Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 5
Sigurður GuSbrandsson skipstjóri ð ýmsum togurum Kveldúlfs h/f I meira en aldarfjórSung. félaga minn, er við vorum á leið frammf og settumst á fiski- kassana fyrir framan spilið, „ég hef ekki nokkurn áhuga á að fara i koju núna i svona finu veðri, það er nokkuð betra að anda að sér sjávarloftinu hérna en að fara í ólyktina i iúkarn- um“. Við héldum samt áfram framrni og sofnuðum fljótt. Eft- ir þvf sem ég siðar frétti fóru fyrstu skipin að halda upp af Halanum upp úr klukkan átta um kvöldið. Klukkan eitt um nóttina vakna ég og þarf að fara til að kasta af mér vatni. Eg heyri og sé, þegar ég kem upp, að verið er að taka inn troliið. Þá skefur sjórokið svo mikið yfir skipið að ég sé varla aftur að brú og það hallast talsvert undan vindinum, en það var enn alveg sjólaust — það átti auðvitað eftir að breytast —. Sfðan fer ég aftur niður og sofna vært. Eins og fyrr segir átti ég aftur vakt á dekki kl. 4 um morguninn. Stundarfjórð- ungi fyrir kl. 4 erum við ræstir. Eg vakna rétt sem snöggvast, hugsa með mér að það sé nú bara stfmvakt og ekkert að gera nema stýra, og nógir menn, ég ætla að leggja mig svolftið leng- ur og er þar með sofnaður aft- ur. Nokkru seinna vakna ég og fer framúr, klæði mig f stakk og stfgvél og vind á mig sjóhatt. Eg undra mig á þvf að enginn maður er vakandi f lúkarnum og hafði ég þvf ekki tal af nein- um. Eg Ift á klukkuna. Hana vantar 10 mfnútur f 5, svo ég hef sofið tæpan klukkutfma fram yfir það sem átti að vera. Eg fer upp og stend nokkura stund undir hvalbaknum. Það gefur mikið á og hann dýfir sér illilega f annað slagið. Vindur stendur ca. á stjórnborðs for- gálgann, eða allavega fyrir framan þvert. Eg finn að það er keyrt með fullri ferð, þvf þótt hann Snorri goði hefði marga galla sem fiskiskip var hann afburðagott ferðaskip og hægt að bjóða honum hvað sem var, þegar vindurinn var þvert, að ég tali ekki um þegar komið var fyrir framan þvert og á móti. Þá var skipið Ifka eins vel á sig komið hvað hleðslu snerti og frekast var á kosið, með 130 tonn af karfa í lestunum og ca. hálf kolaboxin. Nú fer ég að sjá mér út lag og fer aftur að formastri og stend þar á masturspollunum. Eg mun hafa staðið þar þó nokkra stund, þvf eé man að ég var ósjálfrátt farinn að tauta fyrir munni mér erindi úr kvæðinu Landsýn eftir Jón Thoroddsen, sem Guðni Jónsson magister hafði látið okkur læra er ég var f Gagnfræðaskóla Reykvfkinga, og ég hafði haft mikið fyrir að læra. Erindið er svona: Ef úr mér kvolast andargolan á f sjá, eftir þolað strfð og stjá: láttu skolað, bára, bola að björgum háum þá, feðra f jöllum hjá. Eg hef tekið þá ákvörðun að stökkva aftur lúgurnar, uppá spil og sveipla mér sfðan uppá brúarvæng. Þetta var algeng leið þegar gangarnir voru ófær- ir eða varasamir. Eg sé að faðir minn stendur við brúarglugg- ann og fylgist með mér. Það veitir mér aukið öryggi. Loks tel ég mig vera búinn að útsjá lag og hleyp aftur lúgurnar, en er ég er korninn fast að troll- spilinu, rfður sjór yfir skipið stjórnborðsmegin og það leggst djúpt f. Eg sé að undankomu er ekki auðið og grfp til þess ör- þrifaráðs að læsa báðum hönd- um utan um vfrastýrið á spil- inu. En eins og allir vita er kraftur Ránardætra ekkert elskulegt klapp, og maðurinn má sfn Iftils gegn slfku ógnar- afli. Eins og fyrr segir fylgdist faðir minn með ferðum mfn- um, og er hann sér hvað er að gerast, hleypur hann út á brú- arvæng, tekur með annari hendi um einn rimilinn á trénu er ber uppi pólkompásinn, fest- ir tánum undir efri brún brúar- vængsins, steypir sér sfðan framaf og nær f annan fót minn og sveiplar mér innfyrir. Mátti þarna engu muna, þvf ég var alveg við það að missa hand- festuna, en fætur mfnir vfsuðu beint upp. Þetta voru vissulega snör handtök hjá föður mfnum. Já, þetta voru handtök sem mér munu seint úr minni lfða. Eg hafði ekkert meitt mig annað en mig verkjaði f hand- leggina, og við fórum nú inn f brú og hann segir mér að fara niður f herbergi til sfn og finna mér þurr föt af sér. Þau voru nú að vfsu vel við vöxt, þvf ég var grannur á þeim árum, en Franska skípið Porqui pas?. sem fórst i ofviðri við Mýrar fyrir réttum 40 árum og með þvi öll áhöfnin aS einum manni undanskildum, sem nú er raunar nýlega látinn. Myndin af þessu glæsta seglskipi er tekin úti fyrir Frakklandsströnd. hann með allra þreknustu mönnum. Maður lét það ekki á sig fá og kom ég fljótt aftur upp f brú og tók mfna stýris- törn nokkru síðar. Veðrið færðist enn f aukana, og mun hafa verið langharðast frá klukkan sex til átta um morguninn. Við gátum samt alltaf haldið áfram með fullri ferð. Á ellefta tfmanum sáum við land, vorum við þá staddir fyrir mynni fsafjarðardjúps. Héldum við nú sem leið lá til Hesteyrar. Er þangað kom var þar ekkert skip fyrir. Við kom- um þvf fyrstir til lands, þó við höfðum lagt sfðastir af stað af Halanum. Togarinn Skalla- grfmur var á leið til Siglufjarð- ar með fullfermi af karfa og talsvert á dekki. Þegar veðrið var sem verst var hann staddur á miðjum Húnaflóa og munu þeir hafa lent 1 talsverðum erf- iðleikum, enda skipið mikið hlaðið. Er við höfðum bundið skipið við bryggju, nokkru eftir há- degi, fengum við annað hlut- verk að vinna. Veðrið hafði valdið talsverðu tjóni þarna á staðnum, bæði á sjálfri sfdar- verksmiðjunni og einnig á ýms- um lausurn tækjum, m.a. höfðu nótabátar togaranna, er stóðu á plani ofan við bryggjurnar, fok- ið til og sumir brotnað nokkuð. Við unnum að þessu björgunar- starfi fram eftir degi, en þá var veðrið gengið yfir. Eins og nafn þessarar frá- sagnar ber með sér, og fyrr er getið, hefur veður þetta jafnan verið kennt við franska skipið Purqoui pas?, vegna þess að þar varð manntjónið mest, en af 40 manna áhöfn þess fórust 39, meðal þeirra hinn heims- kunni vfsindamaður dr. Char- cot. En það urðu fleiri manntjón og skipsskaðar þessa óveðurs- nótt: Norski Ifnuveiðarinn Re- form frá Álasundi fékk á sig brotsjó úti f Faxaflóa og tók 6 menn fyrir borð. 5 þeirra drukknuðu, en skipstjóranum tókst að halda sér f Ifnu uns honum var bjargað. Bátur fórst frá Bfldudal og með honum 3 menn. Á tsafirði slitnuðu margir bátar upp og rak á land. A Siglufirði voru nokkurir tog- arar að landa karfa, meðal þeirra b/v Garðar frá Hafnar- firði, skipstjóri Sigurjón Ein- arsson. Þar sem óttast var um ýmsa báta frá höfnum norðan- lands fékk Slysavarnafélagið Garðar til að huga að þeim. Hafði hann skammt farið er hann fann m/b Brúna frá Siglufirði með brotið stýri. Var hann þegar tekinn f tog, en skömmu sfðar sáu þeir á Garð- ari annan bát f nauðum stadd- an, var það m/b Einar frá Ak- ureyri. Hafði komið mikill leki að honum. Þeir Garðarsmenn tóku áhöfn bátsins um borð til sfn og mátti litlu muna, þvf hann sökk litlu sfðar. Svo óheppilega vildi til er Garðar var að draga Brúna til lands að m/s Dronning Alexandrine bar þarna að, á vesturleið frá Akur- eyri, og ætlaði að koma Brúna til hjálpar — mun skipstjórinn ekki hafa séð að Garðar var með hann í togi — með þvf að leggja að honum, en lenti þá á honum miðjum og klauf f tvennt. Sökk báturinn og með honum 2 menn, en hinum var bjargað. Frá Ólafsfirði fórst 12 lesta bátur m/b Þorkell máni og með honum 6 manna áhöfn. Vélbáturinn Gotta frá Vest- mannaeyjum fékk á sig brotsjó útaf Siglufirði og tók 2 menn fyrir borð, annar náðist um borð aftur en hinn drukknaði. ! þessu veðri fórust því alls 56 menn, bæði innlendir og er- lendir. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu lslands var veður- lýsing og veðurspá á eftirfar- andi hátt; Veðurstofan f Reykjavfk hafði um morgun- inn (15.9.) spáð hægri S.V. átt, en ljóst þótti að lægð væri að myndast yfir hafinu um 1600 km. S.S.V. af Reykjanesi þótt vandséð þætti hve sterk hún myndi verða og hvaða áhrif hún hefði hér við land. Um hádegi var Ijóst að lægð- in hafði dýpkað mikið og nálg- aðist landið óðfluga. Þegar veð- urspá var send út kl. 3 um daginn var þvf spáð að sunnan stormur myndi skella á vestan- verðu landinu um nóttina. Um kl. 5 um daginn var stormsveip- urinn kominn f um 700 fjar- lægð S.S.V. af Reykjanesi og Framhald á bls. 16. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.