Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 2
Ragnheiður Viggósdóttir: Af Gróu og Höllu Gengið í gömul spor á Fellseyrinni NiðurstaSan verður sú. a8 vi8 sýknum Höllu. . . Kollafjörður, öðru nafni Fellshrepp- ur, i Strandasýslu, er ein af allra minnstu og fámennustu sveitum landsins. Þar hafa lengst af verið 10 bæir í byggð, en voru flestir 1 5, séu smákot talin með, sem farin voru í eyði snemma á 1 8. öld. Hlýlegt er þar og grösugt, renni- sléttar, grænar eyrar þekja miðbik sveitarinnar, þar þóttu góðar engjar, næstum eins og tún. Þarna hafa lengi búið mjög duglegir bændur og hafa hinir fyrstu þeirra vafalaust verið írsk- ir, því frábær finnst mér skoðun Árna Óla á uppruna Kollafjarðanafnanna. Fæstir landsmanna þekkja þessa litlu sveit, hennar hefur að fáu verið getið því þar hafa aldrei brotnað þær öldur mannlífsins, sem alþjóð varða. Það má því nærri furðu gegna, að tvær af frægustu konum landsins skuli hafa haft þar búsetu um eitthvert skeið æfinnar. Önnur að vísu dálítið tvöföld í roðinu og ekki alveg venjuleg kona, en þó svo fræg að hvert mannsbarn í landinu hefur kannast við hana í 125 ár. Frægð hinnar hefur staðið talsvert lengur og báðar munu þær uppi meðan íslenzk tunga er töluð, hver á sinn hátt, enda áttu þær aldrei neitt sameiginlegt, nema fátæktina og um- komuleysið. Þessar konur eru Gróa á Leiti og Halla eiginkona Fjalla- Eyvindar. Það er kannske að bera í bakkafullan lækinn, að skrifa meira um þessar konur, en þegar hefur verið gert, og vissulega óhugsandi að bæta þar nokkuð um. En þegar mað- ur hefur lengj velt fyrir sér einhverju efni, er örðugt að fá það burt úr huganum, nema helst að skrifa sig frá þvi. Þessi gömlu, grónu spor um Fellseyrar, hafa með einhverjum hætti markast inn í vitund mína og nú ætla ég að reyna að rekja mig frá þeim. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Jón Thoroddsen hafði raun- verulegar, lifandi persónur til fyrir- myndar við gerð flestra ef ekki allra sögupersóna sinna í „Pilti og stúlku" og „Manni og konu". Margt liggur þar svo Ijóst fyrir, að aldrei hefur orkað tvímælis, hver fyrirmyndin væri, en annað hefur verið nokkuð óljósara og hefur sýnst sitt hverjum. Um Gróu á Leiti er það að segja, að aðeins ein manneskja hefur verið til- nefnd sem fyrirmynd að henni og er það Gróa Eiríksdóttir, sem var bónda- kona á ýmsum bæjum í Kollafirði á árunum 1834—1852. Gróa þessi var fædd í Hvítuhlíð í Bitru, sennilega árið 1804, dóttir Eiriks Helgasonar og konu hans Geirlaugar Björnsdótt- ur. Faðir hennar dó ungur og hún ólst upp í Gröf í sömu sveit hjá móður sinni sem þar var bústýra. Hún giftist 14. september 1828 Guðmundi Jónssyni vinnumanni á Einfætingsgili -»g þar hefja þau líklega búskapar- Jaslið. Þau eignast 7 börn og þegar pað þriðja fæðist 1835, eru þau komin að ' 'amri í Kollafirði. Árið 1842 eru uu flutt að Hlíð i sömu sveit og 1851 að Litla-Fjarðarhorni, á báðum stöðum í tvíbýli. Sjöunda barn þeirra fæðist 1844 í Hlíð, tvö af hinum eru þá dáin. í sóknarmannatali frá þessum árum fá þau hjón heldur lélega einkun; bóndinn „í daufara lagi", konan „ekki lakari". Lestrarbækur eru mjög fáar á heimilinu, duga ekki til nauðsynleg- ustu húsandaktar! Kunnáttan er „I meðallagi og ei betur" og hegðan „þó síður". Seinna kemur svo „kunnátta í meðallagi og hegðan jafnlakari" og um býli þeirra er sagt „lakara þeim megin upp á skikk og samlyndi". Fátæktin er alls ráðandi, bóndinn daufgerður með úrræði og Gróa reyn- ir að auka við tekjur heimilisins, með því að hlaupa milli bæja með slúður- sögur, sem hún segir húsmæðrunum laumulega,.með dálitlum eftirgangs- munum, til að magna áhrifin og þær launa henni með því að víkja að henni einhverju utan á börnin, matar- ögn eða rjólbita. Auknefni var Gróu gefið í samræmi við atferli hennar, þeir kölluðu hana Kjafta-Gróu. Að lokum gefast þau alveg upp á bú- skaparbaslinu og flytjast vestur yfir Steinadalsheiði, hann að Garpsdal og hún að Gilsfjarðarbrekku. Þaðan ber- ast þau svo út í Saurbæjarþing og eru þar í húsmennsku á ýmsum bæjum næstu árin og er nú mikið los á þeim. Árið 1860 er Gróa aftur komin í Kollafjörðinn og er nú vinnukona á Ljúfustöðum, en 1863 er hún aftur komin i Saurbæinn og ér á Neðri- Brunná hjá syni sínum, sem þarer þá orðinn bóndi. Eftir það er hún svo vinnukona í Stórholti til dauðadags, 31. maí 1866. Hún var jörðuð á Hvoli 11. júní ásamt þremur öðrum konum og tveimur börnum, sem öll létust úr farsótt, sem geisaði um sveitina þetta vor. Ein þessara kvenna var betur megandi en hinar og var ræða prestsins öll um hana en hinna tæpast getið. Mörgum finnst Gróa á Leiti vera besta og sannferð- ugasta persónusköpun Jóns Thoroddsen, svo að ólíklegt er að hún eigi sér ekki einhverja fyrirmynd í einni eða fleiri manneskjum, sem hann hefur þekkt sjálfur eða haft nánar spurnir af. Eins og áður segir, hefur engin önnuren Gróa Eiríksdótt- ir verið tilfærð í því sambandi, svo mjög hafa þær nöfnur þótt minna hvor á aðra. En óneitanlega hlýtur sú spurning að vakna, þegar allar að: stæður eru athugaðar, hvort þetta geti staðist. Það má heita útilokað að Jón Thoroddsen hafi sjálfur þekkt Gróu, hún hafði alltaf átt heima í Bitru og Kollafirði þegar „Piltur og stúlka" kom út árið 1850, en þar hafði Jón Thoroddsen aldrei verið. Milli Reykhóla og þessara sveita er löng leið, eða var það að minnsta kosti á vegleysuöld og mjög lítil sam- skipti þar á milli. Sama er að segja um Sælingsdalstungu, en þarvar Jón á uppvaxtarárum slnum. í Saurbæinn fluttist Gróa ekki fyrr en 2—3 árum eftir að „Piltur og stúlka" kom út. Hugsanlegt er, að einhver eða ein- hverjir hafi flust búferlum milli þess- ara héraða og flutt með sér sagnir af Kjafta-Gróu og Jón síðan notfært sér ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.