Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 9
Umhverfi séra Finn- boga. Talið frá vinstri: íbúðarhúsið og kirkjan á Ketu, á næstu mynd sér heim að Hvammi, þriðja myndin er úr Laxárdal og lengst til hægri sjást Ketubjörg á Skaga. Æm EINSETU- MAÐURI 14 ÁR Guömundur Halldörsson frö Bergsstööum rœöir viö Finnboga Kristjönsson prest í Hvammi í Laxördal Finnbogi Kristjánsson prestur i Hvammi. Séra Finnbogi Kristjáns- son prestur í Hvammi í Laxárdal, lét af prestskap á s.l. hausti og flutti til Sauð- árkróks, þar sem hann keypti sér hús og hefur dvalið þar síðan. Eins og fram kemur í eftirfarandi viðtali, hefur Finnbogi verið þjónandi prestur í 33 ár, fyrst í Aðalvík vestra og síðan í Hvammspresta- kalli. Af þessu tilefni fannst undirrituðum ekki óviðeigandi, að leita hjá honum svara við nokkrum spurningum og varð hann hið besta við þeim tilmæl- um. Ræddum við margt þótt fæst af því komi hér til skila. Nokkuð mun Finnbogi hafa þótt sérlundaður og öðruvísi í háttum en al- mennt gerist. Saga iifir um það, að biskup, sem kom að Hvammi í vísitasíuferð hafi látið svo um mælt við Finnboga, að hann færi sínar eigin götur og það mun vera rétt. Þegar ég spurði hvernig dagarnir hefðu liðið þarna í einver- unni undir Eylífsf jalli, fékk ég lítil svör við því önnur en þau, að ekkert hefði komið fyrir og hann aldrei orðið var við neitt, sem ekki var hægt að skýra. Þarna rennur Laxá- in út dalinn, lign og prúð og það vex mikið af sóleyj- um á bökkunum á sumrin. Séra Finnbogi er maður Ijúfur og hógvær í allri framkomu, hann á létt með að taka spaugi og fólki líð- ur þægilega í návist hans. Fljótt kemur í ljós af kynn- um við Finnboga, að hann hefur brotið heilan um margt, lesið mikið, á stórt og gott bókasafn, sem áreiðanlega er búið að stytta honum marga ein- verustund. Hann er vel heima í skáldskap, sérstak- lega íslenskri ljóðagerð og telur Jónas Hallgrímsson eitthvert allra fremsta ljoðskáld sem um getur. Önnur afburða skáld telur hann vera Hallgrím Pét- ursson, Einar Ben., Matthí- as og Davíð. Af skáldum frá allra elstu tíð, nefndi hann Egil Skallagrímsson, höfund Eddukvæða og Eyvind skáldaspillir Finnsson. Séra Finnbogi er þakk- látur guði fyrir líf sitt. Hann ber ekki kala eða öf- undarhug til nokkurs manns. Hugur hans starfar af umburðarlyndi og vel- vild til alls og allra. Þeim mönnum er gott að horfa fram á veginn og bíða þess sem að höndum ber. Hvar og hvenær ertu fæddur, Finnbogi og hverra manna ertu? Ég er fæddur 10. júlá 1908. For- eldrar minir voru Margrét Finn- bogadóttir frá Galtalæk I Lands- sveit og Axel Kristján Jóhanns- son Larsen, veggfóórari í Reykja- vík. Margrét Finnbogadóttir var ekkja eftir Guðmund Vernharðs- son, barnakennara á Stokkseyri. Hún eignaðist með manni sínum Lovisu, sem ég var samvistum með ásamt móður minni, þangað til Lovísa fór til náms i Kaup- mannahöfn 1913. Þar giftist hún dönskum manni, Sören Brögger. Með Sören eignaðist Lovísa eina dóttur og tvo syni, komust þau öll upp og náðu að staðfesta ráð sitt. Ólstu svo upp f Reykjavík? Fyrstu staðarminningar minar munu vera tengdar Hverfisgöt- unni I Reykjavik, þaðan minnist ég kynna af Sverri Kristjánssyni, sagnfræðingi, en mæður okkar voru góðar vinkonur. Mikla at- hygli mina vakti eimreiðin i Reykjavik með sina flutninga- vagna í eftirdragi, jafnvel enn meiri undrun mína vakti þó fyrsti billinn er ég sá, sá ég hann i Hafnarfirði þar sá ég fyrst raf- magnsljós, þótti mér þau fögur mjög, þar sá ég í ljöma þeirra fyrst fagra stúlku, er vakti sér- staka athygli og aðdáun. Þegar ég var um sex ára að aldri fluttist móðir min og ég að Leirubakka til Sigurðar Magnússonar, sem var þá hættur búskap þar, en bjó þar áður góðu búi en afhenti þá jörð- ina syni sinum Magnúsi til ábúðar og síðar seldi Sigurður Magnúsi syni sínum Leirubakka. Magnús var ágætur verkmaður og bóndi. Sjálfur fór svo Sigurður að búa á smábýli Leirubakkahóli, sem mátti heita í sama túni og Leiru- bakki, þótt tún jarðanna væru að- skilin. Sigurður byggði ný hús að Leirubakkahóli og fluttist þang- að, ásamt móður minni og mér, en móðir mín gerðist bústýra hjá honum. Jarðnæði Leirubakkahóls reyndist Sigurði of lítið og varð hann því að fá bletti til slægna af jarðnæði, sem aórir réðu og var sumt af þessu tilheyrandi eyðibýl- um, svo sen Mörk, Réttarnesi og Stóra-Klofa, en aðeins lítill hluti þessa forna stórbýlis voru nytjað- ar af bóndanum í Stóra-Klofa. Slægjur á blettum þessum, tiðum talsvert langt í burtu frá Hóli, heldur snöggar og heyskapur þvi tímafrekur og erfiður. Búskapur á Leirubakkaóli tókst Sigurði Magnússyni þó vonum framar, þótt aldraður væri orðinn, þvi hann og móðir mín voru mjög kappsöm, dugleg og hagsýn við búskap. Ég fór og að veita aðstoð mina við heimilisstörfin, er getan leifði. Þegar sem barn i Lands- sveit varð ég var við sterka hrifn- ingu af fegurð og mikilleik íslenskrar náttúru. Er mér sér- staklega minnisstæð fegurð Árnessýslu yfir Þjórsá að sjá og fegurð Heklu og annarra fjalla. Urðu eftirfarandi visur eitt sinn til um Heklu og bera sama nafn: Islands hreyknu hamratröll hvítum djásnum skarta. ísinn glær og glitrik mjöll gjöra Heklu bjarta. Sindra glærum svellum á sólar blíðu hótin. Öllum vekur unað hjá iturvaxna snótin. Hekla opnar ógna hvoft öskrað mjög hún getur. Björgin hoppa hátt i loft hroll að mönnum setur. Rýkur hátt upp gufa grá glóa straumar heitir Ógurlegt er á að sjá eldi fjallið þeytir. Mögnuð er sú mæðan grá mörg er kvölin nauða, þegar upp úr granni gá geysist móðan rauða. Skellur á menn ferlegt fjúk fjallið nú sig hylur. Breiðir út sinn dökka dúk dimmur ösku bylur. Ég varð snemma mjög trú- hneigður og andlega sinnaður, ihugull og fróðleiksfús og las fljótt mikið umfram bækur þær, sem tilskilið er að læra til barna- skólaprófs. Fékk ég margar bæk- ur að láni úr bókasafni Lestrar- félags Landmannahrepps. Sér- staka ánægju og uppbyggingu hafði ég af að lesa i Bibliunni. Þá má nefna ljóðasöfn, Fornaldar- sögur Norðurlanda, Þjóðsögur og ævintýri og skáldsögur af léttara tagi, af þeim er mér t.d. vel minnisstæð Milljónamærin, þá og margskonar fróðleikur t.d. úr timaratum, þá og íslendingasögur. Eins og alkunnugt eru sumar is- lendingasögur sérstaklega Njála, mjög þekktar, sem frábær hók- menntaleg afrek, ritaðar í þrótt- miklum og fögrum frásagnarstíl, þær eru uppbyggilegar, fróðiegar og skemmtilegar til lestrar. Kirkjulegt og kristið sjónarmið kemur fram I Njálu, meðal annars í þvi, að vara fólk við á snjallan og áhrifaríkan hátt að tengjast og náið slæmu fólki og örlögum þess og sýna fyllstu gát i umgengni allri. Vissulega væri hollt fyrir fólk að hafa þetta í huga i sam- bandi við hverskonar áróður og sýndamennsku og valdabrölt, þótt óhjákvæmilegt sé að sjálfsögðu að reyna að hafa góð áhrif á annað fólk og láta sem mest og viðast gott af sér leiða. Vígastyrssaga er augljóslega vel rituð gegn hefnd- um þrátt fyrir útúrdúra. Svo fórstu f skóla og valdar sfð- an guðfræðinámið? Hið venjulega barnaskólanám gekk vel hjá mér. Séra Ófeigur Vigfússon á Fellsmúla var sóknarprestur og prófdómari við barnaskólapróf i Landssveit. Hann var gáfaður maður, traust- ur mjög og ráðhollur, hið sama mátti segja um hans góðu konu, Ólafíu Ólafsdóttur. Að barna- skólanámi loknu hélt ég áfram nokkru námi. Hin ágætu hjón á Fellsmúla veittu mér svo ókeypis kennslu á heimili sinu til þess að ná nauðsynlegum árangri til að geta tekið gagnfræðapróf og stúd- entspróf. Eftir því sem mér hent- aði best dvaldi ég svo í Fellsmúla um tíma og tíma, veittu þau hjón mér óke.vpis uppihald. Tima þann er ég var samtals á Fellsmúla man ég eigi nákvæmlega, en mér hefur virst geta verið nærri lagi aö áætla tíman nálægt fimm vikur fyrir hvort próf. Það var ánægju- legt og lærdómsríkt fyrir mig að kynnast svona náið hinu ágæta heimili að Fellsmúla. Kynni min af Ragnari Öfeigssyni urðu náin og hlý og naut ég kennslu hans vel. Ragnar Ófeigsson var mikill dugnaðarmaður, skarpskygn og fjölgáfaður og mikill mannkosta- maður í hvivetna, nokkur góð kynni hafði ég og af bróður séra Ragnars, Grétari Ó Fells. Aðstöðu mína til prófa bætti ég og að nokkru með kynnum af góðum kennurum í Reykjavik, keypti ég nokkra tímakennslu af þeim i stærðfræði. Árið 1930 i júni tók ég svo stúdentspróf vað mennta- skólann í Reykjavík. Veturinn 1930 og 1931 las ég svokölluð for- spjallavisindi við Háskóla íslands og tók próf í þeim, þessi fræði eru einkum rökfræði og sálarfræði. Auk þessa las ég mikið heim- spekisögu og siðfræði o.fl. Um vorið 1930 er ég tók stúdentspróf og veturinn 1930 og 1931 dvaldi ég hjá Guðna Jónss.vni magister. Guðni Jónsson var uppeldissonur Sigurðar Magnússonar og góður kunnangi minn. Guðni Jónsson var gáfaður dugnaðarmaður og traustur og þótt fjármunir væru i knappasta lagi, tókst honum að dvelja við nám i Flensborgarskóla í Hafnarfirði og menntaskólanum í Reykjavík og Háskóla Islands og ljúka þar prófum með góðunt árangri. Varð hann siðar skóla- stjóri og háskólakennari i sögu og þjóðkunnur fræðimaður. Guðni Jónsson reyndist mér traustur maður og ráðhollur. Veturínn 1931 og 1932 las ég heimspekileg fræði heima hjá mér að Leiru- bakkahóli. En haustið 1932 innrit- aðist ég í guðfræðideild Háskóla Islands og útskrifaðist úr henni 1936. Ég hefi reynt að öðlast sem mesta og áreiðanlegasta þekkingu og hagað mér með sem bestri hlið- sjón af þeirri þekkingu. 1933 flutti ég til Reykjavíkur með móð- ur minni og Siguröi Magnússyni, sem keypti þar lítið hús Hörpu götu 12, var það þó nægilegt fyrír okkur. I Reykjavík vann ég nokk- uö i almennri vinnu, vann mér og nokkuö inn með tímakennslu. Vorið 1938 tók ég svo kennara- próf. Hvenær tókstu svo vígslu? Árið 1941, 23. nóvember var ég vígður til Staðar i Aðalvik, hafði ég verið kosinn þar sóknarprestur með lögnætri kosningu og fékk veitingu fyrir prestakallinu frá 1. nóvember 1941. Ég og móðir nin fluttumst þangað nokkru siðar. Sigurður Magnússon var dáinn all nokkru fyrir þann tima, varð 83 ára gamall, var hann göður maður og hinn traustasti i hvivetna. Mér og móður minni var vel tekiö I Aðalvik og var gott að starfa með fólkinu i prestakallinu. Er ég kom að Stað var þar ábúandi Árni Þor- kelsson, og var hann áfram hjá mér á Stað ábúandi meðan ég var þar og reyndist hann og fólk hans. Er ég kom að Stað mátti segja að Staðarprestakall i Aðalvík væri um þaö bil i meðallagi að víðáttu og fólksfjölda, það var mjög af- skekkt og illt yfirferðar. Fækkaði fólki talsvert á því þriðja og hálfa ári, sem ég var prestur þar. meöal annars af þessum ásta'öum. Eg gat eigi unað þar lengi. ILetti ég því prestskap í bíli og flutti að Ilvale.vri við Hafnarfjörð. þar sem ég dvaldi eitt ár. I Hafnarfiröi kynntist ég Birni Jóhannessvni, er var formaður ba'jarstjörnar Hafnarfjarðar. Fannst mér mikill sómi fyrir Hafnarfjörð að hafa svo gáfaöan og ghesilegan ágætis- mann að forystumanni sínum i bæjarmálum. Tel ég Bjiirn Jó- hannesson hafa veriö meöal allra fremstu manna til mannaforráða. tókust með okkur hin bestu kynni. Svo gerðist þú prestur ( Hvammi i Laxárdal? Vorið 1946 var ég kosinn liig- mætri kosningu sóknarprestur i Hvammsprestakalli í Laxárdal i Skagafjarðarprófastsdæmi og flutti að Hvammi í júní 1946 með móður minni. Jönas Sigurðsson var þá ábúandi þar og var áfram ábúandi hjá mér um 4 ár, en hann fluttist þá í grennd við Hvera- gerði. Jönas og fjölskylda hans var gott og óreiöanlegt fölk. Til vors 1951 Iiafði ég umráð og nitjar af Hvammi og leigði nágriinnum engjar og haga. 1951 gerðist Ast- valdur Tómasson ábúandi að Hvammi til 1961, aö hann flutti frú Hvammi með sina fjiilskyldu að Kelduvik i Skefilstaðahreppi. Astvaldur reyndis! ágætur ábú- andi, störba'tti jörðina meö ný- rækt, endurbyggöi og stiekkaði fjárhús og heyhliiðu við þau. Kynni mín af Astvaldi og fjiil- skyldu hans voru góð. F.g var heppinn með sóknarfölk mitt i Hvammsprestakalli i báðum sókn- um. Það var og er gott fólk, sem kynnist vel, er dugandi fölk vel gefið og hjálpfúst. Minir rnestu nágrannar og fleiri veittu mér mikilvæga aðstoð í preststarfi. Af þeim vil ég sérstaklega geta Guð- mundar Árnasonar hónda á Þor- bjargarstööum og hans heimilis- fólks. Baldeyjar Reginbaldsdött- ur húsfreyju á Sævarlandi og hennar heimilisfólks og Stefáns Sölvasonar bónda á Skiðastöðum. Fólkið í Ketusókn reyndist mér og vel i mínu starfi. 1 átta ár var Framhald & hls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.