Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 9
Hér er útkoman: A myndunum þremur hér aö ofan eru allir þeir sem fundust í skrúðgörðum borgarinnar á framúrskarandi fallegum sól- skinsdegi seinnipartinn í sumar — og margir slfkir komu ekki á þessu sumri. Við styttuna af Jónasi Hallgrfmssyni sat Baldur Óskarsson fréttamaður á útvarpinu, við styttuna af Bertil Thorvaldsen sátu tvær konur og ein kona sat á bekk f Laugardalsgarðinum, enda engu Ifkara en konumynd Ásmundar sé beygð af leiðindum yfir öllu saman. Bogfimi: Paœ ber af þeim öllum Pace ber af þeim öllum. Hann leggur örina á strenginn og dregur hægri handlegginn ró- lega aftur þar til bogastreng- urinn nemur við nefbroddinn. 1 sjö sekúndur er hann grafkyrr, hver vöðvi lfkamans spenntur og andlitið endurspeglar ein- beitinguna. Sfðan flýgur örin og tendir f miðpunkti marks- ins, sem er hvorki meira né minna en 90 metra f burtu. Sá sem hér er fýst, heitir Darrel Pace, 19 ára gamall pift- ur frá Valley Forge f Penn- sylvania fBandarfkjunum. Hann er venjulegur f útliti , grannur og vegur aðeins um 65 kg og sfst af öllu væri hægt að láta sér koma til hugar að hann væri afreksmaður f einhverri íþróttagrein. En Darrel Pace getur skorað hvurn sem er á hólm f bogfimi og unnið. Hann liefur marg- sannað það, meðal annars með þvf að verða nú f ár Bandarfkja- meistari í þessari grein, heims- meistari og þar að auki vann hann gullið f bogfimi á Olympfuleikunum f sumar. Til þess að draga örina og bogastrenginn aftur til fulls þarf 48 punda togkraft. Samt eru þær kröfur, sem þessi forna fþrótt gerir, meira andlegar en Ifkamlegar. Árangurinn er kominn undir taugastyrkleik, mikilli æfingu og þekkingu á boganum. Sá árangur, sem Pace hefur náð, er sá bezti og mesti f sögu bogfiminnar. 1 venjulegri keppni, skýtur hver keppandi 144 örvum f mark, sem staðsett er f mismunandi fjarlægð: 30, 50, 70, og 90 metra. Að hitta f miðpunkt, sem heitir á alþjóðlegu bog- fimimáli „Bullseye", gefur 10 stig. Sfðan það kerfi var upp tekið, hafa aðeins tveir menn komizt yfir 1300 stig. Sante Spigarelli frá Italfu hefur einu sinni náð þvf og Darrell Pace þrisvar. Pace byrjaði að æfa sig með boga 13 ára og hæfileiki hans kom fljótlega f ljós. Og sfðan 1973 hefur hann verið ós- igrandi. Hann kveðst alltaf gera eins og hann getur f hverri keppni og þessvegna var ekkert öðruvfsi að keppa á Olympfu- leikum. Hann æfir sig klukku- stundum saman á hverjum degi, rétt eins og toppmenn allra fþrótta gera. Hann þykir nokkuð öruggur með sjálfan sig, svo jaðrar við mont. Nútfma bogar eru háþróuð verkfæri, sem hægt er á svip- stundu að taka f sundur og setja saman. Miðjan gefur ekki eftir en á báðum endum mið- stykkisins eru fjaðrir, sem gefa kraftinn. Nú standa einkenni- legar járnstengur á fjórum stöðum út úr boganum eins og sjá má á meðfylgjandi teikn- ingu. Þessar járnstengur koma f veg fyrir titring, þegar hleypt er af og örin flýgur beinna. Stykkið, sem merkt er með 5 á teikningunni er sigti, sem gerir bogmanninum fært að miða mjög nákvæmlega. Áuk þess hefur hann kfki til þess að geta séð nákvæmlega, hvar örin hitti f markið. Boginn hefur verið fullkomnaður á vfsindalegan hátt. Til dæmis er nú notað Dacron f bogastrenginn og jafnvel ennþá betra þykir nýtt gerfiefni, sem heitir Kevlar. Og sjálf er örin úr áli og hol að innan. Allt er þetta mikil fram- för frá þeim bogum, sem Hrói höttur og Vilhjálmur Tell not- uðu og urðu þó báðir frægir fyrir. En með þeim verkfærum hefðu þeir naumast náð 1300 stigum í nútfma keppni. Bogfimi hefur aldrei öðlast þær vinsældir, að hægt sé að tala um verulegan fjölda iðk- anda. 1 bandarfska bogfimi- sambandinu eru 4000 félagar, en það samsvarar þvf, að 4 Islendingar mynduðu með sér slfkt samband. Þeim sem ekki þekkir til bogfimi, finnst að keppni f fþróttinni sé ekki nægilega spennandi og hvert skotið öðru líkt. Og þrátt fyrir umtalsverð afrek Darrell Pace, er ekki lfklegt að það breytist. / ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.