Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.1976, Blaðsíða 10
Jón Ormar Ormsson Ktur upp úr bókhaldinu. Hann er aðfluttur á Krókinn Eins- konar sœlu- vika á Króknum Króksarar byrji aftur að taka lagið, en sá siður ku nú að mestu aflagður og gerast menn þess í stað þaulsætnir við imbakassana sína. Ungur maður, sem ég hitti að máli, tók svo djúpt í árinni, að sjónvarpsárátta fólks á Króknum væri allt að þvi sjúkleg. En um það get ég ekki dæmt. Suður með Skagfirðingabraut má sjá gagnfræðaskóla með skotraufum og allar likur á, að þar mætti verjast vel og lengi. En staðkunnugir menn tjáðu mér síðar, að þetta væru nú gluggarnir á húsinu. En hver veit nema betra sé að vera ótruflaður af útsýninu á þessu stigi skólagöng- unnar og kannski falla færri á lands- prófinu fyrir vikið. Kjörbúðin við Faxatorg er ósköp áþekk hliðstæðum búðum annars- staðar, nema hvað þar mátti lesa við dyrnar meldingar um fjórðungsmót hestamanna og aðra frá Samvinnu- ferðum, þar sem kaupfélagafólki eru boðin vildiskjör til Portúgal. Senni- lega hefur ámóta tilkynning komið Upp við kaupfélagsdyrnar í Vest- mannaeyjum, og kveikt á perunni hjá Sigmund teiknara . „Ég ætla að fá kíló af sykri og eitt stykki Algarve". Maður gengur norður eftir Skag- firðingabraut og kartöflugrasið er orð- ið fallegt I görðunum. Sumsstaðar vaxa falleg tré, sem einhverntíma hefur verið holað niður fast við hús- vegg; nú breiða laufkrónur þeirra úr sér fast upp við gluggana og liklega ser ta Kári Jónsson fulltrúi hjá póstinum, innfæddur Króksari 09 framámaSur I menningarllfi staSarins. er alveg rokkið inni. Við önnur hús hefur lítið umstang verið haft í garð- rækt og njólinn fær að breiða úr sér að vild, en þvottasnúrur innan um og saman við og allt gleður þetta augað á fallegum sumírdegi. Áfram eftir Skagfirðingabraut; söngur trésmíðavélanna berst út á götu frá Trésmiðjunni Björk og síðan gamla Bifröst, samkomuhús Króks- ara. Það hefur samskonar aldinn virðuleika og Iðnó í Reykjavík og ókunnir gætu vart ímyndað sér, hve mörg ágætisverk leikbókmenntanna hafa verið færð upp á sviðinu í Bif- röst. Bíóið á staðnum er líka þarna og stundum koma góðir gestir að og fylla húsið eins og núna: Leikflokkur frá Iðnó er einmitt að búast til brott- ferðar eftir að hafa kynnt Skagfirðing- um „Saumastofuna" eftir Ragnar Kjartansson. Áfram veginn og stefnt í norður: Hjá söluumboði Flugfélagsins stendur skrifað, að veiðileyfi I Húseyjarkvísl kosti 600 krónur og ekki meira með það. Ókindin fæst þar í búð við hliðina og síðan er komið á Kirkju- torg, þann gamla miðpunkt Króksins. Rétt sunnar er Framsóknarhúsið í sauðalitunum; allir flokkar ku eiga hús hér nema Kratarnir. Hér eru merkishús um allt: Virðulegt timbur- hús, þar sem Jónas Kristjánsson læknir bjó, afi Jónasar á Dagblaðinu. Skammt þaðan er bernskuheimili Hannesar Péturssonar og í húsi sem varla sést handan við pósthúsið, bjó Guðrún frá Lundi. Eitt sinn hétu öll hús nöfnum á Króknum og sum halda þeim enn á númeraöldinni. Við Kirkjutorg standa til dæmis húsin Rússland og Þýzka- land og er enginn kotungsbragur á þeim nafngiftum. Milli þeirra sést í „Græna húsið," sem svo hefur verið nefnt; eitt af þessum agnarlitlu timb- urhúsum, dálítið klastrað og viðgert og marglitt núna. Einhverntíma höfðu meira en tuttugu manns búið í Græna húsinu og hefur þá verið þétt setinn bekkurinn. Við kirkjuna endar Skagfirðinga- braut og við tekur Aðalgata í sömu átt. Þá er skammt ófarið að bakaríinu og Hótel Mælifelli, sem er nýr stein- kassi og eina hótelið í plássinu. Ekki veit ég hvernig herbergin eru, því mér var komið fyrir hjá ágætri konu Uppðtæki: Heimavistin sem grafin er inn I Listasafn eSa ráðhús? Ónei, á Króknum er slfkur viðhafnarbúningur settur á sláturhúsið. Höfundur veggmyndarinnar er Snorri Sveinn FriBriksson, einn margra listamanna af Króknum. úti í bæ. En maturinn er góður, einfaldur og hvunndagslegur. Þar er ekkert um að velja: Annaðhvort ét- urðu soðninguna eða ketið, sem heitir réttur dagsins, eða þú gengur út óétinn og kaupir þér þjóðarréttinn í sjoppunni: Kók og prinspóló. í verzluninni Vökli varð mér star- sýnt á urmul landslagsmálverka eftir einhvern Jósep Kr. sem ég kann ekki deili á. Mér skilst að þau þyki hand- hæg til afmælisgjafa á Króknum, enda seld á tombólupris. Meðferð höfundarins á alkunnum mótifum er hinsvegar grátleg og sízt af öllu til þess fallin að bæta listrænan smekk hjá fólki, sem lítið eða ekki neitt hefur kynnzt brúklegri myndlist. Þó er þess að gæta, að Króksarar eiga i annað hús að venda, þar sem er Elías Hall- dórsson, lærður málari og margsýnd- ur nyrðra og syðra. Norðar við Aðalgötu eru minjar frá eldri tíð: Hótel Tindastóll uppi í brekk- unni, dálftið af sér gengið hús og þreytt. Og Gránufélagshúsið; þar er nú kaupfélagið með búð og kontór, í búðinni er lágt undir loft og innrétt- ingin minnir á krambúðirnar í gamla daga. Þarna í norðurpartinum er einnig Villa Nova, sem Kristján Popp kaupmaður byggði. Nú er það félags- heimili Alþýðubandalagsins og gár- ungarnir kalla það „villuna”. Skamm- an spöl þaðan er íbúðarhús séra Hálf- dáns og æskuheimili Helga, þess af- bragðsþýðanda og lyfjafræðings. Á þessum slóðum stóðu einmitt elztu húsin á Króknum; i einu þeirra býr Jón Nikodemusson, frægur völundur á tré og járn og smiðaði sjálfur högg- bor fyrir Króksara, þegar hitaveitan var á döfinni. Frá honum verður nán- ar sagt siðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.