Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 6
Þannig lítur brezka þjóð- leikhúsið út. Þvl var val- inn staður á bökkum Thames og f rauninni eru þarna þrjú leikhús undir sama þaki. leikhOsI bretlandi NÝTTÞJÖÐ ARICITCKTUR ) Teikningin gefur hugmynd um skipulag brezka þjóðleikhússins, eða öllu heldur leikhúsanna þriggja, sem þarna eru í einni og sömu byggingunni: Oliver Theater, Lyttelton Theater og Cottesloe Theater. Einstakir húshlutar eru merktir með bókstöfum, sem tákna svo sem hér segir: A: Salur Oliver leikhússins, sem er stærst leikhúsanna. Salurinn rúmar 1160 manns í sæti. B: Leiksvið Oliver leikhússins. C: Skrifstofuálma og æfingasalir. D: Cottesloe leikhúsið, tilraunaleikhús, áhorfendasæti fyrir 400.manns allt í kring um leiksviðið. E: Turn vegna leiksviðs Oliver leikhússins. F: Verkstæði fyrir leikmyndir ásamt leikmunageymslu. G: Æfingasalir á fyrstu hæð. H: Búningsherbergi fyrir 1 50 leikara. I: Turn Lyttelton leikhússins. J: Salur Lyttelton leikhússins með sætum fyrir 890 áhorfendur. K: Aðgöngumiðasala, sem opnuð verður kl. 8.30 að morgni til þess að fólk geti keypt miða á leið til vinnu. L: Lyftur úr anddyri til allra leikhúsanna. M: Aðal veitingahúsið og N: Aðalinngangur hússins. V wegna nýlega fram kominna hug- mynda um og teikninga af nýju Borg- arleikhúsi í Reykjavík, hafa oröið talsverðar umræður um leikhúsbygg- ingar og eru ekki allir á einu máli. Til samanburðar eru hér fáein atriði um nýtt þjóðleikhús Breta, en þótt ótrú- legt megi virðast, hefur þessi mikla leikhúsa- og leikmenningarþjóð ekki átt þjóðleikhús fyrr en nú.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.