Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1976, Blaðsíða 13
mikilli spilafýsn en engin skýring er gefin á þvl, hvernig á því stóð að hann ákvað skyndilega að láta alla spilamennsku fyrir róða. Komandi kynslóðum gæti leikið hugur á að vita, hvernig honum tókst það. Varla er heldur minnst á Suslovu, enda þótt það komi fram I dagbókinni að Anna var mjög afbrýðisöm í hennar garð og opnaði jafnvel bréf frá henni að manni sínum forspurðum. Ekki er heldur minnst á þann aragrúa bréfa, sem Dostoevsky skrifaði bæði vinum sínum sem óvinum I bón um fjárstyrk, og hvergi kem- ur annað fram en að Dostoevsky hafi verið einlægur trúmaður alla tíð. Ekki minnist Anna heldur á yfirlýsingu Turgenevs að Dosto- evsky sé rússnesk útgáfa af De Sade, en hún reynir að andmæla frægu bréfi Strakhovs, þar sem hann segir Dostoevsky vera til- finningalausan hræsnara og þar að auki sé hann sennilega sekur um barnanauðgun. En rök hennar eru heldur veikburða þvi hún heldur þvi fram að fjárskortur hafi alla tið háð eiginmanni henn- ar svo að hann hafi aldrei getað sökkt sér niður í sukk og svall. Öllum sögum um að Dostoevsky hafi verið yfirmáta taugaspennt- ur, visar hún á bug. Hann var aðeins ástrikur eiginmaður og ljúfur faðir. Þetta stangast mjög á við það sem aðrir hafa sagt og skrifað, en hverju á að trúa? Má vera að höfundurinn svari sjálf þeirri spurningu I skarplegustu athuga- semd bókarinnar. Þar gerir hún að umræðuefni hið djúpa bil á milli hins hægláta heimilislifs þeirra hjóna og óskapanna, sem yfir persónurnar dynja í ritverk- um hans. Hún segir: „Það er aug- ljóst að miklum listamanni er óþarft að fremja öll þau ódæði sem sögupersónur hans gera sig seka um“. En ef til vill kynntist hún aldrei þeim Dostoevsky sem sat fyrir innan vinnustofudyrnar. í hennar augum er ekkert hægt að finna honum til foráttu. Hann skrifaði meistaraverk, sá fyrir fjölskyldunni með ritstörfum og varð frægur. En bókin segir okkur ýmislegt um höfundinn og í því ér gildi hennar fólgið. önnu eru vel ljósar takmarkan- ir sfnar og hún fer ekki í felur með þær. Hún skrifar af mikilli hófsemi um gleði sína og sorgir. Ef til vill skildi hún aldrei spila- fýsn Dostoevskys. Hins vegar vissi hún að á fjárhættuspili var ekkert að græða og líka að hann gat ekki unnið bug á fýsninni. Hún örvaði hann jafnvel til spila- mennskunnar þegar þunglyndi sótti á hann enda þótt hún vissi, hvað það mundi kosta fjölskyld- una. Fjárhagsáhyggjurnar, sem voru bæði miklar og þungar, axlaði hún af mikilli þrautseigju og varði hann fyrir ágangi skuld- heimtumanna, sem voru margir hverjir engu betri en harðsvíruð- ustu persónurnar í sögum hans. Sjálf tók hún að sér að sjá um útgáfu og bókasölu þannig að Dostoevsky gat helgað sig ritstörf- unum. önnu var skapfesta, hagsýni og trúmennska í blóð borin og hún sætti sig möglunarlaust við allar þær kvaðir sem heimilislifi fylgja. Enda þótt segja megi að gáfur hennar hafi verið heldur af skornum skammti, þá bar hún virðingu fyrir hverskonar menn- ingarmálum, og ekki lét hún á sér standa að skoða af samvizkusemi öll þau söfn sem á vegi hennar Framhaid á bls. 16. FYRST Werner og Monika Kriiger frá Hamborg meö börn sin tvö eftir Iðt Markúsar, sem þau vildu ekki að fengi blóö eftir slys og þar meö gat hann ekki lifaö. Markus Kruger var 10 ára gamall og lét lifiö vegna trúarskoBana foreldra hans. JEHÓVA VILL Vottar Jehova halda fast í bókstafinn Ekki alls fyrir löngu gerðist sá harmleikur i Austurriki að foreldrar neituðu læknum um að gefa syni þeirra blóð við uppskurð með þeim afleiðing- um að drengurinn lézt. Forsaga málsins var sú að fjölskyldan, hjónin Verner og Monika Kriiger og börn þeirra, Michael 12 ára, Markus, 10 ára og dóttirin Illona 4 ára, dvöldust i sumarleyfi f austur- rfsku ölpunum. Þá vildi það óhapp tíl að Markus litli féll fram af svölum gistihússins, þar sem þau voru til húsa, 6 metra fall og lenti á steinstétt fyrir neðan. Læknir sem til var kallaður taldi hættu á að drengurinn væri höfuðkúpu- brotinn og honum var strax ekið á sjúkrahús f Tamsveg 50 km í burtu. Þegar þangað kom ákváðu læknar að sérfræðing i heilaskurði þurfti til að fram- kvæma læknisaðgerð svo farið var með drenginn til Salzburg 100 km leið, þar sem allar aðstæður eru fyrir hendi til slfkra aðgerða. Þá kom f ljós þessi furðulega afstaða foreldranna gagnvart blóðgjöf. Þau voru áhang- endur sértrúarflokksins sem kennir sig við „Votta Jehova", en fylgjendur þeirra vitna bæði f nýja og gamla testa- mentið og segja að samkvæmt boðun drottins sé blóðgjöf ekki leyfileg (sbr. 1. bók Móse: ... einasta skulu þér ekki eta holdið með lifinu, með blóðinu... ) Það mun vera til siðs þar i landi að foreldrar skulu gefa skriflegt samþykki sitt áður en læknar framkvæma uppskurð á börnum þeirra, en þvf neit- uðu þessir foreldrar. Þeim var marg-bent á það að gæfu þau ekki leyfi sitt til blóðgjafar- innar, mundi drengurinn deyja, en hið eina svar föðurins var: „Ef þið gefið syni minum framandi blóð, þá er hann ekki sonur minn lengur. Þið getið þá átt hann.“ Læknar og yfirvöld stóðu i stappi við þetta fólk þangað til málinu var skotið fyrir dómara, sem loks úrskurðaði að uppskurðurinn og blóðgjöf- in skyldi fara fram þátt fyrir mótmæli foreldranna. Dómar- inn studdist við lagagrein f refsilögum um „tilraun til manndráps með þvi að van- rækja vfsvitandi hjálpar- aðgerð“. Þá voru 10 klukkustundir liðnar frá þvf drengurinn varð fyrir slysinu. Læknar og hjúkrunariið börðust i 5 daga og 5 nætur fyrir lifi drengsins en án árangurs. Að morgni þess 6. dags var Markus litli Kruger látinn. Læknar voru á einu máli um að hefðu þeir fengið að hefja aðgerðina fyrr, hefðu miklar lfkur verið á þvf að drengur- inn héldi lffi en fyrir þver- móðsku foreldranna sem kusu fremur að skilja ritningar- greinarnar á þennan hátt en að lffi sonar þeirra yrði bjargað, varð allt unnið fyrir gig. Konrad Franke, sem er einn forsvarsmanna „Votta Jehova" og I útgáfustjórn trúarrits þeirra I Wiesbaden var spurður hver afstaða hans mundi vera ef Iff hans eigin sonar hefði verið undir blóð- gjöf komið. „Eg hefði hiklaust hafnað blóðgjöfinni", sagði hann. „1 heilagri ritningu segir að „lifið (sálin) sé f blóðinu" og „... hjá blóðinu skulu menn sneiða". Og lögmál drottins er okkur öllu ofar“. Blaðamaður benti honum þá á að mönnum hefði verið ókunnugt um mikilvægi blóð- gjafa, þegar biblfan var rituð. Þar stæði einnig: Þú skalt ekki Iffi eyða, og spurði hvort ekki væri ástæða til að endurskoða þessa afstöðu. Hínn svaraði þvf þá til að „Vottar Jehova" óskuðu ekki eftir þvf að iáta fólk deyja. „Sá sem reit bibiiuna", sagði hann „talaði fyrir munn drottins, og þar sem drottin hefur sagt að blóð sé heilagt, þá er svo auð- vitað enn ( dag. Margir af okkar fylgjendum hafa „Marcrodex“ (efni sem gerir sama gagn og blóðvökvi) ( bflum sfnum til öryggis, ef slys ber að höndum. Sjálfur hef ég ávallt kort f handtösku minni þar sem stendur að ( engum tilvikum megi gefa mér blóð“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.