ýmsan hátt verið auðveldari en margra annarra mæðra í sömu sporum, segir Erla. Ég var þó komin vel yfir táningsárin, þegar ég þurfti að sjá um mig og son minn. Reynsla Erlu af hlutskipti ein- stæðrar móður hófst fyrir fimmt- án árum, þegar sonur hennar fæddist. — Þá tók við þetta venjulega undir þeim kringumstæðum, seg- ir hún. Eg fór vinnukona út á land til þess að geta unnið og haft drenginn hjá mér. Þegar hann var tveggja ára, lagðist ég á sjúkrahús vegna uppksurðar og varð að iáta hann frá mér í nokkra mánuði. Ég leitaði þá til Barnaverndarnefndar og fékk þar góða fyrirgreiðslu. Drengnum var komið að Silungapolii. Þegar Erla hafði náð sér eftir uppskurðinn, tók hún son sinn tii sin aftur og hóf sömu lífsbarátt- una að nýju. Þegar hann var á fimmta ári, stofnaði hún heimili með manni og eignuðust þau eina dóttur. En sambúð þeirra stóð ekki lengur en næstu fimm árin. Þá varð hún aftur ein og nú með tvö börn og heimilislaus. — En ég var bjartsýn, segir hún. Ég sendi bæði börnin í sveit um sumarið og ætlaði að vera búin að finna húsnæði og fá mér vinnu, þegar þau kæmu aftur úr sveitinni um haustið. En það fór á annan veg. Mér tókst hvorki að fá vinnu eða húsnæði. — Þó gaf ég ekki upp vonina en gekk á vinnustaðina einn af öðr- um, en það bar ekki árangur, enda var erfitt um vinnu á þess- um árum. Það sama var að segja um húsnæði. Seinast gekk ég um bæinn í örvæntingu minni og barði að dyrum, þar sem ég sá að ekki voru tjöld fyrir gluggum. En allstaðar var sama svarið: Ekkert húsnæði var til leigu. — En loksins hafði ég lánið með mér, heldur Erla áfram. í sömu vikunni og börnin komu úr sveit- inni, fékk ég hús á leigu. Þetta var lítið en snoturt hús, hiýtt og notalegt til ibúðar. Mér fannst ég hafa himin höndum tekið, fiutti inn og kom heimilinu i sæmilegt lag í tæka tíð til að taka á móti börnunum. En sú sæla stóð ekki lengi. — Ég varð fljótlega vör við ónæði. í fyrstu gat ég ekki áttað mig á hver orsökin var en fljót- lega kom i ijós að rotur voru þarna á milli þiija. Ég fékk mein- dýraeyði, sem reyndist þegar til kom kunnugur á staðnum. Reynt var að eyða þessum ófögnuði en það tókst ekki. Ég svaf ekki á nóttunni fyrir óhugnaði og ótta við að þar mundu naga sig i gegn- um þilin og inn til okkar. Þetta reyndi á taugarnar en i annað hús var ekki að venda. — Og ekki rættist úr atvinnu- horfum, heldur Erla áfram. Ég reyndi hvar sem var en þegar auglýst var eftir fólki í vinnu, voru oft langar biðraðir. Þar sem vinnu var að hafa, höfðu vinnu- veitendur ekki áhuga á að taka konu með börn á framfæri í vinnu. „Hvað ætlar þú að gera ef börnin veikjast?" var spurt. Og auðvitað gat ég ekki svarað nema á einn veg: Ég yrði að vera heima. Ég átti ekki móður á lífi eða aðra ættingja, sem gátu hjálpað mér með börnin á þeim tíma. Hefði ég fengið vinnu, ætlaði ég að reyna að fá vist á dagheimili fyrir telp- una, hún var þá orðin fjögurra ára. Drengurinn var níu ára og var þá þegar farinn að gera sér grein fyrir ástæðum okkar. Hann hjálpaði mér að vinna fyrir heim- iiinu; við bárum út blöð og ég prjónaði lopapeysur. En það hrökk ekki til. Við urðum að fá styrk frá Félagsmálastofnun til að endar næðu saman. — Þegar leið að jólum um vet- urinn og ekkert rættist úr með vinnu, missti ég skyndilega kjark- inn. Vonleysið greip mig svo föst- uirt tökum að ég sá ekki framá neitt nema uppgjöf. Mín fyrsta hugsun var að koma börnunum í öryggi. Ég tók þau með mér og hélt á fund félagsráðgjafa hjá Fé- lagsmálastofnun. Þar var mér tek- ið mjög vinsamlega og viðeigandi ráðstafanir gerðar. Börnunum var fengin vist á upptökuheimil- inu við Dalbraut, en mér sjálfri var komið í læknishendur. Næstu vikur var ég á Geódeild Borgar- spítalans. © Nú mundi álita að þessi reynsla hefði skapað Erlu það tjón, sem erfitt yrði að bæta. En á því hefur hún sjálf aðra skoðun. — Ég lit á þessa dvöl mina á Borgarspitalanum sem þá bestu lifsreynslu, sem ég hef hlotið um ævina, fyrst tii hennar þurfti að koma, segir hún. Þar fékk ég aó- stoð og tíma til að skilja sjálfa mig og mín vandamál betur en áður. Smám saman fann ég þann styrk og fótfestu, sem þurfti til aó taka þráðinn upp að nýju. Eftir tæpan mánuð fór ég á Hvitabandið, sem er endurhæfingardeild fyrir þá, sem þurfa þess með. Þar var ég i sex mánuði. Ég fór strax að vinna en vildi ekki hætta mér þaðan fyrr en ég hefði fengió fastan samastað og öruggt starf, til þess að geta tekið börnin til min aftur. Þegar leið á veturinn fékk Erla vinnu á Laufásborg og sótti jafnframt um vist fyrir dóttur sína þar. Um vorið fékk hún tveggja herbergja íbúð á leigu hjá Reykjavíkurborg og gat þá tekið dóttur sina til sín. Um haustið kom svo sonur hennar heim en hann hafði verið í sveit um sumarið. Skömmu seinna fékk Erla fast starf við gæsluvelli borg- arinnar, og með því var heimilið komið í fastar skorður. — Síðan hefur allt gengið hverjum deginum betur, segir hún. íbúðin er að vísu ekki stór, en það fer vei um okkur og örygg- ið er fyrir öllu. Ég vinn hér skammt frá, svo alltaf má hafa samband við mig ef börnin þurfa á því að halda. Hvað telur þú að hafi verið þér erfiðast af þvf, sem á undan er gengið? — Það var að vísu ekki mjög bjart framundan, þegar engin króna var til fyrir heimilisnauð- synjum og ekki sjáanlegt að úr mundi rætast, en þó held ég að óvissan um öruggan samastað hafi verið þar þyngri á metunum, segir Erla. Heimilið er sá punktu^ sem útfrá verður að ganga. Þó margir aðrir hafi lítil fjárráð en við, sem erum einar með börnin okkar, má hafa i huga að oft höf- um við takmarkaða möguleika til að veita börnunum þaó athvarf, sem heimili þarf að vera. Við verðum að samræma mörg hlut- verk: Gæslu barnanna og upp- eldisskyldur, heimilisannir og framfærslu fjölskyldunnar, sem í mörgum tilfellum tekur meiri tima og krafta en hollt er fyrir heimilislifið. Öll ábyrgðin hvílir á einum og sama aðila. Sú ábyrgð er stundum þung á okkar herðum. En nú er gert ráð fyrir að að- stoð sé til staðar, þegar hennar er þörf? — Það er rétt. En fiestir vilja komast hjá þvi að þiggja aðstoð. Vilja ekki allir komast áfram af eigin rammleik? En Félagsmála- stofnunin er mikill styrkur þegar í nauðir rekur. Henni er bara svo þröngur stakkur skorinn, að hjálpin nær ekki svo langt sem skyldi. Fjárhagslegur fram- færslustyrkur kemur ekki að til- ætluðum notum, ef sálarlegt þrek brestur. Ef til þess kemur, verður viðkomandi einstaklingur og þeir sem eru á hans vegum margföld byrði á samfélaginu, en til þess að koma i veg fyrir það, þarf oft ekki annað en athygli og smávægilega aðstoð. Að mínu áliti þarf að gefa þvi meiri gaum en gert er. Til dæmis er mikil þörf fyrir sál- gæslu. Telur þú að það eigi sérstaklega við um einstæðar mæður? — Já, ef til vill. Og þá helst vegna þess að margar þeirra eru einar með sín vandamál, hafa engan til að ræóa þau við. Sumar þeirra eru ekki betur upplýstar en svo, að þær vita ekki hvert þær geta snúið sér til að leita eftir brýnustu hjálp. Ur því mætti bæta. — Það eitt mundi spara mörg- um áhyggjur og óvissu, að vita af einhverjum ráðgefandi aðilum, sem leita mætti til með helstu áhugamál og vandamál en hvor- tveggja er venjulega í sambandi við börnin, t.d menntun þeirra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.