Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 4
— Það er bara að laumast út með stígvélin þegar hann snýr baki við, sagði Petter Lund og flutti tóbak- slummuna úr öðru munnvikinu I hitt, og nú vorum við allir svo spenntir að við vissum varla hvernig við ættum að fá tímann til að líða. Við nánari athugun kom vitanlega í Ijós að vissir örðugleikar voru á fram- kvæmd snjallræðisins. Hvaráttum við til að mynda að finna stlgvél í snatri? Og hverátti — að þeim vanda leystum — að laumast út í Skitu og koma þeim fyrirá viðeigandi stað? — Úff, sagði Enok Lans, og við skildum að hann átti við að við skyld- um nota stigvélin hans, I það minnsta fyrsta daginn, og sömuleiðis var öll- um Ijóst að hann varað bjóðast til að laumast út að húsalengjunni og koma þeim fyrir I hæfilegri stöðu. Það heyrir til sögunni að stígvélin hans voru há, og það skipti talsverðu máli I þessu sambandi. — Nei, svona félagar vaxa ekki á trjánum, sagði Petter Lund, og því vorum við innilega sammála. — Verst er náttúrlega að hann verður að koma á sokkaleistunum til baka, sagði ég eftir nánari Ihugun. Ekki þótti Enok Lans þaðskipta miklu, en vitanlega hefðum viðátt að hugsa þá hlið málsins grandgæfileg- ar. í öllum ákafanum og æsingunni gleymdist okkur að gæta þess hverjar afleiðingar þetta gæti haft — en þegar okkur varð það að fullu Ijóst, var það um seinan. . . í upphafi gekk allt vel. Enok Lans læddist út með stígvélin og kom þeim fyrir samkvæmt áætlun, meðan stjóra hafði orðið gengið eitthvert annað. Við vorum á verði á meðan, og rétt sem félagi Enok trltlaði inn í skýlið á skítugum og götóttum sokkum, sáum við út um sótuga rúðuna hvar stjóri tók stefnuna út að Skitu. Með úrið I hendinni gekk hann um úti fyrir kamralengjunni — meðan við áttum kaffihlé í gleði og glaumi við bjálka- borðið í skýlinu. Þetta var sögulegur viðburður, þótti Petter Lund — svona átti að fara að þegar.leika þurfti á leiguþý hlutafélagsins. Við gáfum okkur góðan tíma, og varla hefur verið haldið fegurra né ánægjulegra kaffihlé en þennan dag. Það var eins og stórhátíð í skítnum og skelfingunni, benti ág á, og allir voru mér sammála og glóparnir sem gengu til prestsins I fyrra voru uppi í skýjunum. En sem sagt — það voru gallar á ráðagerðinni. Með óhug sáum við stjóra þrengja hringinn um kamarinn, og loks gat hann ekki stillt sig heldur reif upp hurðina. Þeirri sýn verður ekki með orðum lýst, þar sem hann stóð frammi fyrir stfgvélunum einum saman. Það var eins og hann brysti allan skilning, eins og hann sæi draug. Hann boraði upp f nefið, klóraði sér í höfðinu og kleip f eyrað á sér, svosem til að sannfæra sig um að hann væri vak- andi og með öll skilningarvit í lagi. Það er ekki of djúpt f tekið árinni að hann hafi misst andlitið. En svo var eins og rynni upp Ijós fyrir honum. Þegar hann kom inn f skýlið skipti hann litum, var ýmist hvítur eða rauður í framan. — Hverá þessi stfgvél? sagði hann og beit sundur orðin um leið og hann hampaði stfgvélunum. Auðvitað vissum viðekkert. En hann var náttúrlega ekki svo skyni skroppinn að hann liti ekki á fæturna á okkur, eina af öðrum. Og loksins var röðin komin að Enok Lans. Déskotinn. Og hvorki félagi Enok né nokkur annar gat í snarheitum hugsað upp sennilega skýringu. Auðvitað leið okkur illa daginn eft- ir, þegar Enok Lans var sagt upp á stundinni, og auðvitað höfðum við allir vonda samvisku þegar við sáum hann hverfa með nestiskassann undir hendinni. . . Enginn okkar fékk neinar sönnur á hvert hann hefði farið eða hver örlög hans urðu. Sumar sagnir hermdu að hann hefði snúið aftur til skóganna, en aldrei sannaðist hvort það var satt sem einhver sagði — að hann hefði hengt sig í tréi. Hvernig sem því var háttað, gleymdi enginn okkar þessu einstaka kaffihléi. Jafnvel þegar sá tími kom að við fengjum samningsbundið hlé, sló bjarma á þessa eindæma stund i endurminningunni. En víst sveið okkur að allt skyldi verða á kostnað þess góða Enoks. ÞIÐ VITIÐ náttúrlega ekki hver Enok Lans var, og það er eiginlega miður. Hann kom einhvers staðar ofan úr skógum niður að Bræðslu og var svo dæmalaust heppinn aðfá vinnu sem baxari." Hann var ekki hærri vexti en stráklingarnir, svona rétt eins og Karl og Anders og fleiri nýfermdir hand- langararog hlaupastrákar, en andlits- drættirnir voru eins og á fullorðnum, jafnvel gömlum manni, og herðarnar á breidd við baggagat. Hann boraði I hárugar nasirnar þegar hann fór hjá séreða yrt vará hann. Hann opnaði varla nokkurn tíma munn, hvorki þegar við streittumst og sveittumst eins og skepnur við að koma níðþungum járnklumpunum á sinn stað úti á Palli, þar sem þeim var síðan hlaðið á Putalestina sem flutti þá niðurað höfn f skip.né heldur f matarhléum í sótskýlinu við kola- geymsluna og ekki fremur þegar við köstuðum mæðinni augnablik áður en við hjóluðum heimleiðis að verka- lokum. Súrir og kaldir eftir átta tfma þræl- dóm undirberum himni sögðum við til dæmis gjarna: — Fjandakornið sem þessi vinna ermönnum bjóðandi. Enok sagði ekkert. Ellegar við tókum svo til orða: — Kaupið hrekkur manni varla fyrir snússi og salti I grautinn. Eða þá: — Er enginn laugardagur í þessari viku? Og eftirað nýi verkstjórasperðillinn kom varð algengt að við segðum — f það minnsta þegar hann var úr hljóð- máli og máski úti við Skitu að sjá hvað menn sætu lengi þar: — Einhvern daginn tek ég þetta merkikerti og sný af þvf hnappinn og bý til ketkássu. Einkanlega voru það Petter Lund og einir tveir aðrir sem hófu ræðuna, og þá varð tóbaksremma í lofti. Og ég lét sjaldan mitt eftir liggja. Ég gekk þó til prestsins fyrir tveim árum og þóttist maður með mönnum. En rindl- arnir sem fermdust l fyrra og voru varla orðnir þurrir bak við eyrun, þeir þorðu náttúrlega ekki Þeirflissuðu bara til samþykkis eins og hverjir aðrir bjálfar. Og ekki sagði hann Enok Lans parið. . . — Úff, sagði hann stöku sinnum, og ekki gat það talist mikið. En þó var það hann — já einmitt Enok Lans — sem tók af skarið ' Baxarar hafa þann starfa aðfæra til með vogstöngum þunga járnklumpa I málmbræðsl- unni sem hér segir frá. Þýð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.