Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 8
AÐ RÆKTA GARÐINN SINN Að Fögrubrekku 47 í Köpavogi hafa þau Hildur Kristinsdöítir og Gunnar Þorleifsson komiö upp œvinfýralegum garöi ö aöeins þremur örum. Þor er sköpunargleðinni gefinn laus taumurinn og lítt tekiö miö af hefðbundnum skrúðgöröum m ■ w 1 m \ . / ^ Hildur Kristinsdóttir og Gunnar Þorleifsson á veröndinni við húsið þeirra að Fögrubrekku 47. Að neð- an: Gunnar við stóra akkerið og steinninn úr Selsvör, sem hefur sérstaka náttúru. í samvinnu við nágrannann hafa verið byggð tvö garðáhaldahús I torfbæjarstfl á lóðamörkum. Að neðan: Einn smá klettur er léttur í höndunum á Gunnari. Kletturinn sá er raunar ekki alveg venju- legur, þvl hér handleikur Gunnar höggmynd Sig- urjóns Ólafssonar, sem er einskonar miðpunktur í garðinum. Þegar þau hjónin Hildur Kristinsdóttir og Gunnar Þor- leifsson bókbindari, fluttu f húsið Fögrubrekku 47 f Kópa- vogi um haustið 1972, var flest ógert utanhúss. Lóðin er stór og hallar móti norðri, en húsið stendur neðarlega í lóðinni. Þarna var grýtt land og erfitt til ræktunar eins og vfðast f Kópavogi, en nú sýnir garður- inn hjá þeim Hildi og Gunnari hvað hægt er að gera við erfiðar aðstæður, þegar gengið er að verkinu með sköpunargleði og krafti. Eins og fram kom f frétt- um í sumar var þessi garður einn þriggja, sem Fegrunar- nefnd Kópavogs veitti sérstaka viðurkenningu. Innanhúss er glæsilegt mál- verkasafn, sem tæpast rúmast lengur á veggjum hússins. Sjálfur hefur Gunnar fengizt við að mála myndir, einkum eftir að hann seldi Félagsbók- bandið fyrir fáeinum árum. Hann er kunnur fagurkeri og teiknaði að sjálfsögðu garðinn sjálfur. Fyrsta framkvæmdaskrefið var að fá jarðýtu f brekkuna og var garðurinn mótaður á þann hátt. Allt það grjót, sem upp kom, var notað og meira að segja fengnir stórir steinar úr næstu lóðum og þótti það sum- um einkennilegt tiltæki. Flest- ir höfðu lagt f fyrirhöfn og kostnað við að koma grjótinu f burtu. Mikið bjarg kom upp, þegar farið var að vinna með ýtunni og tókst með erfiðis- munum að ná því upp, enda stóð aðeins efsta nippan uppúr. Nú setur þessi myndarlegi steinn svip á garðinn og hefur fengið aö nágranna fossbunu, sem hjalar við steina og berst þetta gamalkunna og róandi hljóð inn f húsið. Þessi lækur hefur þá náttúru, að hægt er að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.