Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 6
: GAUKUR Smösaga eftir Carson Mc Cullers Carson McCullers er frá Suðurríkjum Bandaríkjanna. Frægasta verk hennar er skáldsagan The Heart is a lonely Hunter (1941) en sem skáldsagnahöfundur er hún talin koma næst William Faulkner þar syðra. Stíll þeirra er þó mjög ólfkur. Bækur hennar eru skrifaðar á einföldu og hnitmiðuðu máli. En þær eru þó engan veginn einfaldar. Hún kann þá list að gefa í skyn og höfða þannig til fmyndunarafls lesandans og sköpunar- gáfu. Mér fannst engu líkara en ég heföi ávallt haft herbergi út af fyrir mig. Gaukur svaf að vísu í sama rúmi og ég, en það hafði engin áhrif á mig. Þetta var mitt herbergi og ég notaði það eins og mér sýndist. Ég man eftir því að einu sinni sagaði ég gat á gólfið og bjó til lúgu. I fyrra, þegar ég var í öðrum bekk í gagnfræðaskólan- um, hengdi ég upp nokkrar mynd- ir af stelpum úr blöðum og ein var bara í nærfötum. Mamma skipti sér aldrei neitt af mér, vegna þess að hún hafði hin börnin til þess að líta eftir. Og Gauki fannst allt sem ég gerði afar merkilegt. I hvert skipti, sem ég kom með einhvern af félögum mínum heim í herbergi, þurfti ég ekki annað en rétt lita á Gauk og hann var óðara staðinn upp frá því, sem hann var að gera þá stundina. Kannski brosti hann aðeins til mín, en síðan fór hann út án þess að segja orð. Sjálfur kom hann aldrei með krakka heim. Hann er 12 ára, fjórum árum yngri en ég og hann vissi alltaf án þess að ég þyrfti að segja honum það, að ég vildi ekki að krakkagrislingar væru að róta í dótinu mínu. Oft mundi ég ekki eftir því, að Gaukur er ekki bróðir minn. Við erum systkinasynir, en frá því ég man eftir mér, hefur hann verið einn af fjölskyldunni. Foreldrar hans dóu í bilslysi, þegar hann var smábarn. Ég og systur minar iitum ávallt á hann sem bróður okkar. Gaukur drakk í sig hvert orð, sem ég sagði. Fyrir nokkrum ár- um, sagði ég honum að ef hann stykki ofan af bílskúrsþakinu með útspennta regnhlíf, myndi hún verka eins og fallhlíf og hann myndi ekkert meiða sig. Hann trúði þessu og braut á sér hné- skelina. Þetta er aðeins eitt dæmi. Skrýtnast þótti mér, að það var alveg sama hversu oft hann var gabbaður, alltaf trúði hann mér. Ekki svo að skilja, að hann væri heimskur á öðrum sviðum. Svona var bara sambandið okkar í milli. Hann fylgdist gaumgæfilega með öllu sem ég gerði og hermdi svo eftir mér. Eitt hef ég lært, en ég fæ sam- vizkubit út af því og það er erfitt að skýra það. Ef einhver lítur mjög mikið upp til þín, fyrirlítur þú hann eða þér er alveg sama. Á hinn bóginn, taki einhver alls ekkert eftir þér, þá er þér tamt að líta upp til hans. Það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir þessu. Þannig var það með skóla- systur mína, Maríu. Hún lét eins og hún væri drottningin af Saba og gerði jafnvel lítið ú.r mér. Samt hefði ég getað gert allt til þess að hún veitti mér athygli. Dag og nótt hugsaði ég ekki um annað en Maríu, þangað til ég var að ganga af vitinu. Þegar Gaukur var lítill og allt til þess, er hann var tólf ára, býst ég við að ég hafi farið með hann eins og María fór með mig. Nú þegar Gaukur hefur breytzt svona mikið, er dálítið erfitt að muna eftir honum eins og hann var einu sinni. Mig grunaði aldrei, að neitt það gæti komið fyrir, sem myndi skilia okkur að. Ég vissi ekki að það ætti fyrir mér að liggja að óska þess, að allt yrði eins og áður var. Ef ég hefði séð fram i tímann, hefði ég iiklega hegðað mér öðruvísi. Ég tók eiginlega aldrei neitt sérstaklega eftir honum, né hugs- aði um hann og þegar þess er gætt, hvað við deildum lengi sama herbergi, er það skrýtið, hversu fátt ég man eftir í sambandi við hann. Hann talaði mikið við sjálf- an sig, þegar hann hélt að hann væri einn, talaði um að lemja á glæpamönnum eða lézt vera kú- reki; það var þess háttar barna- skapur. Hann átti það til að læsa sig inni á klósetti í heilan klukku- tíma og stundum varð rödd hans hvell og áköf og það heyrðist í honum um allt hús. Venjulega var hann þó mjög stilltur. Hann átti ekki marga leikfélaga og svipur- inn á honum var eins og á krakka, sem er að horfa á aðra ieika sér og bíður eftir þvi, að honum sé boðið að vera með. Honum var alveg sama, þó hann væri í fötum sem voru orðin of lítil á mig, jafnvel þótt ermarnar á peysunum eða jökkunum væru allt of víðar svo að úlnliðirnir virtust örmjóir og hvítir eins og á lítilli stelpu. Þannig ininnist ég hans. Hann varð svolítið stærri með hverju árinu, sem leið en samt alltaf eins. Svona var Gaukur þangað til fyrir nokkrum mánuðum síðan, að öll vandræðin byrjuðu. María átti nokkra hlutdeild i því sem gerðist, svo að liklega er bezt að ég byrji á henni. Þar til ég kynntist henni hafði ég ekki hugs- að mikið um stelpur. En síðast liðið haust lenti ég við hliðina á henni í líffræðitímum og ég veitti henni strax athygli. Hár hennar er það ljósasta, sem ég hefi nokkru sinni séð og stundum hafði hún sett i sig og það var allt krullað. Hún var með langar negl- ur og vel snyrtar og málaðar i dökkrauðum lit. Ég horfði á hana næstum þvi alla kennslustundina, nema þegar mér sýndist hún ætla að lita í áttina til mín, eða þegar kennarinn spurði mig út úr. Ég fékk mig aldrei fullsaddan að horfa á hendurnar á henni, það var nú eitt. Þær eru mjög litlar og hvítar að rauða litnum undan- skildum og þegar hún fletti við blaði í bókinni sinni, sleikti hún þumalfingurinn og litliputtinn stóð útí loftið og hún fletti mjög hægt. Annars er ómögulegt að lýsa Mariu. Allir strákarnir eru vitlausir i henni, en hún tók ekk- ert eftir mér. Eitt er það nú, að hún er tveimur árum eldri en ég. í frímínútum reyndi ég að komast mjög nærri henni, en hún brosti næstum aldrei til min. Eitt varð þó ekki frá mér tekið og það var aö horfa á hana í kennslustundum og stundum óttaðist ég, að öll stofan heyrði hjartslátt minn og þá langaði mig til þess að skríða undir borðið eða hlaupa út. Á kvöldin, þegar ég var kominn i rúmið, fór ég að hugsa um Mar- íu. Oft var ég ekki sofnaður fyrr en klukkan eitt eða tvö á nótt- unni. Stundum vaknaði Gaukur og spurði af hverju ég gæti ekki komizt til náða og ég varð að segja honum að halda sér saman. Ég býst við, að ég hafi verið ótuktar- legur við hann af og til. Líklega hefur mig langað til þess að vera snúðugur við einhvern eins og María var við mig. Andlit Gauks bar það ævinlega rneð sér, ef hann var særður. Ég man ekki eftir öllum þeim skætingi, sem ég lét dynja á honum, enda var ég oftast með hugann við Maríu. Þannig gekk þetta í þrjá mán- uði, en þá for viðmót hennar að breytast. Hún byrjaði að tala við mig i frímínútum og á hverjum morgni skrifaði hún upp glósurn- ar mínar. Einu sinni fórum við útí Ieikfimisal i hádeginu og ég dans- aði við hana. Og einn eftirmiðdag- inn tók ég af skarið og fór heim til hennar með eitt karton af siga- rettum. Ég vissi að hún reykti og ég vildi ekki gefa henni konfekt, fannst vera búið að ofgera svo- leiðis löguðu. Hún var mjög vin- gjarnleg og mér virtist eins og allt ætlaði að verða gott. En þetta sama kvöld byrjuðu vandræðin fyrst fyrir alvöru. Ég kom seint heim og Gaukur var þegar sofnaður. Ég var of ánægð- ur og upptendraður til þess að koma mér í þægilegar stellingar og ég lá lengi vakandi. Og mig dreymdi Maríu og allt að því kyssti hana í draumnum. Mikið var einkennilegt að vakna aftur og sjá allt myrkrið í kringum sig. Ég lá grafkyrr og það leið góð stund, þangað til ég áttaði mig á því, hvar ég var staddur. Allt var hljótt í húsinu og þetta var mjög dimm nótt. „Pétur," sagði Gaukur við mig og ég hrökk i kút. Ég sagði ekkert og bærði ekki á mér. „Þér þykir jafn vænt um mig og væri ég þinn eiginn bróðir, er það ekki Pétur?“ „Auðvitað." Ég fór fram úr smástund og það var kalt og ég var feginn að komast upp í aftur. Gaukur lá þétt upp að mér og hann var lítill og heitur og ég fann heitan andardrátt hans á öxl mér. „Mér er alveg sama hvað þú hefur gert, ég hef alltaf vitað að þér þykir vænt um mig.“ Ég var glaðvakandi og allt var á tjá og tundri i höfðinu á mér Fyrst var það nú þessi gleði út af Maríu, en á hinn bóginn var það líka þetta með Gauk, rödd hans og hvernig hann orðaði þetta. Alla vegna held ég, að við skiljum betur fólk, ef við erum hamingju- söm, en þegar við erum niður- dregin. Mér fannst ég aldrei hafa hugsað um Gauk fyrr en þarna. Mér fannst ég alltaf hafa verið illkvittinn við hann. Eina nóttina fyrir fáeinum vikum heyrði ég hann gráta í myrkrinu. Hann sagðist hafa týnt vatnsbyssu, sem félagi hans átti og var hræddur við að láta vita af því. Hann vildi að ég segði sér, hvað hann ætti að gera. Ég var syfjaður og reyndi að fá hann til að þegja, en þegar hann gerði það ekki, gaf ég hon- um stuð með löppinni. Þetta er bara eitt af þvi, sem ég man eftir. Mér fannst hann alltaf hljóta að hafa verið einmana barn og mér leið illa. Eitthvað er það við dimma, kalda nótt, sem gerir það að verk- uin að þér finnst þú vera nær þeim, sem sefur við hliðina á þér. Þegar talazt er við, er engu líkara en að þið séuð eina fólkið, sem er vakandi í öllum bænum. „Gaukur, þú ert alveg prýði- legur,“ sagði ég. Allt í einu var eins og mér þætti vænna um hann en nokkurn ann- an, sem ég hefi þekkt, meira en nokkurn félaga minna, meira en systur mínar, á vissan hátt jafnvel meira en Maríu. Notaleg tilfinn- ing fór um mig allan eins og þegar spiluð er dapurleg músík í bíó. Mig langaði til þess að segja Gauki, hversu vænt mér þætti um hann og bæta þannig fyrir allt, sem ég hafði gert á hluta hans. Við töluðum lengi saman þessa nótt. Rödd hans var ákveðin og það var engu líkara en hann hefði geymt sér að segja mér þessa hluti í langan tima. Hann mir.nt- ist á, að hann ætlaði að reyna að smiða eintrjáning og að krakkarn- ir í götunni vildu ekki leyfa hon- um að vera með fótbolta og margt fleira. Ég sagði honum líka ýmis- legt og það var notalegt til þess að vita, hversu vel hann tók eftir öllu. Ég sagði honum ögn frá Mar- íu, nema hvað ég lét líta svo, að það væri hún sem væri að ganga á eftir mér. Hann spurði mig um ýmislegt varðandi skólann minn og þvíumlíkt. Rödd hans var áköf og hann talaði hratt eins og hann óttaðist, að hann kæmi ekki orð- unum út úr sér í tæka tið. Þegar ég fór að sofa, var hann enn að tala og ég fann andardrátt hans á öxl mér, heitan og nálægan. Næstu vikurnar sá ég töluvert til Maríu. Hún lét eins og henni þætti í raun og veru pínulítið vænt um mig. Mér leið svo vel, að ég vissi varla, hvað ég átti af mér að gera. En ég gleymdi ekki Gauki. Ég átti töluvert af gömlu dóti i klæðaskápnum, boxhanzka, bæk- ur um Tom Swift og veiðistöng. Þetta gaf ég honum allt saman. Við töluðum um ýmislegt fleira og það var eins og ég hefði ekki almennilega kynnzt honum fyrr. Ég sá að hann var með fleiður á hökunni og þá vissi ég, að hann hefði verið að fikta við rakvélina mína, en ég sagði ekki neitt. And- lit hans var öðruvisi núna. Áður virtist hann vera feiminn eða eins og dálítið hræddur við að vera laminn i hausinn eða eitthvað. Þessi svipur var horfinn. Andlit hans og þessi uppglenntu augu og útstandandi eyrun og munnurinn aldrei alveg aftur, bar það með sér að hann var undrandi og bjóst við einhverju stórkostlegu. Einu sinni ætlaði ég að benda Maríu á hann og segja henni, að þetta væri yngri bróðir minn. Þetta var kvöld, sem við höfðum farið saman í bió. Ég hafði verið að vinna svolítið fyrir pabba og unnið mér inn dollar og ég gaf Gauki 25 cent, svo hann kæmist að sjá myndina og gæti keypt sér sælgæti og gos. Við sátum aftar- lega og ég sá Gauk koma inn. Hann byrjaði að horfa á tjaldið um leið og hann var kominn fram- hjá dyraverðinum og hann gætti ekki fótanna og hrasaði I gangveg- inum. Ég ætlaði að hnippa i Mar- iu, en hætti við það. Gaukur var hálf-kjánalegur, líkt og svefn- gengill með augun límd við tjald- ið. Hann þurrkaði af lesgleraug- unum á skyrtulafinu og pokabux urnar héngu hálf lufsulega. Hann hélt áfram, þangað til hann var kominn fremst, þar sem krakk- arnir eru vanir að sitja. Ég hnippti aldrei í Marfu. En ég fór að hugsa um, hvað það væri nota- legt að hafa þau bæði þarna í kvikmyndahúsinu og það fyrir mína peninga. Þannig gekk þetta til í mánuð eða sex vikur. Mér leið svo vel, að ég gat ekki einbeitt mér að nám- inu, né neinu öðru. Mig langaði til þess að vera vingjarnlegur við alla. Stundum fannst mér ég endi- lega þurfa að tala við einhvern. Venjulega var það Gaukur. Hann var líka ánægður og einu sinni sagði hann; „Pétur, ég held það gleðji mig meira en nokkuð ann- að, að þú skulir vera eins og bróð- ir minn.“ En svo gerðist eitthvað á milli okkar Maríu. Ég hef aldrei almennilega getað áttað mig á því, hvað það var. Erfitt er að skilja stelpur eins og hana. Hún fór að koma öðruvísi fram við mig. í fyrstu vildi ég ekki trúa þvi og reyndi að sannfæra sjálfan mig um, að það væri ímyndun ein. Hún virtist ekki lengur ánægð að sjá mig og fór oft í biltúr með öðrum strák. Hann var í fótbolta- liðinu og átti sinn eigin bíl, gula druslu. Bíllinn var á litinn eins og hárið á henni og á daginn, þegar skólinn var búinn, keyrðu þau í burtu saman, hlæjandi og horfð- ust i augu. Ég gat ekki fundið neitt bragð gegn þessu og ég var með hugann við hana dag og nótt. Þegar mér loksins tókst að bjóða henni út með mér, var hún hvefs- in eða annars hugar. Þetta læddi inn hjá mér þeirri hugsun, að eitthvað væri að. Ég hafði áhyggj- ur út af því, að ef til vill léti of hátt undan skónum mínum á dansgólfinu eða að buxnaklaufin væri opin og svo voru það ból- urnar i andlitinu. Stundum þegar María var með mér, átti ég það til að verða harðneskjulegur á svip- inn og ávarpa fullorðið fólk með eftirnafni, án þess að segja herra á undan og alls kyns annan rudda- skap. Á kvöldin furðaði ég mig á því, hvað gæti komið mér til að gera svona lagaða hluti, þangað til ég var orðinn of þreyttur til þess að geta sofnað. í fyrstu var ég svo áhyggjufull- ur, að ég gleymdi alveg Gauki. Seinna för hann að fara í taugarnar á mér. Hann var alltaf einhvers staðar nærri, þegar ég kom heim úr skólanum og hann var á svipinn eins og hann langaði ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.