Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.09.1976, Blaðsíða 14
Esther hefur verið kjörin íþróttakona ársins 1 ísrael. Hér er hún á (þróttavellinum með tveggja ára gamlan son sinn, sem heitir Yaron. Öttinn hleypur með Jafnvel I hita leiksins sækir að Esther minningin um ósköpin t Múnchen. Hér hefur hún forustu i grindahlaupi. Esther Shachamar- ov-Rot er tuttugu og fjögurra ára gömul. Hún lifði af hin hörmulegu fjölda- morð í Múnchen ár- ið 1972 og tók þátt í Olympíuleikunum í Montreal 1976 Svarthærð fegurðardís með dökk, tindrandi augu þýtur yfir grindurnar — f Þýzkalandi, f Sviss, f Teheran, um allan heim. En f hvert skipti, sem hún hefur hlaupin, grfpur hana óttinn. Og aftur á olympfuleikunum f Montreal. Þessi fallega stúlka með tindrandi augu heitir Esther Shachamarov-Rot. Hún hefur fjórum sinnum verið kosin „fþróttakona ársins“ heima í Israel, og hún var í hópnum, sem var svo til allur myrtur fyrir fjór- um árum sfðan, en þá týndu ellefu ísraelskir fþróttamenn Iff- inu. Af öllum þeim Israelsmönn- um, sem lifðu af olympfuharm- leikinn f Múnchen er hún sú eina af þeim, sem þrátt fyrir ofbeldis- hótanir, hélt ötrauð áfram við sfnar fþróttaiðkanir og hún var einnig þátttakandi f Montreal. Eftir olympfuleikana 1972 giftist hún fimleikamanni, sem heitir Peter Rot. l)m þátttökuna í Monteal sagði hún: „Ég hleyp ekki einungis af þvf að ég næ góðum árangri. Eg hleyp til að sýna alheimi að það sé til rfki, sem heitir tsrael. Hefði ég hætt hefðu ofbeldisseggirnir náð fullkomnum árangri." Og hún er mjög góð fþrótta- kona. Fyrir tveimur árum fékk hun þrenn gullverðlaun á Asfu- leikunum f Teheran f 100 og 200 metra hlaupi og f 100 metra grindahlaupi. Bezti tfminn hennar í 100 metra grindahlaupi er 13,17 sekúndur. Sá tfmi dugar þó ekki til gullverðlauna á olympfuleikum. Þó átti hún möguleika f Miinchen, áður en hin hryllilegu fjöldamorð dundu yfir Gyðingana þar. t skýrslum frá olympíuleikunum árið 1972 stendur aðeins: „Shachamarov, Esther, tók ekki þátt f keppni.“ Peter, maðurinn hennar, er þjálfarinn hennar núna. Hann segir sjálfur þannig frá: Guði sé lof, að þá var ég ekki nógu góður fimleikamaður til þess að þurfa að þjálfa mig undir þátttöku í olympfuleikunum f Miinchen. Það er eingöngu þvf að þakka að ég slapp lifandi." Þau búa bæði f Herzlya, um það bil f 10 mfnútna ferð f bíl frá Tel Aviv. Mestan hluta ársins eru þau á ferðalögum. Þau taka alltaf drenginn sinn, tæplega tveggja ára, með sér. Hann heitir Yarom. Þau fóru einnig fyrir nokkrum vikum til Þýzkalands. Og núna sfðast voru þau við þjálfun, sem fram fór f Sviss fyrir olympfu- leikana. Peter Rot, sem er Rúmeni að uppruna hefur auðvitað sem eig- inmaður og þjálfari miklar áhyggjur út af konu sinni. Hann segir: „Að sjálfsögðu hefur Esther ekki gleymt hinni hrotta- legu Iffsreynslu, sem hún varð fyrir í Miinchen — það gæti enginn. Honum tókst að stuðla að því að hún héldi áfram að æfa, þrátt fyrir hið hræðilega áfall, sem hún uppliðfi f Miinchen. Þá ætlaði Esther að hætta f eitt skipti fyrir öll að iðka fþróttir. Peter Rot segir: „1 þrjá mánuði var hún þunglynd. Hún vildi ekki heyra minnst á íþróttir meir. Þá hóf hún aftur æfingar, en hætti svo stuttu sfðar aftur. En nú höfum við samið um þetta. Við komumst að þeirri niðurstöðu, að einhver f fjölskyldunni verði að vera f fþróttaþjálfun og hún er betri en ég.“ Það er ekki aðeins hún, sem er sannfærð um, að það sem gerðist f Munchen geti gerst einhvers staðar annars staðar. Þvf ofbeldis- flokkar leita einmitt uppi staði, þar sem áhorfendur úr öllum heiminum eru viðstaddir. Þetta vissi Shmuel Lalkin, Hann var fararstjóri fþróttamannahópsins frá lsrael f Montreal og er 50 ára að aidri. Hann var Ifka á olympíu- leikunum f Munchen 1972. Hann er sá eini utan Estherar, sem lifði af f jöldamorðin f Munchen en fór samt til Montreal. Shmuel Lalkin segir að lokum: „Við sögðum f Munchen, að við myndum taka þátt f olympfu- leikunum aftur f Montreal. Það var Ifka stór stund, þegar við tvö gengum saman undir þjóðar- fánanum okkar.“ Það var Esther Shachamarov Rot sem hélt þeim fána uppi. Eftir Klaus Werni. Þýð. Valgerður Þóra. Síðasti framboðs- fundur Bjarna frá Vogi stæðar setningar. I sambandi við i fræðslumálin sagði hann meðal annars: „Ég trúi mæðrunum betur fyrir börnunum sínum heldur en honum.“ Þarna mætt- ust ekki aðeins tvær þjóðmála- stefnur, heldur einnig tvær kyn- slóðir. Annar aðilinn átti ævi- starfið að baki sér, en hirin átti ævina framundan. I sambandi við Andvökuvísurnar sagði Bjarni: „Jóhannes hefur lesið Andvöku eins og þegar fjandinn les bibliuna. Hann skilur ekkert í henni.“ Bjarni endaði svarræðu sína til Jóhannesar á þessa ieið: Ég á enga betri ósk þessum unga manni til handa eftir að hafa hlustað á málflutning hans en að hann væri aftur orðinn 8 ára gamall drengur í Hjarðarholti." Fundurinn tók nú aðra stefnu. Arni Árnason, héraðslæknir í Búðardal lagði nokkrar spurn- ingar fyrir frambjóðendur, ein þeirra var um samábyrgð kaup- félaganna. Það mál átti rætur að rekja til harðindavorsins 1920, er dýr voru fóðurbætiskaup og síðar búsafurðaverð lækkaði. Árni var samábyrgðinni andvígur. Aðrar spurningar voru um landspítala, menntaskóla Norðurlands og veit- ingar læknishéraða. Frambjóð- endurnir svöruðu þessum spurn- ingum, en þó hvor á sinn hátt. Jón Þorleifsson og séra Jón Guðnason á Kvennabrekku tóku líka til máls um samábyrgðina. Jón Þor- leifsson var framkvæmdastjóri Kaupfélags Hvammsfjarðar og því málum þessum mjög kunnugur. Nokkrar stuttar ræður voru haldnar undir fundarlokin, en engin þeirra var í frásögur færandi. Bjarni frá Vogi kvaddi fundarfólkið með hlýjum orðum og þakkaði komu og fundarsetu fyrir hönd þeirra frambjóðenda. Fundi var siðan slitið. Fólkið hélt út í næturkyrrðina hresst í huga. Fundurinn skildi eftir hjá því léttleika þrátt fyrir frumstæð húsakynni og þrátt fyrir þreytu að loknu erfiði dags- ins og langan fund, þar sem meiri hluti fundarmanna fékk ekkert sæti. Fólk hafði um stund sam- stillt hugi sina I tvær andstæðar fylkingar og eina samstæða heild. Hressandi andvari hafði dregið svefnhöfgann af hugum manna, minnt hinn aldna á hans eigið blómaskeið, stælt ábyrgðartilfinn- ingu þeirra, sem nutu starfsorku sinnar í fyllsta mæli og báru á herðum sér hita og þunga dagsins og tendrað blys, sem lýsti hinum ungu og óráðnu fram á veginn. Síðla nætur voru þrír menn á ferð með erfiðan flutning á hest- vagni inn eftir Asgarðsgrund í Hvammssveit. Veður var ennþá milt og blítt. Allt í einu komu þar tveir menn með nokkra hesta og fóru mikinn. Var þar á ferðalagi Bjarni frá Vogi og Sigvaldi á Skarði, fylgdarmaður hans. Bjarni hafði lifandi i vindli sin- um, og fuku eldglæringarnar í allar áttir þótt hægviðri væri. Honum var kunnugt um þetta ferðalag og spurði hvernig gengi. Það var látið vel yfir því. „Voruð þið út alla messuna,“ spurði hann. „Já,“ var svarað. Léttur hlátur blandaðist saman við hófadyn- inn um leið og Bjarni lyfti hatti sinum og bauð góða nótt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.