Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 6
BOLUNGAR- VÍK ið 1932 og var sú fyrsta hér á landi sem kynt var með kolum. Það var ungmennafélagið á staðn- um sem gekkst fyrir þeirri bygg- ingu. Sú sundlaug þótti nú orðið viðhaldsfrek og þess vegna var ráðizt í að byggja nýja. Sundlaug- in er fyrsti áfangi, en siðan tekur við bygging íþróttahúss. Hér hefur verið skortur á fbúð- arhúsnæði og eftirspurn hefur verið mikil. Við höfum nýlega af- hent 6 íbúðir samkvæmt nýjum lögum um leiguíbúðir en alls verða íbúðirnar 21 samkvæmt þessum lögum. Atvinnuástand hér er með ein- dæmum gott og atvinnuleysi nær óbekkt fyrirbæri síðustu 20 árin.“ Um útgerðina? „Héðan eru gerðir út 18 bátar auk 500 lesta skuttogara en yfir sumarmánuðina ganga hér að auki 15—20 smærri bátar. Von er á nýju skipi sem verið er að smiða í skipasmíðastöð Marselíusar á ísafirði fyrir Einar Guðfinnsson hf. og er það bæði tog- og línu- skip.“ Nú er mikið rætt um ofveiði og að takmarka þurfi sóknina? „Víst er það, en ef til þess kem- ur, hlýtur að verða tekið tillit til staða sem byggja afkomu sína ein- göngu á útgerð. Það eru 15—20 ár síðan fiskur hvarf að mestu af grunnslóð og nú þarf að sækja djúpt út á Hala og landgrunns- kanta eða suður að Bjargi og austur á Húnaflóa. Nú er það aðeins rækja sem veiðist i Djúp- inu. Héðan eru gerðir út 12 bátar á rækju frá hausti til vors, sem fara svo á línu eða handfæri á sumrin. Svo virðist sem rækjustofninn hafi ekki minnkað að hún sé sízt minni síðustu ár þrátt fyrir aukna sókn og það er eðlilegt að menn velti því fyrir sér, hvernig á því standi. Sumir segja að það sé vegna þess að nú hafi hún frið fyrir þorskinum síðan hann hvarf úr Djúpinu. Hvað um félagslíf hér á Bolung- arvík? Aðrir vita sjálfsagt betur um það en ég. Ég held þó að viss deyfð hafi verið yfir félagslífi hér eins og annars staðar. Hér eru þó starfandi nokkur félög, kvenfélag og ungmennafélag og hér er vísir að leikstarfsemi. Stofnun tónlist- arskóla lyfti undir tónlistaráhuga manna. Hér er starfandi kirkju- kór og síðastliðinn vetur var stofnaður karlakór sem mun starfa áfram, en í honum eru mest ungir menn. Bókasafn hefur verið starfrækt síðan um aldamót' og á þessu ári er gert ráð fyrir að taka upp sam- starf um rekstur þess og skóla- bókasafnsins. Um það hefur þegar verið gerður samningur." Vel á minnzt, eigið þið Bolvík- ingar nokkuð þekkt skáld eða rit- höfunda? „Heldur fer nú lítið fyrir þeim, en þekkist þó. Hinsvegar nefni ég aðeins eitt skáld Völu-Stein. Við höldum honum fram sem höfundi Völuspár þar tii annað reynist réttara. Fara ekki allir menn sem hér Táknræn mynd frá Bolungarvfk — fiskhjallar og trönur undir TraSarhymu Benedikt Þ. Benediktsson vélstjóri f rafstöðinni eru búsettir einhvern tíma ævinn- ar á sjó? „Það þekktist varla, að ungir menn héðan reyndu ekki sjó- mennsku. Ég hef alltaf áft ljeima hér og var á sjó frá 12—18 ára aldurs, aðallega á bátum, og var því engin undantekning. En ég hætti... mest vegna sjóveiki. — En konur? „Áður mun það hafa þekkst að konur réru en mun þó hafa verið heldur fátítt. Hér er enn ríkjandi hefðbundin verkaskipting milli kynjanna, en fer þó f vöxt að konur vinna úti. Því er rekið hér dagheimili fyrir börn og aðsókn þangað er rnikil." Heldur þú, að sjómennska hafi mótandi áhrif á fólk? „Ég veit ekki. Það var sagt áð- ur, að sjómenn hefðu hrjúfari og harðari skapgerð en hinir sem bjuggu við aðra atvinnuhætti. Má vera að nokkuð hafi verið til í þvi. En þetta hefur sjálfsagt breytzt með stærri skipakosti og betri að- búnaði. Því hefur líka verið haldið fram að sjómenn væru trúhneigðari? „Ætli það sé ekki líka breyting- um háð og einstaklingsbundið. Ég þori ekki að segja neitt um það.“ Þegar við ökum Óshlíðina á suð- urleið og klettarnir í hlíðinni blasa við augum, verður sagan um Þuríði sundafylli efst í huga. — Seiður eða ekki seiður, — það skiptir ef til vill ekki höfuðmáli. Við höfum altént leyfi til að óska þess, að öll sund verði aftur full af fiskum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.