Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 9
Einan bar mig að garði á Króknum á geislandi fögru síðdegi; einn lallaði ég með myndavél og tösku utan af flugvelli, sem nánast er við bæjarvegginn og einn fékk ég inni í herbergi úti í bæ, því það var eigi rúm í gistihúsinu eins og segir í kunnum pistli. Skrýtið að vera allt í einu kominn þarna undir Nafirnar og sólskinið og hitinn eins og suður í löndum. Ég sá strax að fólkið hefur það gott eins og sagt er; sá velmegunar- króka á bílunum, ágætar gardínur fyrir gluggum, ný- byggð hús og sælleg börn. Hvers er hægt að óska sér frekar? En mér fór líkt og Matthí- asi forðum, þegar hann orti þjóðsöng Skagfirðinga og vissi ekki, hvar standa skyldi. Leiðin lá af Kirkjutorginu, sem er nafli Króksins,upp eft- ir Kirkjuklaufinni, sem heitir víst einhverju fínu nafni nú orðið. En það var svo flatt að ég gleymdi því undir eins. Þaðan nær maður stígnum, sem liggur skásneiðing upp Nafirnar, allar götur upp að kirkjugarði. Jóhannes Geir hefur gert eftirminnilegt skil- irí af líkfylgd á leið upp eftir stígnum; þann veg voru Króksarar bornir til hinstu hvílu fyrr meir, þegar bílaöld var enn ókomin. Nafirnar eru gamall sjávarkambur eftir því sem fróðir menn segja; brekkan snarbrött og litt gróin um það leyti er Krókurinn fór að byggj- ast. Nú má hins vegar svo heita, að Nafirnar séu grænar ásýndum og hugsjónaskógur er þar í uppsiglingu, En þarna af brúninni verður dýrlegt útsýni yfir plássið, fjörðinn og fjall- lendið fyrir handan. Reyndar rúmast bærinn ekki lengur á rimanum undir Nöfum. Ný hverfi teygja sig suður um hliðar, þaðan kveða við hamarshögg í lognværunni og þar byggja menn hús sín á berum melum. En útsýnið er mikið og fagurt og kostar ekki neitt Það hef ég eftir fróðum og áreiðan- legum mönnum eins og Kristmundi í Sjávarborg, að upphaf byggðar á Króknum hafi orðið með þeim hætti, að Árni nokkur, sem kallaður var „vert", byggði torfkofa ekki fjarri þvi sem það fræga hús, Villa Nova, stendur nú. Vertinn var annars lærður járnsmiður, en hafði veitingasölu þó engin byggð væri fyrir á staðnum; seldi bjór og brennivín, kaffi og gist- ingu. Meira að segja hafði verið sukk- samt eftir að vertinn færði út kvíarnar og byggði það hús, sem enn stendur Þá skemmtu menn sér við fyllirí og slagsmál. Þau mannamót, sem þarna urðu, hafa að sjálfsögðu helgast af lendingarskilyrðupum. Spekúlantar svonefndir lögðust þarna að og verzl- uðu af sjó. Sem sagt; í rúmlega öld hefur mannlíf þróast og blómstrað undir Nöfum. Og nú er risinn fallegur bær með rauðum og gulum og brúnum litum, þar sem hörpusilkið rignir af á þremur árum og allt verður með nýjum lit, þegar maður kemur þar næst. Mest bygginga er sjúkrahúsið, greinilega af Sigvalda Thordarsonar- kyninu og sómir sér vel. Skammt þaðan getur að lita glæsilegustu kart- öflugeymslu landsins í byggingu og búið að grafa hana að verulegu leyti inn í brekkuna ems og hefðin býður. En viti menn; kartöflugeymslan á víst að vera heimavist fyrir börn og eng- inn veit nema arkitektinn, hvers- vegna afturendi þessa húss er bezt geymdur neðanjarðar. En neðar og norðar er verið að byggja blokkir. Kannski er það fráleit grilla, en mér finnst það undarleg ósköp að eiga heima á Króknum í öllu þessu víðfeðmi —• og búa I blokk. Flestir hafa samt byggt yfir sig einbýl- ishús og þau eru yfirleitt snotur og fallega frá gengin. Um þessar mundir eru eitthvað nálægt 1800 manns á Sauðárkróki og bærinn hefur vaxið mjög hratt. Gamalgrónir Króksarar eiga fullt í fangi með að þekkja alla nú orðið; þó þekkja menn hver annan af afspurn eins og gengur. Þeir hafa lengi verið húmoristar á Króknum og kunna flestum framar að velja mönnum Eitt af gömlu, virðulegu húsunum við ASalgötu. Vinstra megin við það sést I Hótel Mælifell Kaffihlé á bryggjunni. Gisli Sigurðsson Einskonar sœlu- vika á Króknum hnyttileg viðurnefni. Sumir segja að Norðlendingar eigi bágt með að skilja þann húmor, sem ekki er á kostnað neins og alveg græskulaus. Menn brosa víst ekki einusinni út í annað að þesskonar danskættaðri gamansemi, en þeir fá glampa i augun, þegar minnst er á Gvend snemmbæra og Aflabrest. Sá síðarnefndi var „að sunnan" og barst norður þangað í þann mund er síldin var að syngja sitt síðasta vers. Hann setti upp miklar söltunargræjur, en síðan leið og beið og engin sást sídin. Þarmeð var nafn- giftin tryggð og nafnið festist svo við manninn, að sumir bæjarbúar höfðu aldrei heyrt hans rétta nafn. Gamansemi af þessu tagi tiðkast víða í bæjum og telst ekki dæmigerð fyrir Sauðárkrók. Hitt kynni að vera einstætt, hversu margir listamenn hafa átt sinn uppruna undir Nöfum og búið þar um lengri eða skemmri tíma. Samtals man ég eftir 20 lista- mönnum, sem annaðhvort eru fæddir þar og uppaldir, eða þá að þeir hafa flutzt að og búið á Króknum um skeið. Fyrst skal frægan telja Jón Stefánsson listmálara, Eyþór Stefáns- son tónskáld, sem búið hefur á Króknum alla sina ævi, Guðrúnu skáld frá Lundi, sem bjó þar á efri árum, Jón Björnsson tónskáld frá Hafsteinsstöðum, Öldu Möller leik- konu, sem fædd var á Króknum og Helga Hálfdanarson þýðanda, sem fluttist kornungur á Krókinn og ólst þar upp, og sama gildir um Sigurð Sigurðsson listmálara. Ennfremureru fædd og uppalin á Króknum, Hannes Pétursson skáld, Snorri Sveinn Frið- riksson, Hrólfur Sigurðsson og Jó- hannes Geir, listmálarar, Friðbjörn G. Jónsson söngvari og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir söngkona. Stefán ís- landi var f sinni barnæsku á Krókn- um; þar heyrði hann fyrst sungið og leikið. Ennfremur áttu þau heima á Króknum Pétur Sigurðsson tónskáld, Ólina Jónasdóttir rithöfundur og ekki má gleyma þeim Gísla Ólafssyni frá Eiríksstöðum, sem náði því marki að fá listamannalaun og ísleifi hagyrð- ingi Gislasyni. Nýlega aðfluttirá Krók- inn eru þeir Elías Halldórsson listmál- ari og raunar staðarmálari sem stend- ur og Guðmundur skáld Halldórsson frá Bergstöðum. Nú hef ég áreiðan- lega gleymt einhverjum, en það verð- ur þá leiðrétt og haft sem sannara reynist. Dönskum kaupmönnum hefur ekki verið hátt lof haldið að jafnaði, en á Króknum verzluðu fínir menn, sem fluttu með sér útlendan kúltúr og reyndu að gróðursetja hann. Þeir byggðu sér að vísu íbúðarhús, sem voru eins og konungshallir i saman- burði við húsnæði þurrabúðarfólks- ins. En þeir voru ekki uppi á stalli þar fyrir. Leiklist er næstum því jafngöm- ul byggðinni og veitti ekki af að gera sér eitthva- til hressingar og upplyft- ingar í árvissu atvinnuleysi vetrarins. Þá gat orðið þröngt i búi og mikið fátæki hjá því fólki, sem kannski hafði garðholu, eina kú og þá igripavinnu, sem gafst. Meðal þessa þurrabúðarfólks voru foreldrar Stefáns íslandi og hefur Indriði G. Þorsteinsson lýst eftir- minnilega harðvítugri lifsbaráttu þessa fólks og gleðinni yfir því smáa, sem þó lýsti upp gráan hversdagsleik- ann: Árvisst gleðiefni var jólaskipið; um það segir Indriði svo: „Og svo gerðist það á hverjum vetri að jólaskipið kom. Einn morgunn var það kannski lagzt við vestar skammt frá landi. Innan tiðar voru búðirnar orðnar fullar af glitrandi varningi, sem hæfði að hafa á boðstólum fyrir hver jól. Það var skipað upp ávöxtum frá fjörrum lönaum; rúsínum, gráfíkj- um, eplum og appelsínum. í kyrru veðri heyrðist skröltið i skipsvindun- um i land, þegar kössunum var lyft úr iðrum skipsins og þeir síðan látnir siga niður í uppskipunarbátana. Stef- án átti ekki von á mikilli hlutdeild i varningi búðanna. Það voru aldrei nein tök á því á hans heimili að eyða i dýrar og innfluttar jólagjafir. . . . En við uppskipun gat komið fyrir að kassi brotnaði, og þá borgaði sig að bíða eftir því að uppskipunarbátarnir legðu að bryggjunni hans Kristjáns Gíslasonar. Strákarnir sáu jafnvel áð- ur en lagzt var upp að hvort eitthvað hafði fallið úr brotnum kassa. Það sást á úttroðnum vösum uppskip- unarkarlanna. Þannig komu jólin til þurrabúðarbarnanna á Króknum. Þau komu beint upp úr vösum þögulla og handtakagóðra verkamanna, sem vissu að bragðlaukarnir byrjuðu að starfa strax og fréttist til skipsins. Síðan hélt jólaskipið á brott og jólin héldu innreið sína á heimilin, bæði þau fátæklegu og ríkmannlegu. En minningin um bragðið af ávöxtunum helzt allt til næstu jóla. Það hefur jafnvel haldizt fram á gamals aldur þeirra, sem eitt sinn biðu ungir á bryggjunni á Króknum eftir því að kassi meðávöxtum brotnaði." X Nú, þegar allir hafa til hnífs og skeiðr og vel það, er lagt í ýmislegt, sem áður hefði þótt óþarfi og jafnvel bruðl. Undir þann lið heyrir mynd- skreytingin, sem Snorri Sveinn var fenginn til að gera á sláturhúsið. Formið er nálega abstrakt, en með góðum vilja má þó sjá slangur af stílfærðu sauðfé. Gamall Króksari tjáði mér, að menn væru mjög lítið á eitt sáttir um þessa myndskreytingu og væri þess gjarnan getið ! leiðinni, að þarna hefðu þeir hent peningum — „og líklega ekki smáræði". Tilþrif af þessu tagi ku samt flokk- ast undir menninguna og sama er að segja um styttuna þá hina miklu, sem varla fer framhjá neinum á miðju Faxatorgi. Ragnar Kjartansson hefur gert þessa mynd og unnið í epoxy, sem hvorki molnar né ryðgar og fær ekki einu sinni á sig virðulega spans- grænutauma eins og styttan af Jóni á Austurvelli. Hér er ugglaust tákn- mynd af skagfirska hestinum, en nokkuð er hann háfættari en þau hross, sem séð verða meðfram veg- um; enda telja glöggir hestamenn vafasamt að hann sé af Svaðastaða- kyni eða þeim hrossaættum öðrum, sem kunnastar eru. Það var samt vel til fundið hjá Króksurum að minnast hestsins á þennan hátt og styttan er bæjarprýði. Aftanvið hana og upp við Nafirnar er áþreifanleg sönnun um nálægð hestamennskunnar: Sex bursta hest- hús, allmjög komið til ára sinna, en fer þó vel á sínum stað. Aftan við hrossið voru plön um að reisa nýtt og glæsilegt félagsheimili og Jón Haraldsson af Veðramótaætt búin að teikna það. Einhver óeining hefur þó orðið um málið og fyrsta skóflustung- an ótekin enn. En á meðan haldæ hvert- sóleyjarnar áfram að blómstra og gleðja augað. Faxatorg er ímynd nýja timans á Króknum; þar rís Búnaðarbankahúsið i nýtizku frystikistustíl — og dugði ekkert minna en marmari á tröpp- urnar þar. Siðan Safnahúsið, sem er lika i fúnkis en ágætt hús til sins brúks. Þar voru tveir skagfirskir fræðaþulir að fletta gulnuðum skjöl- um: Stefán á Höskuldsstöðum og Kristmundur á Sjávarborg . Ená neðri hæðinni er glæsilegur sýningarsalur og engir vondir menn i nefnd til að gera menn afturreka með skilirýin. Sýsluhesthúsið er eitt af þvi fáa í nánd við Faxatorg, sem minnir á fyrri tið Það ætti að fá að standa eins og það er og kannski mætti með tíman- um setja þar upp bjórkrá. Vonandi verður það sem fyrst til þess að Á bryggjunni: Vindan er dálitið ryðguð en hjólin snúast samt. Það fræga hús Villa Nova, þar sem bömin fengu aðflengja kaupmanninn ð bolludaginn ár Séð niður eftir Kirkjuklaufinni. Sjá nœstu síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.