Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1976, Blaðsíða 7
Ég er sjálf svo heppin, segir Erla, að minn sonur hefur ákveóna námsbraut í huga og mitt kapps- mál er að styðja hann til þess. En ég þekki fjölskyldur þar sem börnin hætta í skóla eftir skyldu- nám og fara þá jafnvel að búa og eiga börn; með því er þá oft að hefjast sama sagan og hjá foreldr- unum. Stundum gætu viðræður við utanaðkomandi aðila haft meiri áhrif á ákvarðanir barn- anna en tillögur móðurinnar einnar. Með því mætti í sumum tilvikum sigla framhjá þessum skerjum og öðrum, sem á vegi verða. Hvað álftur þú að sé þungbær- ast fyrir börn einstæðra mæðra? — Afskiptaleysið er verst fyrir þau, segir Erla. Eeðurnir láta þau oft afskiptalaus. Tengslin rofna milli föður og barns, þegar faðir- inn fer af heimilinu. 1 sumum tilvikum kærir hann sig ekkert um börnin, þykist góður að sleppa með að g’reiða lágmarksmeðlag. En börnum er jafnmikilvægt að heyra til föður sinum og móður sinni. Að mínu áliti er það mjög rangt og vanhugsað af móður að rjúfa tengslin milli föður 'og barns, ef annars er kostur. Það er nóg reynsla og þjáning fyrir barn- ið að vita af foreldrum sínum fara hvort sina leið. — Ofan á þetta bætist svo aö móðirin er oftast of önnum kafin tii að sinna börnunum eins og skyldi, heldur Erla áfram. Sér- stöðu þessara barna lætur sam- félagið einnig afskiptalausa að mestu leyti. Æskilegt væri fyrir þau að möðirin hefði tækifæri til að einbeita sér meira að uppeldi og samfélagi við þau, en lífsbar- áttan leyfir það ekki. Engin græð- ir á því basli, sem oft einkennir líf þessara barna. Aðstaðan í upp- vextinum gerir flest þessi börn að þvi, sem þau sfðar verða. Telur þú mikilsvert fyrir börn- in að fylgja móðurinni? — Ef til vill ræður hefðin ein- hverju um þá reglu, segir Erla En sjálfri kom mér aldrei annað til hugar en að börnin min fylgdu mér. Þó vil ég ekki halda því fram, að alltaf sé mikill munur á móður- og föðurumhyggju. Eins og er hefur faðirinn oftast að vissu leyti betri aóstöðu og mögu- leika til að veita börnunum öruggt heimili en móðirin. Karl- menn hafa flestir hærri laun en konur, þótt það bil sé eitthvað farið að minnka. Einstæður faðir getur þessvegna einbeitt sér aó framfærslu heimilisins og leyft sér að hafa heimilisaðstoð, sem ekki eða mjög sjaldan kemur til greina fyrir einstæðar mæður, þótt þær þyrftu þess ekkert síður með. Hvað um félagsþörf og frí- stundir ykkar? Ferð þú eitthvert í sumarleyfinu? — Eg hef aldrei farið neitt í sumarfriinu nema einu sinni til Vestmanneyja til að vinna i frysti- húsi, segir Erla. Fjárráðin leyfa það ekki. En ég líð ekkert fyrir það. Áhuginn beinist að öðru eins og er, allt miðast við að vinna og sjá um að tekjurnar hrökkvi fyrir útgjöldum við heimilið og þvi, sem unglingar þarfnast almennt. Einstæðar mæður eru kannske Framhald á bls. 14 ' Séð til Eyjaf jallajökuls úr Þðrsmörk Jön Á. Gissurarson GUÐNA- STEINN - GOÐASTEINN Sunnudag 14. sept. 1975 fórst flugvél á Eyjafjallajökli. Áhöfn, ung hjón, fórst og far- kosturinn varð að braki. Sunnanvindur er talinn hafa borið flugvél þessa af réttri leið, enda lauk hún för sinni í suðurhlföum hábungu Eyja- fjallajökuls. Blöð, sjónvarp og útvarp sögðu slys þetta hafa hent skammt frá Goðasteini. Örnefni þetta tel ég vera og hafa verið Guðnastein, enda svo f niunni almennings undir EyjafjöIIum og nágrannasveit- um. Guðnasteinn er standberg, sem veit mót suöri, en hulið jökli á allar aðrar hliðar. Hæsti tindur, 1666 rnetra yfir sjávarmál, gnæfir ekki ýkja hátt upp úr freranum. Uppi hallar norður og vestur. Lækk- að hefur um tæpa hundrað metra í tveggja kílómetra fjar- lægð I norður, en um rúnta 100 metra, ef fai-ið er 4 kflómetra norðvestur. Gnæfa þar fjöll upp úr sem sjást af svæði Þórs- merkur. Lýsing er frá 1929, en þá var Eyjafjallajökull miklu stærri en nú. Mörg sker eru því komin f dagsins Ijós sem þá voru snævi hulin. Nafn Guðnastcins hefur ekki komizt á bókfell fram eft- ir öldum. Hvorki er hans getið f Islcndingasögum né f Sturlungu, þótt Eyjafjalla- jökuls sé minnzt f bak og fyrir, einkum f Njálu. Þetta er næsta auðskilið. Guðnastcinn er fjarri alfaraleið. Engir áttu þangað erindi, beitilönd öll vfðs fjarri. Ekki varð notazt við hann sem hornmark í landamerkjum svo sem Dímon úli á Fljótsaurum, né heldur til miðunar á fiskislóðum vegna hæðar hans yfir öll ná- læg fjöll. Engum gat dottið í hug að hefja málssókn vegna eignarheimildar, þótt slíkt væri næsta algengt undir Evja- fjölluin. Engu að sfður má gera þvf skóna, að hæsta gnípa Eyja- fjallajökuls hafi borið nafn frá upphafi byggðar undir Eyjafjöllum. Svo tignarleg gnæfir hún yfir undirfjöll öll. Margur bóndi hefur gotið aug- um til Guðnasteins, þegar hann signdi sig og kastaði af sér vatni undir húsvegg I morgunsárið og spáði um töðu- þurrk komandi dags. Elzta landahréf með nafni þessa tindar er uppdráttur Sæmundar Magnússonar Ilólms frá 1777. Er það Guðna- steinn. Sveinn Pálsson kleif þennan tind 1793. Á landa- bréfi Sveins stendur: „Há-jökulleller Guðna-steinn.“ Sveini Pálssvni er kunnug saga af Guðna þræli Rúts á Hrútafelli, scm hann á að hafa vegið þar, eftir að þrælar Rúts höfðu bruggað honum launráð. 1 Þjóðsögum Jóns Arnasonar eru höfð endavíxl á sögu þess- ari, Rútur fellur fyrir hendi þræla sinna. Landabréf Björns Gunn- laugssonar kom út 1844. Stend- ur á þvf Goðasteinn, þar sem áður stóð Guðnastcinn. Á kort- um herforingjaráðsins danska er aðalnafn Goðasteinn, en innan sviga Guðnasteinn. Á sföustu kortum Landmælinga tslands er svo Goðasteinsnafn einvörðungu, en nú á tveimur stöðum, við hæsta hnúk og svo Framhald á bls. 14 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.