Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 2
Séð af Hafnarfjalli ofan í Örlygshöfn og út á Patreksfjörð A HNJÓTI ■ ■ ORLYGSHOFN Hulda Valtýsdöttir heimsœkir hjönin ö Hnjöti, Ragnheiöi Magnusdöttur og Egil Ölafsson og sagt er frö hinu merka safni gamalla muna, sem Egill ö heiöurinn af að hafa safnaö saman. Egill Ólalsson Örlyí>shöfn er dalur með all- miklu sjávarlóni viö sunnanverð- an Patreksfjörð. Dalurinn er kenndur við Örlyn >>amla, sem þar hafði fyrstur vetursetu. t Ör- lygshöfn er mest byggð og gróð- urlendi við Patreksfjörð að sunnari og þar eru nokkur blómleg býli. Eitt þeirra er á Hnjóti, en þar hefur verið unnið slíkt menningarstarf af áhuga og eljusemi í þágu varðveizlumála, að varla á sér hliðstæðu hérlend- is. Á Hnjóti er nýlegt hús f grös- ugu túni. Það sjá vegfarendur, sem leið eiga hjá garði. En sjálf- sagt er færri kunnugt um, að þar innan veggja er geymt merkasta minjasafn í einkaeign á islandi. Það er bóndinn á Ilnjóti, Egill Olafsson, sem að söfnuninni hef- ur staðið og menn undrast, hvern- ig honum hefur unnist tími til að sinna þessu áhugamáli sínu af slíkri natni sem raun er á, jafn- hliða búskapnum, en aö auki ann- ast hann flugstjórn á flugvellin- um við Patreksfjörð, sem einnig er sunnanvert við fjörðinn. Börn þeirra hjóna, Egils og konu hans, Ragnheiðar Magnús- dóttur, eru vaxin úr grasi og elzti sonur þeirra, Ólafur og kona hans, Ásdis Ásgeirsdóttir eru byrjuð félagsbúskap með Agli. En foreldrar Egils, Ólafur Magnús- son og kona hans Olafía Egilsdótt- ir sem stundaði ljósmóðurstörf í sveitinni f 25 ár, eru þar einnig til heimilis. Það er gott aö heimsækja allt þetta fólk. Heimilið ber það meö sér, bæði að ytra búnaði og innri gerð, að þarna hefur íslenzk menningarsaga lengi verið í há- vegum höfð. Við sitjum í stofunni, þar sem vissulega gefur að líta marga merka muni og talið berst brátt að minjasafninu. Ég hef einlægt haft áhuga á gömlum munum, segir Egill. Frá barnæsku hefur mér þótt gaman að fræðast af eldra fólki, en áhugi minn beindist þó einkum að göml- um munum, sem snerta atvinnu- söguna og húsbúnað frá fyrri tíð. Ég fór snemma að spyrjast fyrir um þessi mál hjá sveitungunum og í nágrenninu og fólk sýndi alltaf fullan skilning á þessari forvitni minni. Gripina hef ég eignasl með ýmsu móti. Upphaflega voru flest- ir héðan frá Hnjóti en nú hafa miklu fleiri bæt/.t við annars stað- ar að. Fæsta hef ég keypt, en t.d. lét ég einu sinni frímerkjasafn í staðinn fyrir gripi. Og mörgum hef ég gert greiða á móti. Oft hef ég haft töluvert fyrir að fá munina. Stundum hefur það tekið mörg ár. En reynsla mín er sú að ekki sé vænlegt að ganga beint að fólki og falast eftir hlut- um. Þetta hefst frekar með hægð- inni. Hins vegar sækist ég ekki eftir ættargripum. Slíkt finnst mér að fólk ætti að varðveita sjálft, sé áhugi fyrir hendi. En suma hluti er ekki hægt að ætlast til að fólk taki að sér að varðveita, þegar það hefur ekki aðstæður til að geyma þá. En ég hvet fólk til aó hafa samband við ráðamenn áður en gömlum munum er fargað. Sjálfur hef ég gert ráðstafanir til þess að þetta safn mitt fari ekki forgörðum en komi þjóðinni að notum síðar meir. Manstu eftir nokkru sérstöku atviki þar sem þú haföir mikiö fyrir að eignast mun í safnið? Ja, ég veit ekki. Ég gæti nefnt sem dæmi að árið 1965—6 kom ég á Bíldudal og rakst þar á stóru blokkirnar, sem notaöar voru til að setja upp skúturnar sent Pétur Thorsteinsson fékk áriö 1904. Ég hafði dálftió fyrir því aö ná í þessar blokkir — fylgdist með þeim lengi. Svo kom að því að átti að fleygja þeim. Ég er þakklátur ráðamönnum, sem gáfu mér heimild til að hirða þær, því þær eru vísir að fyrsta slipp á lslandi. Þegar safnið var orðið töluvert, hvöttu fræðimenn mig til að gera skrá yfir það. Það gerði ég og árið 1967 voru munirnir orðnir 640. Þá átti ég líka fleira í geymslum og Bærinn að Hnjóti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.