Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 11
Útvarpsþulurinn sagði, að engar fréttir væru af íslenzku keppendunum og yrðu llklega ekki fyrr en I fyrramálið. Vonandi að tlmaverðirnir hafi getað látið sér slga I brjóst einhverntlma um nóttina. Teikning: Sigurður Örn Brynjólfsson. fundizt ég hafa rétt til Ölympíu- farar fyrir tsland, einkum i sundi. Ég hef aldrei komizt neitt áfram í sundi, sem er varla von, ég kann ekki að synda; ég hlyti þvi að drukkna mjög fljótlega í keppn- inni. I sundkeppni á Olympiuleik- unum er sá oft síðastur sem drukknar, nema Islendingur sé i riðlinum og það sé ekki hann sem drukknar, en fari hvort tveggja saman, að maðurinn drukkni og sé íslendingur þá verður enginn á eftir honum. Misréttid á leikunum Það veit ég að mörgum finnst ósanngjarnt, að okkar fólki skuli ekki gefinn kostur á aö vera síð- ast i fleirum en einum riðli sama manninum. Við höfum ekki efni á að leggja til seinasta mann i alla riðla nema sami maðurinn fái að hlaupa í fleirum en einum riðli. Það er fleirum en okkur Islend- ingum, sent finnst að þarna sé breytingar þörf og fyrirkomulag- ið eins og það er ósanngjarnt gagnvart keppendum á leikunum almennt. Það eiga allir að hafa jafnan rétt á íslendingi i sínum riðli. . . Þjálfarinn bíði eftir sjálfum sér Mér er sagt, að þjálfurum sé uppálagt að bíða eftir keppendum sem þeir hafi þjálfað, og má segja að þeim sé það mátulegt. Hegn- ingin getur þó gengið úr hófi, sérstaklega i kuldatið. Það var eitt sinn í kvöldfréttum, að svo var til orða tekið í útvarpinu (eða eitthvað á þessa leið), þegar sagt hafði verið frá úrslitum í hlaupi nokkru: — fréttir hafa ekki enn borizt af íslenzku keppendunum, og er þeirra varla að vænta fyrr en i fyrramálið úr þessu . . . “ Það varð líka svo. Um morguninn voru þeir komnir í leitirnar og það hafði allt verið i lagi hjá þeim, þó að þeir kæmust ekki nægjanlega snemma til að hægt væri að senda af þeim fréttir sam- dægurs eða um leið og af hinum keppendunum. Það má rétt ímynda sér, að þjálfaranum h^fi leiðst einum að bíða, tímaverðir og starfslið farið og ekki örlaði á hans mönnum og komið framí myrkur. Á þessum vandræðum þjálfar- anna mætti ráða bót með því ein- falda bragði, að þjálfari og kepp- andi séu einn og sami maður. Hann tæki þá frá sér Ieiðann og héldi á sér hita við að biða eftir sjálfum sér. Meiddir hafi sama rétt og ómeiddir Það hefur komið fram í viðtöl- um við foryztumenn íþróttahreyf- ingarinnar að ýmsir kappar hafi verið látnir sitja heima vegna meiðsla. Mér er spurn: hvaða máli skiptir það, hvort þeir Islending- ar, sem fara til keppni á leikana eru meiddir eða ómeiddir, dauðir eða lifandi? Ég er eindregið á móti því að mönnum sé meinað vegna krankleika að fara á Ölym- piuleikana að keppa fyrir Islands hönd. Sjúklingar ættu einmitt að hafa forgang. íslenzka hagræðingakerfið I sambandi við það, sem ég sagði hér fyrr, að það væri of kostnaðarsamt að leggja Olympiu- leikunum til siðasta mann í öllum greinum og ölluð riðlum hverrar greinar, þá hefur mér dottið í hug hvort ekki mætti hagræða þessu eitthvað. Hugmyndina fékk ég siðasta dag leikanna, þegar sagt var frá því, að „íslendingurinn hætti keppni .. . hann var þá orð- inn langsíðastur ...“ Þetta leiddi huga ntinn að því, hvort við gætum ekki sparað keppendur en samt fjölgað þeim greinum sem við værum síðastir i og þannig enn aukið vinsældir okkar meðal þjóðanna. Helzt væri hægt að koma kerfi minu við í hlaupum og sundi — i glímum ákveða andstæðingarnir, hvað við erum lengi i leik —. Þetta gerðist þannig, að islenzkur hlaupari, sem byrjaði til dæmis í 100 metra hlaupi, hætti þar, þegar hann væri órðinn vel síðastur og færði sig yfir í 200 metra hlaupið, þegar hann svo hefði tryggt sér siðasta sætið þar, flytti hann sig yfir i 1000 metra hlaupið og svo fram- vegis. Sama hátt má hafa á milli riðla í styttri hlaupunum. Þetta þyrfti nú reyndar ekki að ganga svona fort fyrir sig, þó að slíkt gæti komið uppá; Ef hlaupa- keppnin dreifist á marga daga, erum við ekki í neinum vandræð- um með að nota sama mannin i öll hlaupin, en líkast til þyrfti alltaf að h'afa nokkra tiltæka, ef það ætti að sjá öllum riðlunum fyrir siðasta manni. Ég er ekkert að spreyta mig á að útfæra þetta nákvæmlega . . . Það eru einmitt svona dæmi, sem íþróttahreyfingin er best fær um að leysa. Víða aukast okkur vandræðin Lesbókarlesendum er vafalaust flestum i fersku minni hættuleg vandræði Islendinga sem misstu sjónar af fótfráum útlendingum og vissu þvi ekki gjörla hvert þeir áttu að halda. Það var sagt frá slíkum óþokkahætti útlendinga að hlaupa af sér vegmóða og veg- villta Islendinga i Lesbók fyrir skömmu. Nokkrir ungir og hraustir menn (á islenzkan mæli- kvarða) héldu suður i álfu að klífa Matterhorn, sem er að eins 5 sinnum hærra en Esjan mín og hætt er við, að ég yrði lofthrædd- ur. Islendingarnir ungu voru ekki vissir á leiðinni upp hið mikla fjall og fögnuðu því tveimur öldr- uðum Frökkum, sem drógu þá uppi í brekkunum og virtust rata leiðina. Ekki varð þó löndum okk- ar þetta að gagni nema stutta stund; það kom á daginn að gamlingjarnir voru þjálfaðir i þunnu lofti, kannski átt heima þarna uppi eða komið aðvífandi utan úr geimnum, nema þjálfaðir voru þeir i þunnu lofti, segir i frásögninni. Þeir hafa líka haft tímann til þess, hvaðan, sem þeir hafa komið, þar sem annar þeirra var á sextugsaldri en hinn á sjö- tugsaldri. Eins og að líkum lætur er erfitt að fást við svo langþjálf- aða menn og hurfu þessir grá- skeggjar sjónum Islendinganna, sem höfðu þó hvatað sér svo sem örendi þeirra leyfði til að njóta leiðsagnar þeirra. Urðu Islend- ingar siðan að bjargast af eigin rammleik. Þess vegna nefni ég þetta dæmi um vegvillu í útlönd- um og ekki sé treystandi á bið- lund útlendinga sem leið eiga framhjá okkar mönnum, að ég tel rétt að við höldum okkur enn um sinn frá langhlaupunt á Olympíu- leikum, ef ekki, þá verði hlaupar- ar okkar gerðir út nteð kompás og vegahandbók. En sagan í Lesbókinni var ekki búin; sá þátturinn var eftir sem lýsir okkar mönnum bezt. Þeir gáfust nefnilega ekki upp þó hægt gengi. íslendingarnir ungu komust unt siðir á tindinn, en Frakkarnir, langþjálfuðu og fót- fráu höfðu snúið við vegna veðurs áður en þeir náðu efsta tindinum. Þetta sannar, það sem sýnt hef- ur verið framá hér á undan, að þó að tslendingar séu máski menn seinlátir eru þeir þrautsegir. Þeir komast leiðar sinnar, hvernig sem viðrar— bara þeir hafi nægan tfma. SKAK Þœttir úr íslenzkri skðksögu Eftir Jön Þ. Þör Þjóðverjar tóku að sér að sjá um Ólympluskákmótið 1936, og fór það fram I Munchen I ágústmánuði. Mótið hófst skömmu eftir að Ólympluleikunum lauk. og var litið á það sem framhald þeirra. Eftir þetta mun almennt hafa verið byrjað að llta á mót sem þetta Ólympiuleika skákarinnar. Tuttugu og ein þjóð sendi sveit til keppni, og var hver sveit skipuð 8 mönnum og tveimur varamönnum að auki. islendingar voru á meðal þátttakenda og höfnuðu I 19. sæti með 57.5 v. Úrslit urðu annars þau, að Ungverjar sigruðu, hlutu 110,5 v., 2. Pólland 108 v., 3. Þýzkaland 106,5 v. Fyrir neðan íslendinga voru Frakkar með 43,5 v. og Búlgarir með 38,5. íslenzka sveitin, sem tefldi I Munchen var þannig skipuð: (vinnings- hlutfall og skákafjöldi talin með nöfnum) 1. borð Eggert Gilfer 7 v. af 1 9, 2. borð Ásmundur Ásgeirsson 6,5 af 1 9, 3. borð Einar Þorvaldsson 6.5 v. af 19, 4. borð. Baldur Möller 7,5v. af 19, 5. borð Ámi Snævarr 8.5 v. af 19, 6. borð Steingrlmur Guðmundsson 6 v. af 19, 7. borð Guðmundur Arnlaugsson 8 v. af 19, 8. borð Sigurður Jónsson 5,5 v. af 19 varamaður Ari Guðmundsson 1 v. af 6. 2. varamaður Garðar Þorsteinsson 1 v. af 2. í þessu móti er athyglisvert, að ungu mennirnir, Baldur, Guðmundur og Árni ná beztum árangri. Ámi stóð sig bezt tslenzku keppendanna og fer hér á eftir ein af skákum hans úr mótinu. Hvltt: E. Sörensen (Danmörk) Svart: Árni Snævarr Spænskur teikur 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6. 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6. 5 0—0 — Bc5, 6. c3 — Ba7, 7. d3 —d6, 8. Bg5 —h6, 9. Be3 —0—0, 10 Rd2 — b5, 11. Bc2 —d5, 12 Bxa7 — Hxa7, 13. a4 —dxe4, 14. dxe4 — De7, 15. De2 —b4, 16. Dc4 — bxc3, 17. Dc3 — Bb7. 18 Rc4 — Db4 19. a5 — Dxc3, 20. bxc3 — He8, 21. Hfd1 — Haa8, 22. Hab1 — Hab8, 23. Ba4? — Rxe4, 24. Hde1 — Rxc3, 25. Hxb7 — Rxa4, 26. Hxc7 — Hec8. 27. Hxc8 — Hxc8, 28. Rb6? Rxb6, 29. axb6 — Hb8, 30. Hb1 a5, 31. Rd2 — Kf8, 32 Rc4 — f6, 33. Kf 1 — Ke7. 34. Kel — Ke6 35. b7 — Kd7, 36. Rb6 — Kd8, 37. Rc4 — Kc7, 38. Hal — Hxb7, 39. Rxa5 — Ha7, 40. Rb3 — Hxal, 41. Rxal — Rd4, 42. Kd2 — Kd6, 43. Rc2 — Rxc2, 44. Kxc2 — Kd5, 45. Kd3 —f5, 46. Ke3 — g5, 47. Kd3 — h5, 48. Ke3 — f4, 49. Kd3 — e4, 50. Kc3 — g4, 51. Kd2 — Kd4, 52. Ke2 — h4, hérfórhvfturyfir tfmamörkin, en staða hans er.gjörtöpuð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.