Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 7
Hjalmar Gullberg Peter Hall leikhússtjóri brezka Þjóðleikhússins. Leikhúsið og Thamesá I baksýn. Brezka þjóðleikhúsið nýja er engu Ilkara að utan en stein- steyptu virki I kúbfskum stfl. Uppi á svölum þess finnst manni aftur á móti, að hann standi f brúnni á feiknastóru hafskipí, enda stendur húsið á bakka Thamesár. Það er ekki tilkomu- minna að innan. Leiksaiirnir eru þrfr og Oliviersalurinn stærstur, kenndur við þann mikla leikara Laurence Oiivier. Alls eru 2450 sæti f leikhúsbyggingunni. Brezka þjóðfeikhúsið á sér nokkra sögu, þótt það sé ekki fyrr en nú, að byggt er yfir það. Árið 1848 stakk útgefandi nokkur f London upp á þvf, að reist yrði þjóðleikhús f borginni. En ekkert varð af þvf. Leið svo og beið. Árið 1938 festi Georg Bernard Shaw sér lóð undir væntanlegt þjóðleik- hús. Hann hugði reyndar til bygg- ingarinnar með sérstæðum hætti eins og vant var. „Vilja Englend- ingar annars nokkurt þjóðleik- hús?“ reit hann. „Áð sjálfsögðu ekki. Þeir kærðu sig ekki heldur neitt um British Museum eða Westminster Abbey. En þegar þessar byggingar voru risnar með dularfullum hætti urðu menn stoltir af þeim og þóttu þær ómissandi úr þvf...“ Árið 1951 lagði Elfsabet dtottning (móðir núverandi dtottningar) hornstein að leikhúsbyggingunni, en lftið varð úr framkvæmdum. Ekki var byrjað af alvöru fyrr en 1969. Hins vegar var Laurence Olivier ráðinn þjóðleikhússtjóri árið 196. Var „ieikhúsið" sfðan tii húsa f Old Vic. Oiivier tókst vel til og þjóðleikhúsflokkurinn gat sér góðan orðstfr. Olivier sagði þó af sér árið 1968 og tók þá við Peter Half, sem hafði getið sér frægðar fyrir stjórn Shakespeare- verka f Royal Shakespeare Com- pany. Hafl ræður nú rfkjum f nýju þjóðleikhúsbyggingunni. Denis Lasdun, sem teiknaði þjóðleikhúsbygginguna virðist margt hafa lært af þeim fræga manni, Le Corbusier. Lasdun hafði aldrei teiknað leikhús fyrr en þetta. Það var m.a.s. talið hon- um til gildis. Lasdun hafði að sjálfsögðu ýmsar hugmyndir um gerð hússins en tók mikið mark á öllum leikhúsmönnum og bygg- ingarnefnd. 1 þeirri nefnd voru flestir málsmetandi leikhússtjór- ar f Englandi, svo að það ætti að vera séð fyrir flestu, ef óskir þeirra allra hafa verið teknar til greina. Lasdun bræddi hinar sundurleitu skoðanir leikhús- manna saman og nú getur að lfta blönduna, uppsteypta á bakka Thamesár. 1 leikhúsinu eru sjö barir fyrir áhorfendur og leikara. Þá eru tvær bakkabúðir og veitingastað- ur. Leikmyndasmiðja iiggur eftir húsinu þveru og æfingasalir eru svo stórir að þar má hafa öll leik- tjöld inni. 135 búningsherbergi eru f húsinu. Lyttelton heitir sá salurinn, sem fyrst var sýnt f. Þar eru 890 sæti. Þar getur enginn borið sig upp undan þvf, að hann hafi feng- ið lélegt sæti, þvf að þau virðast öll standa jafnvel við sviðinu. Til hliðar við Lytteltonsalinn er lftið svið og dyr með hljóðþéttri hurð á milli. Þar geta gistileikendur ut- an af landi sett upp sviðsbúnað sinn og rennt honum sfðan inn á aðalsviðið fyrir kvöldsýningu. Það var alls ekki ætlunin að reisa neina glæsihöll. Fyrst og fremst var hugsað um það, hvern- ig yrði að leika f húsinu og horfa á leik. Oliviersalurinn ber þessu gott vitni. ! honum eru 1160 sæti. En þótt hann sé svona stór er ekki nema „seilingarfjariægð milli leikara og áhorfenda", eins og Lasdun arkftekt komst að orði. Saiurinn er Ifkur blævæng f lagi og miðaður við meðalsjónsvið manna. Eiga leikarar að geta ver- ið þar augliti til auglitis við 1160 manns og er það meira en sagt verður um suma fræga leiksali. Þá er f Oliviersalnum heljarmik- ið leikfang, tromma, 13 metrar f þvermál og snýst um öxul. Meira að segja er hún f tvennu lagi. Má þá lækka annan hálfmánann nið- ur um hæð meðan hinn kemur upp með nýjan sviðsbúnað. Og þetta tekur ekki nema nokkrar sekúndur. Áð sjálfsögðu má einn- ig hagnýta þetta á ýmsa vegu á sýningum. Þá er flókið krana- kerfi yfir sviðinu og er hægt að slaka sviðsbúnaði niður á hvern tiltekinn punkt sem er með litl- um fyrirvara. Þriðji salurinn f húsinu heitir Cottesloe. Þar eru 400 sæti. Cottesloesalurinn er kassalaga og f honum engin tækniundur eins og hinum sölunum. I Cottesloe er ætlað, að gera megi ýmiss konar leiklistartilraunir. Jafnvel getur leikstjóri ráðið þvf, hvar áhorf- endur sitja. Æðsti maður f húsinu verður Peter Hall og nú veltur það allt á honum, hversu til tekst. Hann verður bæði að laða að áhorfend- ur og hafa fé af þeim, sem ráða fyrir rfkisstyrkjum. Mönnum telst svo til, að 80% sæta verði að nýtast að jafnaði, ef ekki á illa að fara. Hall mun hollast að standa f stykkinu, því að margir hafa þeg- ar kvartað opinberlega yfir pen- ingaaustrinum f leikhúsið. En Hall sá við gagnrýnendum þegar f byrjun; hann flutti inn áður en húsið var fullbyggt og byrjaði æf- ingar. Sennilcga tekst Hall ætlunar- verk sitt. Honum hafa að minnsta kosti tekizt þau hingað tii. 14 ára gamall sá hann Shakespeareleik- rit f Stratford og hugsaði þá með sjálfum sér: „Þessu leikhúsi vil ég stjórna einhvern tfma“. Það kom að þvf, þegar hann var 29 ára. Hall er 46 ára að aldri, fæddur f West Suffolk. Faðir hans var járnbrautarstarfsmaður og afi hans rottuveiðari þorpsins. Peter Hall gekk vel f skóla alla tfð; hann fékk ýmsa námsstyrki og komst loks f Cambridge. Á ung- lingsárum ferðaðist hann oft til London og sótti þá leiksýningar; gat hann þetta vegna þess, að hann fékk oft frfar járnbrautar- ferðir. Um það bil, er hann lauk námi f Cambridge hafði hann þegar stjórnað nokkrum leikrit- um. Álls hefur Hall stjórnað um 70 sviðsetningum og þar á meðal nokkrum óperum. Hann hefur einnig átt við kvikmyndagerð og sett á svið söngleik á Broadway. Hall segist hafa rfka þörf til þess að skapa og stjórna f senn. Hann er orðlagður fyrir hvort tveggja færni f leikstjórn og glöggskyggni á fjármál og skipu- lag. Hann þykir auk þess frábær- lega laginn að sannfæra menn — og það er ómetanlegur kostur manni, sem þarf að herja út rík- isstyrki. Sú saga er sögð, að þá er Franco Zeffirelli var að æfa leik- ara f Othello í Konunglega Shake- speareleikhúsinu fann hann eng- an hæfan mann f hlutverk Iagos. Hall spurði hann þá, hvers konar eiginleika hann teldi þurfa í hlut- verkið og kvaðst mundu reyna að útvega mann búinn þeim kostum, ef gerlegt væri. „Það er nú það, Peter", svaraði Zeffirelli. „Það varst þú, sem ég hafði f huga. Þessi leikari verður nefnilega að geta haft blekkingar f frammi án þess að það verði á honum merkt,,! Hall er óhræddur að færast mikla hluti f fang. Hann hélt fram lftt þekktum leikritahöf- undum hér áður fyrr og gróf upp unga, efnilega leikara, sem marg- ir hverjir gátu sér sfðar frægðar- orð. Má nefna Harold Pinter leik- skáld og Glendu Jackson, Diana Rigg, og David Warner leikara til dæmis um það. Hall gjörbreytti á skömmum tfma Royal Shake- speate Company og hann breytti einnig þjóðleikhúsinu til batnað- ar, þegar hann tók við því á sfnum tfma. Nú er hann kominn f nýja höll með allri þeirri leikhús- tækni, sem völ er á og ræður fyrir völdum flokki frábærra leikara. Og takist honum ekki að koma þjóðleikhúsinu til vegs og virð- ingar er næsta ósennilegt, að öðr- um takist það. — Ur TIME og DAILY TETEGRAPH MAGAZINE. Til nœtur- galans T Mólmey Fyrst vini hef ég átt I öllum löndum — hví er ég þá svo gleymdur, vinafár? Ég ann því mest, sem er mér laust í höndum; Ég ann þvf mest, sem dylur fjarskinn blár. Ég ligg héreinn og hlusta í næturhúmi, svo hljótt er allt, en vakan er mér góð. Ég elska Iffið eins f sjúkrarúmi; Ég elska þagnarinnar tónaflóð. í sjúkrahússins garði glitrar máni og gegnum rimlatjöldin birtu slær. Það gleyma allir hryggð og heimsóláni, er hljómar næturgalans fiðla skær. Slfk töfrabirta býr I söngvum þfnum, að brjóstin öðlast frið og ró um sinn. Þú syngur óð frá átthögunum mfnum þar úti, næturgali, bróðir minn. Er himnesk rödd þín, huldunæturgalinn, sem hingað berst um gluggann til mín inn? Sá hljómur barst, er heimi var ég alinn, og huggast móðir lét við sönginn þinn. Ég geymi enn f minni mafnótt eina; hið mikla leyndarmál, sem gerðist þá. í fyrsta sinn við silfuróminn hreina leið svefnsins milda fró á grátna brá. Þér vil ég Ifkjast einum allt til dauða, sem óm f brjósti vekur, falinn sýn. Þú lætur þfna fjendur fángasnauða án fyrirheits og vonar leita þfn. Þig þekkir enginn — enginn hér f heimi fær augum litið söngsins helgu ve. Senn fyllist skógur þýðum þrastarhreimi, og þfnir tónar draga sig f hlé. nauaiai Iivjrn vocuyjapy III Ég hræðist ekki dauðans kalda gjóst; og þó ég gerðist grár og veðurbitinn, þá geymir vorsins næturóð mitt brjóst. Ó, söngvabróðir, syngdu næturgali — ég sekk og hverf í djúpið eyðihljótt. Nú breiðir skugginn voð á vestrusali. Það væri gott að fá að deyja f nótt. Guðmundur Arnfinnsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.