Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 5
A Bolungarvík er búið að koma upp glæsilegu ráðhúsi og er það meira en sumir bæir geta státað af. Hér sést ráðhúsið frá tveimur hliðum. sem er við mynni Djúpsins að austan, en þangað er stutt að fara frá Bolungarvík eða „tveggja stunda róður á sexæringi í logni“. Það er því ekki að undra þótt búendur við Isafjarðardjúp hafi snemma sótzt eftir þvl að fá að- stöðu fyrir útgerð á Bolungarvík, sem var stærsta verstöð á íslandi allt fram undir sfðustu aldamót. Þá breyttist skipakostur lands- manna og hafnargerðir komu til sögunnar". Þuríður sundafyllir er hugstæð Bolvíkingum enn I dag. I fyrra var afhjúpaður minningarskjöld- ur um hana I Vatnsnesi eða eins og Benedikt sagði, var tilefnið þrfþætt: „Við vildum minnast Þurfðar, svo var þetta kvennaárið margumrædda, og svo þurftum við að halda upp á það að Sigur- laug komst á þing,“ og brosir kímileitur. „En allt gengur hér auðvitað út á fiskinn og aflabrögð enn i dag eins og áður. Menn hafa sótt fast sjó úr Bolungarvík alla tíð og oft komizt í hann krappan, þótt sjó- slys hafi ekki orðið hér mörg, sem betur fer. Benedikt er spaugsamur og skemmtilegur viðræðu og við hefðum viljað stanza lengur, en ekki er til setunnar boðið. Um leið og við kveðjum og þökkum spjallið kallar hann á eftir okkur: „Ekkert að þakka — komdu bara aftur, ef þú villist." Við höldum sem leið liggur út dalinn meðfram Syðradalsvatni og í kaupstaðinn. 1 Bolungarvík er mikið byggt, þar eru reisuleg ný hús og skemmtileg gömul hús, en það sem einkennir bæinn sér- staklega er mikil snyrtimennska. Götur eru hreinar, aðalgötur með bundnu slitlagi og húsin fallega máluð. Eitt er þó það hús sem setur sérstakan svip á bæinn en það er ráðhúsið, og er til efs að glæsilegra ráðhús finnist á lands- byggðinni. Þangað förum við og hittum að máli bæjarstjórann, Guðmund Kristjánsson. Við segjum honum undir eins frá öllu sem við höfum heyrt um seiðkonuna, Þurfði, og Guðmundur brosir f kampinn og segir: „Við viljum nú skýra þetta öðruvfsi en að um seið hafi verið að ræða — að tollinn hafi hún tekið af búendum við Isafjarðar- djúp til að tryggja afkomu sfns fólks. Þvf má segja að þetta sé fyrsta aðstöðugjald, eins og það heitir nú, sem lagt er á atvinnu- rekstur hérlendis." Geturðu sagt okkur eitthvað um sfðari sögu staðarins? „Hér hefur allt frá upphafi byggðar verið mikil verstöð og á síðari hluta 19. aldar var fólk far- ið að hafa fasta búsetu f verbúð- unum á Bolungarvikurmölum, sem kallað var. Árið 1900 voru búsettir á mölunum 270 manns en upp úr aldamótunum lýkur ára- skipatímabilinu sem hafði staðið um 10 alda skeið, því þá kemur mótorvélin til sögunnar. Fyrsti mótorbátur landsins var gerður út á vorvertíð frá Bolungarvík árið 1903. Hann hét „Stanley" en Árni Gestsson á ísafirði átti hann. Á næstu árum urðu mjög snögg umskipti þvf um 1906—7 voru komnar vélar í flesta sexæringa og fjögurra manna för. Ibúum fjölgaði nokkuð ört fram til 1910. Upp úr þvf fækkaði fbúum hér töluvert en hefur fjölgað aftur sfðan og nú er fbúatalan komin í liðlega þúsund manns. Þótt landbúnaður væri hér ávallt stundaður öðrum þræði þá byggðu Bolvfkingar afkomu sina fyrst og fremst á sjósókn og með vélbátaútgerð varð brýnt að bæta lendingar og hafnaraðstöðu. Strax sumarið 1911 voru hafnar framkvæmdir við byggingu brim- brjóts en ákvörðun um þær fram- kvæmdir var tekin á almennum borgarafundi og um likt leyti var Lendingarsjóður Bolungarvfkur stofnaður. Greiddur var í þennan sjóð viss hluti af aflahlut sjó- manna, en fé fékkst einnig úr landssjóði. Hafnargerð hefur eiginlega verið höfuðviðfangsefni sveita- stjórnar hér síðan og hefur geng- ið á ýmsu. Við höfum átt i baráttu bæði við náttúruöfl og rfkisvald. Stundum var það svo, að það sem unnið var að sumri, var ónýtt næsta vetur. Sumir vildu þá kenna tæknimönnum um mistök- in þvf þeir komu hér bara að sumrinu, og má vera að eitthvað sé til í þvf. Það er ekki fyrr en 1974 að höfnin er orðin öruggt skjól fyrir skipastól heimamanna, nema skuttogarann, sem ekki get- ur verið hér í óveðrum. Nú er unnið að þvf að dýpka höfnina og ráðgert að vinna við það fyrir 50 milljónir f sumar. Tilvera okkar hér byggist eins og áður segir á sjávarútvegi og verkun aflans, en auk þess hafa byggzt hér upp hliðargreinar við ýmsa þjónustu. Hér er vélsmiðja, trésmiðjur, steiniðja, rörsteypa, hellu- og steinasteypa og málning- arþjónusta og raftækjaverkstæði. Fram til 1930 var Pétur Odds- son aðalatvinnurekandinn hér. Rak hann verzlun, útgerð, fiskkaup og fiskverkun. Nú gera hér út bæði fyrirtæki og einstaklingar. Langstærstu at- vinnurekendur eru Einar Guð- finnsson hf. og Ishúsfélag Bol- ungarvíkur h/f. Það er ekki alveg rétt, sem margir halda að Einar Guðfinnsson hf. sé eini atvinnu- rekandinn hér. Hitt er sönnu nær að mörg fyrirtæki dafna hér vel f -skjóli þess. Auk hafnargerðarinnar hefur bæjarstjórnin beitt sér fyrir gatnagerð með bundnu slitlagi. Nú hefur það verið gert að skil- yrði að frágangur sé slfkur við fiskvinnslustöðvar, en þar stönd- um við nokkuð vel. Og verið er að byggja sundlaug, sem verður tekin í notkun um áramótin næstu. Hér var annars byggð sundlaug sem komst í brúk- Sjá nœstu síðu A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.