Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1976, Blaðsíða 14
Eyjölfur Eyjölfsson ÞURRKUR Hamingjan streymdi eins og hafgola hrein og svöl inní heiðríkju þinna augna en gleðin gekk út úr munninum og hengdi hvítan þvott til þerris. HALLGRÍMUR PÉTURSSON Jarðeldar holdsins, flakandi sár brunnu ( myrkrinu ár eftir ár og nistandi kvölin, hraunstrókur hár í sálina þeyttist á meðan hann kvað Og fimmtiu drupu drottins tár. á drifhvitt blað. Einsetu- maður í fjörtön ör Framhald af bls. 10 én oddviti Skefilstaðahrepps. 1 |»ví starfi reyndust sveitunpar mfnir mér áKíetlefía, þannip hafa þeir einnig reynst mér sem ein- staklingi og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Fólkið f Hvamms- prestakalli í Laxárdal hefur fækkað mjög og sfðasta fólkstaia aðeins rúmlega 70 manns. Óhjá- kvæmilegt hefur verið fyrir presta að laga sig eftir aðstæðum með sitt starf. Móðir mína Mar- gréti Finnbogadóttur missti ég i nóvember 1957. Var hún 86 ára að aldri. Ég minnist hennar með virðingu og þökk, sem hinnar traustustu og bestu móður. Ég þakka guði einlæglega fyrir hana. Frá því Ástvaldur Tómasson og fjölskylda hans flutti frá Hvammi hef ég verið einsetumaður f rúm 14 ár. Fyrsta október 1975 fékk ég lausn frá prestembætti og frá þeim tfma var Hvammsprestakall lagt niður og Hvamms- og Ketus- sóknir sameinaðar Sauðárkróks- prestakalli. Ég var sóknarprestur um 33 ár, þar af í Hvammi rúm 29 ár. Þann 10. júlf 1975 keypti ég húseignina Suðurgötu 4 á Sauðár- króki og fluttist þangað um miðj- an september 1975. Eitthvað að lokum? Mannlífið er erfitt og varhuga- vert á marga lund og best að sýna fulla gát. Ánægjulegt er þó til þess að vita, að hagur Islendinga hefur á sfðustu tímum stórbatnað á marga lund, þrátt fyrir allt skuldabrask, sem sjálfsagt er þó best að hafa f hófi. Margt mun nú vera hér með miklum glæsibrag og meiga Is- lendingar vera forsjóninni þakk- látir fyrar það. Ég vona og óska að þjóð vor megi fagna áframhald- andi velgengi og þroskast að visku, kærleika, göfgi og sterkum vilja og öðru því er fólk má prfða. Guð blessi land vort og þjóð. Mér leiöist aö hugsa um íslend- inga Framhald af bls. 7 karlbarni var drckt í fyrra ellegar úr hinum austari þar sem þýð- verskt kvenlík hafði verið upp- fiskað í vor“. (Eldur, bls. 136). X „ ... , der os den aller hiöeyste gud haffer hiem ... sögt os med en naadig och god peest“. (Arne Magnussons private brevveksl- ing, bls. 296. Úr bréfi Metta Magnusson til Árna Magnússon- ar, dags. 4. apríl 1712). „Þá spurði maddaman, hvernig líður nú þeim fslensku eftir að vor herra sendi þeim náðuga og velsignaða pest?“. (Eldur, bls. 137). XI „í Skálatanga hafði Jón byggt upp forna sjóbúð, er Hretbryggja var nefnd. .. . Þar lét hann ganga áttæring um vor, er hann fékk því við komið, ... Var þessi útvegur Jóns þarna i óþakklæti og betalingsleysi við ábúanda á Skálatanga, ...“. (Helgafell 1943, bls 290. Jóhann Gunnar Ólafsson: Óbótamál Jóns Hreggviðssonar á Rein). „Ég var búinn að koma mér upp útvegi f Innrahólmslandi f trássi við Innrahólsmenn. Sexæringur, kona, það er þrjár árar á borð, einn tveir þrír fjórir fimm sex. Ég kaliaði það Hretbryggju, skil- urðu það kona?“. (Eldur, bls. 139). XII „Aðeins eitt er sambærilegt með okkur og Kaupinhafnarbú- um. Skækjurnar í hóruhúsunum eru einna likastar þriflegum prestmaddömum í sveit á Is- landi“. (Þorbergur Þórðarson: Ofvitinn Reykjavfk 1940, bls. 99. (Haft eftir Eiríki Ólafssyni á Brúnum). ,Ja ég segi nú fyrir mig og mfna persónu, þegar ég var f Rotterdammi, það er útf Hollandi þaðansem duggarar koma, þá hitti ég einusinni prestkonu um nótt. Ja hvað skal segja? Eg átti Ijóta og leiðinlega kellfngu uppá tslandi —“. (Eldur, bls. 142). XIII. „Arni ljet sem hann væri vel- ánægður... En jeg hygg að hann hafi haft leynilegan húskross... Fullum fetum sagt var það hans gamla kona sem olli því mest,.. . mátti hann... oft heyra það af henni, að hún hefði gert hann ríkan,...“ (Safn fræðafélagsins VIII., bls. 139. Finnur Jónsson: Ævisaga Árna Magnússonar. (Úr tilvitnun Finns i Jón Ólafsson frá Grunnavík). „... þá skal ég segja þér það Regvidsen að þó hann assessor Arnæus þykist maður sækir hann ekkt glæpamenn uppá Brimar- hólmskastala nema með mfnu leyfi“. (Eldur, bls. 142). „Og hvað væri sá sem nú á að heita maður- inn minn ef ég hefði ekki lagt til penfngana og húsið; og vagninn og hestana: Hann ætti aungva bók“. (Eldur, bls. 143). I lok tíunda kafla spyr frú Metta, Jón Hreggviðsson um Snæ- friði íslandssól. „hefur hún pen- ínga, spurði konan. Og hvurnin er hún búin?“. Jón svarar og segir m.a., að hún eigi „iðandi fugla- björg þverhnípt í sjó þar sem heyra má glaðan sigmann bölva niðrá sextugu á jónsmessunótt.“ Þessi málsgrein á sér ef til vill stoð í „hinni ágætu ritgerð Þor- leifs Bjarnasonar um bjargsig f Hornstrendíngabók.“ (Úr um- sögn Halldórs Laxness um Horn- strendingabók 1943), en þar segir Þorleifur Bjarnason m.a. um sig- menn í Hælavikur og Hornbjargi „Og sumir þeirra gátu sýnt þá forherðingu hugarfarsins að bölva niðri á sextugu". (Horn- strendingabók, bls. 140). ■ Svar Jóns við spurningunni: „Og hvurnin er hún búin?“, „Með gullband um sig miðja þar rauður loginn brann, kona góð“, er úr kvæðinu af Ólafi liljurós, en Ólaf- ur „hitti fyrir sér álfarann, — þar rauður loginn brann", og þriðja álfkonan, sem út kom var „með gullband um sig miðja“. „Hún er klædd einsog álfkonan hefur altaf verið klædd á Islandi", segir Jón Hreggviðsson, í álfkvennabúningi þjóðsögunnar. Allar tilvitnanir í Eldur í Kaup- inhafn eru í fyrstu útgáfu 1946. Enn af Frööör- undrum Framhald af bls. 3 hatði áður verið gift Jóni Egilssyni á Vatnshorní í Haukadal en hrakist þaðan með börn sín er Jón tók sér aðra konu til fylgilags Þegar Espólin leit Rannveigu augum fyrsta sinn — 1 8 ára gamla og vænni en aðrar meyjar, sem hann hafði séð, var honum þegar Ijóst, að hann hafði fundið geisla þann og sprota, sem skildi lýsa honum og styðja á hálti og misbjartri ævibraut. Hann réði Ingiríði og börn hennar til sín og byrjaði búskap I smáum stíl, fyrst að Brekku- bæ og síðar á litlu koti sem Selvöllur hét. En Espólín varekki bara lærður maður og óvenjulegum gáfum gædd- ur, hann vareinnig af háum ættum, sem ógjarnan blönduðu blóði við almúgafólk. Frændgarðurinn fyrir sunnan og norðan gat því ekki setið aðgerðarlaus lengur, hér varð að taka í taumana svo sómi ættarinnar yrði ekki fyrir borð borinn. Frænda hans Stepháni Scheving á Yngjaldshóli, sem hafði Stapaumboð og var því voldugur maður hér vestra, var falið að sjá svo um, að ekki næði fram að ganga hjónaband Espólíns og Rann- veigar Varaði hann presta viðað vígja þau og lét allsstaðar meina Espólín jarðnæði ef Rannveig væri með honum Urðu þau að hýrast í útiskemmu á Selvelli við næróþol- andi kulda og mikinn mótgang á alla vegu. Rannveig mun nú einnig hafa verið hvött til þess, af einhverjum ættmenna sinna, að falla frá þessu ráði, svo vonlaust sem það væri fyrir stúlku af lágum stigum að ætla sér sess sem höfðingjadætrum bar. En hennar sjónir höfðu ekki beinst að tignarsætum, hún var bara ung og ástfangin, tilbúin að klífa þrítugan hamar ef á þyrfti að halda, brygð var henni víðs fjarri. Loks varð þeim til bjargar, að Bogi Benediktsson á Staðarfelli, sem ekki var vanur að spyrja aðra hvað hann mætti gera, byggði Espólín Fróðá vorið 1 796 án allra skilyrða. Hinni voldugu ættarfor- sjá mun nú hafa verið orðið Ijóst að ekkert gæti gftrað Espólín frá þessum ráðahag. Hvorki boð og bönn, kuldi né kröm fékk hnekkt vilja hans. Loks tók varnarveggurinn syðra að bila, einskonar flótti brast á og sumir í liðinu tóku að eggja til undanláts. Einn eða tveir af þeim frændum höfðu komiðá sýslumannsheimilið, fengið afbragðs móttöku hjá ungu konunni, virt hana vandlega fyrir sér og kyngt stoltinu. Þeir hlutu að færa þær ótrúlegu fréttir suður, að frændinn á Fróðá hefði fundið eitt- hvað sem skyggði á Ijómann af gulli og ættgöfgi. Dag einn í marsmánuði 1 797 kemur svo umboðsmaðurinn vestur að Fróðá með þau boð, að banninu sé aflétt, faðir Espóllns ætli ekki að gera hann arflausan og honum muni ekki tilfalla álas ætt- menna sinna þótt hann giftist þessari konu. Espólín trúði þessu varlega fyrst I stað, hélt að foskur lægi undir steini. En fljótlega fékk hann fulla vissu fyrir því að raunveruleg sinna- skipti höfðu orðið I þessu máli. En nú styttist I dvölinni á Fróðá, Espólín hafði ekki hug á að eiga langa sam- leið með Snæfellingum og um vorið hafði hann sýsluskipti við Finn Jóns- son sýslumann I Borgarfirði og flutti alfarinn 1. júní að Þingnesi. Þau Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.